SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 33
28. mars 2010 33
F
yrir meira en fjörutíu árum sá ég í dönsku blaði smælki
þar sem gert var góðlátlegt grín að nágrannaþjóðunum
og þar mátti lesa eftirfarandi klausu: „Íslendingar hafa
ákveðið að fylgja fordæmi Svía og taka upp hægri um-
ferð. En Íslendingar ætla að framkvæma þessa breytingu í áföng-
um: Byrja á trukkunum!“ Einhverra hluta vegna kemur þessi
danska skrítla mér í hug þegar ég horfi á það sem er að gerast í ís-
lensku samfélagi nú. Það er eins og gengið sé út frá því að regl-
urnar nái ekki til allra, að eitt gangi ekki yfir alla. Hagsmunir fjár-
magnsins hafa forgang.
Nú er það svo með umferðarlög og reglur að þær hafa almennt
gildi og ná til allra vegfarenda. Hver sá sem fer um götur og stræti
verður að geta treyst því. Skilti og merkingar minna á boð og
bönn til að greiða fyrir umferð og afstýra árekstrum og slysum.
Hversu margar sem umferðarreglur eru þá er víst að allar eru þær
bornar uppi af einni frumreglu sem öllum er ætluð, hvert svo sem
farartækið er og ferðamátinn. Sem er: Sýnið tillitssemi, aðgát
með tilliti til aðstæðna og annarra vegfarenda. Gildir ekki hið
sama um siðgæði mannlegra samskipta og samfélagsins yfirleitt? Í
umferðinni vitum við að lögreglan er hugsanlega á næsta leiti og
maður getur átt á hættu að vera gripinn sé ekið of greitt eða með
öðrum hætti brotið gegn umferðarreglunum. Að baki umferð-
arlögum og reglum er vald samfélagsins til að framfylgja þeim og
refsa þeim sem þau brjóta. En hvað með umferðarreglur lífsins,
siðaboð og almenn viðmið samfélagsins? Hvaða vald er á bak við
það?
Allir telja sig þrá frið, og þó er ófriður hvert sem litið er. Átök
og illdeilur í stjórnmálum, átök á vinnustöðum, óeining og deilur
milli hjóna og milli foreldra og barna, ósætti systkina veldur upp-
lausn, þjáningum og verður einatt tilefni ofbeldis og voðaverka.
Einelti er vandamál víða í skólum og á vinnustöðum, skemmd-
averk af ýmsu tagi, svo sem veggjakrot og rúðubrot er alvarlegt
vandamál og spilla samfélaginu.
Agaleysi barna og unglinga þykir mikið hér á landi, skrílmenn-
ing með tilheyrandi drykkju og afskiptaleysi foreldra og sam-
félagsins yfirleitt, hefur hvað eftir annað orðið viðfangsefni er-
lendra fjölmiðla. Hér hefur viðkvæðið og frumreglan um langan
aldur verið: „Ég er á móti boðum og bönnum.“ Ekki vantar samt
vandlætingasemi skoðanamótendanna, siðavendni fjölmiðlanna
sem umsvifalaust afhjúpa þau sem ekki standast þær kröfur sem
almenningsálitið setur þeim, og dæmir út í ystu myrkur og þá er
enga miskunn að finna. En hver eru viðmiðin og hvaðan eru þau
runnin?
Við höfum horft upp á hrun í íslensku samfélagi, hamfarir af
manna völdum. Við horfðum upp á það hvernig sjálfsánægjan,
sjálfsréttlætingin, agaleysið og oftraustið varð okkur að falli.
Fullvissan um eigin yfirburði, siðgæðislega, trúarlega, menning-
arlega yfirburði hefur oft leitt þjóðir í ógöngur, og valdið hruni
siðmenninga. Við höfum lent í ógöngum.
Ummæli Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar um skálmöld sinna
tíma eiga vel við það sem hér gerðist:„Lifði hver sem lysti en engi
þorði um að vanda né satt að mæla.“ Gróðafíkn og ágirnd var
leidd til öndvegis sem aflvaki góðra hluta. Hin „tæra snilld“ ís-
lenskra athafnamanna, áhættusækni og ofsaakstur á markaðnum
dró samfélagið allt niður með sér. Stjórnvöld brugðust aug-
ljóslega. Enda hafði sannarlega verið slakað á öllum hömlum og
viðnámi í löggjöf og eftirliti. Trukkarnir nutu forgangs, svo vísað
sé til dönsku skrítlunnar. Þeim erlendum sérfræðingum og fjöl-
miðlum sem höfðu uppi varnaðarorð um íslenskt efnahagslíf
sendu íslenskir ráðamenn tóninn. Þeim innlendu vökumönnum
sem vöruðu við var iðulega mætt með yfirlæti og gert lítið úr
kunnáttu þeirra og skynsemi: „Þetta eru bara klisjur“ var við-
kvæðið. Ofdrambið varð okkur að falli, trúin á Mammon varð
okkur að falli.
