SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 29
28. mars 2010 29 Í slenskir karlmenn, þeir eru sko alls engar gungur,“ sungu Stuðmenn. Það sannaðist í mars þegar karlmenn um allt land tóku sig saman um að safna mottu í þágu góðs málefnis. Þannig var vakin athygli á krabbameini karla, sem farið hefur lítið fyrir í opinberri umræðu, og einnig safnað áheitum. Undirtektirnar voru með ólíkindum; það sást varla í karlmenn fyrir hárprúðum mottum og háar fjárhæðir söfnuðust. Átakið verður vonandi til þess að karlmönnum vefst ekki tunga um tönn þegar krabbamein ber á góma í framtíðinni. Það þvælist að minnsta kosti ekkert fyrir hinum kunna dómara Braga Bergmann að ræða um krabbamein í opinskáu viðtali við Skapta Hallgrímsson. „Ég þakka það þessari auglýsingaherferð og engu öðru að æxlið fannst. Ég hafði séð auglýsingar í blöðunum og svo var það á föstudagskvöldi að við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið að leikin var auglýsing þar sem Þorsteinn Guðmundsson sagði að það, að fitla við kúlurnar, væri elsta boltaíþrótt í heimi. Konan mín, Ingibjörg Ingimundardóttir, nefndi að þetta þyrfti ég að gera og ég tók hana á orðinu þegar ég fór í heita pottinn síðar um kvöldið. Kannaði þá málið og dauðbrá; fann að vinstra eistað var miklu stærra en það hægra og að auki glerhart viðkomu.“ Það er lofsvert þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og ræðir opinskátt um erfið og per- sónuleg málefni, sem hafa verið feimnismál í þjóðfélaginu. Bragi ákvað strax að halda veikindum sínum ekki leyndum eins og sjá má á tölvupósti sem hann sendi til Magnúsar Más Jónssonar 19. mars undir yfirskriftinni „Hendur á pung“, en það hófst þannig: „Mér þykir mjög leiðinlegt að þurfa að afboða leikinn minn í Deildabikarnum á sunnu- daginn. Sömuleiðis þykir mér leiðinlegt að hafa ekki enn skilað skýrslu um vel dæmdan leik Valda Páls og félaga í sömu keppni (KA-FH) sl. sunnudag. Ástæðan er sú að ég tók átakið KARLAR OG KRABBAMEIN fullbókstaflega; safnaði ekki einungis í mottu heldur einnig í æxli í vinstra eista; sem sagt tveir-fyrir-einn-tilboð, eins og þar stendur! Þetta uppgötvaði ég við þuklun sl. föstudagskvöld.“ Hann segir frá því að hann fari í skurðaðgerð morguninn eftir. „Ég verð ekki til neinna stórræða næstu daga. En þar sem krabbamein í pung er langlæknanlegasta krabbameinið (líkurnar yfir 90%) er ég bjartsýnn á að bati minn verði í fullu samræmi við dómgæslu mína á liðnum árum – sem sagt fullkominn!“ Hann biður um að pósturinn sé áframsendur á dómara- og eftirlitshópinn til að fá menn til að þukla punginn reglulega og markvisst. „Ég er dæmið sem styður það: Ég er algerlega einkennalaus og kenni mér einskis meins en er engu að síður með illkynja krabbamein. Það uppgötvaðist (vonandi) á byrjunarstigi, þökk sé átakinu KARLAR OG KRABBAMEIN.“ Þar höfum við það. Hendur á pung! Elsta boltaíþrótt í heimi „Það má eiginlega segja að þessi ferð hafi verið blásin af í orðsins fyllstu merkingu.“ Gísli Einarsson fréttamaður var í hópi jarðvísinda- manna, sem ætlaði á jökul á snjóbíl að skoða eld- gosið á Fimmvörðuhálsi, en varð frá að hverfa vegna snarvitlauss veðurs. „Þetta var lítill, feiminn og sætur eldsúludans.“ Ómar Ragnarsson um fyrstu kynni sín af eldgos- inu á Fimmvörðuhálsi. „Mér finnst eins og ég hafi öðlast nýtt líf með því að snúa aftur til Eng- lands.