Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 Nánari upplýsingar og skráning á sa.is ÍS L E N S K A S IA .I S S A L 48 47 8 01 /1 0 KARLA & KONUR VIRKJUM FJÖLBREYTNI Í FORYSTU Miðvikudaginn 10. febrúar, kl. 8-10, efna SAMTÖK ATVINNULÍFSINS, FÉLAG KVENNA Í ATVINNUREKSTRI, VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS, LEIÐTOGA-AUÐUR, IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI og CREDITINFO til tímamótafundar á Hótel Nordica. FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is VAXANDI titringur er á fjármálamörkuðum Evrópu. Upp- tök skjálftavirkninnar er að finna sunnarlega í álfunni og er óttast að efnahagsástandið í ríkjum á borð við Grikkland, Spán og Portúgal kunni að leiða til meiriháttar vand- ræða fyrir evrusvæðið í heild. Í síð- ustu viku lækkuðu hlutabréfa- vísitölur í kauphöllun álfunnar og það sama gilti um gengi evrunnar, en það hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í sjö mán- uði. Fréttir í síðustu viku um að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins myndi fylgjast grannt með því að grísk stjórnvöld stæðu við áform sín um meiriháttar nið- urskurð til þess að koma böndum á fjárlagahallann, auk tíðinda af lítilli eftirspurn í síðasta útboði portú- galskra ríkisskuldabréfa og að fjár- lagahallinn á Spáni yrði hærri en gert hafði verið ráð fyrir, gerðu lít- ið til þess að slá á áhyggjur fjár- festa af stöðu mála. Segja má að þróunin undan- farnar vikur hafi verið á þann veg að ástandið í Grikklandi er farið að smita út frá sér og beina fjárfestar nú í auknum mæli spjótum sínum að Íberíuskaga. Rétt eins og Grikk- ir hafa stjórnvöld á Spáni og í Portúgal safnað miklum skuldum að undanförnu með hallarekstri rík- issjóðs. Hallinn í þessum ríkjum er umtalsvert meiri en reglur Efna- hags- og myntbandalagsins kveða á um, það er að hann má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu. Stjórnvöld standa því frammi fyrir gríðarlega miklum niðurskurði á næstu árum mitt í efnahagslægð. Á sama tíma þurfa þau að fjármagna þann hallarekstur sem nú þegar er til staðar en það er hægara sagt en gert þegar fjárfestar hafa vaxandi efasemdir um að þessi ríki muni hafa pólitískt úthald í að koma böndum á ríkisfjármálin. Hávær krafa Þessar efasemdir endurspeglast svo í þróun mála á markaðnum með skuldatryggingar þessara ríkja og á skuldabréfamörkuðum.Þannig má nefna að ávöxtunarkrafa á grísk ríkisskuldabréf til tíu ára er tæp 7% um þessar mundir eða 400 punktum hærri en krafan á þýsk skuldabréf og 200 punktum hærri en krafan á írsk og portúgölsk rík- isskuldabréf. Þegar ávöxt- unarkrafan er svo há blasir við að það er bæði enn brýnna og á sama tíma erfiðara að koma böndum á fjárlagahallann. Þetta er meðal annars ástæða þess að gengi evr- unnar hefur verið að veikjast að undanförnu en hægt er að færa rök fyrir því að Evrópski seðlabankinn geti trauðla hækkað vexti á næstu árum – þó svo að umskipti eigi sér stað í stærstu hagkerfum evru- svæðisins – þar sem það myndi grafa enn frekar undan efnahags- legri stöðu ríkja á borð við Grikk- land þar sem sú fjármögnun sem stæði ríkinu til boða yrði enn hærri. Segja má að þessi þróun á skulda- bréfamörkuðum sé til marks um það að fjárfestar séu teknir að ótt- ast að hallarekstur og skuldasöfnun ríkja á borð við Grikkland fáist ekki staðist til lengdar. Í sjálfu sér virð- ast þetta augljós sannindi en meg- inspurninginn er hins vegar hvort meiriháttar niðurskurður í rík- isfjármálum á næstu árum sé póli- tískt framkvæmanlegur. Nú þegar eru verkalýðsfélög opinberra starfsmanna í Grikklandi farin að mótmæla aðhaldsaðgerðum sem eru þó varla hafnar. Fram- kvæmdastjórn ESB telur að grísk stjórnvöld þurfi að ganga enn lengra í lækkun launa opinberra starfsmanna og ljóst er að slíkar hugmyndir falla í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni í landinu. Svipað ástand er upp á teningnum á Spáni og í Portúgal: Fyrirhug- aður niðurskurður í ríkisfjármálum mun magna upp pólitíska ólgu í þessum löndum. Í tilfelli Spánar segir það sig sjálft að niðurskurður á sama tíma og atvinnuleysi mælist tæplega 20% er erfiður í framkvæmd. Í Portúgal á minnihlutasjórn sósíalistans Josés Sócrates í mestu erfiðleikum með að koma boðuðum aðhalds- aðgerðum í ríkisfjármálum gegnum þingið. Erfiðir valkostir Stjórnmálamenn og stefnusmiðir í Grikklandi, Spáni og Portúgal standa því frammi fyrir erfiðum valkostum: Að reiða