Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 22
22 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HÉRNA,
LÍSA
UH,
TAKK
FYRIR
OG HÉRNA
ER MYND AF
KONFEKTINU ÞÍNU
ÞETTA ER ÞAÐ SEM ER
EFTIR AF BLÓMINU ÞÍNU EFTIR
AÐ GRETTIR KOMST Í ÞAÐ
Á FÖSTUDAGINN FÓR ÉG Í
KLIPPINGU TIL AÐ LÍTA VEL
ÚT FYRIR SKÓLANN...
SÍÐAN VAR ÉG ORÐINN
VEIKUR Á MÁNUDEGINUM
OG FÓR EKKI Í SKÓLANN
ÞAÐ ER
HRÆÐILEGT
AÐ SÓA
KLIPPINGU
ÉG SÓAÐI GÓÐRI
KLIPPINGU!
MUNDU... ÞÓ EITTHVAÐ SÉ
STÆRRA ÞÁ ER ÞAÐ
EKKI ALLTAF BETRA
AF HVERJU TALAR
ÞÚ SVONA MIKIÐ UM
MAGANN Á ÞÉR?
ÞA-ÞA-ÞAÐ ER
EITTHVAÐ Í RÆSINU MEÐ
RISASTÓRAN MUNN OG
ODDHVASSAR TENNUR!
RÚNAR,
ÞETTA
ER BARA
STEINN
REYNAR
ER ÉG
KRÓKÓDÍLL
HVAÐ ER ÞETTA?
ER ÞETTA
UMFERÐARTEPPA?
ÆÐI!ÞARNA ER BREIÐGATAN!ÉG ER ALVEG AÐ KOMA
Í VINNUNA
ÞARNA ER
VULTURE!
OG HANN
HELDUR Á
JONAH!
BARA EIN LEIÐ TIL AÐ BJARGA JAMESON...
OG ÞETTA
ER HÚN
Máttur mann-
vonskunnar
NÚ hefur mann-
vonskan haft sigur
gegn saklausu villifé
sem var einstakt á sína
vísu og hafði það eitt
sér til sakar unnið að
vera til og lifa góðu lífi
þar sem eina ógnin var
maðurinn og hans
drottnunarárátta.
Féð hafði það mjög
gott í Tálknanum, þar
sem það hefur þróast í
hálfa öld án annarra af-
skipta mannsins en
þeirra að hann hefur
reglulega reynt að útrýma stofninum,
þess á milli hefur stofninn alltaf vaxið
og dafnað. Þetta hafa verið aðgerðir
drifnar áfram af fáfræði og valda-
hroka. Nú kann margur að spyrja
sem svo, hvernig ég geti fullyrt að féð
hafi haft það svo gott. Þar nota ég
viðmið sauðfjárræktar, það er, frjó-
semi og stærð lamba að hausti. Til
þess að stofninn næði þeirri stækkun,
sem raun er milli árása hefur hver ær
þurft að gefa af sér að lágmarki 1,5
lömb á ári, að því gefnu að annað
hvert lamb sé hrútur, svo hafa lömbin
ávallt verið stór og falleg að hausti.
Þetta hefur verið raunin undanfarin
15 ár í það minnsta, þrátt fyrir að
sauðburður hjá þeim hafi iðulega far-
ið fram snemma í apríl úti í guðs-
grænni náttúrunni. Svæðið þar sem
féð hefur haldið sig er utan alfara-
leiðar, þar sem ekki er svo mikið sem
vegur og langt í næstu bújarðir, þær
hafa setið einar að svæðinu, reyndar í
félagsskap við refi og fugla sem
þarna eru í einhverjum mæli. Þær
hafa ekki valdið nokkrum manni tjóni
á neinn hátt né verið nokkrum til
tekna, bara verið til á
eigin forsendum.
Í ljósi þess sem hér
hefur verið rakið fer ég
þess á leit að lög-
reglustjóri og héraðs-
dýralæknir færi rök
fyrir þessum aðgerðum
sem þeir gengu hart
fram um að fram færu.
Og þá önnur rök en lög
um fjallskil og búfjár-
hald, þar sem um villi-
dýr var að ræða, dýrin
hafa þrifist og þróast
þarna í um 50 ár eða 8-
10 kynslóðir. Óskilj-
anlegt er, þar sem rík-
isstjórnin tók málið fyr-
ir og fól fjórum ráðuneytum að skoða
málið, að engin umræða hafi farið
fram og enginn virðist hafa kannað
hvernig dýrin hefðu það. Því þurfa
viðkomandi ráðuneyti að rökstyðja
sína niðurstöðu og umhverf-
isráðherra að segja af sér sakir van-
hæfis. Er það skoðun mín að þetta
komist nærri því þegar síðasti geir-
fuglinn var drepinn, enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur.
