SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 30
30 28. mars 2010
S
pánverjar eru vanir þessu ástandi
þannig að þeir kippa sér kannski
ekkert mikið upp við það þótt þeir
séu svartsýnir. Þeir líta þannig á að
svona sé gangur lífsins. Það eru góðir tímar
og slæmir tímar. Spánverjar höfðu það ekki
eins gott og Íslendingar í góðærinu þó að það
hafi verið góðæri hér,“ segir Kolbrún Rut
Ragnarsdóttir mannfræðingur um afstöðu
Spánverja til kreppunnar en hún hefur verið
búsett í Barcelona í um tíu ára skeið ásamt
manni sínum, Alexandre Ruiz, en saman eiga
þau þrjá stráka, Mána Snæ Ruiz (7 ára), Alvar
Áka Ruiz (5 ára) og Ívar Alexandre Ruiz (8
mánaða)
– Hvað um atvinnuleysið? Er það áber-
andi?
„Já. Ég verð talsvert vör við það. Ég er
sjálf í barneignarfríi og er því ekki á vinnu-
markaði, líkt og maðurinn minn. Ég fæ þetta
í gegnum hann. Það er 19% atvinnuleysi á
Spáni og fólk er í rauninni fegið að halda í
vinnuna sína. Margt af ungu fólki sem er að
koma úr námi, eða fólk sem hefur verið á
skammtímasamningum, hefur misst vinn-
una, líkt og fólk í byggingarbransanum. Það
er allt stopp þar. Þar var mikið af ófaglærðu
fólki sem fær hvergi vinnu. Ég held að 40%
af fólki sem er undir 25 ára sé atvinnulaust.“
Taka minni áhættu en áður
– Skynjarðu svartsýni um framhaldið?
„Já. Svolítið.“
– Hvernig birtist það?
„Það birtist aðallega í því að fólk þorir
ekki að hreyfa sig mikið heldur vill halda í
vinnuna sem það er með, er ekki að biðja um
launahækkun eða ætlast til of mikils. Það
samþykkir aðstæður sem það hefði ekki gert
áður, bæði hvað snertir vinnuálag og laun.
Um daginn var til dæmis verið að tala um
að unga fólkið hefði ekki sama metnað og
það hafði til að byggja upp fyrirtæki og vinna
sjálfstætt og áður, heldur vilji það frekar
vinna hjá ríkinu og fá vinnu sem er örugg
hvort sem það er kreppa eða ekki, jafnvel þó
að hún sé illa launuð.
Þegar ég fluttist hingað var góðærið byrj-
að. Fólk hafði miklu meiri peninga á milli
handanna. Það er greinilegur munur. Fólk er
svartsýnt og heldur í það sem það á og hefur.
Fólk var kannski opnara og bjartsýnna þá.
Spánverjar eru vanir því að vera fátæk þjóð
en mér finnst sem þeir hafi aldrei treyst á
þetta góðæri í blindni. Þeir hafa alltaf haft
varann á sér.“
Launin standa í stað
– Hafa laun lækkað?
„Þau hækka allavega ekki.“
– Hvað um fátæktina? Verðurðu meira vör
við hana?
„Já. Það er meira af fólki á götunni núna
og meira um rán, vasaþjófnað, búðahnupl og
svoleiðis. Það er bein afleiðing af kreppunni.
Maður fór að finna fyrir þessu fyrir einu og
hálfu ári.“
– Er kreppuumræðan fyrirferðarminni á
Spáni en hér?
„Já, miklu. Íslendingar eru vanir svo góðu.
Það er ekki langt síðan Spánn var fátækt
land. Ég held að rétt fyrir aldamótin hafi at-
vinnuleysið verið svipað og það er í dag.
Maðurinn minn er Katalóni og hann hálfhlær
að því þegar Íslendingar eru alveg í rusli yfir
því að atvinnuleysið sé 8-9%. Þegar best lét
var 8% atvinnuleysi á Spáni. Ég nefni þetta
sem dæmi um hvernig hugsunarhátturinn er
hérna.“
Svartsýnir og sætta sig
við lægri laun en áður
Kolbrún Rut með Mána Snæ og Alvari Áka.
Ljósmynd/Alexandre Ruiz
É
g hef verið að selja fasteignir hérna í tæp 13 ár og sýnist sem
kreppan komi einkum fram í því að fólk kaupir minni og ódýrari
eignir. Allar fasteignir hafa hækkað skuggalega mikið undanfarin
ár en síðustu tvö ár hafa fasteignir lækkað um allt að 40%. Ég var
líka að selja þegar pesetarnir voru í umferð þannig að ég geri mér alveg
grein fyrir því hvað verðið hefur hækkað mikið,“ segir Ívar Hauksson, golf-
kennari og fasteignasali, um reynslu sína af fasteignamarkaðnum.
„Tökum dæmi. Hús sem ég seldi fyrir sjö árum á Campamor á 18 milljónir
peseta, eða fyrir um 9 milljónir króna á þávirði, var að seljast á 230.000
evrur rétt fyrir byrjun kreppunnar eða á 38 milljónir peseta. Þetta er gríð-
arleg hækkun á ekki lengri tíma.“
– Hvað um fasteignakaup Íslendinga?
„Margir keyptu þegar evran var á genginu 54-75 krónur og þá var gós-
entíð. Þegar maður leggur þetta á borðið fyrir fólk sem vill losna úr skuld-
um er það gjarnan seint að átta sig á hvað það fær mikið fyrir krónuna ef
það selur í dag. Það verður hissa þegar því er sýnt hvað það fær fyrir eign-
irnar í krónum miðað við kaupverðið á sínum tíma. Því kemur á óvart hvað
það getur selt á lágu verði en samt haft mikinn hag af kaupunum,“ segir Ív-
ar og tekur annað dæmi.
„Síðastliðið haust setti ég hús á lista hjá mér sem var verðmetið af banka
á 156.000 evrur, eða svipað og sett var á húsin í kring. Ég sagði við konuna
sem á húsið: „Lækkaðu verðið niður í 100.000 evrur.“ Hún sagði strax nei
en þá bað ég hana að leyfa mér að útskýra það fyrir henni að þrátt fyrir að
hún færi niður í þessa upphæð hefði hún 6,2 milljónir króna í hagnað. Þegar
hún áttaði sig á því þá samþykkti hún það og lækkaði verðið niður í
100.000 evrur,“ segir Ívar sem telur aðspurður að á milli 25 og 30 Íslend-
ingar hafi leitað til hans með eignir.
Íslendingar vilja
losna við evrulán
Ívar Hauksson með sambýliskonu sinni Ana Moltó Pelegrin en saman eiga þau
dæturnar Raquel og Melanie Ívarsdætur Moltó. Þau hafa verið saman í tíu ár.
Sætta
sig við
lægri
laun
Regnhlífin hefur komið sér í góðar þarfir í höfuðborg Katalóníu í ár.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Það er víðar en á Ís-
landi sem Íslendingar
ganga í gegnum
kreppu. Sunnudags-
mogginn sló á þráðinn
til fjögurra Íslendinga
sem hafa hreiðrað um
sig á Spáni og Írlandi.
Baldur Arnarson baldura@mbl.is