SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 48

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 48
48 29. ágúst 2010 Á meðan landsmenn nutu loftslagsbreytinga í sumar geisaði umræða á síðum blaðanna um málfar – í kjöl- far ádrepupistils Ásgríms Angantýs- sonar í Víðsjá hinn 6. júlí, sem gerði hlustendum grein fyrir að íslenskan hefði breyst frá því í heiðni. Þess vegna þyrfti að forðast einfeldnings- legar hugmyndir um málvöndun sem byggðust á að til væri hin eina rétta og forna gerð tungumálsins. Tungumálið hefði aldrei staðnað og við töluðum ekki eins og landnámsmenn þó að við læsum Íslendingasögur vandræðalítið. Í kjölfar pistils Ásgríms hafa ýmsir tekið til máls og umræðan farið út um hvippinn og hvappinn, aðallega hvappinn eins og þegar Davíð Þór Jónsson þrágrínaðist með það í Frétta- blaðinu að nú væri réttast að taka upp baráttu gegn norðlensku sem sérstöku framburðarlýti. Grín hans gekk svo langt að Tryggvi Gíslason þurfti að vinda ofan af því. Aðrir, á borð við Þorgrím Gestsson og Þór Stefánsson, hafa glímt við erindi Ásgríms innan hefðbundnari marka. Umræða um tungutak er til vitnis um almennan áhuga. Skömmu eftir að Ásgrímur las pistilinn var ég uppi á hálendinu við friðsælt og fengsælt veiðivatn ásamt nokkrum vinum. Hið nýstárlega erlenda regn buldi lóðrétt á vatnsfletinum en í suðvestri braust sólin í gegnum skýjaflókann og upp- lýsti okkur í öllum regnbogans litum. Við þessar aðstæður ræddum við vanda íslenskrar málræktar á vorum dögum í ljósi Víðsjárpistilsins – á milli þessi sem við hældumst um yfir því að vera þarna frekar en til dæmis á úrslitaleik HM í Suður-Afríku. Okkur þótti sem sú bókstafstrú sem gerð var að skot- spæni í pistlinum ætti sér engan mál- svara vegna þess að málvöndun snýst ekki um að kappkosta að segja það eitt sem fornmenn hefðu getað sagt. Hún snýst um að rækta orðin og merkingu þeirra. Hún snýst um að reyna að vanda sig eins og þykir sjálfsagt á öðr- um sviðum, hvort sem fólk byggir hús eða spilar fótbolta. Eins og alltaf þegar talið berst að málfari kom upp atriði sem einn okkar hafði tekið eftir og látið fara í taug- arnar á sér til marks um hugsunarlausa málnotkun: Hvernig fólk notar nafn- orðið von og sögnina að vona. Hann rakti dæmi þess að í mæltu máli ætti fólk von á óveðri, slysum og jafnvel landskjálftum. Þetta þótti honum sam- ræmast illa þeirri merkingu sem er fólgin í því að vona og rifjaði upp þrenningu Páls postula í Korintubréf- inu um trú, von og kærleika, sem festi rætur í hjörtum hér norður frá nokkru eftir að landnámsmenn hófu að tala hið lýtalausa fornmál. Við vorum strax tilbúnir að taka undir að þetta væri ónákvæmt og til marks um að fólk fletti út merkingu þess að vona til samheitis við það að búast við. Og ég fór að hugsa um næsta tungutakspistil sem skyldi helgaður baráttu fyrir von- inni. Upp úr djúpgerðum málsins læddust þó efasemdir. Gutlaði ekki á dæmum þess að von manna beindist að hinu neikvæða? Við tókum fram símann í háfjallakyrrðinni og fórum á ritmáls- og textasöfn Orðabókarinnar á arna- stofnun.is. Í 26. Passíusálmi fundum við: „Sá þjón á von hins verra.“ Í Biblíunni og Egils sögu var ófriðar von. Þessi dæmi drógu snarlega úr bar- áttugleði okkar því sá málvöndunar- maður er torfundinn sem treystir sér til að hjóla í þessar fyrirmyndir. Samt voru rökin óvenju haldgóð. Vonin hlaut í eðli sínu að vera á hið góða og bjarta sem dregur okkur áfram í gegn- um þrengingar og myrkviði í lífsins táradal. Það eina sem ekki féll að skot- heldum rökunum var málið sjálft. Skýringar á þessari togstreitu rökhugs- unar og raunveruleika er kannski að leita á bókahillunni hjá Ásgeiri Blön- dal. Í Orðsifjabókinni rekur hann upp- runa vonarinnar til wens á gotnesku og wan í fornháþýsku, orða sem merkja: tilgáta, hugsun, vænting. Þar með verður grunnur orðsins von víð- feðmari. Þó að þetta orð hafi verið haft um þá von sem Páll tengdi við trúna og kærleikann sem fellur aldrei úr gildi hefur hin almennari merking um að vonin tengist hugmyndum okkar um það sem getur gerst, hvort sem það er gott eða slæmt, lifað áfram eins og dæmin sanna. Hér sem víðar er því skynsamlegt að ganga hægt fram með rökhugsun að vopni gegn málvenjum. Slíks var von ’ Málvöndun snýst ekki um að kappkosta að segja það eitt sem fornmenn hefðu getað sagt. Eins og sjá má