SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 52

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Side 52
52 28. mars 2010 Eitt er víst – á endanum verða allar nýjar bækur gefnar út rafrænt og obbinn aðeins rafrænt. Stóra spurningin er þó hvað verður um gamlar bækur, enda kostar sitt að leysa textann úr viðjum pappírsins. Eitt af því sem menn nefna gjarnan þegar rætt er um kosti rafbókavæðingar er að allar bækur verða alltaf til; engin bók mun detta úr sölu vegna þess að ekki eru til af henni prentuð eintök, eins og títt gerist með bækur á pappír (og reynd- ar æ oftar í seinni tíð, því útgefendur eru orðnir svo passasamir með prentun að metsölubækur klárast oft fyrir jól og þá er ekkert annað að gera en bíða eftir kilj- unni). Fyrir vikið verður hægt að fá hvaða bók sem er hvenær sem er og þá þarf ekki að róta í mygluðum skræðum til að finna eintak af Gulli eða Ofurefli Einars Hjör- leifssonar Kvaran, heftið litla sem Guð- mundur Jóns- son, sem síðar varð Guð- mundur Kamb- an skrifaði ósjálfrátt (Úr dularheimum), Mannamun Jóns Mýrdals, Hraunabræður eftir Árna Þor- kelsson, Allt í lagi í Reykjavík eftir Ólaf við Faxafen (Ólaf Friðriksson) eða Liggur vegurinn þangað? eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (sem hann vildi aldrei gefa út aftur) eða Eldingu hennar Torfhildar Hólm. Vitanlega er þetta kostur og það ekki lítill kostur því þá munu menn hafa að- gang að íslenskri bókmenntasögu sem engir nema ötulustu safnarar hafa náð til þessa – svo framarlega sem ofangreind verk komist á stafrænt form, en það er náttúrlega ekki gefið. Ef svo fer, og væri vel vinnandi að koma íslenskum bók- menntaarfi á stafrænt form, myndi það gefa ýmsum áður óþekkt tækifæri til að kanna íslenskar bókmenntir. Annað sem stafrænn bókmenntaarfur myndi hafa í för með sér er áþekk þróun og á sér stað í tónlistinni, en hún varð öll stafræn fyrir mörgum árum. Þegar ung- menni tekur upp rafgítar nú á dögum og leitar sér að fyrirmyndum veit það ekki annað en að Jimi Hendrix sé samtíð- armaður Eddi van Halen (Van Halen) eða Dimebag Darrell (Panthera) eða Adam Jones (Tool). Fyrir honum gætu þeir eins allir hafa spilað með sama bandinu og hann metur þá án sögulegs samhengis. Þegar bækur eru allar rafrænar má gera því skóna að álíka myndi eiga sér stað með tímanum, að menn læsu þau sem samtíðarmenn Sigurð Pétursson sýslu- mann, Jón Ólafsson úr Grunnavík, Hall- dór Laxness og Oddnýju Eiri Ævars- dóttur. Úr viðjum pappírs Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Eitt er víst – á endan- um verða allar nýjar bækur gefnar út raf- rænt og obbinn aðeins raf- rænt. H ér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Þessi boðskapur í Litla prinsinum, sögu Antoines de Saint-Exupérys, hefur heillað tugmilljónir manna. Bókin er ein ástsælasta skáldsaga allra tíma, hefur verið þýdd á 180 tungumál og selst í rúmlega 80 milljónum eintaka. Hún kom út árið 1943 og höfundurinn lést ári síðar, 44 ára gamall þegar flugvél hans steyptist í Miðjarðarhafið í júlímánuði 1944. Bókin kom fyrst út hér á landi árið 1961, var endurútgefin og nú er hún komin út að nýju og mun vonandi fá þær móttökur sem hún á skilið; sem er að verða metsölubók. Bók eins og þessa eiga einfaldlega allir að lesa ef þeir á annað borð vilja lesa til að hrífast. Þórarinn Björnsson þýddi bókina á sínum tíma svo einkar vel og dóttir hans Guðrún Hlín Þórarinsdóttir hefur yfirfarið þýðinguna. Gerði heiminn fallegri Saint-Exupéry var flugmaður og rithöf- undur og virðist hafa verið mjög sér- stakur maður. Nokkrum árum áður en hann skrifaði Litla prinsinn kynntist Anne, eiginkona flugkappans Charles Lindberghs, honum. Hún elskaði eig- inmann sinn en varð afar ástfangin af franska rithöfundinum og gleymdi hon- um aldrei þótt kynni þeirra yrðu stutt. Þegar Anne frétti lát Saint-Exupérys syrgði hún hann ákaft og skrifaði í dag- bók sína: „Hann var eins og sól eða tungl eða stjörnur sem lýsa upp jörðina og gera allan heiminn og lífið fallegra. Nú er jörðin án birtu og ekki lengur eins fal- leg.