SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 34
34 28. mars 2010
G
ísli Rúnar Jónsson gengur
hröðum skrefum að borðinu.
Hann er svona „fashionably
late“, eins og sagt er í útlönd-
um. Hann heilsar okkur Ladda og Golla
ljósmyndara með virktum. „Fyrirgefið
hvað ég er seinn, drengir. Ég lenti á fundi,
síðan tafðist ég í umferðinni og þegar ég
leit á úrið var það bilað. Trúiði þessu ekki
örugglega?“ spyr hann og brosir vand-
ræðalega.
„Jú, jú,“ flýtir Laddi sér að segja. „En er
þetta ekki Rolex?“
„Ha?“ segir Gísli Rúnar.
Laddi rifjar upp sögu af leigubílstjóra
sem var einhverju sinni spurður hvað
klukkan væri. „Heyrðu,“ svaraði leigubíl-
stjórinn og renndi höndinni upp eftir ber-
um handleggnum. „Hún er orðin svo
margt að hún er bara farin!“
Errin eru úfmælt.
Þá er komið að myndatökunni. Golli vill
fá þá kumpána „nef í nef“. Það þýðir að
annar þarf að fórna sér og snúa vondu
hliðinni að myndavélinni. „Þetta er
ómöguleg hlið fyrir mig,“ segir Laddi og
snýr þeirri hægri að okkur. „Það þekkir
mig ekki nokkur maður. Sjáiði bara! Þetta
er Halli.“
Gísli Rúnar býðst þá til að snúa hægri
hliðinni fram en hún er víst lakari hjá
honum líka. Meðan Golli mundar mynda-
vélina segir Gísli Rúnar Ladda mergjaða
sögu og notar tækifærið til að snúa honum
í leiðinni. Laddi hlustar andaktugur en
áttar sig síðan á bragðinu. „Nei, heyrðu
mig nú!“
Dátt er hlegið.
Sumum gengur illa að vera fyndnir í
heilan dag, aðrir eiga vont með að vera
fyndnir í fimm mínútur og enn öðrum er
fyrirmunað að segja fyndinn brandara.
Það er engin tilviljun að þessir menn hafa
haft atvinnu af því í áratugi að vera
fyndnir. Húmorinn er í blóðinu.
Diskurinn virkar ekki strax
Tilefni fundarins er útgáfa á seinni hluta
gamanþáttanna Heilsubælisins í Gerva-
hverfi á mynddiski en hann kom í versl-
anir á fimmtudag. Enn eru tveir dagar í
það þegar við hittumst og þegar Gísli
Rúnar laumar að mér diski lætur Laddi
þess getið að ekki þýði að setja diskinn í
tækið að svo stöddu. Hann sé ekki kom-
inn út og virki þar af leiðandi ekki.
Heilsubælið í Gervahverfi var frumsýnt
á Stöð 2 árið 1987 við miklar vinsældir.
Alls átta þættir. Fáir gamanþættir höfðu á
þeim tíma verið gerðir hér á landi og fyrir
Herðablaðið, ársþriðjungsrit Heilsubæl-
isins, mynddiskinum. „Það eru æsifréttir
af bælinu í anda vinsælla og geðþekkra ís-
lenskra tímarita á borð við „Skekkt og
skert“ og „Slef og hor“,“ segir Gísli Rún-
ar. Þarna fá aðdáendur þáttanna nýjustu
fréttir af sínu fólki og hulunni er svipt af
ótrúlegustu leyndarmálum.
Búkhljóðin eru sígild
Spurðir hvort húmor hafi mikið breyst í
tímans rás og hvers vegna meira en
tveggja áratuga gamalt spaug nái fótfestu
meðal fólks í dag horfa félagarnir hvor á
annan.