Undirritaður hefur umgengist
sauðfé frá fæðingu eða í 43 ár, þekkir
staðhætti vel ásamt því að hafa fylgst
vel með hinum villta stofni í um 20 ár
og þykist því nokkuð dómbær um
málið. Hins vegar er óskiljanlegt
hvers vegna okkar hámenntaða þjóð
með alla sína líffræðinga hefur aldrei
viljað kanna hversvegna kindurnar
hafi haft það svona gott eins og raun
ber vitni. Geirfuglinn féll líka fyrir fá-
fræði þeirra sem þá voru uppi.
Ólafur H. Gunnbjörnsson.
Ást er…
… í loftinu.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Handav. kl. 9, smíði/útsk.,
félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna kl. 9.
Dalbraut 18-20 | Myndlist /postulín kl.
9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 9.30, bæna-
stund kl. 11, leikfimi kl. 14, upplestur.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, æf. hjá Blásarasveit FEB kl. 19.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía/ gler/
postulín kl. 9.30, lomber kl. 13, canasta
kl. 13.15, kóræfing kl. 16.45, tréskurður.
kl. 18, skapandi skrif kl. 20. Fræðslu-
kvöld Glóðar á morgun kl. 20, Jónína
Benediktsdóttir flytur erindi um detox.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulín
kl. 9, ganga kl.10, handavinna og brids
kl.13, félagsvist kl. 20.30
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsl. kl. 8, kvennal. kl. 9.45/10.30/
11.15, bókb. kl. 10, ganga kl. 11, skráning
á spilakv. á Garðaholti 11. feb. í Jónshúsi.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. kl. 9,
trésk./handavinna, leikfimi. kl. 10.30,
undirb. fyrir íþróttahátíð v/Austurberg
FÁÍA á öskudag. Kóræfing kl. 14.30.
Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13.
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10, Gafl-
arakórinn kl. 10.30, tréskurður kl. 13,
botsía og félagsv. kl. 13.30. Dansl. 12.
feb., Þorvaldur Halldórsson.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30, vinnustofa kl. 9, brids kl.13.
Hæðargarður 31 | Hringb. kl. 8.50, Stef-
ánsg./listasm. kl. 9. félagsv. kl. 13.30,
skapandi skrif kl. 16, frí tölvuleiðb. kl. 13,
skrán. á tónl.námsk. Ljóðadagskrá til
heiðurs Þórarni Eldjárn á fösd. kl. 13.30.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30-13.00.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egilshöll
kl. 10. Sundleikfimi í Grafarvogs-
sundlaug á morgun kl. 9.30.
Langahlíð 3 | Spjall kvenna kl. 10.30,
handv./ bókastofa kl. 11.30, prjónakl.
o.fl. kl. 13, botsía kl. 13.30, söngur kl. 15.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9, botsía
kl. 11, leikfimi kl. 11.30 , kóræfing kl. 14-
16, tölvukennsla. kl. 14.30, kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band, postulín kl. 9, morgunstund,
botsía, framhaldssaga kl. 12.30, handa-
vinna og spilað kl. 13, stóladans kl.
13.15.
Sigmundur Benediktsson rifjarupp á þorra að hjá móðurafa
hans og ömmu þótti ótækt að
markið sæist ekki á sviða-
kjammanum þegar svið voru á
borð borin.
„Markið átti að sanna að sviðin
væru ekki illa fengin, því engir
brenndu eða skemmdu eyru nema
sauðaþjófar. Ég man að móðir mín
var ekki hrifin þegar ég var að
svíða með henni ef fyrir kom að ég
brenndi eyra og átaldi það.
Sauðaþjófnaður taldist alvar-
legur glæpur sem oft reyndist erf-
itt að sanna eða afsanna. Óvand-
aðir menn sem vildu koma höggi á
einhvern vændu hann því um
sauðaþjófnað ef illa heimtist og
lágu bændur sem bjuggu við af-
réttina betur við höggi en aðrir.
Hygg ég því að amma og afi hafi
gætt ýtrustu varkárni hvað þetta
varðar þar sem þau voru fátæk og
bjuggu fyrri hluta búskaparára
sinna á dalajörðum með mörg
börn. Því skal þó haldið til haga að
þau voru strangheiðarleg. Þeim
hefði ofboðið að sjá verslanir bjóða
í dag hlustarstýfða sviðakjamma
og grunað um vafasaman feng.
Því rifja ég þetta upp að þetta
virðist alsiða orðið. Í búðarferð í
dag fæddist þessi vísa:
Ótækt taldist áður það
aðeins háttur bófa,
hlustarstýfa hausa að
hætti sauðaþjófa.
Að síðustu borðbæn úr leikritinu
Í jólaleyfinu, en braginn orti
Valdimar Briem vígslubiskup:
Drottinn blessi matinn minn,
magál sperðla og hákarlinn.
Hangiket og súrsuð svið,
síróp, köku og bræðing við
en þó einkum flotið góða og feitmetið.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af hlustarstýfðum kjömmum