SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Qupperneq 49
28. mars 2010 49
Eins og fram kemur í spjalli við Ingi-
björgu Hjartardóttur hér til hliðar
streymdu vinnuhjú úr sveitum á mölina
á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina
og þá sérstaklega til Reykjavíkur; frá því
erlendur her gekk á land í Reykjavík,
10. maí 1940, til 1950 fjölgaði íbúum
bæjarins úr 38.000 í 56.000.
Það varð því alvarlegur skortur á
vinnuafli í sveitum þar sem búskaparlag
var víða með frumstæðum hætti og því
mannaflsfrekt. Búnaðarfélagið greip því
til þess að senda blaðamennina Þor-
stein Jósepsson og Jón Helgason til Lü-
beck í Norður-Þýskalandi að auglýsa eft-
ir verkafólki. Þetta tiltæki vakti nokkra
athygli þar í borg og víðar í Þýskalandi
og viðtöl birtust við þá í þarlendum blöð-
um og fréttir.
Þessi saga er rakin í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 9. júní 1949, en þá birt-
ist frétt af því er þýska verkafólkið kom
hingað til lands. Í þeirri ferð komu 130
konur og 50 karlmenn, en í fréttinni er
getið um það að umtalsvert fleiri karl-
menn hafi sótt um að fá að koma hing-
að en konur, en konur urðu þó í meiri-
hluta, enda helst skortur á þeim í
sveitirnar:
„Gífurlegur fjöldi umsókna berst, um
2000 frá karlmönnum, en nokkru færri
frá konum. Varð því að neita miklum
meirihluta umsóknanna, því ráðin hafa
verið alls um 300 hjú. Esja flutti í þess-
ari ferð um 180, en síðar munu togarar
flytja smátt og smátt um 120 manns,
sem enn eru í Þýskalandi.“
Fólkið var á aldrinum 19–25 ára og
samkvæmt frétt blaðsins leit það vel út
þó það hafi skort nokkuð föt. Blaða-
maður Morgunblaðsins ræddi við
nokkra ferðalanganna sem flestir voru á
því að þeir vildu setjast að og má nefna
sem dæmi stúlkuna Ilse Wallmann frá
Travemünde, úthverfi Lübeck, er ráðin
var að Oddgeirshólum í Flóa. „Hún
kvaðst hafa verið gift, en maður hennar
látið lífið í styrjöldinni. Hún á eitt barn,
er hún skildi eftir. Hana langar að setj-
ast hjer að. Segir hún að ástæðan til
komu hennar sje fjeleysi og slæmur að-
búnaður.“
Síðar í fréttinni segir svo:
„Fólkið trúir því, eftir dvölina á Esju,
að á Íslandi muni verða gert vel til þess.
Það langaði mikið til að fá sem greini-
legastar frásagnir af því hvernig lífs skil-
yrðin væru á Íslandi og ekki verður því
neitað að sumar stúlkurnar langi til að
kynnast íslenskum piltum.“
Kvikmyndin María eftir Einar Heim-
isson, sem frumsýnd var í september
1997, byggðist meðal annars á frá-
sögnum af örlögum verkafólksins.
130 konur og 50 karlmenn komu hingað til lands með Esjunni í júní 1949.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„ ... ekki verður því neitað að
sumar stúlkurnar langi til að
kynnast íslenskum piltum“
Í húsi föður okkar
eru margar vistarverur
Enn um sinn
munum við
drekka morgunkaffið
í sitthvoru herberginu
ástin mín
Enn um sinn
Höfundur fæst við skriftir
Ljóð
Sigrún Erla Hákonardóttir
frá þessu þýska verkafólki og bentum
honum á bæi þar sem þýskar konur
höfðu sest að. Þó hann muni vel eft-
irstríðsárin í Þýskalandi og að þessi störf
uppi á Íslandi hafi verið mikið auglýst í
þýskum blöðum og útvarpi þá hafði
hann ekki hugmynd um þessa sögu og
fannst mikið til koma. Hann kom svo
sérstaka ferð aftur til Íslands gagngert til
að spjalla við þessar konur og safna efni í
skáldsögu en hann hefur skrifað margar
sögulegar skáldsögur.“
Þurfti að ná fjarlægðinni
„Ég gerðist bílstjórinn hans, keyrði með
hann til þessara kvenna, við hittum þrjár
á Akureyri og eina í Aðaldalnum, svo
eitthvað sé nefnt. Þegar hann var svo
búinn að tala við nokkrar sagði hann aft-
ur á móti: „Ég finn engan flöt á þessu,
þetta eru alltsaman bara fátækar alþýðu-
konur.“ Áður hafði hann skrifað um Go-
ethe, Bruegel og Jesús Krist, svo einhver
stórmenni séu nefnd.
Þá sagði ég: Ef þú gerir þetta ekki, geri
ég þetta sjálf og hann svaraði því til að ég
mæti eiga þessa hugmynd, svo ég sat
uppi með hana.“
Í fyrstu eftir að Ingibjörg tók við hug-
myndinni gekk henni stirðlega að koma
sögunni saman og það var eiginlega ekki
fyrr en hún fór til þriðja landsins að allt
small saman: „Fyrir tveimur árum fór ég
til Indlands og var þar í þrjá mánuði og
þá kom sagan, þá birtist aðalpersónan í
sögunni hjá mér, einsetukona um áttrætt
sem býr á nyrsta odda landsins með
hundinum sínum. Ætli það hafi ekki ver-
ið andstæðurnar í umhverfinu sem urðu
til þess að hún birtist mér þar sem ég var
stödd í þessari óskaplegu mannmergð og
í hita – ég þurfti að ná fjarlægðinni.“
Í Hlustaranum segir Ingibjörg Hjartadóttir frá samskiptum Esjustelpu og BA-nema.
Morgunblaðið/Kristinn