Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 16
16 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 ✝ Ólafur KristinnMagnússon fædd- ist á Völlum á Kjal- arnesi 6. desember 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. jan- úar 2010. Foreldrar hans voru Magnús Jón- asson, f. 11. apríl 1888, d. 10. jan. 1971, og Jórunn Ólafsdóttir, f. 7. sept. 1888, d. 19. apríl 1947. Hálf- systir hans samfeðra er Rannveig Magnúsdóttir, f. 9. jan. 1930. Ólafur kvæntist 6. okt.1938 Björgu Jóhannsdóttur frá Holti í Svínadal, A-Hún, f. 26. febrúar 1916. Foreldrar hennar voru Jó- hann Guðmundsson, f. 5. nóv. 1887, d. 11. ágúst 1949, og Fanný Jónsdóttir, f. 14. mars 1891, d. 4. júlí 1958. Börn þeirra eru: 1) Jó- hann, f. 18. des 1942, maki Jeanne Kr. Ólafssyni bónda í Austurey og á Kjóastöðum og konu hans Sig- ríði Þórarinsdóttir. Á þeim tíma dvaldi hann þó nokkra vetur hjá móður sinni í Reykjavík og sótti þar skóla. Hann lauk kenn- araprófi frá Kennaraskólanum 1934 og var farkennari í Svína- vatnshreppi 1934–1937 og for- fallakennari við ýmsa skóla 1937– 1940. Kennari í Haganeshreppi í Skagafirði 1940–1945, síðustu 3 árin við heimavistarskólann að Sólgörðum. 1945 tók hann við sem skólastjóri barnaskólans á Klé- bergi, Kjalarnesi, þar sem hann var uns hann lét af störfum árið 1979 eftir 45 ára farsælan feril sem kennari og skólastjóri. Ólafur tók virkan þátt í félagsstörfum í Haganeshreppi og á Kjalarnesi og sat í nefndum og ráðum allt til ársins 1979. Eftir að hann lét af störfum ritaði hann ýmsa þætti úr sögu Kjalarneshrepps eftir 1880 og birtist hluti þeirra í ritinu Kjalnesingar sem út kom 1998. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Miller, f. 1. jan. 1945. Börn þeirra eru: a) Ólafur Kristinn, f. 1964, maki Valborg Guðsteinsdóttir, f. 1964, og eiga þau tvo syni. b) Fanný Björg, f. 1978, sambýlis- maður hennar er Sverrir Árnason, f. 1978, og eiga þau einn son. 2) Sigrún, f. 12. júlí 1948, maki Helgi Bergþórsson, f. 6. apríl 1946. Börn þeirra eru: a) Ólafur Magnús, f. 1970, sambýliskona hans er Berit Noesgaard Nielsen, f. 1970, og eiga þau þrjú börn. b) Vilborg, f. 1971, maki Jón Þór Þorgeirsson, f. 1965, og eiga þau fjögur börn. c) Bergþór, f. 1974, og á hann tvo syni. d) Björgvin, f. 1976, maki Dagný Hauksdóttir, f. 1978, og eiga þau þrjú börn. Frá 1914–1930 ólst Ólafur upp hjá móðurbróður sínum Jóhanni Elsku afi, þá hefur þú kvatt okk- ur, 98 ára að aldri. Á kveðjustundu rifjast upp margar góðar minningar, einkum úr bernsku. Þið amma kom- uð reglulega til okkar í sveitina og dvölduð oftast í um vikutíma í senn. Við hlökkuðum alltaf til að fá ykkur og fá að fara með að sækja ykkur í rútuna, því þú tókst aldrei bílpróf. Það tilheyrði að fá ykkur í heimsókn á jólunum, yfir páskana og um sum- arið. Og alltaf komuð þið færandi hendi. Þú hafðir alla tíð mikinn áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni og sýndir okkur bæði traust og vináttu. Þú varst mjög reglusamur og fyr- irhyggjusamur og vildir hafa hlutina í föstum skorðum. Fórst í göngu- ferðir á hverjum morgni á meðan heilsan leyfði. Þú hlustaðir á alla fréttatíma sem í boði voru og fylgd- ist vel með þjóðmálunum fram á síð- asta dag. Það þurfti að fylgjast vel með veðurspánni, annað var létt- lyndi. Þú varst minnugur og fróður um menn og málefni og þekktir landið okkar og sögu þess vel. Með frá- sögnum þínum gafstu okkur innsýn í gamla tíma og þær aðstæður sem þín kynslóð ólst upp við. Þú last mikið og hafðir mikinn áhuga á bók- um enda var gaman að skoða her- bergið þitt þar sem allar bækurnar og eldspýtnastokkasafnið þitt var. Langafabörnin voru orðin 15 og þau minnast þín með hlýju enda varstu mikill barnakarl. Þú gafst þig að þeim á nærgætinn en gamansam- an hátt, sem þau kunnu svo vel að meta. Síðan laumaðir þú oft að þeim súkkulaðimola og jafnvel hundrað- krónupening og lést oft fylgja með að þetta ætti að fara í baukinn. Þú og amma áttuð langa ævi sam- an og bjugguð heima eins lengi og mögulegt var. Jeanne tengdadóttir ykkar sýndi ykkur einstaka um- hyggju og hjálpsemi, sem við viljum sérstaklega þakka fyrir. Við þökkum þér samfylgdina elsku afi, minningarnar um góðan mann munu ylja okkur afkomend- unum. Við vottum ömmu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ólafur Magnús, Vilborg, Bergþór og Björgvin. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stund. Stund sem við vissum alltaf að myndi koma en vildum ekki að kæmi og alls ekki svona fljótt eins og raunin varð. Að fá fréttirnar af því að þú værir farinn var óraun- verulegt, þú hafðir alltaf verið til staðar og ef þú varðst veikur og þurftir á spítala þá gengum við allt- af út frá því sem reglu að þú kæmir heim fljótt aftur eins og alltaf hefur verið reyndin þar til nú. Við systkinin eigum ólíkar æsku- minningar um þig. Óli Kristinn á minningar tengdar Klébergi þar sem hann var oft hjá ykkur ömmu um helgar og í fríum. Þar lék hann sér á ströndinni, í skólastofunum og fór í gönguferðir með þér upp að Esju og fékk staf langafa síns til að verjast kríunum og til að líkjast þér. Einnig man hann eftir að þú kennd- ir honum undirstöðuatriðin í ís- lensku eftir að hann flutti heim frá Danmörku. Minningar Fannýjar tengjast aftur á móti Bólstaðarhlíð- inni, göngutúrum niður á Miklatún, sitja inn í herberginu þínu þar sem þú sast við skrifborðið og grúskaðir í ættfræðinni þinni á meðan ég las þjóðsögur, teiknaði eða endurraðaði eldspýtustokkunum í skápnum. Eftir að við bæði urðum eldri og byrjuðum að koma til ykkar ömmu í heimsókn var alltaf gaman að sitja og spjalla inni í eldhúsi og heyra frá- sagnir ykkar frá gömlu góðu dög- unum. Það eru ekki allir sem geta fengið frásögn af því hvernig lífið var þegar spænska veikin gekk yfir landið eða þegar gos hófst í Kötlu 1918. Hvernig aðstæður voru þegar þú hófst farsælan feril þinn sem kennari og síðar skólastjóri, en þær eru ansi ólíkar því sem við kynnt- umst þegar við hófum okkar skóla- feril. Þú varst alltaf til staðar fyrir okk- ur barnabörnin þegar á þurfti að halda og þegar langafabörnin byrj- uðu að koma eitt af öðru passaðirðu alltaf upp á þau fengju sínar afmæl- is- og jólagjafir og þú spurðir alltaf um þau ef við komum ein í heim- sókn. Það er margs að minnast og minningarnar ljúfar og gott að eiga þær í framtíðinni. Það hefur verið yndislegt að eiga þig sem afa og þótt þú sért farinn frá okkur verðurðu alltaf með okkur, í hjartanu. Ólafur Kristinn og Fanný Björg. Ólafur Kr. Magnússon  Fleiri minningargreinar um Ólaf- ur Kr. Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Björn Jónssonfæddist 3.7. 1932 á Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Hann lést á Landakotsspítala 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Agnes Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 5.3. 1897 á Víghólsstöðum á Fellsströnd, d. 14.5. 1987, og Jón Jóhann- esson, bóndi, f. 27.5. 1893, á Völlum í Vall- hólmi, d. 27.1. 1957. Systir Björns var Unnur Oddfríður, kennari, f. 30.5. 1923, d. 9.3.1975. Björn kvæntist 29. nóvember 1959 Guðrúnu Sigríði Magn- úsdóttur cand. mag., síðar sér- fræðingi hjá Örnefnastofnun, f. 8.2. 1934, d. 14.8. 2005. Foreldrar Guðrúnar voru Kristjana Magn- úsdóttir, kennari f. 5.8. 1900, d. 2.6. 1992 og Magnús Auðunsson, bóndi á Sólheimum í Landbroti, f. 1.12. 1893, d. 5.3. 1966. Börn Björns og Guðrúnar eru: 1) Heiður Agnes Björnsdóttir, f. 30.4. 