„Oftraustið er oft að meini, um það sagan vitni ber.“ Það stað-
festir reynsla kynslóðanna. Og hvað það varðar þá gildir viðvörun
postulans: „Sá er hyggst standa, gæti því vel að sér að hann falli
ekki.“ (1.Kor. 10.12) Nú ríður á að við stöndum í fæturna, að við
festumst ekki í fortíðinni heldur vinnum úr reynslunni til góðs
fyrir samfélag okkar, þjóð og land til framtíðar. Styrkja þarf
stofnanir og setja reglur til að tryggja eftirlit, svo efla megi traust
og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. En ekki er síður mik-
ilvægt að vinna að aukinni siðvitund, sjálfsaga, heilindum og
heiðarleika í samfélaginu. Án slíks duga nefnilega engar reglur
eða eftirlitsstofnanir, hversu vel til er vandað.
Gildi, siðæði,
boð og breytni
Hugvekja
Karl Sigurbjörnsson
I: „Ég er á móti boðum og bönnum“
gunnur, „hún fór alltaf á undan og ég
sigldi í kjölfarið.“
Stöllurnar eru með vinnustofu við
Seljaveg og eru þar í samfélagi við aðra
listamenn sem vinna í nágrenninu. Þær
eru nýbúnar að fá sendar nokkrar mynd-
ir eftir Benedikt Gröndal af íslenskum
fuglum, en til stendur að gefa út bók hans
Íslenzkir fuglar í haust og er það sami
hópur og stóð að Flora Islandica sem
stendur að þessari útgáfu.
Það er því nóg að gera og ýmis verkefni
á döfinni. Snæfríð og Hildigunnur segja
óvenjumörg bókaverkefni liggja fyrir og
svo hafa þær verið að vinna ýmis önnur
verkefni, til dæmis dagatöl og skemmti-
legt „post-it’“ veggverk sem stendur til
að setja í framleiðslu bráðlega.
„Við erum búnar að vera í þessu svo
lengi, það er kannski erfiðara fyrir þá
sem eru að koma út á markaðinn í dag að
fóta sig. En á hinn bóginn held ég að það
séu mörg tækifæri í dag sem ekki voru
áður. Til dæmis var það að selja erlendis
nánast ógerningur, það var svo dýrt. Í
það minnsta er komin glóra í að skoða
það núna, út af genginu,“ segir Snæfríð,
„já, já, það er meira en nóg að gera hjá
okkur. Öll svona samvinna er líka mjög
skemmtileg og sérstaklega eins og með
Flóruna, að allir skuli hafa verið svona
samstiga.“
Þær segja líka skipta miklu máli að
vinna að fjölbreyttum verkefnum, þann-
ig séu þær líka alltaf að læra eitthvað
nýtt. Það er bjartsýnistónn í þeim þegar
þær tala um íslenska hönnun og þær
minnast á alla þá frumkvöðlastarfsemi
sem eigi sér stað mitt í kreppunni og at-
vinnuleysinu.
„Það þarf að hlúa að þessum krafti sem
er þarna úti,“ segir Hildigunnur. Og
Snæfríð tekur við, „þetta er mjög lær-
dómsríkt tímabil. Við þurfum að koma
íslenskri hönnun á næsta stig, varðandi
framleiðslu og dreifingu og setja hana í
stærra samhengi. Hugsa út fyrir ramm-
ann og hugsa út fyrir Ísland. Það er ekk-
ert sjálfgefið að þessi kraftur sé til stað-
ar.“
Bókin er 560 síður og heil 12 kíló.
Eggert teiknaði 270 háplöntur íslenskrar flóru og eru myndirnar bæði nákvæmar og fallegar.
’
Það er líka voða gaman að upp-
skera þetta af því að það er ekk-
ert sjálfgefið að fara út í svona
útgáfu. Það þarf bæði metnað og hug-
sjón og þess vegna er svo gaman að
uppskera. Af því líka að það hefur ver-
ið svo mikil væntumþykja í kringum
þennan grip og allt þetta ferli.