SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 42
42 29. ágúst 2010
F
lest þekkjum við þá grautfúlu
tilfinningu að geta ekki nálgast
gamla og góða titla þegar maður
fyllist löngun til að berja þá
augum af einhverjum ástæðum. Sama
máli gegnir um verk frá öðrum heims-
hlutum. Til eru leigur sem hafa metnað til
að bæta úr skák, engu að síður skortir
óhemju af fáséðum myndum sem leig-
urnar hafa engin tök á að liggja með. Bæði
er fjöldi mynda illfáanlegur og magnið er
gjörsamlega óviðráðanlegt hinum hefð-
bundnu myndbandaleigum samtímans.
Nú berast þær upplýsingar að vestan að
stór dreififyrirtæki hafi í hyggju að bjóða
upp á byltingu í útvegun vandfenginna
bíótitla og er lausnin fólgin í VOD (Video
on Demand), eða skjábíói, eins og tæknin
hefur verið kölluð hérlendis. Til að byrja
með verður dreifingarsvæðið miðað við
Norður-Ameríku, síðan er ætlunin að
bjóða verkin vítt og breitt um heims-
byggðina með því að nýta mátt alnetsins.
Ósviknir bíómenn gefa margir hverjir
VOD-kapalrásum enn þá hornauga, e.k.
ruslatunnu fyrir kvikmyndir sem gengu í
kvikmyndahúsum fyrir hálfu ári eða voru
einfaldlega ekki taldar nógu burðugar til
að fá bíódreifingu yfir höfuð. En að und-
anförnu hafa fleiri og fleiri litlar en vand-
aðar myndir verið að kljást við að komast
í bíódreifingu en fundið þrautalendingu á
VOD-kapalrásum, þannig að gæði
mynda sem fara þangað beina veginn,
fara vaxandi.
Áskorun áhorfandans er fyrst og
fremst að finna þann titil sem hann leitar
að, eða öllu frekar þá sem hann hefur
ekki hugmynd um að eru yfir höfuð til.
Það er enn alheimsvandamál að geta
kynnt sér auðveldlega hvað er til á VOD-
rásunum. Enn sem komið er sinna prent-
miðlar þessum afkima sáralítið, titlar
koma og fara af VOD-kapalrásunum
þegjandi og hljóðalaust. Dreifingaraðilar
VOD-rásanna gera lítið til að bæta
ástandið jafnvel þó það sé opinberlega
staðfest að notkun þeirra nýtur aukinnar
virðingar almennings og fer vaxandi á
heimsvísu.
VOD-dreifingin er enn ósamræmd og
oft á tíðum kauðaleg. Dreifingaraðilarnir
hafa ekki komið sér saman um staðla sem
gilda í öllum fylkjum Bandaríkjanna,
hvað þá heldur á heimsmarkaðnum. Svo
dæmi sé nefnt þá eru myndirnar ákaflega
óaðgengilega flokkaðar undir nöfnum
sem segja viðskiptavininum lítið að gagni
og eru víðs fjarri því að standa undir
nafni sem skýrt skiljanleg hugtök.
Tveir stórir VOD-dreifiaðilar, IFC og
Time Warner, nota hvor sína flokkunina
og er IFC Films komið lengra á leið við að
gera umhverfi sitt skiljanlegra. Þar sem
mestmegnis er um lítt þekkta titla að
ræða í greininni hefur fyrirtækið tekið
upp nöfn sem útskýra sig sjálf, eins og
„IFC Midnight“, „Festival Direct“ og
„Sundance Selects“. Hjá Warner, sem
hefur þessar myndir einnig á boðstólum,
eru þær allar settar undir sama hattinn:
„IFC í bíóum“. Þar er einnig að finna
myndir sem er dreift samtímis í kvik-
myndahúsum og á VOD, líkt og Gomorr-
ah (sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir
skömmu).
„IFC í bíóum“, er forvitnilegasti flokk-
urinn og líklegastur til að auka hróður
þessara rása. Þar var m.a. sýnd fyrir
skömmu spennumyndin Cell Block 211,
sem fjallar um fangelsisuppreisn með
pólitísku ívafi. Myndin vann átta Goya-
verðlaun (spánski Óskarinn), í ár, m.a.
sem mynd ársins; Daniel Monzón fyrir
leikstjórn og Luis Tosar var kjörinn besti
leikarinn. Þar var einnig sýnd í sumar
franska myndin Líttu ekki til baka,
sálfræðitryllir, sambland af Lísu í Undra-
landi og Vertigo, þar sem Sophie Marceau
ummyndast í Monicu Bellucci. (Vonandi
fáum við að sjá hana á næstu, frönsku
kvikmyndadögum.)
Til að undirstrika aukna breidd og gæði
mynda IFC, má nefna að undir „Sun-
dance Selects“–flokknum var sýnd í
sumar Colin Fitz Lives, kolsvört gam-
anmynd um öryggisverði sem gæta grafar
rokkstjörnu. Myndin var tilnefnd sem
besta mynd ársins á hátíðinni í Kletta-
fjöllunum árið 1997, en síðan ekki söguna
meir.
