Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is MILDI þykir að ekki fór verr þegar vatn flæddi inn í geymslu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands í Súð- arvogi aðfaranótt sunnudags. Þakka má það starfsmanni stofnunarinnar sem ákvað að mæta til vinnu eld- snemma á sunnudagsmorgni, því hann uppgötvaði lekann og bjargaði munum. Töluverður fjöldi gróð- urkorta skemmdist en þau má bæta. Talið er víst að mannlegum mistökum sé um að kenna, en tildrögin eru í rannsókn. „Aðeins var um heppni að ræða, einum starfsmanni okkar þykir svona gaman í vinnunni að hann mætti klukkan sjö í [gærmorgun] og upp- götvaði þetta,“ segir Jón Gunnar Ott- ósson, forstjóri Náttúrufræðistofn- unar. „Ef svo hefði ekki verið hefði flóðið sennilega haldið áfram allan daginn.“ Lak niður með ljósum Rafmagn var farið af húsinu þegar starfsmaðurinn, Þorvaldur Björns- son, kom til vinnu, en hann yfirgaf vinnustaðinn síðdegis á laugardag. Hann óð vatn tæplega í ökkla í niða- myrkri og kallaði þegar til slökkvilið. „Vatnið lak niður með ljósum og vatnslögnum og á gólfinu var dýpið um tveir og hálfur sentimetri,“ segir Þorvaldur. Vatnið kom af hæðinni fyrir ofan sem tilheyrir ekki stofn- uninni. Talið er að runnið hafi úr krana sem gleymdist að skrúfa fyrir. Þorvaldur segir að það eigi eftir að koma endanlega í ljós hversu miklar skemmdir urðu en ljóst sé að töluvert af kortum af gróðurkortalager stofn- unarinnar sé ónýtt. „Það eru töluverð verðmæti en sem betur fer bætanleg, þar sem negatífurnar eru til.“ Jafnframt voru kassar fullir af alls kyns sýnum í hillum geymslunnar. „Þeir voru orðnir rennandi blautir og farnir að síga. Hefði maður ekki kom- ið þetta snemma er ljóst að allmargar glerkrukkur hefðu hafnað í gólfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að þær hafi m.a. innihaldið óbætanleg sýni. Nýtt húsnæði í haust Húsnæðismál Náttúrufræðistofn- unar og varðveisla náttúrugripa- safnsins hafa lengi verið til umræðu. Safnið og stofnunin hafa verið í bráðabirgðahúsnæði í um 40 ár og með reglulegu millibili er því lofað að ný húsakynni verði reist. Einnig hef- ur vel á annan tug nefnda fjallað um málið. Nú loksins hillir undir, og þyk- ir víst, að hálfrar aldar bið eftir var- anlegum heimkynnum ljúki í haust. Morgunblaðið/Kristinn Geymslan Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands, hengir upp kort sem skemmdust vegna vatnslekans í geymsluhúsnæðinu. Lá við stórtjóni vegna leka  Grunur leikur á að gleymst hafi að skrúfa fyrir krana á hæðinni fyrir ofan geymslu Náttúrufræði- stofnunar Íslands  Fimmta tjónið hjá stofnuninni á fimm árum  Flytur í nýtt húsnæði í haust Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ var ekki verið að veita vísvit- andi rangar upplýsingar. Starfsmenn FME veittu þær upplýsingar um fjárhag Landsbankans sem menn töldu réttar á hverjum tíma og byggðu það á gögnum frá bankanum og uppgjörum hans,“ segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjár- málaeftirlitsins (FME), vegna ásak- ana bankastjóra hollenska seðla- bankans og fyrrverandi yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins þess efnis að FME hafi veitt rangar upplýsing- ar um stöðu íslensku bankanna rétt fyrir hrun. Minnir hann á að fleiri aðilar hafi treyst gögnum frá Landsbankanum, s.s. Seðlabanki Íslands vegna mats á lausafjárstöðu og matsfyrirtækin varðandi lánshæfismat sem hafi verið gott fram að hruni. Jónas bendir á að menn hafi litið svo á að full ástæða væri til þess að treysta gögnum bankanna, en taka þau út reglulega. „Það var eitt af því sem skorti, því eftirlitið var nátt- úrlega mjög lítið miðað við stærð bankakerfisins,“ segir Jónas. Bendir hann á að slíkar úttektir geti auk þess seint orðið raun- tímaeftirlit með tölum og gögnum. „Svo má ekki gleymast að allar for- sendur breyttust í fjármálakerfi heimsins um mánaðamótin septem- ber/október. Auðvitað hefur komið í ljós að innviðir íslensku bankanna og margra erlendra reyndust miklu veikari en menn héldu, því miður.