Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 21
Dagbók 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
3 7 9
4 9 6 5
3 7 4
8 1 9
7 4 9 3 5
6
1 6 4 7
5 3 1
6 8 4 3
4 8 1
3 2 1 5
8 6
1 5
8 9 2
5 9 1 8
3
5
1 5 7
2 4
5
9 1
6 8 7 2
4 5 8
9 8 1 4 7
2 9
1 6 7 8
3 6 5 8 7 9 1 4 2
2 8 4 5 3 1 7 9 6
1 9 7 4 2 6 3 5 8
5 7 3 1 4 8 6 2 9
6 1 8 7 9 2 5 3 4
4 2 9 3 6 5 8 7 1
7 5 6 9 1 4 2 8 3
9 3 1 2 8 7 4 6 5
8 4 2 6 5 3 9 1 7
2 6 9 3 1 4 7 8 5
4 3 8 2 5 7 9 6 1
1 7 5 6 8 9 4 3 2
6 4 3 7 2 8 5 1 9
9 1 7 5 4 6 3 2 8
5 8 2 1 9 3 6 4 7
8 9 1 4 6 5 2 7 3
3 2 6 9 7 1 8 5 4
7 5 4 8 3 2 1 9 6
1 3 9 4 6 2 8 5 7
8 7 2 3 5 9 6 1 4
4 6 5 8 1 7 9 2 3
3 1 8 6 9 5 7 4 2
5 9 6 2 7 4 3 8 1
2 4 7 1 3 8 5 9 6
6 8 3 5 2 1 4 7 9
7 5 1 9 4 3 2 6 8
9 2 4 7 8 6 1 3 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 8. febrúar, 39. dag-
ur ársins 2010
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd
börn eftir hinni andlegu, ósviknu
mjólk, til þess að þér af henni getið
dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)
Höfðaskógur er einn af fegurstustöðum höfuðborgarsvæðisins
og Víkverji hefur reynt að fara
þangað reglulega frá því að hann fór
þangað í fyrsta skipti síðastliðið vor.
Það var ást við fyrstu sýn. Víkverji
sá m.a. glókoll mata ungana sína í
hreiðri í tré sem hann mun hafa orp-
ið í nokkur ár í röð.
Glókollurinn er minnsti fugl
Evrópu, aðeins 6 grömm á þyngd, og
það er stórfurðulegt að hann skuli
komast hingað alla leiðina yfir
Atlantshafið. Víkverji hlakkar til að
fara í Höfðaskóg í vor til að skoða
trjásafnið og vonandi verður glókoll-
urinn þar aftur að mata ungana sína.
x x x
Þótt Víkverji sé miðaldra karl –og náhvítur í þokkabót – er
hann innilega sammála fjölmiðla-
konum sem samþykktu ályktun um
nauðsyn þess að rétta hlut kvenna í
fjölmiðlum. Þær benda á að engar
konur eru á meðal æðstu stjórnenda
íslenskra fjölmiðla og í hópi næst-
ráðenda eru konur aðeins um þriðj-
ungur stjórnenda.
Að mati Víkverja tengist þetta
stærsta vandamáli íslenskra fjöl-
miðla um þessar mundir: einsleitni
og þröngsýni. Það mætti halda að á
fjölmiðlunum væru aðeins miðaldra
karlar sem hefðu ekki áhuga á neinu
nema stjórnmálum og viðskiptum.
Auðvitað væri fáránlegt að fjalla
ekki vel um þessi mál en fyrr má nú
rota en dauðrota! Halda fjölmiðla-
menn virkilega að fólk hugsi ekki um
neitt annað en peninga og pólitík?!
Víkverji hlakkar til þess dýrðar-
tíma þegar fjölmiðlarnir losa sig við
þessa þráhyggju því það er svo
margt annað sem vert er líka að
fjalla um. T.a.m. hafa margir Íslend-
ingar áhuga á listum, vísindum, nátt-
úru Íslands og sumir jafnvel á því
sem er að gerast í útlöndum, eins
furðulega og það kann að hljóma.
Völskurnar eru ekki þær einu sem
komið hafa hingað frá útlöndum. Og
allir litlu glókollarnir, sem þreyja
þorrann hér á Fróni, eru miklu
merkilegri en þessir þröngsýnu
stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar
sem tröllríða þröngsýnum fjöl-
miðlum á Íslandi. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 sætta sig við, 4
karlmaður, 7 jarðarför,
8 brugg, 9 eldstæði í
smiðju, 11 spilið, 13
basla við, 14 huldumenn,
15 vex, 17 syrgi, 20 ílát,
22 rýju, 23 kærleikurinn,
24 synja, 25 fífl.
