SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 41

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Page 41
28. mars 2010 41 H vað er eig- inlega svona merkilegt við vín? Er nema von að menn spyrji. Í grunninn er vín auðvitað ekkert annað en gerjaður berjasafi. Hvernig má það því vera að um þessa afurð sé rætt með jafn hástemmdum hætti og raun ber vitni, notuð svo fjölskrúðug lýsingarorð og ritaðar svo margar bækur og blaðagreinar? Það er ekki til neitt einfalt svar við þessum spurn- ingum. Svarið liggur hins vegar í augum uppi fái menn tækifæri til að skynja eitthvert af betri vínum veraldar. Þá duga lýsingarorðin skammt. Vín nær nefnilega rétt eins og góð tónlist eða fagurt málverk að örva skynfæri okkar og fegurðarskyn á ein- stakan hátt. Rétt eins og heyrn og sjón eru bragð og lykt næm skynfæri sem við verðum að þjálfa og örva og samtengja við fyrri reynslu okkar. Við hlustum á tónlist en til að meta flókin tónverk til fulls verðum við að öðlast ákveðinn skilning og reynslu. Grípandi dægurlag fær okkur til að raula með en Wagner krefst til dæmis aðeins meiri yfirlegu. Okkur finnst eitt- hvert tiltekið málverk fallegt en ef við ætlum að skilja og meta ólík stílbrögð og greina á milli stíla og tímabila þarf að afla sér reynslu og grunnþekkingar. Þannig er það líka með vín. Við skynjum hvort okkur þykir eitthvert vín gott eða vont og mörgum dugir sú skilgreining rétt eins og mörgum þætti nóg að geta greint á milli þess hvort eitthvað málverk fellur að smekk okkar eða ekki. En svo er líka heillandi að kafa aðeins dýpra. Að átta sig á því hvað það er við vínið sem okkur fellur við. Eng- in önnur afurð jarðarinnar býr nefnilega yfir jafnmikilli breidd og dýpt. Vín geta verið einföld en sömuleiðis flókin og margslungin, jafnvel dulúðug. Það að skynja þessa dýpt vínsins opnar nýjar víddir. Að átta sig á því að vín er ekki bara gerjaður berjasafi rétt eins og málverk er ekki bara litir á lérefti. Vínið gerir manni kleift að ferðast um heiminn og finna hvernig ólíkar aðstæður og ólík menning end- urspeglast í vínglasinu og vínið getur loks dregið jafnvel einföldustu máltíð upp á hærra plan. Næst: Vín um víða veröld Steingrímur Sigurgeirsson Vín 101 Fyrsti þáttur Hvað er svona merki- legt við vín? Morgunblaðið/Golli legum kryddilm. Og allt í einu var ég farin að hugsa um hvernig Guðríði Símonardóttur úr Vestmannaeyjum og hinum íslensku húsmæðrunum skyldi hafa litist á kryddúrvalið í Barbaríinu árið 1627. „Ef kostur er að krydda fæðu“, orti Hallgrímur maður Guddu löngu síð- ar. Kannski hún hafi sagt honum eitthvað um krydd- úrvalið á norðurafrískum mörkuðum. Frægasta marokkóska kryddblandan er ras el hanout, sem getur reyndar verið mjög breytileg og það var þess vegna sem ég keypti mér poka af henni í Marrakesh, ekki af því að kryddið sé ófáanlegt norðan Atlasfjalla – það fæst nefnilega í Tiger. Stundum má finna krydd í Ti- ger sem ekki sést í öðrum búðum. Svo að mér hefði lík- lega verið óhætt að nota ras el hanout í uppskriftirnar sem hér fara á eftir, það er haft í að minnsta kosti sumar úgáfur af þessum réttum. En ég fór aðrar leiðir. – Annars má búa sér til þokkalegt ras el hanout með því að blanda saman kóríanderdufti, papriku og brúnkökukryddi í jöfnum hlutföllum og bæta við dálitlum svörtum pipar og chili-pipar. ’ Og allt í einu var ég farin að hugsa um hvernig Guðríði Sím- onardóttur úr Vestmannaeyjum og hinum íslensku húsmæðrunum skyldi hafa litist á kryddúrvalið í Barbaríinu árið 1627. Matarmikill, einfaldur kjúklingaréttur. Það má reyndar sleppa linsubaununum og nota þá heldur minni vökva en setja kannski eina dós af söxuðum tómötum með í pottinn. Ef þið eigið ras el hanout má nota það og sleppa öðru kryddi nema pipar og salti. Marokkóskur kjúklingaréttur með linsubaunum 2 msk olía 2 laukar, saxaðir 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 3 kjúklingabringur 2 tsk paprikuduft 1 tsk kóríander (duft) ½ tsk kanill ½ tsk engifer (duft) chili-pipar, ¼-½ tsk eftir smekk nýmalaður pipar salt 12-15 þurrkaðar apríkósur, skornar í bita 100 g linsubaunir, grænar eða brúnar safi úr 1 sítrónu ½ l vatn (meira ef þarf) 1 tsk kjúklingakraftur kóríanderlauf, saxað (má sleppa, eða nota mintulauf eða steinselju) e.t.v. ½ rauð paprika Olían hituð í víðum, þykkbotna potti eða á pönnu og laukur og hvítlaukur látinn krauma smástund án þess að brúnast. Kjúklingabringurnar skornar í bita, 3-4 cm á kant, þeir settir út í og látnir krauma í nokkrar mínútur. Hrært öðru hverju svo kjúklingurinn taki lit á öllum hliðum. Þá er kryddi, apríkósum, linsubaunum og sítrónusafa bætt í pottinn og síðan vatni og kjúklingakrafti. Hitað að suðu og látið malla undir loki í um 20 mínútur, eða þar til linsubaunirnar eru meyrar en ekki mauksoðnar. Hellt á fat, söxuðum kryddjurtum og e.t.v. smátt skorinni papriku dreift yfir og borið fram með kúskúsi, hrísgrjónum eða bara grænu salati og brauði. Marokkóskur kjúklingaréttur á kúskúsbeði. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.