SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 38
38 28. mars 2010 Magnús og Matt Subitch úr liði 58 liðinu gera við sleða þess fyrrnefnda.Magnús og Sigurjón ásamt Matt Subitch og Glenn Johnmayer sem urðu þeim samferða undir lokin. meðan á keppninni stóð þannig að úr- koma og vindur var í lágmarki. „Ég var búinn að fá góðar lýsingar á aðstæðum en það sem kom mér mest á óvart var hve mikill skógur er þarna. Við keyrðum klukkustundum saman inni á milli trjáa. Ég átti heldur ekkert sér- staklega von á því að þurfa að keyra marga tugi kílómetra í engum snjó!“ Þeir fóru um það bil 80 kílómetra leið þar sem aðstæður voru þannig; mestmegnis þúf- ur, mold og jafnvel möl. Ferðalagið var samfellt ævintýri. Akst- urinn reynir á en Magnús segir upplif- unina einstaka. „Náttúran er stórkostleg og dýralíf á leiðinni fjölbreytt. Við keyrð- um fram á snæuglu, elg, vísunda, refi og seli, svo eitthvað sé nefnt. Selir eru undir ís á vetrum en koma upp um leið og birtir þannig að mikið var um þá. Einu sinni flaug rjúpa í fangið á mér og einn sleða- maðurinn ók á elg. Báðir komust þó heilir frá!“ segir Magnús. Þeir feðgar hófu keppni í rigningu en frostið var um 30 stig þegar komið var á leiðarenda. „Fyrsta daginn var rigning og slydda og þá keyrðum við í gríðarlega djúpum og þungum, nýföllnum snjó; hann náði upp undir geirvörtur. Undanfararnir lentu í vandræðum vegna þessa; þeir áttu að leggja slóð en festust þannig að hóp- urinn náði þeim og eftir að sleðarnir þeirra voru losaðir urðu allir keppendur að keyra í einum hnapp.“ Lítil úrkoma var að loknum fyrsta degi nema hvað aðeins snjóaði á kvöldin og kuldinn gerði keppendum í raun ekki erfitt fyrir nema þegar ekið var í frost- þoku eftir Yukon-ánni. „Það var langur kuldapollur. Maður fann vel þegar leiðin var um það bil hálfnuð norður hve mikið hafði kólnað.“ Alaska er gríðarlega stórt; töluvert stærra en þrjú næststærstu ríki Banda- ríkjanna til samans, Texas, Kalifornía og Montana. Íbúar eru aðeins um 600 þús- und og því gefur auga leið að strjálbýlt er í ríkinu. „Landið er 15 sinnum stærra en Ísland en íbúafjöldinn jafngildir því að 16 manns byggju á Manhattan,“ segir Sig- urjón. Þeir sem gengið hafa um eyjuna þá í New York borg skilja samanburðinn. Ferðalangar eru því ekki algengir í þeim litlu þorpum þar sem sleðamenn- irnir komu og feðgarnir segja heima- menn mjög áhugasama um ferðalangana. „Allir sýna keppninni mikinn áhuga, bæði eskimóarnir og indíánarnir. Fólkið er mjög hjálplegt og tekur þátt í þessu með okkur eins og fjölskyldumeðlimir.“ Þeir segja fólkið leggja mikla áherslu á að veita alla mögulega þjónustu og bjóði jafnvel gistingu. Feðgarnir æfðu sig í nokkra daga eins og aðrir, frá og með 14. febrúar; þeyst var um sléttur og upp til fjalla að nóttu sem degi áður en alvaran tók við. Fjórði æf- ingadagurinn þróaðist ekki eins og ráð var fyrir gert því Magnús var þá lagstur í bælið með flensu, tveimur dögum áður ballið byrjaði. En hann náði sér og var til í slaginn á réttum tíma. Lagt var af stað að morgni föstudagsins 19. febrúar. Þá var hitinn um frostmark og fegðarnir segjast hafa þurft að gæta þess að vera ekki of vel klæddir. „Tvenn algengustu mistök byrjenda eru að klæð- ast of mikið og vera með of mikinn og þungan búnað með sér. Auk þess er mjög algengt að menn drekki allt of lítið vatn. Ofþornun vegna áreynslunnar og frosts- ins er algeng.“ Fyrsti kafli leiðarinnar er sá ósléttasti, átökin því töluverð og þá kom sér vel að hafa verið duglegur í ræktinni. „Álagið er mikið á hendur, axlir og læri. Við höfðum hugsað okkur að vera búnir að keyra mikið á sleða hér heima áður en við fær- um út en það var erfitt vegna þess hve lítill snjórinn hefur verið. Í staðinn vor- um við dálítið á fjórhjóli og þeim mun duglegri í ræktinni,“ segir Magnús. Að kvöldi var komið að fyrsta dval- arstaðnum við Puntilla-vatn í Alaska fjallgarðinum, í námunda við Denali, hæsta fjall Norður-Ameríku, eftir 10 tíma keyrslu í miklum snjó og rigningu. Haldið var af stað á ný snemma næsta morgun og komið til McGrath eftir 12 tíma ferð. Þann dag var ekin löng leið þar sem enginn var snjórinn á kafla og því ekki farið mjög hratt yfir. En allt gekk að óskum. „Fyrsta kvöldið gistu allir á sama stað en þegar við komum þangað sem átti að sofa eftir annan keppnisdaginn fengum við okkur að borða og héldum svo áfram. Vorum eina liðið sem keyrði þá yfir að næstu eftirlitsstöð og gisti þar. Sú ferð tók ekki nema tvo tíma.“ Þeir Magnús og Sigurjón kunna því vel að aka eftir að farið er að rökkva. „Alaskabúarnir virðast smeykari við að keyra í myrkri; við urðum líka vör við þetta í fyrra, þeim tveimur sem óku með okkur þá virtist vera illa við að ferðast eftir að komið var myrkur en okkur finnst það betra ef eitthvað er en þegar allt er hvítt í dagsbirtunni,“ segir Sig- urjón. Fljótlega eftir að þeir feðgar lögðu af stað daginn eftir gaf dempari sig í sleða Magnúsar og á meðan þeir komu honum í lag fóru tvö lið fram úr þeim. „Þegar við komum að næstu eftirlits- stöð voru þau lið að leggja í hann aftur, þannig að við stoppuðum stutt; tókum bensín og héldum svo áfram á eftir þeim.“ Þegar aðrir lögðust til hvílu þar sem áætlað var að gista næstu nótt, í þorpinu Galena, héldu feðgarnir áfram ásamt liði 58 sem þeir höfðu gengið í bandalag með og keyrðu 160 kílómetra til viðbótar eftir Yukon-ánni áður en þeir lögðu sig á næstu eftirlitsstöð í þorpinu Kaltag. Þeir sögðu enga hættu á að týnast; allir væru með GPS-staðsetningar og vel merkta leiðina þannig að tiltölulega auð- velt væri að rata. Ekið yfir svokallaðan Blueberryhill fjallgarð og niður að Beringssundi. Þarna sér yfir sandtanga en á enda hans er þorpið Shaktoolick og í fjarska sést til Norton flóans sem ekið var yfir. ’ Ég vaknaði nán- ast á hverri ein- ustu nótt í fjóra mánuði eftir keppnina hugsandi um hvað við hefðum átt að gera öðru vísi. Í einu orði sagt var ég óhamingjusamur; þetta lagðist á mig.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.