Lóðrétt | 1 blítt, 2 minn-
ast á, 3 hina, 4 heilnæm,
5 drykkjurútum, 6 þátt-
takenda, 10 bjálfa, 12
lík, 13 óhljóð, 15 varkár,
16 ofsakæti, 18 undir-
staðan, 19 les, 20 sleif, 21
drepa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 svikráðin, 8 skráð, 9 nenna, 10 ana, 11 skafl, 13
rúðan, 15 skála, 18 áfall, 21 tog, 22 krafa, 23 efans, 24
fastagest.
Lóðrétt: 2 varla, 3 kaðal, 4 árnar, 5 iðnað, 6 osts, 7 fann,
12 fúl, 14 úlf, 15 sókn, 16 ábata, 17 atast, 18 ágeng, 19
apans, 20 lost.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. g4
0-0 5. g5 Re8 6. Hg1 d5 7. Db3 c5 8.
cxd5 Rd6 9. Bh3 Ra6 10. g6 c4 11.
gxh7+ Kh8 12. Dc2 exd5 13. Bxc8
Hxc8 14. Rxd5 He8 15. Kf1 Re4 16.
Re3 Dd7 17. Rg5 Rac5 18. Dxc4 Rxg5
19. Hxg5 Re4 20. Db5 Hc6 21. Hf5
Rd6 22. Dd3
Óvæntustu úrslit heimsmeistara-
móts landsliða, sem lauk fyrir
skömmu í Bursa í Tyrklandi, voru
þegar Grikkir lögðu að velli tilvonandi
heimsmeistara, Rússa. Gríski stór-
meistarinn Ioannis Papaioannou
(2.625) lagði sinn skerf af mörkum í
þeim sigri með því að leggja Alex-
ander Morozevich (2.732) að velli. Sá
gríski hafði svart í stöðunni og vann
léttilega eftir: 22. … Hxe3! 23. dxe3
Dxf5 24. a3 Dh3+ 25. Kg1 Rf5 og
hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Maður og tölva.
Norður
♠K96
♥D87
♦9765
♣G85
Vestur Austur
♠1054 ♠DG82
♥9 ♥ÁG652
♦10432 ♦DG
♣KD962 ♣43
Suður
♠Á73
♥K1043
♦ÁK8
♣Á107
Suður spilar 3G.
Tölvan segir að suður eigi ekki að fá
nema átta slagi, en nokkrir keppendur
í sveitakeppni Bridshátíðar höfðu aðra
skoðun á málinu – og sýndu hana í
verki. Einn þeirra var Ásmundur Páls-
son. Hann fékk níu slagi gegn Spán-
verjanum Ventin og Norðmanninum
Brogeland. Ventin hafði sýnt hálitina
og því kom Brogeland út með ♠4.
Ásmundur dúkkaði ♠G, tók næsta
slag á ♠Á og spilaði hjarta á drottn-
ingu og ás. Vörnin sótti spaðann áfram
og Ásmundur spilaði ♥8 úr borði til að
svína. Það reyndist þó óþarfi, því aust-
ur lét gosann. Ásmundur drap, fór inn í
borð á ♥7 og spilaði laufi á tíuna. Bro-
geland losaði sig tímabundið út á tígli,
en gat ekki flúið örlög sín. Ásmundur
tók ♦ÁK og ♥K, spilaði þriðja tíglinum
og neyddi Brogeland til að gefa níunda
slaginn á lauf.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Sumir eru ánægðir með hlutina
eins og þeir hafa alltaf verið. Gakktu hik-
laust til verks og láttu utanaðkomandi
hluti ekki trufla þig.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Öll þurfum við einhverntíma hjálp
og stuðning. Efasemdir þínar og óöryggi
gera þig tortryggna/inn í garð annarra.
Heimsókn þín til vinar verður ógleym-
anleg. Gakktu hægt um gleðinnar dyr.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ættir að líta vandlega í eigin
barm áður en þú slærð frá þér. Þú verður
heppin/n í dag. Vertu opin/n fyrir hug-
myndum sem geta haft jákvæð áhrif á
heilsuna. Næstu dagar verða annasamir.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Allt hefur sinn tíma og nú er það
vinnan sem þarf að hafa forgang.