„Það er endalaust hægt að velta því fyr-
ir sér hvort húmor hafi breyst,“ byrjar
Gísli Rúnar. „Sumsé, hvað sé fyndið, hve-
nær það er fyndið, hvers vegna og svo
framvegis. En í því sambandi kveð ég mér
til liðsinnis Mark sáluga Twain sem kvað
brandara vera eins og frosk, væri hann
krufinn hefði það tafarlaust andlát í för
með sér. Það er fátt nýtt undir sólinni í því
efni sem öðru og í tímans rás hefur fólk
hlegið nokkurn veginn að sömu hlut-
unum, bara með smá tilbrigðum. Það eru
einkum tveir flokkar gamanmála sem
staðið hafa allt af sér. Annars vegar búk-
húmor, sem ekki skyldi ruglað saman við
búktal. Búkhljóð eru á hinn bóginn und-
irflokkur búkhomorsins og sígildur.
Mælskuhúmor er hinn flokkur spaugs-
ins sem er líka rammsígildur. Þessar tvær
hliðar sömu skiptimyntar hafa ætíð verið
ær og kýr okkar Ladda og skráðar sam-
kvæmt húmorgengi í takt við þann gjald-
eyri sem alþýðuhollastur var á hverjum
tíma,“ segir Gísli Rúnar og glottir.
Laddi kveður róttækustu breytinguna á
spaugi í sögu upptroðslulistanna einkum
felast í umbúðunum og framsetningunni.
„Þegar við vorum að byrja í bransanum
voru gamanleikþættir eða sketsar iðulega
langhundar miklir og gríðarlega hægfara.
Svo þegar t.d. Gísli og Júlli Brjáns byrjuðu
með Kaffibrúsakarlana urðu stuttir og
hnitmiðaðir brandarar í öndvegi. Og það
var þá sem norðlendingi einum úr frænd-
garði Júlíusar varð að orði: Þetta er enginn
brandari, það er svo stutt þetta helvíti!“
Þessari uppákomu lýsir Laddi vitaskuld
í anda Stefáns á Útistöðum.
bælisins, fóru aðstandendur þáttanna að
leita hófanna um útgáfuna. Illa gekk að
finna útgefanda, sem var tilbúinn að gera
þetta af alúð og metnaði, fyrr en Laddi
benti á Myndform ehf. í Hafnarfirði. „Þeir
hafa aldrei brugðist mér,“ segir hann.
„Aðkoma Myndforms að málinu hefur
verið til mikillar fyrirmyndar en það er
ekkert mál að gera svona lagað slælega,“
segir Gísli Rúnar.
Vinsælla en annað íslenskt efni
Fyrri þættirnir fjórir komu út á mynd-
diski í október síðastliðnum og mæltust
ákaflega vel fyrir. „Þær raddir höfðu
heyrst að það yrði fámennur flokkur sem
myndi vilja kaupa Heilsubælið á mynd-
diski,“ segir Gísli Rúnar. „Annað kom á
daginn. Þetta var langsamlega vinsælasti
mynddiskurinn fyrir jólin. Náði margfalt
meiri útbreiðslu en nýjasta og að sögn
langvinsælasta gamanefni íslensks sjón-
varps síðustu missera. Það kom ánægju-
lega á óvart.“
Laddi tekur undir þetta. „Já, mig dauð-
langaði sjálfan í þessa þætti. Ég var löngu
búinn að glata öllum upptökum af Heilsu-
bælinu og var því feginn að menn skyldu
ráðast í þessa útgáfu. Hljómar eins og ögn
eigingjarnt viðhorf, en svona er það nú
samt. Það var auðvitað ánægjulegt að fleiri
skyldu hafa áhuga á þessu líka,“ segir
Laddi og brosir út í annað.
Tíska er að láta viðbótarefni fylgja með
mynddiskum þessi misserin og svo er
einnig um Heilsubælið, en á nýja disk-
inum er m.a. hinn ómissandi kjaftagangur
eða m.ö.o. spjall og athugsemdir aðstand-
enda á sérstakri hljóðrás en í nafni lýð-
ræðisins var spurst fyrir um það á
aðdáendasíðunum hvernig efni fólki
hugnaðist helst. Svarið var skýrt: Heim-
ildarmynd um gerð þáttanna og viðtal við
aðstandendur.
Mönnum leist vel á þá hugmynd en sá
galli var á gjöf Njarðar að sáralítið viðbót-
arefni er til frá gerð þáttanna á Stöð 2. Það
var einfaldlega tekið yfir það.
