SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 47
28. mars 2010 47
LÁRÉTT
1. Vandamál í stöðuvatni leiða til snigla. (11)
4. Er breið komin á svæði sem er stórt. (7)
7. Hnökra urða á báðum áttum (6)
9. Byggingu teljið vera mikilvæga í búsýslunni. (9)
11. Penn hefur líkan eitt af fuglinum. (10)
12. Gagn hitt hjá brúklegu. (7)
13. Málið þunnt undirlag hjá kiðlingi. (6)
14. Baktali hund. (5)
15. Enn ein og fleiri ungar eru fyrir Gjúkunga. (9)
17. Er stúrinn berlega í ham eða kannski frekar við
með dýrið. (10)
19. Annað víl má finna í lasleika. (8)
23. Sér frúr sem eru brjálaðar vegna hálærðra. (9)
25. Nef er að hluta titill fyrir þekkta drottningu. (9)
27.10 og hálft pesó fyrir skítugan. (7)
28. Öll 8 skynfærin heyrast mér vera í tækinu. (10)
29. Gróðurinn prentast í rugli. (8)
31. Mús kattarins fær krydd. (6)
32. Stóll röðuls færir okkur belti. (9)
33. Láta djöfulinn einfaldlega ekki í friði í janúarlok
út af Akureyringnum. (11)
LÓÐRÉTT
1. Skamm, áin fær heilsuleysið. (9)
2. Æ, laugst einhvern veginn yfir þeirri sem kemur
úr ákveðinni átt. (7)
3. Baðkar með hári færir okkur efni. (7)
4. Sex ský eru að sögn næstum því á iði út af
drykknum. (7)
5. Kyndir einfaldlega vel í einhvers konar gosi. (9)
6. Tíðin 501 var viðburður. (7)
8. Finnum stangarmél sem veldur fyrirhöfn. (7)
9. Saklaus herra fær ekkla frá Bandaríkjunum. (9)
10. Stör uppgötva næstum því í vinnunni (7)
14. Ekki vitlaus sorg er sönn. (8)
16. Ella fer ekki landleiðina suðandi. (7)
18. Kemur hæfileikamikill nálægt einum óþekktum
umhyggjusömum. (9)
19. Var Kári gætinn? (6)
20. Ganga tunnur til drengja. (10)
21. Flekarnir á miðjum vetri ná að sýna líffæri. (10)
22. Sá sem er með áverka á húð er viðkvæmur.
(10)
24. Gæti ferðaskilríkja sem er ekki gott að fá. (10)
26. Góður hefur gætur. (6)
30. Hellenistar eru hrifnir af söngkonu. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn kross-
gátu 28. mars rennur út miðvikudag-
inn 31. mars. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu
4. apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning.
Vinningshafi krossgátunnar 21. mars sl. er Valdís
Björgvinsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Ekkert
fokking klúður eftir Jens Lapidus. JPV gefur út.
Krossgátuverðlaun
„Að tapa skák er ekki það
versta sem getur komið fyrir
mann,“ sagði íslenskur stór-
meistari sem er þekktur fyrir að
skafa ekkert af hlutunum.
„Að tapa og gera sig að fífli í
leiðinni er mun verra,“ bætti
hann við.
Seinni hluti þessarar orðræðu
átti ágætlega við ýmsa kepp-
endur á Amber-mótinu sem
haldið var í Miðjarðarhafsborg-
inni Nizza og lauk sl. fimmtu-
dag. Og af nokkrum dæmum er
að taka: Ruslan Ponomariov
tapaði atskákinni fyrir Magnúsi
Carlsen í næstsíðustu umferð.
Upp hafði komið steindauð
jafnteflisstaða í hróksendatafli
þar sem báðir voru með fjögur
peð á sama væng. Með alls kyns
smáspili tókst Magnúsi að gera
Úkraínumanninum lífið leitt,
vélaði svo af honum tvö peð og
vann í 100 leikjum. Með þessu
komst hann í efsta sætið fyrir
lokaskákirnar tvær og var fyrir
vikið umsveipaður mikilli að-
dáun. En í lokaumferðinni tók
hann skyndilega upp á því að
tefla eins og Norðmenn gerðu
stundum hér í eina tíð og lék af
sér drottningunni alveg upp úr
þurru. Að vísu í blindskák – en
góðir hálsar: við erum að tala
um stigahæsta skákmann
heims! Hann lét þetta þó ekki
slá sig út af laginu og vann
seinni skákina.
Ivantsjúk náði að sigra Boris
Gelfand 1 ½ : ½ og ná þar með
efsta sætinu með Magnúsi. En
ólíkt höfðust þeir að; Úkra-
ínumaðurinn, sem tekið hefur
þátt í öllum 19 Amber-
mótunum, var taplaus en
Magnús tapaði sex skákum,
vann tólf og gerði þrjú jafntefli.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. – 2. Carlsen og Ivantsjúk 14
½ v. (af 22) 3. Kramnik 13 v. 4.
Gritsjúk 12 ½ v. 5. Karjakin 12
v. 6. – 8. Svidler, Gelfand og
Gasimov 11 ½ v. 9. Aronjan 11 v.
10. Ponomariov 9 v. 11. Smeets
6 v. 12. Dominguez 5 v.
Hollendingurinn og millj-
arðamæringurinn Joop Van
Oosterom hefur haldið þetta
mót síðan 1992 en dóttir hans
Melody Amber gefur mótinu
hið kliðmjúka nafn sitt. Ooste-
rom tefldi á fyrsta heimsmeist-
aramóti unglinga í Birmingham
árið 1951 en meðal keppenda
þar voru Friðrik Ólafsson og
Bent Larsen.
Hann fékk til mótsins nær
alla bestu skákmenn heims en
athyglin beindist mest að nr. 1 á
heimslistanum, Magnúsi Carl-
sen. Magnús tapaði tveim fyrstu
skákunum en svaraði með sjö
sigrum í röð. Blindskák hans
við Peter Svidler er gott dæmi
um líflega taflmennsku hans.
Þegar Svidler gafst upp var alls
ekki ljóst að hvíta staðan væri
töpuð og getur því upphaf
þessarar greinar einnig átt við
hann:
Amber-mótið 2010; 3. um-
ferð:
Peter Svidler – Magnús Carl-
sen
Sikileyjarvörn – Dreka af-
brigðið
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be2 Bg7
7. 0-0 0-0 8. Be3 Rc6 9. Rb3 a6
10. f4 b5 11. Bf3 Bb7 12. e5 dxe5
13. fxe5 Rd7 14. e6 fxe6 15. Bg4
Hxf1 16. Dxf1 Rce5 17. Bxe6+
Kh8 18. Hd1 Dc7 19. Df4 Hf8 20.
Dg3 20. Hxd7 er svarað með 20.
… Dc6! o.s.frv. 20. … Rf6 21.
Rc5 Rh5 22. De1 Bxg2! 23. Kxg2
Rf3 24. Dh1 Rf4+ 25. Kf2 Rd4!
Svidler varð svo mikið um
þennan glæsilegan hnykk að
hann sá sér engan betri kost en
að gefast upp. En 26. Rd7! held-
ur taflinu gangandi þó að
Magnús bendi á leið sem gefur
honum góð færi: 26. … Rh3+ 27.
Kg2 Dc6+ 28. Bd5 Dxd7 29.
Hxd4! e6! með miklum flækjum
þar sem möguleikar svarts eru
betri.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Magnús Carlsen og Ivantsjúk efstir á Amber-mótinu
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang