Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð í helgarferð til Búdapest 29. apríl. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og á vorin skartar hún sínu fegursta og þá er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Ótrúleg sértilboð - helgarferð á einstökum tíma! Búdapest 29. apríl frá kr. 79.900 flug og gisting Verð frá kr. 79.900 – helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Ibis Váci út *** með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.800. Sértilboð 29. apríl. Fjölbreytt úrval gistimöguleika í boði á sértilboði. ÍSLENSKIR bílaframleiðendur kynntu framleiðslu sína í Toppstöðinni í Elliðaárdal sl. laugardag; sportbíla, jeppa, rútur og trukka. Þetta var í fyrsta sinn sem efnt er til kynningar á þessum hljóðláta iðnaði sem er í öruggum vexti. Sýndir voru nær þrjátíu spennandi bílar og svöruðu hönnuðir þeirra spurningum áhugasamra. „Íslenskur bílaiðnaður er í stöðugum vexti og margar áhugaverðar hug- myndir í þróun. Sérstaklega hefur áhugi á bílum sem knúnir eru innlendum orkugjöfum aukist mik- ið,“ segir Ari Arnórsson bílahönnuður í Toppstöð- inni. Það kom líka á daginn, eins og vel sést á þess- ari mynd, að áhugi manna á rafbílunum er býsna mikill og margt forvitnilegt er undir húddinu á bílnum. sbs@mbl.is Íslensk bílaframleiðsla kynnt í Toppstöðinni Morgunblaðið/Kristinn Hljóðlátur iðnaður í öruggum vexti Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Lagafrumvarp sem væntanlegt er inn í þingið á að tryggja stöðu lítilla fjárfesta með þeim hætti að þeir sem hafi undirtökin í fyrirtækinu geti ekki skarað eld að eigin köku á kostnað annarra. Þegar allt þetta er komið í gagnið ætti lagarammi við- skiptalífsins að vera orðinn eins traustur og öruggur og hægt er,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Vísar hann þar m.a. til framkominna lagafrumvarpa sem bíða afgreiðslu Alþingis sem og væntanlegra frumvarpa sem snúa að breytingum á hlutafélaga- og einkahlutafélagalögum og lögum um fjármálafyrirtæki. Meðal þeirra breytinga sem í lagafrumvörpunum felast er að sönnunarbyrðinni verður snúið við þannig að eigendur hlutabréfa þurfa sjálfir að sýna fram á að þeir séu ekki tengdir vakni grunur hjá yf- irvöldum eða eftirlitsstofnunum um að svo sé. Stjórn hlutafélags verður skylt að sjá til þess að hlutafélaga- skrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa, hlutafjár- eign þeirra og atkvæðisrétt. Einnig verður gætt betur að hagsmunum lítilla fjárfesta með þeim hætti að þeir sem ná undirtökum í fyrirtæki geti ekki skarað eld að eigin köku á kostnað annarra hluthafa sem stjórna ekki við- komandi fyrir- tækjum. Býst við sam- stöðu á þingi Að sögn Gylfa er markmið kom- andi lagabreyt- inga að reyna að tryggja að sagan endurtaki sig ekki. „Við erum að taka á málum á mörg- um vígstöðvum í einu. Dómskerfið er auðvitað að fara yfir það hvort einhverjir brutu lagarammann eins og hann var og auðvitað refsa mönn- um fyrir það. Síðan er fram- kvæmda- og löggjafarvaldið að vinna saman að því að breyta reglu- verkinu þannig að það verði skýrara og betra og komi í veg fyrir að menn geti leikið sér innan ramma laga og reglna þannig að það skili einhverj- um niðurstöðum sem við viljum ekki sjá,“ segir Gylfi og tekur fram að ekki sé verið að tjalda til einnar nætur. „Það er ætlunin að setja upp regluverk sem er tiltölulega skýrt, heilbrigt og strangt.