“ Eiður Smári Guðjohnsen, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham Hotspur á dög- unum. „Ríkisstjórnin sýnir einbeittan og ítrek- aðan brotavilja þegar kemur að stjórnarskrár- bundnum rétt- indum launþega í kjarabaráttu og alþingismenn koma hlaupandi eins og rakkar þegar kallið kemur til að stimpla gjörninginn.“ Úr yfirlýsingu Félags íslenskra flug- umferðarstjóra. „Hvolsvöllur verður ekki Pompeii norðursins.“ Grzegorz Dabrowski, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli, í tilefni af eldgosinu. „Mér finnst nefndarmenn vera hafðir að fíflum.“ Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands, um vinnu nefndar sem er að skoða breytingar á fisk- veiðistjórnkerfinu. „Ég fékk einfalda skipun: Hættu að drekka kaffi!“ Dave Grohl, forsprakki rokk- sveitarinnar Foo Fighters, sem lagður var inn á sjúkra- hús á dögunum. „Ég er þeirrar skoðunar að Messi sé besti fótbolta- maður sögunnar.“ Joan Laporta, forseti Barcelona, er hrifinn af stjörnunni sinni. „Við búum ekki á tímum Adams og Evu, það eru komnir fleiri ávextir.“ Jónína Benediktsdóttir í sjón- varpsviðtali á Skjáeinum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal úr minni sem lifðu hann ungir“, sagði skáldið Tómas Guðmundsson. Og hann bætti við: „Og enn finnst mér sem þarna hafi ég í fyrsta og síðasta sinn staðið andspænis þjóð, sem komin var um langan veg út úr nótt og dauða, þjóð sem sífellt hafði verið að farast, en samt lifað af, einungis vegna þess að hún hafði varðveitt sál sína.“ Tómas Guðmundsson var þarna að hugsa upp- hátt þegar lýðveldið fagnaði tuttugu ára afmæli. Vel hafði þjóðinni miðað í framfaraátt, en samt var skáldinu ekki rótt. Tómas segir: „Er fögnuður vor yfir því, sem hér er bezt gert og stórmannlegast, jafneinlægur og eðlilegt mætti teljast, er enginn hér inni sem ber brigður á það, að þjóð vor hafi hlutverki að gegna, hlutverki, sem er í einu bund- ið þjóðerni hennar og landi, og þá getur hvorki sjálfsvirðing vor né heimsmenningin lagt oss aðra skyldu ríkari á herðar en að vér sýnum hvoru- tveggja fullan trúnað, varðveitum frelsi vort og höldum áfram að rækta með oss þá menningu, sem hér hefur verið að mótast frá öndverðu.“ Á síðustu örfáum árum hefur myndast nýr vett- vangur fyrir hið skrifaða orð. Allur fjöldinn á mun auðveldara með að koma skoðunum sínum frá sér og lúta fáum takmörkunum. Slíkt getur ekki verið nema fagnaðarefni. Enda notfæra flestir sér þessi nýju tækifæri ágætlega og margir með miklum ágætum svo til mikils gagns er fyrir umræðuna og skoðanamyndunina. Sumir fara þó mjög illa með eins og gengur. Þeir eru jafnan stóryrtir, haldnir hvers konar þráhyggju og bábiljum og koma vondum stimpli á vefumræðuna. En smám saman skiljast þeir frá eins og hrat frá berjum. Þegar rýnt er í hinn hluta umræðunnar, þann sem skiptir máli, er ekki ástæða til að örvænta. Þjóðin varð- veitir enn sál sína, þrátt fyrir allt. Henni þykir enn vænt um fullveldið og sitt eigið þjóðfélag. Og það er einnig vafalaust að enn er stutt í einlægan fögn- uð yfir því sem vel er gert og vel heppnast. Meiri- hluti þjóðarinnar hefur enn ríkan vilja til „að vinna að því heilum huga, að trúnaðurinn við land vort, frelsi og þjóðmenningu verði hverjum Ís- lendingi heilög kvöð og brýnasta lífsnauðsyn“. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.