Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Fyrirsjáanlegt er, þó að enn eigieftir að telja nokkur atkvæði, að
Andrea Hjálmsdóttir mun sigra í
prófkjöri Vinstri grænna á Ak-
ureyri. Núverandi oddviti listans,
Baldvin H. Sigurðsson, lendir hins
vegar í þriðja sæti og fellur að lík-
indum úr bæjarstjórn.
Eins og gengur tínir Andrea tilýmsar skýringar á góðu gengi
sínu í kosningunni, en nefnir ekki þá
sem líklegust er. Steingrímur J. Sig-
fússon, flokkseigandi, fékk opna
bréfasendingu í fyrrasumar frá
nokkrum framámönnum flokksins í
Norðausturkjördæmi.
Bréfritarar voru afar ósáttir viðafstöðu Steingríms til aðild-
arumsóknar að ESB og sögðu meðal
annars: „Hvernig má það vera að
eftir allt sem á undan er gengið og
skýra stefnu flokksins í þessum
málaflokki ætlir þú Steingrímur J.
Sigfússon að styðja frumvarp um að-
ildarumsókn Ísland að Evrópusam-
bandinu. ... Með því að segja já við
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að-
ildarumsókn að Evrópusambandinu
þá gerir þú þig að ómerkingi orða
þinna en það sem verra er þá gerir
þú mig og alla þá sem börðust fyrir
flokkinn í aðdraganda síðustu kosn-
inga að ómerkingum orða sinna.“
Steingrímur veitti lítil svör viðbréfinu þegar það kom fram, en
nú hefur flokkseigandinn talað.
Baldvin H. Sigurðsson, sem nú hefur
fallið úr fyrsta sæti í það þriðja, er
einn þeirra sem leyfðu sér að und-
irrita opna bréfið gegn Steingrími.
Er það svona sem lýðræðislegigrasrótarflokkurinn VG vill
starfa í raun?
Steingrímur J.
Sigfússon.
Flokkseigandinn svarar fyrir sig
Baldvin H.
Sigurðsson.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 5 alskýjað Lúxemborg 3 þoka Algarve 17 skýjað
Bolungarvík -1 skýjað Brussel 3 skýjað Madríd 10 skýjað
Akureyri -2 léttskýjað Dublin 5 þoka Barcelona 13 léttskýjað
Egilsstaðir 2 alskýjað Glasgow 6 léttskýjað Mallorca 13 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 alskýjað London 5 skýjað Róm 9 léttskýjað
Nuuk -3 léttskýjað París 5 skýjað Aþena 10 skúrir
Þórshöfn 5 alskýjað Amsterdam 1 þoka Winnipeg -16 snjókoma
Ósló -7 heiðskírt Hamborg -7 skýjað Montreal -9 léttskýjað
Kaupmannahöfn -3 skýjað Berlín -3 skýjað New York -4 heiðskírt
Stokkhólmur -4 heiðskírt Vín -3 snjókoma Chicago -3 skýjað
Helsinki -3 snjókoma Moskva -12 léttskýjað Orlando 8 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
8. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.51 3,0 8.21 1,6 14.23 2,7 20.44 1,5 9:46 17:39
ÍSAFJÖRÐUR 4.11 1,8 10.46 0,9 16.33 1,5 22.59 0,9 10:04 17:30
SIGLUFJÖRÐUR 5.59 1,1 12.38 0,5 19.32 1,0 9:48 17:13
DJÚPIVOGUR 5.19 0,8 11.05 1,3 17.21 0,7 9:19 17:05
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Hæg suðlæg átt, en suðaustan
5-10 m/s suðvestanlands. Létt-
skýjað á norðanverðu landinu,
annars skýjað en úrkomulítið.
Frost 0 til 8 stig, kaldast til
landsins norðan- og aust-
anlands, en hiti 0 til 5 stig með
suður- og vesturströndinni.
Á miðvikudag, fimmtudag,
föstudag og laugardag
Hæg suðlæg átt og lítilsháttar
væta öðru hverju sunnan- og
vestanlands, en þurrt og bjart
veður á Norður- og Austurlandi.
Hiti breytist lítið.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austan 8-13 m/s við suðvest-
urströndina, en mun hægari
vindur annars staðar. Bjartviðri
á norðanverðu landinu, en skýj-
að að mestu sunnantil og sums
staðar súld eða dálítil rigning af
og til með suðurströndinni. Hiti
0 til 7 stig að deginum, en
sums staðar vægt frost norð-
an- og austanlands, einkum til
landsins í nótt.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Í FRUMVARPI um breyting-
ar á dómstólalögum er lagt til
að við skipan dómara verði
dómsmálaráðherra bundinn af
niðurstöðu dómnefndar sem
metur hæfi umsækjenda. Ráð-
herra geti þó vikið frá henni
með því að bera tillögu um
annan hæfan umsækjenda
undir Alþingi. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra kynnti frumvarpið í ríkisstjórn á föstudag.
Hún gerir ráð fyrir að það verði lagt fyrir þingið
þegar það kemur saman aftur eftir kjördæma-
viku.
Fjölgað um tvo í dómnefndinni
Í frumvarpinu er einnig lagt til að breyting
verði á skipan dómnefndarinnar og í stað þriggja
manna sem nú sitja í dómnefnd verði hún skipuð
fimm manns – þar af skipi hana einn fulltrúi al-
mennings sem kosinn verði af Alþingi.
Þá er lagt til að nefndinni verði falið að meta
hæfi umsækjenda um embætti dómara bæði við
Hæstarétt og héraðsdóm. Lagt er til að felld verði
brott ákvæði gildandi laga um að umsagnar
Hæstaréttar verði aflað við skipun í embætti
hæstaréttardómara þar sem nefndinni verður fal-
ið það hlutverk að meta umsækjendur.
Dómnefndinni verði gert að láta dómsmálaráð-
herra í té skriflega og rökstudda umsögn um um-
sækjendur og taka afstöðu til þess hvaða umsækj-
andi sé hæfastur til að hljóta embættið. Heimilt
er að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafnhæfa.
Niðurstaða nefndar bindandi
Frumvarp um breytingar á dómstólalögum var kynnt í ríkisstjórn fyrir helgi
Ragna
Árnadóttir
Í FRUMVARPI dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla er
lagt til að Alþingi kjósi einn fulltrúa almennings til setu í dómnefnd sem
metur hæfi umsækjenda um dómarastöður. Ragna Árnadóttir, dóms-
málaráðherra, reiknar með að mikið verði rætt um það atriði.
Ragna segir að eftir sé að ræða hvernig fulltrúinn verður valinn en eng-
in skilyrði eru í frumvarpinu. Í skýrslu nefndar sem falið var að endur-
skoða reglur um skipan dómara segir, að tilgangurinn með því að fá full-
trúa almennings í nefndina sé að fá víðara sjónarhorn.
„Þeir eiga að hafa víðtæka þekkingu á samfélagsmálum og vera vel
metnir borgarar. Þeir gætu haft nokkurs konar innra eftirlit með starfi
nefndarinnar,“ segir í skýrslunni. andri@mbl.is
Fulltrúi almennings sinnir innra eftirliti