SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Síða 44
44 28. mars 2010
Það gleðjast eflaust margir yfir fréttum af ní-
undu stúdíóplötu skosku strákanna í hljóm-
sveitinni Teenage Fanclub. Platan sem kem-
ur út í lok maímánaðar hefur hún fengið
heitið Shadows og innheldur 12 lög úr
smiðju strákanna frá Glasgow. Liðin eru
fimm ár frá síðustu stúdíóplötu sveitarinnar,
en árið 2003 kom út safnplatan Four Thous-
and Seven Hundred and Sixty-Six Seconds –
A Shortcut to Teenage Fanclub.
Hægt er að hlusta á lagið „Baby Lee“ á
heimasíðu sveitarinnar og lag sem á eflaust
eftir að koma mörgum í mikið sumarskap.
Ný plata frá Teenage
Fanclub með vorinu
Það verður nóg að gera hjá Glasgow-
strákunum í Teenage Fanclub í sumar.
Jim Marshall var óhemju afkastamikill.
Ljósmynd/Jim Britt
Einn frægasti ljósmyndari rokksögunnar,
Jim Marshall, lést í vikunni, 74 ára að aldri.
Eftir Marshall liggur stórt og mikið safn
verka, en hann tók myndir fyrir yfir 500
plötuumslög. Tvær af frægustu myndum
hans eru ef til vill myndir af Jimmy Hendrix
að brenna gítarinn sinn á Monterey-
tónlistarhátíðinni og Johnny Cash að senda
myndavélinni fingurinn á tónleikum í San
Quentin-fangelsinu. Myndir sem munu lifa
lengi í rokksögunni.
Marshall gaf út fimm ljósmyndabækur á
sínum langa ferli, sú síðasta Trust kom út
2009 og var sú fyrsta sem sýndi litmyndir
frá þessum frábæra ljósmyndara.
Rokk-ljósmyndarinn
Jim Marshall deyr
Upp úr 1980 brast á með smá-
vægilegri indírokksbyltingu í
Glasgow. Í forvígi var útgáfan
Postcard Records (Postcard
Records Of Scotland) og hljóm-
sveitirnar Orange Juice, Josef
K, Fire Engines og Aztec Cam-
era. Einhverjir eiga eftir að hvá
við að sjá þessi nöfn en á rétt rúmlega
tveggja ára tímabili mótuðu þessir aðilar
þá sýn og þau listrænu eigindi sem hafa
fylgt hinu svokallaða indírokki æ síðan.
Til að draga þetta úr þoku ókunnug-
leikans má benda á að eitt þekktasta af-
sprengi þessarar stuttlífu senu (sem var
kölluð upp á ensku Hljómur hins unga
Skotlands eða The Sound of Young Scot-
land) er hin vinsæla sveit Franz Ferdin-
and sem gerir einnig út frá
Glasgow. Edwyn Collins, leið-
togi Orange Juice, sló þá í gegn
árið 1995 með laginu „A Girl
Like You“ („… and I never met
a girl like you before …)
Orange Juice voru Bítlar sen-
unnar og stefndu saman í tón-
list inni nokkuð ólíkum straumum.
Meðlimir voru sálartónlistarnerðir miklir
og unnu kinnroðalaust með sígild minni
úr dægurtónlistarsögunni; Byrds og
fleiri. Framreiðslan var hins vegar á for-
sendum pönksins; lögin hljóma líkt og
þau séu viljandi spiluð illa en ástríðan og
orkan fyrir efninu um leið tilfinnanleg.
Textar voru sakleysislegir og róm-
antískir, áferð laganna oft skringileg og
pínu súrrealísk. Josef K voru hins vegar
hráa útgáfan af Orange Juice (Rolling
Stones?) en í tilfelli Fire Engines var
reglubókinni beinlínis grýtt út um
gluggann (hmm … Velvet Undergro-
und?)
Platan sem er útgangspunktur þess-
arar greinar var fyrsta breiðskífa Orange
Juice, en hún kom út árið 1982 á Poly-
dor. Hún var gagnrýnd nokkuð fyrir að
vera of „fáguð“ og er það réttmæt gagn-
rýni. Fáar breiðskífur þessara sveita
fönguðu töfrana nægilega vel, smáskífur
og prufuupptökur gerðu það betur og
slíkt er hægt að nálgast á safnplötum
sem betur fer.
