Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Bjargvættur Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, setur saman beinagrind af hesti og gefur honum þannig nýtt líf fyrir Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Vinnan með
beinin kallaði Þorvald til vinnu árla í gær en þá kom hann að öllu á floti og má segja að beinagrindin hafi aðstoðað Þorvald við að koma í veg fyrir frekara tjón hjá stofnuninni.
Kristinn
NIÐURSKURÐUR
á fjárveitingum til
Landhelgisgæslunnar
hefur leitt til þess að ör-
yggi sjómanna á hafi úti
er stefnt í hættu. Nýlegt
atvik þar sem gæslan
neitaði að senda þyrlu
eftir fársjúkum sjó-
manni þar sem skipið
þótti of langt úti er graf-
alvarlegt, en aðeins ein
þyrluáhöfn var á vakt og
því varð ekki við komið að senda þyrl-
una út fyrir þær 20 sjómílur sem jafn-
an er miðað við. Til allrar mildi náði
skipið að sigla í land og koma mann-
inum undir læknishendur í tæka tíð.
Ég óttast hins vegar framtíðina í
þessum efnum, ég óttast að það verði
ekki alltaf nægur tími til að sigla í
land. Þetta verkefni hverfur ekki frá
okkur, Ísland er umlukt hafi og um-
ferð skipa af öllu tagi á bara eftir að
aukast í landhelginni. Við megum
ekki bíða með aðgerðir til úrbóta þar
til slysið hefur orðið og mannslíf tap-
ast. Þessu þarf að bregðast við strax.
Dómsmálaráðherra, Ragna Árna-
dóttir, viðurkennir í Fréttablaðinu á
laugardag að hún hafi miklar áhyggj-
ur af stöðu mála og segir að umrætt
atvik gefi fullt tilefni til að ráðuneytið
og Landhelgisgæslan fari yfir þessi
mál. Ég efast ekkert um góðan vilja
ráðherrans sem er vandaður embætt-
ismaður er vinnur störf sín af mikilli
fagmennsku. Hins vegar skortir ráð-
herrann pólitískt umboð. Ragna
Árnadóttir er launaður embætt-
ismaður ríkisstjórnarinnar sem hefur
verið falið að framfylgja stefnu
stjórnarflokkanna í þeim málaflokk-
um sem hún ber ábyrgð á og veigrar
sér því kannski við að taka slaginn við
ríkisstjórnarborðið.
Í umræddu viðtali við Fréttablaðið
svarar ráðherrann spurningunni um
hvort hún muni beita sér fyrir því að
gæslunni verði tryggt
fjármagn til að halda
úti tveimur þyrluvökt-
um með eftirfarandi
hætti: „Við komum
alltaf að því sama.
Hvaðan eiga þessir
peningar að koma? En
ef það er engin önnur
leið til að spara en
fækka þyrlum eða
áhöfnum þeirra finnst
mér komin upp sú
staða að ríkisstjórnin
þurfi að taka ákvörðun
um hvað skuli gera.“ Ráðherrann
hefur sannarlega skilning á málinu en
vísar því til ríkisstjórnarinnar.
Auðvitað eru fjármunir ríkisins
takmarkaðir og því þarf að taka
auknar fjárveitingar til gæslunnar
frá öðrum verkefnum. En það er ein-
mitt verkefni stjórnmálanna; for-
gangsröðun. Mér finnst þetta einfalt
– ríkisvaldinu ber skylda til að for-
gangsraða í þágu öryggis borganna, á
láði sem og á legi og þess vegna er
einfaldlega ekki í boði annað en að
tryggja gæslunni tvöfalda þyrluvakt.
Ég heiti ráðherranum mínu liðsinni í
þeirri baráttu. Við getum til dæmis
strax skoðað það að leggja umsókn
Íslands að ESB til hliðar í einhvern
tíma og verja, þó ekki væri nema
hluta af þeim rúmlega 1000 millj-
ónum sem henni eru ætlaðar, í að
tryggja öryggi sjómanna á hafi úti.
Bara ein hugmynd.
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
» Við megum ekki bíða
með aðgerðir til úr-
bóta þar til slysið hefur
orðið og mannslíf tap-
ast, þessu þarf að bregð-
ast við strax.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Höfundur er alþingismaður.
Öryggi sjó-
manna þarf að
njóta forgangs
TRUMBUSLÁTT-
URINN hefur hljóðn-
að á Háskólatorgi.
Niðurstaða í Stúd-
entaráðskosningum
liggur fyrir og al-
mennir nemendur við
Háskóla Íslands hafa
nú hlotið langþráðan
frið frá ungu, blóð-
heitu hugsjónafólki úr
stúdentafylkingunum
Röskvu og Vöku, sem vikum sam-
an hefur keppst við að telja þá á
að veita sér umboð sitt, með
ókeypis súpudiskum, litríkum
blöðrum og gömlu bakkelsi. Eng-
um kom til hugar að spyrja full-
trúa frá stóru framboðunum
tveimur hvort einhver sérstakur
munur væri á stefnumálum þeirra.
Slíkt sætir þó ekki tíðindum enda
alkunna að sá munur er lítill sem
enginn.