“ Spurður hvort hann búist við breiðri samstöðu á þingi um laga- breytingarnar svarar Gylfi því ját- andi, en tekur fram að væntanlega muni skapast einhverjar minnihátt- ar deilur um tilteknar útfærslur. „En ég skynja ekki annað en að það sé breið samstaða um það á þingi að það þurfi að laga regluverkið all- verulega, auðvitað að gefnu tilefni,“ segir Gylfi. Skari ekki eld að eigin köku Lagarammi viðskiptalífsins verður skýr, heilbrigður og strangur nái fyrirliggjandi lagafrum- vörp fram að ganga Efnahags-og viðskiptaráðherra býst við samstöðu um málið á þingi Gylfi Magnússon „Auðvitað getur maður grátið það hvað hlutirnir taka langan tíma gegnum dómskerfið. En ég held að enginn vilji að menn flýti sér of mikið þar og mál eyðileggist vegna þessa. Þeir sem eru grunaðir um eitthvað teljast saklausir þar til sekt er sönnuð fyrir dómi og það er ekki hægt að banna mönnum að taka þátt í viðskiptalífinu nema dómskerfið sé búið að dæma þá,“ segir Gylfi þegar borin er undir hann gagnrýni Vilhjálms Bjarna- sonar þess efnis að stjórnsýslan hafi ekki brugðist nógu hratt við í kjölfar efnahagshrunsins. Flýta sér hægt VILHJÁLMUR Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, sagði í Silfri Egils í gær að það fyr- irkomulag sem Arion banki kynnti í síðustu viku um framtíð verslana- keðjunnar Haga væri til þess fallið að misbjóða íslensku samfélagi. „Ég er gáttaður á því að verið sé að semja við aðila, og félög þeim tengd, sem hafa valdið hér gjaldþroti sem nemur 500-700 milljörðum króna, kannski meira. Bankinn þarf hugsanlega að afskrifa 50 milljarða vegna þessara sömu aðila út af þessu eina fyrirtæki,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Tók hann fram að eðlilegast hefði verið ef Hag- ar hefðu farið í venjulega gjaldþrota- meðferð. Hann gagnrýndi einnig að Arion banki skyldi hafa samþykkt að Ólafur Ólafsson fengi á ný að eignast skipa- félagið Samskip. „Þarna er bank- inn að semja við mann sem hefur stöðu grunaðs manns í einhverju alvarlegasta markaðsmisnotkunarmáli sem upp hefur komið og snerist að hluta til um það að forveri Arion banka, þ.e. Kaupþing, féll.“ Stjórnsýslan bregst of hægt við Að mati Vilhjálms virðist svo sem menn sem réðu viðskiptalífinu hér- lendis fyrir hrun séu smám saman að ná vopnum sínum og það mun hraðar en stjórnsýslan og dómskerfið. Spurður hvort ekki verði að bíða eft- ir því að umræddir viðskiptajöfjar verði dæmdir áður en hægt sé að ganga framhjá þeim í viðskiptalífinu svaraði Vilhjálmur því neitandi. „Stjórnsýslan er að bregðast með seinagangi sínum, en það getur ekki réttlætt þessa gjörninga. Það er allt- af leitað til sömu aðilanna aftur og aftur. Það er bara verið að endur- taka gamla viðskiptalífið, sem er óskiljanlegt í ljósi sögunnar,“ sagði Vilhjálmur. Viðurkenndi hann að ljóst væri að umræddir viðskiptajöfjar hefðu gert sitt besta til þess að búa til þannig flækjustig að það tæki tímann sinn að vinda ofan af því og fá glögga mynd. silja@mbl.is Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu Óskiljanlegt að gamla viðskiptalífið fái að endurtaka sig Vilhjálmur Bjarnason SAMNINGAR eru í undirbúningi um að selja SAGA-flotastýringar- kerfi í 1.300 farþegabíla til Tide Buss, eins stærsta rútubílafyrirtæk- is Norðurlanda. Gangi samningar eftir tvöfaldast velta Sagasystem ehf. Flotastýringarkerfi fylgist ná- kvæmlega með notkun og aksturs- lagi hvers bíls. GPS-tengdir ökuritar í bílunum nema inngjöf, hraðakstur, hemlun, álag í beygjum, lausagang og annað sem veldur óþarfa rekstr- ar- og viðhaldskostnaði. Með þessum upplýsingum má þjálfa bílstjóra í vistakstri og spara fé, segir í tilkynn- ingu frá Sagasystems. Flotastjórn seld í norsk- ar rútur Rúta Bíll frá Tide Buss úti á þjóð- vegi í Noregi. Spara má í akstri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.