Arnar Eggert Thoroddsen
Poppklassík Orange Juice – You Can’t Hide Your Love Forever
Hið unga Skotland
H
ljómlistarmenn frá ríki Franka
hafa iðulega átt erfitt uppdráttar
þegar kemur að því að láta taka
sig alvarlega hvað rokktónlist
áhrærir. Svo virðist sem stórveldi á borð við
Þýskaland, Frakkland og Ítalíu séu sjálf sér
nóg um það; þar í löndum starfa vissulega
vinsælar rokksveitir sem selja plötur í millj-
ónavís en markaðurinn er eingöngu heima-
fyrir og sveitirnar þekkir enginn nema
heimamenn. Svona svipað og með Sálina
hans Jóns míns hérna heima.
Bretland og Bandaríkinn tröllríða því
dægurtónlistarbransanum og ég hvet þig
lesandi góður til að nefna mér eina franska
rokksveit, svona í svipinn. Einmitt. Ég hélt
það. Noir Desir? Indochine? Les Negresse
Vertes? Air?
Franskar rokksveitir hafa oft þótt heldur
mjúkar, of postulínslegnar til að eiga séns í
„alvöru“ rokkara og það er því þeim mun
merkilegra að Frakkar hafa átt afar sterk
tromp á hendi undafarin ár hvað öfga-
kennda rokktónlist varðar. Umtalaðasta
svartþungarokkssveit dagsins í dag þegar
kemur að framsækni og áræði er t.a.m.
frönsk, Deathspell Omega. Ég hef gert ít-
arlega grein fyrir henni í eldri pistlingi og í
þetta sinn vil ég beina sjónum að hljóm-
sveitinni Les Discrets, sem samþættir skóg-
lápsrokk (e. shoegaze), síðþungarokk (e.
post-metal) og þjóðlagakenndar stemmur.
Svona eins og meðlimir úr Isis, My Bloody
Valentine og Fairport Convention hefðu hist
á barnum og ákveðið að slá saman í sveit.
Góðu heilli svínvirkar þessi blanda, eins og
heyra má á plötu hennar, Septembre Et Ses
Dernières Pensées, sem kemur út eftir
helgina.
Sveitin er hugarfóstur Fursy nokkurs
Teyssier sem hefur komið víða við í frönsk-
um tilraunarokksheimi og víðar reyndar, en
hann er eftirsóttur hönnuður einnig. Hann
hefur leikið með sveitunum Amesoeurs og
Alcest (sjá fylgju) en Les Discrets var stofn-
uð sem nokkurs konar sólóverkefni árið
2003. Hann leitast við að dýrka upp sams
konar hughrif í gegnum tónlist og myndlist;
eitthvað sem er óhjákvæmilega samtengt í
hans huga. Yrkis- og hugðarefnin eru stór;
ást, líf og dauði og áferð tónlistarinnar er í
senn draumkennd og dramatísk.
Ljóðrænt þungarokk
Vika franskrar tungu stendur yfir um þessar mundir. Þá er við hæfi að
gægjast aðeins inn í franskan rokkheim og taka fyrir rokksveitina merku
Les Discrets, sem leikur sér að draumkenndu rokki um leið og hún brúkar
móðurmálið til söngs.
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Meðlimir Les Discrets eru þrír en leiðtoginn, Fursy Teyssier, stofnsetti sveitina árið 2003, þá sem sólóverkefni.
Fyrsta plata sveitarinnar Alcest,
Souvenirs d’un autre monde
(2007) þykir mikið þrekvirki, en
þar leikur
Fursy Teys-
sier á bassa,
auk þess
sem hann
hannaði
glæsilegt
plötu-
umslagið
sem hér má sjá. Umtöluð sem
ein besta þungarokksplata þess
árs, þar sem örlar á svartþung-
arokki en meginkeimurinn er
þó melódískt og mínimalískt
skóglápsrokk, ekkert ósvipað
því sem Les Discrets stunda.
Út fyrir
mörk og
mæri
Tónlist
Frönsku popparanir í Phoenix láta sér ekki
nægja að hafa gefið út eina vinsælustu
plötu síðasta árs Wolfgang Amadeus Phoe-
nix, heldur nú ætlar þeir að gefa plötu. Plat-
an er af tónleikum, sem teknir voru upp í
Sydneyborg í Ástralíu og hún inniheldur átta
lög, mörg af síðustu plötu þessara ljúfu
poppuðu frakka.
Hala má plötunni niður á heimasíðu sveit-
arinnar án endurgjalds, niðurhal sem að-
dándur sveitarinnar ættu ekki að missa af.
Phoenix fékk Grammy-verðlaunin fyrir plötu
sína Wolfgang Amadeus Phoenix.
Reuters
Phoenix gefur plötu