Morgunblaðið - 08.02.2010, Side 1

Morgunblaðið - 08.02.2010, Side 1
M Á N U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 31. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is ÁN ALLRA AUKEFNA FÆUBÓTAREFNI ÍSLENSKTPRÓTEIN Ætlað þeim sem vilja skipta út narti fyrir heilsusamlegan próteindrykk. «DAGLEGTLÍF FARA UM SKOTLAND Á MÓTORFÁKUM «ÍÞRÓTTIRKÖRFUBOLTI Snæfell í bikarúrslit 6  BANASLYSIÐ á Langjökli fyrir rúmri viku og fleiri slys og óhöpp á jöklum undanfarið valda því að Ferðaklúbburinn 4x4 hyggst gera átak í að efla öryggismál jeppa- manna. Að sögn Sveinbjarnar Hall- dórssonar, formanns 4x4, er hugs- anlegt að menn þurfi að gera rót- tækar breytingar, s.s. að jeppa- menn séu í öryggislínu þegar þeir fara út úr bílum sínum á svæði þar sem sprungur geta leynst, en það hefur ekki tíðkast hingað til. »8 Hyggjast gera átak í örygg- ismálum í kjölfar banaslyss „ÞETTA hefur verið nefnt við og við,“ segir Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks- ins, um orðróm þess efnis að flokkur hans sé á leið inn í ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum. Sig- mundur segir engar líkur til þess að af því verði. „Nú- verandi stjórn er með meirihluta, en meti menn það svo að sá meirihluti dugi ekki við þessar aðstæður væri eðlilegast að byrja á því að skoða möguleikann á þjóð- stjórn.“ Sigmundur áréttar að Framsóknarflokkurinn gæti heldur ekki stutt stefnu núverandi ríkisstjórnar, heldur þyrftu að koma til gagngerar breytingar á stefnu hennar áður en svo gæti orðið. Vill frekar þjóðstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ÁKVEÐIN þreyta virðist komin í stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna þótt það hafi ekki varað nema í eitt ár og eina viku. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa ákveðnir þingmenn Samfylkingar og ráðherrar haft sam- band við ákveðna þingmenn Fram- sóknarflokksins á undanförnum tveimur vikum til þess að reifa þann möguleika við framsóknarmenn að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í stjórn Samfylkingar og VG. Samkvæmt sömu heimildum hafa framsóknarmenn tekið þessum þreifingum samfylkingarfólks fálega og þeir framsóknarþingmenn sem rætt var við í gær töldu útilokað að flokkurinn væri reiðubúinn til slíks samstarfs. Vilja engar ákvarðanir taka Helstu ástæður þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og einhverjir þingmenn Samfylking- arinnar hafa eftir óformlegum leið- um kannað hvort Framsókn hefði vilja til þess að koma inn í stjórn og styrkja þingmeirihluta stjórnarinnar eru sagðar þær, að flokkurinn sé orð- inn langþreyttur á því að VG vilji engar ákvarðanir taka og engar framkvæmdir heimila. Eini maður- inn, sem sagt er að samfylkingar- þingmenn og -ráðherrar treysti, er Steingrímur J. Sigfússon, en hann hafi ekki þá stjórn á eigin flokki sem hann hafði áður. Enginn úr þingliði VG mun hafa tekið þátt í þessum óformlegu þreif- ingum, en forsvarsmönnum flokks- ins mun þó síðustu daga hafa verið kunnugt um slíkar þreifingar. Reyndar sagði þingmaður Fram- sóknarflokksins í gær að VG hefði fyrir einhverjum vikum gefið það í skyn að rúm væri fyrir Framsókn- arflokkinn í ríkisstjórninni og aug- ljóst væri að þreyta og pirringur í stjórnarflokkunum væru gagn- kvæm. Þingmaður Framsóknar, sem rætt var við í gær, sagði að rætt hefði ver- ið við sig og hann vissi um aðra félaga sína í Framsókn sem einnig hefði verið rætt við. „Við framsóknarmenn höfum vitanlega engan áhuga á að koma inn í slíkt stjórnarsamstarf til þess að verða einhver hækja fyrir Samfylkingu og VG,“ sagði hann. „Sporin frá í fyrra, þegar við vörðum minnihlutastjórn þessara flokka falli, hræða.“ Gerir hosur sínar grænar fyrir Framsókn Samfylkingin kannar möguleika á að fá Framsóknarflokkinn inn í stjórnina » VG gefur til kynna ákveðin þreytumerki » Telja að Framsókn gæti orðið góður liðs- auki stjórnarinnar RÚMLEGA 500 keppendur sýndu tilþrif og takta á Íslandsmótinu í hópfim- leikum sem fram fór í Versölum í Kópavogi um helgina. Hópfimleikar hafa sótt í sig veðrið á undanförnum árum og voru áhorfendabekkirnir í hinu glæsilega fimleikahúsi Gerplu í Kópavogi þéttsetnir alla helgina. Kepp- endur komu frá flestum þéttbýlisstöðum landsins. Í hópfimleikum er keppt í hópdansi, dýnuæfingum og stökki á trampólíni. | Íþróttir Morgunblaðið/Kristinn TILÞRIF Í VERSÖLUM ÓLAFUR Jóhannesson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu karla, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með riðil Íslands í undankeppni EM 2012. ÍÞRÓTTIR Ólafur er hrifinn af Portúgölum  SUMAR tegundir fjármálaráð- gjafar eru ekki leyfisskyldar og lúta ekki eftirliti FME. Þannig þurfa þeir sem veita ráðgjöf bæði um lántökur og innlán ekki sérstakt leyfi né eru þeir undir eftirliti hjá FME ef þeir starfa sjálfstætt en ekki innan fjármálafyrirtækja. Á síðustu árum tóku margir rangar ákvarðanir um fjármál sín á grund- velli ráðgjafar frá fólki sem í ljósi sérfræðiþekkingar sinnar hefði átt að vera hægt að treysta. »14 Þurfa ekki opinbert leyfi til að veita fjármálaráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.