“ – Hún sagði um hann að hann hefði verið drifinn áfram af ást, skilningi og samúð gagnvart manneskjum. Þetta eru einmitt eiginleikar sem opinberast greinilega í Litla prinsinum þar sem ein- lægni og hreinleiki hugans eru í fyr- irrúmi, bæði í frásögninni sjálfi og í boð- skap verksins. Að varðveita barnið í sér Saint-Exupéry skrifaði söguna á heimili franska málarans Bernards Lamottes í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann gerði jafnframt vatnslitamyndirnar fal- legu sem fylgja með sögunni. Saman skapa myndir og texti einstaklega töfrandi bók sem heillar jafnt börn sem fullorðna. En vitaskuld er það með þessa bók eins og aðrar að alltaf eru ein- hverjir sem láta sér fátt um finnast. Þeir eru örugg- lega ein- hverjir sem eru ekki móttækilegir fyrir sögu sem er tilfinn- ingarík um leið og hún er full af við- kvæmni og trega. Og svo hefur hún ótví- ræðan boðskap fram að færa. Skáldsagan um litla prinsinn er sögð vera innblásin af reynslu höfundarins þegar hann brotlenti flugvél sinni í Sa- hara árið 1935. Sagan gerist einmitt í Sa- hara-eyðimörkinni þar sem flugmaður brotlendir og hittir lítinn dreng sem bið- ur hann um að teikna fyrir sig kind. Í gegnum samskipti sín við barnið lærir flugmaðurinn að meta mikilvægi inni- legra samskipta um leið og hann upp- götvar barnið í sér. Bókin er hugleiðing um lífið, hvernig menn kjósa að lifa því og hvernig þeir ættu að lifa því. „Allir fullorðnir menn hafa fyrst verið börn. En fáir þeirra muna eftir því,“ segir Saint-Exupéry í inngangsorðum bók- arinnar. Það eru mikilvæg skilaboð í Litla prinsinum, ekki síst þau hversu mik- ilvægt það sé að varðveita barnið í sér. Saint-Exupéry telur að þeir fullorðnu glati hreinleika sínum, bjartsýni og frumleika þegar þeir gleyma barninu í sér. Þarna er hann svosem ekki að segja neinar stórfréttir því margir hafa orðið til þess í gegnum aldirnar að benda á mik- ilvægi þessa. Saint-Exupéry segir þetta hins vegar á svo hrífandi hátt að skila- boðin virka fersk og ný og mikilvæg í hvert sinn sem bókin er lesin. Að bindast böndum Barnið, litli prinsinn, er mest heillandi persóna þessarar frægu sögu. En sú vitr- asta er refurinn, sem öðrum fremur kann að skilgreina djúpa vináttu og mikilvægi hennar fyrir þá sem bindast sterkum böndum. Saint-Exupéry finnur snjalla samsvörun þegar hann lætur orðið „temja“ jafngilda því að bindast annarri persónu vináttuböndum. Í frægasta kaflanum í Litla prinsinum segir refurinn við prinsinn: „Fyrir mér ertu enn aðeins lítill drengur, líkur þús- undum annarra drengja. Og ég þarfnast þín ekki. Og þú þarfnast mín ekki held- ur. Fyrir þér er ég aðeins refur eins og þúsundir annarra refa. En ef þú temur mig munum við þarfnast hvor annars. Þú verður mér eitthvað einstakt í heim- inum. Og ég verð þér eitthvað einstakt.“ Og litli prinsinn sannreynir að þetta er rétt þegar vinátta myndast milli hans og refsins. Því getur hann sagt við rósir sem hann mætir (þetta er einmitt bók þar sem rósir geta talað og hlustað): „Þið eruð ekkert ennþá. Þið hafið ekki bundist neinum og enginn hefir bundist ykkur. Þið eruð eins og refurinn minn. Hann var aðeins refur meðal þúsunda annarra refa. En ég hefi gert hann að vini mínum og nú er hann einstakur í heiminum.“ Og litli prinsinn snýr aftur til refsins sem segir við hann: „Þú berð að eilífu ábyrgð á því sem þú hefur bundist bönd- um.“ Í þessum sama kafla segir refurinn einkunnarorð bókarinnar: „Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Litli prinsinn er bók sem ólgar af tilfinningu og er ákall til þeirra full- orðnu að taka sig á, end- urheimta barnið í sér og lifa í sátt og skilningi við sjálfa sig og aðra. Barnið, virðist höfund- urinn vera að segja, er sannasta og einlægasta manneskja sem til er. Engin ástæða er til að draga þá niðurstöðu í efa. Litli prinsinn eins og höfundurinn teiknaði hann. Prinsinn eilífi Ný útgáfa af hinni dáðu og marglofuðu bók Litla prinsinum eftir Antoine de Saint-Ex- upéry er komin út í ís- lenskri þýðingu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Antoine de Saint-Exupéry Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.