Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Ómar Stefánsson kokkur
50 ilmandi matseðlar.
Oddi fyrir þig,
þegar hentar,
eins og þér
hentar.
Prentun
frá A til Ö.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LOFTSLAGSNEFND Sameinuðu
þjóðanna (IPCC) sætir vaxandi
gagnrýni vegna frétta um að fund-
ist hafi fleiri villur í skýrslu hennar
frá árinu 2007 um loftslagsbreyt-
ingar af mannavöldum þar sem hún
spáir m.a. 1,8-4° hlýnun á öldinni og
hækkun sjávarborðs.
Í skýrslunni var því meðal ann-
ars haldið fram að hlýnun jarðar
gæti orðið til þess að landbúnaðar-
framleiðsla, sem byggðist á regn-
vatni, kynni að minnka um 50% í
Norður-Afríku fyrir árið 2020. Raj-
endra Pachauri, formaður loftslags-
nefndarinnar, og Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, hafa vitnað í þessa fullyrð-
ingu í ræðum sínum.
Breska blaðið The Sunday Times
hefur hins vegar eftir Chris Field,
sem hefur verið
skipaður formað-
ur annars vinnu-
hóps IPCC, að
hann hafi ekki
fundið neitt í
skýrslunni sem
styðji þessa full-
yrðingu.
The Sunday
Times skýrði
einnig frá því í
gær að hollenskur ráðherra hefði
krafist þess að loftslagsnefnd Sam-
einuðu þjóðanna leiðrétti fullyrð-
ingu í skýrslunni um að rúmur
helmingur landsvæða Hollands
væri undir sjávarmáli. Í raun er um
fjórðungur landsins undir sjávar-
máli. Loftslagsnefndin er sökuð um
að hafa látið hjá líða að sannreyna
upplýsingar sem hún fékk frá hol-
lenskri ríkisstofnun.
Að sögn The Sunday Telegraph
hafa fundist fleiri villur í skýrslunni
og dæmi um að loftslagsnefndin
hafi notað ótraustar heimildir.
Notaði fréttatilkynningar
og óbirtar lokaritgerðir
Blaðið segir að meðal annars hafi
komið fram nokkrar villur í skýr-
ingarmynd sem notuð var til að
sýna hversu mikla raforku hægt
væri að framleiða með því að beisla
ölduorku heimshafanna. Í skýrsl-
unni er heimildin sögð vera vefsíða
breska ölduorkufyrirtækisins
Wavegen en þegar sú vefsíða er
skoðuð kemur í ljós að þar eru aðr-
ar tölur en í skýrslunni.
Sem dæmi um ótraustar heim-
ildir í skýrslu loftslagsnefndarinnar
nefnir The Sunday Telegraph full-
yrðingar sem byggjast á fréttatil-
kynningum og fréttabréfum. Enn-
fremur hafi komið fram fleiri dæmi
um fullyrðingar sem byggist á loka-
ritgerðum við háskóla, m.a. á tveim-
ur ritgerðum sem hafi ekki enn ver-
ið birtar.
Fullyrðingar um afleiðingar hlýn-
unar eða tillögur um aðgerðir til að
fyrirbyggja þær byggðust meðal
annars á upplýsingum úr 10 meist-
araritgerðum. Önnur óbirtu rit-
gerðanna er eftir námsmann við Al-
Azhar-háskóla í Kaíró og var notuð
til að renna stoðum undir fullyrð-
ingu um að hækkandi sjávarborð
gæti haft alvarlegar afleiðingar fyr-
ir fólk sem býr á óshólmum Nílar
og öðrum strandsvæðum í Afríku
þótt ritgerðin snerist að mestu um
allt annað efni, þ.e. áhrif tölvubún-
aðar á þróun umhverfisins.
Loftslagsnefndin hefur einnig
verið gagnrýnd fyrir að nota
skýrslur frá umhverfisverndar-
hreyfingum með niðurstöðum sem
ekki hafi verið sannaðar vísinda-
lega.
Fleiri villur í skýrslunni
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gagnrýnd fyrir óvönduð vinnubrögð
Sökuð um að hafa notað ótraustar heimildir til að staðfesta niðurstöður sínar
Rajendra
Pachauri
KÍNVERSKIR leikarar í hlutverkum keisara-
ynju og hirðmanna hennar standa hér við hrað-
lest eftir fyrstu ferð hennar milli borganna
Zhengzhou og Xian. Nýjar hraðlestir voru tekn-
ar í notkun milli borganna tveggja um helgina.