“ Telur rétt að bíða skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis Spurður hvort fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafi óskað eftir því við hann að hann fari utan og sitji fyrir svörum hjá hollensku þingmanna- nefndinni svarar Jónas því neitandi. Spurður hvort slíkt kæmi til greina segir Jónas að sér þyki eðlilegra að bíða eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Enda hefur nefndin öll gögn vegna Icesave í Hollandi og Bretlandi á sínu borði og mun vænt- anlega fjalla um það í skýrslu sinni. Ég geri ráð fyrir því að hollenska þing- mannanefndin geti aflað sér upplýs- inga úr væntanlegri skýrslu.“ Fram hefur komið að Jónas og fleiri starfsmenn FME hafi hitt Hol- lendinga að máli í Amsterdam haust- ið 2008. Spurður um tilefni og um- ræðuefni þess fundar segir Jónas að menn hafi rætt áhyggjur varðandi efnahagslífið á Íslandi, starfsemi Landsbankans og hættu á áhlaupi á Icesave-reikningana í Hollandi og hvað hægt væri að gera til að draga úr því. „Eitt af því sem hafði verið rætt og rætt var á þessum fundi var að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi sem hefði orðið hátt í 600 milljónir evra,“ segir Jónas og tekur fram að tillagan hafi hins vegar aldrei verið afgreidd af hálfu Hollendinga. Ekki náðist í Björgvin G. Sigurðs- son, þáverandi viðskiptaráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Treystu gögnum frá Landsbankanum  Menn veittu ekki vísvitandi rangar upplýsingar Jónas Fr. Jónsson FÓLKI í Hnífsdal varð bilt við á tí- unda tímanum í fyrrakvöld þegar þar glumdu við sprengingar. „Þetta voru djöfulsins læti,“ segir Finn- bogi Hermannsson fréttamaður sem óttaðist kjarnorkuspreng- ingar, svo öflugir voru hvellirnir. Lögregla kannaði málið og kom í ljós að starfsmenn við gerð Bolung- arvíkurganga höfðu verið að sprengja utarlega í göngunum, Hnífsdalsmegin. Sprengingum er annars að mestu lokið en þær voru stundum svo harðar að glamraði í postulíni á hillum. Postulíns- hundar glömr- uðu í Hnífsdal Vatnslekinn í geymsluhúsi Nátt- úrufræðistofnunar Íslands aðfara- nótt sunnudags er langt frá því fyrsta tjónið sem stofnunin verður fyrir og hvergi nærri það mesta. Fyrir utan vatnsleka í fyrra geymsluhúsnæði stofnunarinnar var árið 2006 sérlega slæmt. Í nóv- ember það ár fóru ómetanleg og óbætanleg náttúruverðmæti for- görðum þegar eigendur frystiklefa, sem stofnunin var með á leigu, ákváðu að farga öllu innihaldi klef- ans að stofnuninni óspurðri. Var innihaldinu fargað sökum þess að rafmagn fór af frystiklef- anum sl. vor með þeim afleiðingum að kjöt sem þar var geymt úldnaði. Um miðjan desember sama ár lak svo á þriðja hundrað lítra af heitu vatni um sýningarsali Nátt- úrugripasafnsins á fjórðu hæð Hlemms 3 sem jafnframt hýsir Náttúrufræðistofnun. Þá sprakk hitalögn og vatn lak á milli hæða. Var um að ræða annan heitavatns- lekann í húsinu á þremur vikum. Í báðum tilvikum urðu menn fljót- lega varir við lekann og skemmdir urðu tiltölulega litlar. Hvert tjónið á fætur öðru undanfarin fimm ár Morgunblaðið/ÞÖK Þrif Heitt vatn flæddi um sýning- arsali í desember árið 2006. VOPNAÐ rán var framið í Sunnubúðinni í Hlíðahverfinu laust fyrir klukkan sjö í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu höfuð- borgarsvæðisins kom maður inn í verslunina vopnaður hnífi og ógnaði starfsmanni, sem var einn í versluninni. Ræninginn fékk afhenta fjármuni úr sjóðvél verslunar- innar og hafði á brott með sér. Eftirlitsmyndavélar eru í versluninni og náðust myndir af manninum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun stóð leit enn yfir og vonaðist lögreglan til að unnt yrði að klófesta hann fljótlega. andri@mbl.is Framdi rán með hníf að vopni Búðin Sunnubúð í Hlíðahverfi í Reykjavík. ENGIR formlegir fundir fóru fram vegna Icesave-málsins í gær, en fulltrúar stjórnar og stjórnarand- stöðu voru í tölvupóstsambandi. Seint í gærkvöldi var reiknað með því að boðað yrði til fundar í dag og sagðist Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokks, jafnvel vænta þess að á þeim fundi myndi endanlega skýr- ast hvaða erlendu sérfræðingar gætu komið að borðinu fyrir Ís- lands hönd fallist Bretar og Hol- lendingar á að taka viðræður upp að nýju. silja@mbl.is Val manna í Ice- save-mál gæti skýrst í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.