Gísli Rúnar og félagar létu það ekki á sig
fá, heldur skrifuðu handrit að heimild-
armynd um Heilsubælið og Gríniðjuna.
Víða var leitað fanga að myndefni og tekin
hafa verið viðtöl við helstu gerendur. Enn
er unnið að því að finna gjaldgengt mynd-
efni og fyrir vikið var ákveðið að láta
heimildarmyndina ekki fylgja nýja
mynddiskinum, heldur gefa hana út sér-
staklega síðar. Vonast Gísli Rúnar til að
það verði á næstu mánuðum.
Í stað heimildarmyndarinnar fylgir
vikið renndu menn blint í sjóinn.
Gísli Rúnar leikstýrði þáttunum, var
aðalhöfundur og kom fram í tveimur
gestahlutverkum af því tagi sem meðal
innvíðgra er kallað „Hitchcock cameo-
appearance“ en auk Ladda voru öll aðal-
hlutverk í höndum Eddu Björgvinsdóttur,
Júlíusar Brjánssonar og Pálma Gestssonar.
Stöð 2 hafði rétt til að endursýna
Heilsubælið í tvö ár en eftir það lágu þætt-
irnir óbættir hjá garði í meira en áratug,
líkt og Gísli Rúnar kemst að orði. „Þrátt
fyrir sífellt utanaðkomandi kvabb árum
saman vildum við ekki gefa þættina út á
myndbandi. Okkur þótti eðlilegra að efn-
ið yrði endurflutt í sjónvarpi meðan það
var enn vinsælt og eftirspurn áskrifenda
umtalsverð. Samningar um endurflutning
náðust þó ekki fyrr en um aldamótin.“
Gísli Rúnar segir þorra velunnara þátt-
anna standa í þeirri meiningu að Heilsu-
bælið hafi verið í stöðugri endursýningu.
„Sem er út af fyrir sig gleðilegur misskiln-
ingur. Sannleikurinn er sá að kunnugleiki
fólks við þættina, brandarana og karakt-
erana er fyrst og fremst gegnum mynd-
bandsupptökur sem gerðar voru í heima-
húsum á sínum tíma. Og enda þótt það sé
hvorki góð né lögleg latína, getum við
þakkað fyrir að velunnarar okkar skyldu
„beygja“ lögin örlítið, því fyrir vikið lifði
efnið með þjóðinni.“
Þrjár aðdáendasíður á netinu
Gísli Rúnar og Laddi hafa reglulega verið
minntir á þættina gegnum árin en und-
anfarin misseri mun áhugi á þeim hafa
færst í vöxt. Haldið er úti þremur
aðdáendasíðum á netinu og þar hefur Gísli
Rúnar komist að því að fólk úti í bæ virðist
þekkja þættina betur en hann sjálfur.
„Það er með ólíkindum hvað sumir eru
vel að sér um efni þáttanna,“ segir hann.
Hugmyndinni um útgáfu á mynddiski
óx fiskur um hrygg og þegar óskir þess
efnis voru farnar að hlaupa á þúsundum
inni á aðdáendasíðunum varð mönnum
ljóst að aðhafast yrði í málinu. „Við höfð-
um hugsað okkur að gera þetta á nostalg-
ískum forsendum seinna meir, svona til
minningar um Heilsubælið og Gríniðjuna
sálugu, en eftirspurnin var greinilega
meiri en okkur grunaði,“ segir Gísli Rún-
ar.
Það sem vakti athygli Ladda var að
margir sem hvöttu til útgáfunnar voru
ungir að árum, jafnvel ekki fæddir þegar
þættirnir voru gerðir. „Það var mjög
ánægjulegt,“ segir hann.
Árið 2007, á tuttugu ára afmæli Heilsu-
Það er eins
með froskinn
og brandarann
Seinni fjórir þættirnir af Heilsubælinu í Gervahverfi komu út á mynddiski
í vikunni. Gísli Rúnar Jónsson og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, segja mik-
inn áhuga á þessum rúmlega tvítugu grínþáttum koma sér ánægjulega á
óvart. Ekki dugi þó að kryfja brandara, frekar en froska.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og Gísli Rúnar
Jónsson alvarlegir að vanda.