niðurskurð- arhnífinn á loft og hætta á að efna- hagsleg umskipti láti á sér standa og pólitísk ólga magnist upp eða að halda áfram hallarekstri með það á hættu að stjórnvöld lendi í skulda- kreppu og ekki verði hægt að fjár- magna hallann. Richald Barley og Simon Nixon setja þessa valþröng í áhugavert samhengi í dálki sem birtist í Wall Street Journal á dög- unum. Þeir benda á að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi varað við því að hætta væri á annarri efna- hagslægð ef stjórnvöld víðsvegar um heim láta of snemma af þeim stuðningsaðgerðum sem gripið hef- ur verið til vegna fjármálakrepp- unnar. Segja má að fjárfestar á skuldabréfamörkuðum séu einmitt að þrýsta á stjórnvöld í ríkjum á borð við Grikkland að gera einmitt þetta. Og það virðist stefna í að það sama gerist hjá öðrum skuldugum ríkjum. Erfitt er að sjá að aðrar leiðir fyrir evruríki eins og Grikkland séu færar en að grípa til meiriháttar niðurskurðar. Ekki er hægt að úti- loka að ESB aðstoði gríska ríkið með beinum hætti í skuldavand- ræðum sínum en það er nánast óhugsandi að stjórnvöld í Þýska- landi myndu fallast á slíka aðstoð nema henni fylgdu kvaðir um gagn- gerar umbætur á ríkisfjármálum Grikkja. Það sama gildir einnig um mögulega neyðaraðstoð frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Henni myndu ávallt fylgja miklar kvaðir um niðurskurð og umbætur. Tíminn er naumur En það blasir við að grísk stjórn- völd hafa nauman tíma til þess að auka traust fjármálamarkaða á hagkerfi landsins, annars gæti aðild landins að evrusvæðinu verið stefnt í uppnám. Grikkland er eina evru- ríkið sem er ekki með lánshæfi í efsta flokki matsfyrirtækja. Tíma- bundin undanþága Evrópska seðla- bankans um endurhverf verðbréfa- viðskipti, sem tók gildi árið 2008, rennur út í lok þessa árs en hún gerir það að verkum að grísk rík- isskuldabréf eru ennþá tæk til slíkra viðskipta við bankann. Takist stjórnvöldum ekki að treysta láns- hæfið í ár er hætt við því að skulda- bréf þeirra verði ekki lengur veð- hæf í seðlabankaviðskiptum á evrusvæðinu og það gæti haft gríð- arlegar afleiðingar fyrir gríska hag- kerfið þar sem Grikkland er það evruríki sem reiðir sig hvað mest á skammtímafjármögnun frá Evr- ópska seðlabankanum. Auk þess eru grískir bankar með stórar stöð- ur í grískum ríkisskuldabréfum í sínum bókum þannig að ekki er hægt að útiloka að bankakreppa bætist ofan á skuldakreppu ríkisins. Skjálftavirkni við Miðjarðar- haf skekur fjármálamarkaði Grikkir, Spánverjar og Portúgalar standa frammi fyrir erfiðum valkostum í efnahagsmálum Reuters Skrifað á vegginn Skýr skilaboð frá enskumælandi grískum aðgerðasinna krotuð á vegg útibús banka í Aþenu. Efnahagsástandið í ríkjum á borð við Grikkland er farið að smita út frá sér. Kastljósið beinist nú einnig að öðrum evruríkjum sem standa frammi fyrir erfiðleikum vegna hallarekstrar hins opin- bera. Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, hefur lýst því yfir að sjóðurinn geti veitt grískum stjórnvöldum aðstoð. En eins og Simon Johnson, fyrrverandi aðal- hagfræðingur sjóðsins, bendir á á vefsvæðinu The Baseline Scen- ario þá eru mörg vandkvæði á slíkri hjálp, ekki síst vegna að- ildar Grikklands að evrusvæðinu. Í fyrsta lagi bendir Johnson á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er stofnaður, eins og nafnið gefur til kynna, til þess að aðstoða ríki sem eiga við gjaldeyrisvandamál að stríða. Grikkir eiga ekki við slíkan vanda að etja þar sem þeir eru aðilar að evrusvæðinu. Efna- hagsvandi gríska ríkisins er fyrst og fremst vandi sem er til kom- inn af hallarekstri ríkisins. Ennfremur bendir Johnson á að grísk stjórnvöld þurfa eðli máls- ins samkvæmt evrur til þess að fjármagna hallareksturinn og þar af leiðandi þyrfti Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn að veita þeim lán í þeirri mynt ef til aðstoðar kæmi. Slíkt gæti litið undarlega út þar sem það er fyrst og fremst hlut- verk Evrópska seðlabankans að sjá til þess að nægt framboð sé af evrum á evrusvæðinu þannig að eðlileg virkni sé í efnahags- kerfi aðildarríkjanna. Johnson vill einnig meina að fleiri evruríki gætu þurft sam- bærilega aðstoð og AGS myndi hugsanlega veita grískum stjórn- völdum. Hann spyr hvort sjóð- urinn eigi yfirhöfuð nægilega digra sjóði til þess að veita slíka aðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Grikkland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.