SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 24

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 24
24 29. ágúst 2010 af að vera úti í móa. Það er allt öðruvísi að vera sveitabarn en borgarbarn og það var margt í sam- bandi við lífsstíl í borginni sem maður skildi ekki. Ég man til dæmis eftir því að þegar ég var sjö ára kom föðursystir mín og fjölskylda hennar í heim- sókn og þau gáfu okkur krökkunum Pepsi Cola í glerflösku. Mér fannst þetta óskaplega góður drykkur en þegar ég hafði drukkið nokkuð af hon- um fannst mér rétt að drýgja hann, fór út í bæjar- læk og lét buna í flöskuna. Þetta þótti borgarfólk- inu mjög fyndið. Fyrir norðan byrjuðu börn ekki í skóla fyrr en þau urðu tíu ára, þannig að við systkinin lærðum að lesa og reikna heima. Ég held að við höfum verið vel upplýst. Við hlustuðum mjög mikið á útvarp, fylgdumst þar með fornsögulestrinum, útvarps- sögum og leikritum og hlustuðum á alls konar er- indi og frásagnir.“ Varstu lengi í sveitinni? „Örfáum dögum fyrir tíu ára afmælisdag minn, árið 1963, fluttum við úr sveitinni og til Reykjavík- ur. Það voru ástæður fyrir því. Elsti bróðir minn, sex árum eldri en ég, var mikill efnispiltur en veiktist og fór að haga sér einkennilega. Hann þjáðist af geðklofa og það var mikil röskun í kring- um það og mikil sorg í fjölskyldunni. Á þessum tíma var miklu minni þekking á geðsjúkdómum en nú er. Þegar bróðir minn fór inn á Klepp, um 17 ára aldur, var hann mikið veikur og honum leið mjög illa því hann heyrði raddir. Hann var settur inn í herbergi með sex fullorðnum mönnum sem voru enn verr farnir en hann. Allt var þetta mjög dapur- legt. Varnarleysi geðsjúkra er svo óskaplega mik- ið.“ Voruð þið mörg systkinin? „Við erum sjö alsystkinin, en pabbi fór að vera með annarri konu og eignaðist samtals með henni og móður minni fjórtán börn. Þetta þótti mér heldur verra þegar ég var yngri. Foreldrar mínir skildu um tíma en tóku saman aftur og eyddu seinni hluta ævinnar saman. Mamma dó árið 2000 og það var pabba þungbært að missa hana. En svona hlutir gerast enn í dag, þótt fólk sé ekki að eignast mörg börn í samböndum utan hjónabands. Svona er mannlífið og pabbi minn elskaði tvær konur og bjó um tíma á báðum stöðum.“ Kynntistu hálfsystkinum þínum? Já, já, og ég er afskaplega ánægð með þennan hóp í dag. Þegar við fjölskyldan fluttum suður voru nokkur hálfsystkini mín fædd og frænka mín var stundum að benda á litla stráka sem hún sagði vera S igrún Haraldsdóttir er ein atkvæðamesta konan í stétt hagyrðinga. Nú um helgina, laugardagskvöldið 28. ágúst, verður hald- ið á Grand hóteli árlegt landsmót hagyrð- inga, Bragaþing, en Sigrún er meðal þeirra sem séð hafa um skipulagningu þess. Þangað geta allir hag- yrðingar mætt í borðhald og skemmtun og fylgst meðal annars með vísnaeinvígi milli Þingeyinga og Húnvetninga. Sigrún, sem er 57 ára, ólst upp í Húnavatnssýslu til tíu ára aldurs. „Faðir minn var ljómandi góður hagyrðingur,“ segir hún. „Menn í sveitinni voru mikið að kveðast á. Þeir voru miklir töffarar í mín- um augum, hálfgerðir kúrekar. Þeir ortu um dæg- urmál og stríddu hver öðrum. Pabbi var framsókn- armaður og ég hef alltaf sagt að ég hafi fram- sóknargen í mér af því ég lærði ekki síst að lesa með því að stauta fram úr stöfunum í Tímanum. Ég orti lítið á yngri árum, nema einstaka vísukvikindi sem ekkert sérstakt varð úr. Eftir þrítugt reyndi ég svo eitthvað við ljóðagerð en fyrir um sjö árum komst ég í samband við félagsskap sem er kallaður Leir og er póstlisti hagyrðinga á netinu. Þá fór ég að yrkja eins og vitlaus manneskja.“ Eru margar konur í Leirnum? „Það eru fáar konur í Leirnum. Konur standa körlunum fyllilega jafnfætis, eru jafn djarfar, fyndnar og hugmyndaríkar og þeir, en þær eru oft tregar til að stíga fram í sviðsljósið. Konur eru haldnar einhverri leiðindahógværð. Af hverju stíga þær ekki fram og sýna hæfileika sína? Þær ættu að hafa meiri metnað.“ Er ástæða til að ætla að vísnagerð sé á undan- haldi? Er til dæmis áhugi á henni meðal ungs fólks? „Ef maður skoðar ljod.is þá virðist annar hver maður vera að yrkja. Sumt er þar ágætt en aðrir hrúga saman einhverju endemis bulli og kalla það ljóð. Ákaflega margir virðast því hafa áhuga á ljóðagerð en þekkingin og áhuginn meðal yngra fólks á vísnagerð og því að yrkja undir stuðlum og höfuðstöfum er, óttast ég, ekki sérlega mikill. Það væri mikið tjón að missa vísnagerð úr menningar- flórunni.“ Fjórtán systkini Víkjum að upprunanum, hvernig var að alast upp í sveit? „Það var óskaplega gott og gaman að alast upp í sveit og tengjast náttúrunni. Stundum finnst mér að ég sé í eðli mínu hálfgerð kind, ég hef svo gaman Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Varð aldrei þiggjandi „Það er illa farið með lífið að vera ekki glaður og ham- ingjusamur,“ segir Sigrún Haraldsdóttir hagyrðingur. Sjálf segist hún vilja yrkja kátar vísur. Í viðtali ræðir hún um vísnagerð sína, óvenjulegar fjölskylduaðstæður í æsku og þjóðfélagsumræðu samtímans sem hún segir of neikvæða. Sigrún „Stundum finnst mér að ég sé í eðli mínu hálfgerð kind, ég hef svo gaman af að vera úti í móa.“ Gjörla varla gengur mér glóru í því að eygja, furðulegt það ferli er að fæðast til að deyja. Sigrún Haraldsdóttir --- Þér ég vildi gjafir gefa: Dalalæðu, dúnmjúkt regn og dögg á mosa. Angan moldar, óm úr suðri, yl af sólu. Bjarta morgna, blæ á vanga, bláma himins. Ljósar strendur, léttan hlátur, langa daga. Silfurflugu á sumarblómi, sólvermd engi. Styrk í mótbyr, stjörnu á himni, stað á jörðu. Nið frá öldu, njólu milda, næturhvílu. Þrár og vonir, þyt í lofti, þanda vængi. Gulan fífil, grænar lendur, glit á vatni. Gleði mína. Sigrún Haraldsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.