Skemmtanir verða að bíða um sinn.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er ástæða til þess að fagna í dag
því þú hefur þrátt fyrir allt komið vel
undan vetri. Samskiptin innan fjölskyld-
unnar eiga eftir að batna á næstu mán-
uðum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert svo sannarlega með nóg á
þinni könnu núna, þú sækir fundi og ferð
á mannamót. Mundu að öllum orðum
fylgir ábyrgð.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú nýtur þess að vera með vinum
þínum í dag. Reyndu að skipuleggja tíma
þinn þannig að þú getir sinnt sjálfum þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Gott sjálfsálit er það sem fólk
stefnir að, ef það er ekki til staðar.
Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er
nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur orku og kraft til að
hella þér út í það sem þú ætlar að gera í
dag. Viðskipti og samskipti um praktísk
atriði við einhvern í útlöndum ganga vel.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þig langar að slaka á í dag, sem
dæmi lesa, fara á tónleika eða ræða við
vini. Þú sérð ekki fram úr verkefnum og
veist ekki þitt rjúkandi ráð.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þér gæti fundist þyngd heims-
ins vera að kremja þig ef þú heldur að þú
sért ein/n að bera hann uppi. Deildu verk-
efnum á fleiri.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ekki láta átök halda áfram – þau
er létt að leysa. Hafðu ekki áhyggjur af
peningamálunum. Þú ert örlát/ur og til-
finningarík/ur í eðli þínu. Hins vegar er
hægt að vera of góð/ur.
Stjörnuspá
8. febrúar 1925
Halaveðrið. Togararnir Leifur
heppni og Robertson fórust í
miklu norðan- og norðaustan-
veðri á Halamiðum og með
þeim 68 menn. Í sama veðri
fórst vélbátur með sex mönn-
um og fimm manns urðu úti.
8. febrúar 1935
Enskur togari, Langanes frá
Grimsby, strandaði í ofviðri
við Svalvogahamra, milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar,
og fórst öll áhöfnin, 14 menn.
8. febrúar 1980
Ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen tók við völdum. Hún sat í
rúm þrjú ár. Að stjórninni
stóðu Alþýðubandalag, Fram-
sóknarflokkur og hluti Sjálf-
stæðisflokks.
8. febrúar 1994
Jarðskjálfti varð út af Skaga-
firði, um 5,3 stig. Hann fannst
um allt Norðurland og Vest-
firði.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Inga Marieanne Ólafsson og Ólaf-
ur Ólafsson eiga fimmtíu ára brúð-
kaupsafmæli í dag, 8. febrúar. Þau
munu eyða deginum í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Gullbrúðkaup
Jón B. G. Jóns-
son, yfirlæknir á
Heilbrigðisstofn-
unni á Patreks-
firði er fimm-
tugur í dag, 8.
febrúar. Eig-
inkona Jóns er
Ingibjörg Guð-
mundsdóttir
gjaldkeri Primera Air. Þau hjónin
verða að heiman í dag.
50 ára
„AÐ vera fæddur árið 1955 og ná nú þeim áfanga
að verða 55 ára eru tölur sem er þægilegt að
muna,“ segir Páll Þorsteinsson. „Það verður eng-
inn sérstakur dagamunur gerður af þessu tilefni.
Mér finnst þó ekki ósennilegt að við fjölskyldan
setjum lambalæri í ofninn í kvöld, enda ljúffengt.“
Páll byrjaði ungur í tónlistarnámi. Lék á franskt
horn og lærði seinna til tónlistarkennara. „Tón-
listin er mín formlega menntun þó ég hafi lítið
unnið við hana,“ segir Páll sem ungur hóf störf við
dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. Hann var einn
af ármönnum Rásar 2 og Bylgjunnar og kom
þannig að fjölmiðlabyltingunni milli 1980 og 1990. „Flest sem ég hef
sinnt tengist miðlun upplýsinga með einhverju móti. Síðastliðin tvö ár
hef ég starfað hjá Toyota á Íslandi. Bílamarkaðurinn hefur breyst
mikið. Sala nýrra bíla hefur dregist saman en meira er að gera við
sölu notaðra bíla og í umstangi vegna viðhalds og þjónustu.“
Páll hefur í áranna rás mikið stundað göngur og útiveru og segist
hafa mikla ánægju af slíku. „Ég var að koma úr skemmtilegri sunnu-
dagsgöngu um Brynjudal í Hvalfirði. Oft skrepp ég svo á Helgafell við
Hafnarfjörð eða Esjuna. Það er mitt hlaupabretti.“ sbs@mbl.is
Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi 55 ára
Esjan er mitt hlaupabretti
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is