Leikkonan fyrir miðju er í hlutverki Wu Zetian,
sem var uppi á árunum 625 til 705 og var eina
konan í sögu Kína sem fékk titilinn ríkjandi
keisaraynja.
KÍNVERSK KEISARAYNJA Á HRAÐFERÐ
Reuters
Skoðanakann-
anir, sem gerðar
voru fyrir utan
kjörstaði í Úkra-
ínu, bentu til
þess að stjórn-
arandstöðuleið-
toginn Viktor
Janúkóvítsj
hefði farið með
sigur af hólmi í
síðari umferð
forsetakosninga sem fram fór í
gær.
Kannanirnar bentu til þess að
Janúkóvítsj hefði borið sigurorð af
Júlíu Tymoshenkó forsætisráð-
herra með 3-5 prósentustiga mun.
Janúkóvítsj var lýstur sigurveg-
ari forsetakosninga árið 2004 en
hæstiréttur landsins fyrirskipaði
að kosið yrði að nýju vegna ásak-
ana um stórfelld kosningasvik.
Viktor Jústsjenkó var þá kjörinn
forseti Úkraínu en hann galt mik-
ið afhroð í fyrri umferð kosning-
anna sem fram fór í janúar.
Spá Viktor
Janúkó-
vítsj sigri
Viktor Janúkovítsj
Lítill munur á fylgi
frambjóðendanna
YFIRVÖLD á Haítí óttast að nokk-
ur af fjölmörgum munaðarleys-
ingjahælum landsins notfæri sér
neyðarástandið þar vegna jarð-
skjálftans mikla 12. janúar til að
safna saman börnum og bjóða þau til
sölu sem þjóna eða þræla.
Ekki er vitað hversu mörg mun-
aðarleysingjahælin eru, hversu
mörg börn dvelja þar eða hafa verið
seld. Yfirvöldin telja þó að þúsundir
barna hafi verið seldar á síðustu ár-
um. Sum barnanna hafa verið gerð
að þjónum vel stæðra Haítíbúa en
öðrum hefur verið smyglað til Dóm-
iníska lýðveldisins þar sem þau hafa
verið látin þræla á heimilum eða
ökrunum og jafnvel verið hneppt í
kynlífsánauð.
„Mörg af svonefndum munaðar-
leysingjahælum sem hafa verið opn-
uð hér á síðustu árum eru það ekki í
raun,“ hefur The New York Times
eftir lögreglustjóranum Frantz
Thermilius. „Hælin eru aðeins
skálkaskjól glæpasamtaka sem not-
færa sér neyð fólks sem er heim-
ilislaust og hungrað. Og með jarð-
skjálftanum sjá þau tækifæri til að
hagnast gífurlega.“
Óttast stórfellda
sölu á börnum
Reuters
Neyð Börn í einu munaðarleys-
ingjahæla Port-au-Prince.
The Sunday Telegraph hefur
eftir nokkrum loftslags-
vísindamönnum að villurnar í
skýrslu loftslagsnefndar SÞ séu
minni háttar og breyti ekki
meginniðurstöðum nefndar-
innar um hlýnun jarðar af
mannavöldum.
Vísindamennirnir telja að
meginniðurstöður loftslags-
nefndarinnar séu réttar en þeir
hafa áhyggjur af vinnubrögðum
hennar þegar hún aflaði upplýs-
inga í skýrslur sínar. Vís-
indamennirnir gagnrýna nefnd-
ina einkum fyrir að nota
ótraustar heimildir, sem byggj-
ast ekki á svonefndri jafn-
ingjarýni. Þeir segja slíkar
heimildir óþarfar vegna þess að
til séu nægar vísindalegar sann-
anir fyrir loftslagsbreytingum
af mannavöldum.
Nefndin hefur m.a. verið
gagnrýnd fyrir þá fullyrðingu að
„mjög líklegt“ sé að allir jöklar í
Himalajafjöllum verði horfnir
árið 2035. Engar rannsóknir
munu vera að baki fullyrðing-
unni.
Minni háttar villur?