1962. Maki hennar er Hákon arness og stofnfélagi hans 1971. Hann var forseti klúbbsins 1972– 1973 og var útnefndur Paul Harr- is félagi árið 1989. Skógrækt var líf og yndi Björns. Eftir að hann sagði skilið við hefðbundinn búskap hóf hann skógrækt á æskuslóðum Guðrúnar konu sinnar, Sólheimum í Land- broti. Björn fór nýjar leiðir í skóg- ræktinni og náði góðum árangri við erfiðar aðstæður. Hann naut þess að miðla af reynslu sinni á fjölmörgum námskeiðum á vegum Skógræktarfélags Íslands. Fyrir skógræktarstörf sín hlaut Björn m.a. viðurkenningu Skógrækt- arfélags Íslands fyrir framlag til skógræktar á Íslandi og við- urkenningu umhverfisráðuneyt- isins fyrir afburðastörf að um- hverfismálum. Fyrir störf sín að skógrækt, uppeldismálum og menningu hlaut hann ridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu. Björn var stórtækur þýð- andi í áratugi og eftir hann liggja um 140 þýddar bækur. Björn var afkastamikill ljósmyndari og hafa margar mynda hans birst á póst- kortum og í bókum um Ísland og íslenska náttúru. Útför Björns verður gerð frá Neskirkju í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Óskarsson, f. 6.7. 1946, sonur þeirra er Kjartan, f. 23.11. 1982, sambýliskona hans er Ragnheiður Kristín Sigurð- ardóttir, f. 3.8. 1981. 2) Magnús Jón Björnsson, f. 14.4. 1966, maki Ragna Árnadóttir, f. 30.8. 1966, dætur þeirra eru Brynhildur, f. 26.10. 1993 og Agnes Guðrún, f. 8.9. 2000. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytra-Skörðu- gili. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951, nam að því loknu íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand- .mag. prófi 1959. Björn tók við búi foreldra sinna eftir andlát föður síns 1957 og sinnti búskap í 10 ár. Hann var jafnframt kennari við Hagaskóla í Reykjavík frá 1960, yfirkennari frá 1963 og tók við starfi skólastjóra 1967. Því starfi gegndi hann til 1994. Björn var einn af forgöngumönnum um stofnun Rótarýklúbbs Seltjarn- Tengdafaðir minn, Björn Jóns- son, er nú allur og fór sáttur á vit feðra sinna. Hann var stór þáttur í lífi mínu og þakka ég honum allar góðu stundirnar og spjallið sem við áttum löngum. Björn þreyttist ekki á að brýna fyrir tengdadóttur sinni að það væri meira í þessu lífi en bara vinna; allir þyrftu góða dellu! Þegar ég reyndi að malda í móinn, að ég hefði áhuga á vinnu og væri hún þar af leiðandi áhuga- mál, þá dæsti hann og byrjaði and- mæli sín gjarnan á spurningunni: „Til hvers er barist?“ Auðvitað hafði Björn rétt fyrir sér, enda tal- aði hann af eigin reynslu. Hann hafði mikla ánægju af áhugamál- um sínum sem áttu löngum hug hans allan. Hann taldi of seint að skipuleggja ellina um sjötugt, það þyrfti að byrja miklu fyrr ef vel ætti að vera og helst ekki seinna en um fertugt. Björn tók virkan þátt í daglegu lífi okkar Magga. Hann sinnti dætrum okkar, þeim Brynhildi og Agnesi Guðrúnu, af mikilli alúð. Voru þær hjá honum og Guðrúnu tengdamóður minni, á meðan hennar naut við, þegar dag- mömmu, leikskóla og síðar skóla var lokið. Heimili Björns og Guð- rúnar var menningarheimili og numu dætur mínar þar gott mál og góða siði. Einnig lærðu þær ým- islegt um náttúru Íslands og ann- að, sem gagnlegt er ungu fólki. Þetta fyrirkomulag varð líka til þess að mikill samgangur var á milli kynslóðanna og notalegt var að ljúka annasömum degi í kaffi hjá Birni. Samverustundin byrjaði gjarnan með því að hann sagði frá áhugaverðum atriðum úr tímarit- inu Time, sem hann kvað „ómet- anlegan glugga útávið“. Síðan fór- um við vítt og breitt yfir mál líðandi stundar og annað, sem upp kom í hugann. Við áttum sameig- inlegt áhugamál í fallegum bókum, og oftar en ekki skoðuðum við saman nýjasta katalóg The Folio Society en þar gátu leynst ýmis kostaboð, sem okkur þótti freist- andi. Björn var skarpgreindur og bjó yfir mikilli visku. Hann munaði ekki um að fara með kvæði og vís- ur, sem hann kunni ógrynni af, og gerði hann það allt fram á síðasta dag. Björn var líka