SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 36
36 28. mars 2010 F eðgarnir Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri og Magnús Sigurjónsson flugmaður þeystu alls 1.850 kílómetra á fjórum dögum og komust fyrstir allra á leið- arenda, ásamt tveimur öðrum sem óku með þeim síðasta spölinn. Íslendingarnir voru reyndar ekki skemmstan tíma á keyrslu, vegna þess að þeir hvíldust minna en aðrir, en mesta afrekið er í raun að komast alla leið. Feðgarnir segja það reyndar oft viðkvæðið á þessum vettvangi; að sigurinn felist í því að ljúka keppni. Keppnin er nefnd Iron Dog; járn- hundarnir kalla vissulega ekki allt ömmu sína frekar en hundar almennt á þessum slóðum, en þegar Sigurjón og eiginkona hans, Þóra Hrönn Njálsdóttir, tóku þátt í keppninni fyrir réttu ári gafst sleði Þóru Hrannar upp að loknum þremur og hálf- um sólarhring þegar framdempari eyði- lagðist í 50 stiga frosti á Celcius. Í raun virkaði enginn dempari á neinum sleð- anna eins og hann átti að gera. „Allt fraus fast og sleðarnir létu ekki lengur að stjórn. Auk þess kól Þóra Hrönn í andliti og Wil Smith, sem var í sama teymi og við, kól svo mikið í andliti að hann gat ekki haldið áfram. Því var sjálfhætt,“ segir Sigurjón við Morgunblaðið. Þá var kuldakast á svæðinu en veðrið var betra nú; frostið „aðeins“ 25-30 stig og lítil sem engin úrkoma nema fyrsta daginn. Vert er að geta þess að vindkæl- ing er ekki innifalin í þessum tölum. Kuldinn er því í raun mun meiri. Vélsleðakeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1984 og ekin er sama leið og í hinni frægu Idatarod hundasleðakeppni sem jafnan er haldin tveimur vikum eftir að vélsleðamennirnir hafa lokið sér af. „Það voru gríðarleg vonbrigði að þurfa að hætta keppni í fyrra,“ segir Sigurjón. Undirbúningur stóð í níu mánuði; hjónin æfðu sig mikið á sleðum, stunduðu lík- amsrækt af krafti, lásu sig til, öfluðu stuðningsaðila og sendu að minnsta kosti 200 tölvupósta, auk þess sem þau vörðu töluverðu fé svo draumurinn mætti verða að veruleika. „Væntingarnar voru gríðarlegar. Ég get fullyrt að ekkert hef ég tekist á hendur í lífinu sem hefur veitt mér jafn mikla ánægju en jafnframt valdið mér eins miklum sálarkvölum eins og að taka þátt í Iron Dog keppninni í fyrra. Ég vaknaði nánast á hverri einustu nótt í fjóra mánuði eftir keppnina hugsandi um hvað við hefðum átt að gera öðru Sigur að ná alla leið Sigurjón Pétursson og Magnús, sonur hans, tóku þátt í erfiðri vélsleðakeppni í Alaska nýverið. Hjónin Sigurjón og Þóra Hrönn Njálsdóttir tókust á við sama verkefni í fyrra en urðu að hætta þegar sleði bilaði. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ljósmyndir: Sigurjón Pétursson, Magnús Sigurjónsson og Þóra Hrönn Njálsdóttir Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.