Í takt við fyrri ár eyddu svo
fylkingarnar tvær drjúgum tíma í
að hringja í venjulega há-
skólanema og reyna að telja þeim
trú um að hin fylkingin vildi þeim
beinlínis illt og gengi að auki er-
inda stjórnmálaafla í landinu. Báð-
ar fylkingar þvertaka hins vegar
að sjálfsögðu fyrir að tengjast
stjórnmálaflokkum á nokkurn
hátt. Slík óheilindi eru í besta falli
aðhlátursefni. Röskva og Vaka eru
flokkspólitískar hreyfingar á borði
en ekki í orði og að halda öðru
fram er sambærilegt því að segja
Morgunblaðið blað án pólitískrar
afstöðu. Og víðs vegar á verald-
arvefnum síðustu daga hafa ung-
pólitíkusar af öllum stærðum og
gerðum – jafnvel fólk sem er ekki
einu sinni nemendur við Háskóla
Íslands – núverandi og fyrrver-
andi stjórnarmenn í Heimdalli,
SUS, Ungum jafnaðarmönnum og
Vinstri-grænum farið mikinn og
hvatt sitt fólk til dáða. Einhver
kynni að spyrja sig hvaða hags-
muni slíkt fólk hefur af því að til-
tekin ópólitísk stúd-
entahreyfing fái
umboð stúdenta til að
stýra réttindabaráttu
þeirra.
Tilefnislaust
rifrildi
Hið sorglega í
þessu öllu saman er
að hagsmunir stúd-
enta eru raunveruleg-
ir hagsmunir. Kraft-
ar, tími og fé
hugsjónafólksins í
Röskvu og Vöku fara
hins vegar að mestu í
að reyna árangurslaust að sann-
færa háskólanema um að djúp-
stæður ágreiningur ríki þeirra á
milli og rífast að tilefnislausu um
hluti sem engum eru til gagns. Nú
þegar kosningaæðið er runnið af
fólki geta háskólanemar farið að
búa sig undir útgáfu litríkra
blaðasnepla frá fylkingunum sem
eru uppfullir af myndum af útgef-
endum blaðanna sjálfra á
skemmtistöðum og greinum þar
sem áréttað er hverjum það sé
raunverulega að þakka að Þjóð-
arbókhlaðan sé opin hálftíma leng-
ur í prófatíð. Öllu áhugaverðara
væri að lesa alvöru hugleiðingar,
lausar við þá hömlulausu rétt-
hugsun sem jafnan einkennir um-
ræður um Háskóla Íslands, um
málefni skólans þar sem horft
væri á hlutina í stærra samhengi.
Það er af mörgu að taka. Viturleg
umræða um málefni á borð við
skólagjöld og framtíð Háskólans
væri til að mynda vel þegin.
Í augum venjulegra há-
skólanema hefur háskólapólitíkin
ekki verið annað en hlægileg í al-
gjöru inntaksleysi sínu. Það er
hins vegar svo að rætur kunn-
ingja- og klíkustjórnmálanna sem
leikið hafa þetta land svo grátt
liggja að mörgu leyti í stúdenta-
pólitíkinni. Og líkindin á milli eru
jafnvel á stundum ógnvænleg. Á
vefsíðum Vöku og Röskvu má til
að mynda lesa greinar sem bera
titla á borð við Heiðarleiki, Skítleg
vinnubrögð og Hræsni og háskóla-
pólitík. Hljómar kunnuglega, ekki
satt?
Blekkingunum hafnað
Í raun má segja að stúdenta-
pólitíkin sé ekki annað en lítið
ljósrit af landspólitíkinni. Hún
snýst um að þeir, sem telja sig
best fallna til að taka ákvarðanir
fyrir annað fólk, fái umboð til að
ljúga að því. Og þó vissulega út-
skrifist ekki allir úr þjálfunarbúð-
unum, fikri sig lengra upp valda-
stigann og gerist
atvinnupólitíkusar í gegnum klíku-
stjórnmálin, er ljóst að alveg nógu
margir gera það. Og hér þarf ekk-
ert að ræða sérstaklega nýlega
reynslu okkar af óhæfum stjórn-
málamönnum af öllum sviðum hins
pólitíska litrófs og afleiðingum af
kunningjapólitík þeirra.
Í þeirri kröfu sem ríkir á Nýju-
Íslandi um endurhugsun og end-
urnýjun ætti stúdentapólitík ekki
að vera undanskilin. Í nýaf-
stöðnum kosningnum hlaut nýtt
framboð, Skrökva, sem hefur það
að markmiði að útrýma fylkinga-
hugsuninni, 745 atkvæði – nóg til
að fá einn mann kjörinn. Slík
ópólitísk framboð hafa áður komið
fram og eru því miður, í sögulegu
tilliti, ekki vænleg til árangurs.
Það er þó von greinarhöfundar að
nú horfi til betri vegar og há-
skólanemar muni smám saman
snúa baki við blekkingunum, sjálf-
hverfunni og inntaksleysinu sem
fylkingarnar stóru standa fyrir.
Eftir Halldór
Armand Ásgeirsson » Það er hins vegar
svo að rætur kunn-
ingja- og klíkustjórn-
málanna sem leikið hafa
þetta land svo grátt
liggja að mörgu leyti í
stúdentapólitíkinni.
Halldór Armand
Ásgeirsson
Höfundur er meistaranemi í lögfræði
og hefur áhuga á ritun leikverka.
Nýja-Ísland og
háskólapólitíkin