hjartahlýr og tilfinningaríkur maður. Hann var æðrulaus og tók því sem að hönd- um bar. Hann sýndi mér ávallt virðingu og hlýju og var vinskapur okkar með miklum ágætum. Ég kveð tengdaföður og góðan vin með söknuði og kærleika. Blessuð sé minning Björns Jónssonar. Ragna Árnadóttir. Það var fagurt veður þegar Björn mágur minn kvaddi þennan heim, sólbjartur, svalur dagur með snarpri austangolu og þegar leið að kvöldi brá skýjaslæðu yfir suð- vesturhimininn og sólin gekk til viðar í roðabáli. En á undanförn- um góðviðrisdögum hefur stundum brugðið fyrir keim af vori, tíma gróandans, þegar ræktunarmaður- inn fer að leggja á ráðin um verk sín á komandi hlýmánuðum. Og hann Björn Jónsson var sannarlega fjölhæfur ræktunar- maður. Hann hafði mætur á öllu sem óx og var ötull skógræktar- maður en hann var líka mannrækt- armaður í besta skilningi þess orðs, sem skólamaður og lánsamur stjórnandi stórs skóla í Reykjavík áratugum saman. Það var í ágúst 1957 að Skag- firðingurinn Björn Jónsson lagði leið sína austur í Landbrot til að hitta fjölskyldu Guðrúnar systur minnar. Þau höfðu kynnst í nor- rænudeild Háskóla Íslands, þar sem bæði stunduðu nám, og fellt hugi saman. Björn stóð þarna á tímamótum. Háskólanámið og sú lífsbraut sem hann hafði valið sér með því var ofarlega í huga en um fleira þurfti að hugsa. Faðir hans hafði fallið frá sama ár, frá blómlegu búi, en Björn og fjölskylda hans ákváðu að halda búskap áfram enn um sinn og það varð reyndar áratugur sem þau ráku búið af miklum myndarskap en með hjálp nágranna sinna á vetrum. Að segja skilið við sveitina sína í Skagafirði var Birni ekki auðvelt en hann fann sér farsælan farveg fyrir þá athafnasemi sem honum var í blóð borin. Hann gerðist kappsamur og snjall ljósmyndari og mikilvirkur þýðandi bóka. Þá lá leiðin æ oftar austur að Sólheim- um, föðurleifð okkar Guðrúnar, og Björn fór að fikra sig áfram við að stinga niður trjáplöntum. Á skjól- litlum hæðardrögum Landbrots- ins, með heldur mögrum áfoksjar- ðvegi þar sem vatnið hripar viðstöðulaust niður í hraunið und- ir, eru ekki kjöraðstæður til að hleypa upp skógi enda urðu oft af- föll framan af. En eldmóður mágs míns og staðfesta létu ekki að sér hæða. Smám saman fann hann aðferð- ir, vinnubrögð og trjátegundir sem við áttu, vann bug á göllum lands- ins og árangurinn blasir nú við; vöxtulegir skógarlundir þar sem áður var þyrrkingsland. Þessi harðsótti árangur veitti honum ómælda gleði en einnig virðingu og margvíslegan heiður; mörg seinni árin hélt hann vinsæl og fjölsótt námskeið á vegum Skógræktar- félags Íslands, fræddi aðra og kenndi þeim að rækta skóg við erf- iðar aðstæður. En samband hans við landið gaf honum margt fleira. Hann gaf ná- inn gaum að flestu í náttúrunnar ríki og hugaði líka grannt að minj- um um líf genginna kynslóða og deildi með öðrum. Hann Björn mágur minn var gæfumaður. Hann ræktaði skóg og hann ræktaði fólk; þetta tvennt hafa spekingar liðinna tíma gjarn- an talið meðal þess ágætasta sem góðir menn taka sér fyrir hendur. Hann eignaðist vænan lífsförunaut sem hann virti mikils og gladdist af heilum hug yfir gengi barna þeirra og barnabarna sem hafa í ríkum mæli tekið í arf hæfileika og heilindi beggja. Ég þakka honum innilega dýrmæta samfylgd í rúma hálfa öld. Guð blessi minningu Björns Jónssonar. Helgi Magnússon. Björn Jónsson  Fleiri minningargreinar um Björn Jónsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi SIGSTEINN PÁLSSON fyrrum bóndi á Blikastöðum, Mosfellsbæ, lést fimmtudaginn 4. febrúar sl. á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju, föstudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Magnús Sigsteinsson, Marta G. Sigurðardóttir, Kristín Sigsteinsdóttir, Grétar Hansson, og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.