á þessum rúnasteini frá 8. öld áttu menn títt von á ófriði. Tungutak Gisli Sigurdsson gislisi@hi.is Þ að er áhorfsmál og jafnframt eðlilegt deiluefni hvort hlut- verk listar er að endurspegla á einhvern hátt raunveruleika eða kryfja samtíma sinn. Eins má velta fyrir sér hvort yfir höfuð eigi að gera þá kröfu til listar að hún hafi eitthvert hlut- verk hverju sinni. Þó leyfir ofanritaður sér að halda því fram, þótt ekki sé það mjög storkandi yfirlýsing, að sjaldan sé áhrifamáttur listar meiri en þegar hún fær áhorfanda til að sjá umhverfi sitt eða tíðaranda í öðru ljósi eða jafnvel endur- skoða afstöðu sína. Það er ljóst að þeir sem áhuga hafa á þjóðfélagsmálum og leitast við að skynja samtíma sinn geta bundið vonir við komandi leikár. Stóru leikhúsin á höfuðborgarsvæðinu kynntu nýlega dagskrá sína og markmið. Þar rekur hvert þrekvirkið annað og það er ljóst að leikhúsin ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að gera upp íslensku lygina – efnahagslegt, póli- tískt en fyrst og fremst heimspekilegt gjaldþrot þjóðfélagsins sem eftirminni- lega skall til jarðar þegar Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað hið æðsta vald um náð í sjónvarpsútsendingu 6. október árið 2008. Tinna Gunnlaugs- dóttir þjóðleikhússtjóri gefur tóninn í ávarpi sínu í kynningarbæklingi frá leik- húsinu þegar hún segir að „öll verkin eigi við okkur brýnt erindi“. Hún bætir við að þau kallist hvert með sínum hætti á við samtíma okkar og þær spurningar sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir að undanförnu. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, tekur í sama streng í sínu ávarpi og segir að Borgarleikhúsið vilji vera „leikhús sem leggur lóð á vogarskálar þjóðfélags- umræðunnar“. Borgarleikhúsið réðst jafnframt í það mikla verk að lesa alla Rannsóknarskýrslu Alþingis upp í kjölfar útgáfu hennar. Það verður ekki túlkað öðruvísi en í samræmi við orð leikhús- stjórans – leikhúsið ætlar að hafa áhrif og taka þátt. Verkin sem sett verða upp í báðum leikhúsunum ættu að höfða til þeirra sem hafa velt stöðu mála á Íslandi alvarlega fyrir sér og er umhugað um að komast til botns í þeim og vilja ekki láta sér nægja að éta upp viðtekin hugtök og frasa úr fjölmiðlum. Ótal spurningar Þessu ber að fagna. Það er jákvæð hlið á þeim hörmungum sem hér hafa dunið yfir – við lifum í mun meira spennandi og áhugaverðara þjóðfélagi en við gerð- um. Það er í fyrsta skipti í langan tíma raunveruleg ástæða til að hugsa og tala um hluti. Góðærið var vafalaust eitt inn- takslausasta og í sjálfu sér óáhugaverð- asta tímabil í sögu þessarar þjóðar. Og er þá mikið sagt. Við lifðum í samfélagi þar sem ekkert var að segja og tilefnislaust að hafa rödd. Nú hins vegar, ef rétt er haldið á spöðunum, hefur leikhús á Ís- landi tækifæri til að blómstra og öðlast aukinn þunga og kraft. Spurningarnar sem brenna á vörum fólks eru óteljandi og jafnvel má segja að skapast hafi nýir markhópar fyrir leikhúsin. Það á ekki síst við leikverk eins og En- ron sem Borgarleikhúsið mun frumsýna hinn 23. september. Færa má rök fyrir því að það sé með umtalaðri verkum í veröldinni í dag enda ekki á hverjum degi sem leikrit sem byggir á gjaldþroti orkufyrirtækis í Texas slær í gegn. Ljóst er að leikverkinu er ætlað að hreyfa við íslenskum leikhúsgestum enda minnir Enron-hneykslið um margt óþægilega á blekkinguna, geggjunina og hömluleysið í kringum vöxt og hrun íslenska fjár- máladraumsins. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því í hvaða jarðveg verkið mun falla hér á landi. Viðfangsefnið ætti að vekja at- hygli fólks – fjármálatengt dramb og hrun. Enron fékk einstaklega góða dóma þegar það var frumsýnt í London síðasta sumar og hefur gengið sérstaklega vel þar. Það var svo frumsýnt á Broadway í apríl í ár en sýningum var hætt eftir rúmlega viku. Talið er að vond gagnrýni í stórblaðinu New York Times hafi þar gert Áleitnar spurningar og klassík Stóru leikhúsin á höfuðborgarsvæðinu leggja á komandi leikári áherslu á verk sem varða ís- lenskan samtíma og klassísk þrekvirki. Borgar- leikhúsið sýnir Enron í september, eitt umtal- aðasta leikverk heims í dag, og Þjóðleikhúsið sýnir Alla syni mína eftir Arthur Miller í byrjun næsta árs. Minna er um ný íslensk leikverk á fjölunum. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.