Enn aðrir dreifingaraðilar á VOD beita
eigin aðferðum. Magnolia Pictures gerði
Centurion, með Dominic West og Olgu
Kurylenko og buðu hana á VOD í sumar,
röskum mánuði en hún opnaði í kvik-
myndahúsum. Fyrirtækið hyggst beita
sömu aðferðum þegar Freakonomics
verður frumsýnd í haust.
Aðgengi að öllum heimsins myndum
hefur verið langþráður og hingað til
býsna fjarlægur draumur. Nú er hann að
taka á sig mynd veruleikans þó enn sé
langt í land hvað snertir fjarlæg heims-
horn og undarlegustu titla. Eigum við að
gefa tækninni fimm eða tíu ára með-
göngutíma? Ég veðja á lægri töluna.
Er skjábíó framtíðarlausn
kvikmyndaunnenda?
Það getur verið þrautin þyngri að nálgast jaðarmyndir og gamlar myndir
sem vekja áhuga manns en nú virðist sem gamall draumur sé að rætast.
Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is
Magnolia Pictures gerði Centurion, með Dominic West og Olgu Kurylenko.
STURGES er einn besti vestra- og spennu-
myndaleikstjóri sögunnar og fæst í The Gun-
fight At The Ok Corral við sannsögulegt efni,
persónur og átök sem eru skráð í sögu
Bandaríkjanna. Kunnastir þeirra sem koma
við sögu er Wyatt Earp (Lancaster), hinn
óhefðbundni og óttalausi fógeti og síðar
marskálkur í Arizona og vopnabróðir hans
Doc Holliday (Douglas), drykkfelldur tann-
læknir sem varð að hætta þeim starfa „út af
hósta“, eins og hann segir, þegar berklarnir
voru teknir að hrjá hann alvarlega. Holliday
var einnig alræmdur byssumaður og af-
burðaskytta, kvennaflagari og fjárhættuspil-
ari. Myndin fjallar um margkvikmynduð átök
sem áttu sér stað í Tombstone á 19. öld,
þar sem Earp og bræður hans, ásamt
ómissandi hjálp Holliday, leggja að velli eitt
illræmdasta gengi Villta vestursins, kennt
við Clanton-bræður. Þetta átti sér stað við
réttina OK. Atburðarásin er blanda af átök-
um, einvígjum, bardögum og rómantík.
Wyatt var að ganga í það heilaga þegar bar-
daginn kom í veg fyrir þau áform. Myndin er
með stórstjörnum í aðalhlutverkunum og
kunnugleg vestraandlit blasa við úr öllum
áttum. Átökin eru lífleg, tónlistin og titillagið
(sungið af hinum eina sanna Frankie Laine),
er minnisstætt. Siðferðið er óvenju raun-
sætt og myndin ómissandi skemmtun öllum
ósviknum vestraunnendum sem öðrum.
bbbb
KVIKMYNDAKLASSÍK
Sögufrægt uppgjör
undir réttarvegg
Kvikmyndir
Laugardagur 28. ág. 2010 kl. 20.45.
Enn ein kvikmyndagerð sögu eftir bresku
skáldkonunnar Jane Austen (sama saga var
einnig kvikmynduð við góðan orðstír í nú-
tímabúningi undir nafninu Clueless ). Hér er
söguþræðinum fylgt óbreyttum, umhverfið
veröld aðalsmanna á Bretlandseyjum á önd-
verðri nítjándu öld. Paltrow fer vel með titil-
hlutverk aðalsmeyjarinnar Emmu í sam-
nefndri kvikmynd, sem á það brennandi
áhugamál að para saman ættingja og vini.
Þegar hún reynir að leiða saman bestu vin-
konu sína og prest nokkurn verður henni á í
messunni. Hún gefst ekki upp en flækist
sjálf í ástarmálin. Sögum Austen hafa verið
gerð rækileg skil í kvikmyndum og sjónvarpi
í gegnum tíðina. Sögurnar eru skemmtileg
ádeila á yfirborðsmennsku heldra fólksins
áður fyrr í Bretlandi og búa yfir glettni og
háðskum húmor miðað við tímann sem þær
eru skrifaðar á. Það verður hins vegar seint
sagt að þær risti djúpt. Leikararnir eru vel
valdir og til tilbreytingar sýnir Paltrow góðan
leik í titilhlutverkinu og nær að auki tökum á
hábreskum framburði. Hér koma fram marg-
ar fyndnar persónur eins og Séra Elton
(Cummings) og Miss Bates (Thompson.)
Góð afþreying og notaleg um mannlegar til-
finningar, sem óhætt er að mæla með.
bbbb
SJÓNVARPSMYND VIKUNNAR
Féll á eigin bragði