Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Nokkrafurðuvakti
tilkynning Ar-
ion banka um
með hvaða hætti
bankinn ætlar
að „leysa“ mál-
efni 1998 og
Haga, sem bankinn tók yf-
ir vegna yfirþyrmandi
skulda. Bankinn segist
„hafa náð sátt um“ að fyrri
eigendur skuli eiga sér-
stakan forkaupsrétt að
bréfum í Högum. Við
hverja náði Arion banki
sátt? Við landsmenn? Við
ríkisstjórnina? Við al-
menna viðskiptamenn
sína? Örugglega ekki við
samvisku sína. Var sáttin
við mennina sem settu
fyrirtækin kirfilega á
hausinn eins og svo margt
annað í íslensku sam-
félagi? Mennina sem
skulduðu heila þjóð-
arframleiðslu í bankakerf-
inu þegar það hrundi? Er
hægt að nefna eitthvert
land, einhvers staðar, ein-
hvern tíma, þar sem fyr-
irtæki einnar fjölskyldu
skulduðu bankakerfi við-
komandi lands heila þjóð-
arframleiðslu? Hvernig
stendur á því að Arion gef-
ur sér það að menn sem
skulda sama banka kring-
um fimmtíu milljarða, sem
þeir virðast ekki ætla að
borga, séu færir um að
koma með nýja peninga í
gegnum Kauphöllina?
Hvernig ætlar þessi nýi
banki að útskýra fyrir
venjulegu fólki og venju-
legum fyrirtækjum þessa
stórundarlegu framkomu
sína? Fólki sem er að berj-
ast við að greiða skuldir
sínar til að missa ekki þak-
ið ofan af fjölskyldunni.
Fyrirtækjunum, stórum
og smáum, sem eru að
reyna að halda í starfsfólk
sitt, grynnka á skuldum og
velta við hverri krónu og
eiga svo að keppa við
mennina sem skulda 50
milljarða hér og aðra þar
og er ekki ætlað að borga!
Hefur þessi nýi banki sett
sér það markmið eitt að
verða á miklu skemmri
tíma miklu
spilltari banki
en þeim gömlu
tókst nokkurn
tíma? Hvað
gengur Finni
Sveinbjörnssyni
til? Hverra
erinda gengur
hann og af hverju í ósköp-
unum? Þessi framganga er
langt handan við það sem
nokkrum manni er ætlandi
að skilja. Og það má öllum
mönnum vera ljóst að
þessi gerningur kemur al-
gjörlega í veg fyrir að
nokkurt traust geti mynd-
ast á íslensku bankakerfi.
Margur er sem þrumu
lostinn. Ekki er ólíklegt að
Páll Vilhjálmsson blaða-
maður tali fyrir munn
margra þegar hann segir:
„Arion banki vinnur gegn
samfélaginu sem bankinn
á að þjóna. Í tilfelli Haga
er bankinn sekur um tvö-
faldan glæp. Í fyrsta lagi
með því að selja Haga í
heilu lagi og þar með ein-
okunarstöðu sem fyrir-
tækið hefur á smásölu-
markaði. Í öðru lagi að
leyfa aðkomu Baugsfeðga,
Jóns Ásgeirs og Jóhann-
esar, að fyrirtækinu sem
þeir settu á hausinn.
Samþjöppun auðs var
forsenda fyrir útrásinni
sem leiddi yfir okkur
hrunið. Baugsfeðgar not-
uðu yfirþyrmandi stöðu
sína á smásölumarkaði til
að útiloka samkeppni.
Arði af fákeppnisrekstri
var varið í áhættufjárfest-
ingar hér heima og erlend-
is.
Arion leggur grunn að
nýrri útrás Baugsfeðga
með því að leyfa þeim að
halda Högum.
Við eigum að setja við-
skiptabann á Arion
banka.“
Finnur Sveinbjörnsson
bankastjóri mætti í Kast-
ljós á dögunum og sú
framganga var því miður
ekki trúverðug. En hann
gaf þó til kynna að bank-
inn hefði enn einhver tök á
að greiða úr sínum ógöng-
um. Við skulum vona að
það sé rétt.
Bankinn telur að
þeir sem skulda
honum fimmtíu
milljarða séu líkleg-
astir til að koma
með nýtt fé }
Arion banki
valdi vondan kost
F
jöllin verða að duga er heiti ljóða-
bókar Þórarins Eldjárns sem
kom út árið 2007, á tíma sem
skáldið skilgreindi sem þessa
„nanósekúndu sem nú stendur
yfir milli kreppu og þenslu“. Það lýsir vel tíð-
arandanum að í ljóðinu Sameiningu hefur ver-
ið tilkynnt „að Litlisannleikur hf. og Hálf-
sannleikur ehf. hafi nú sameinast undir
nafninu Stórisannleikur ohf.“
Sannleikurinn er kynleg skepna. Ef hrópað
er á torgum að eitthvað sé satt, vakna strax
efasemdir. Eins og segir í ljóði Kristjáns
Karlssonar:
Búktalarinn
varpar frá sér athygli
viðstaddra
viðsjárverð
hver rödd sem hrópar:
þetta er ég
ef svo væri
hversvegna að geta þess
– ef svo væri.
Pravda eða „Sannleikurinn“ nefndist málgagn sovéska
kommúnistaflokksins, sem gegndi því hlutverki allt þar
til járntjaldið féll árið 1991. Fjölmiðlar eru voldugt afl
þegar kemur að því að hrópa á torgum að eitthvað sé
satt. Izvestia eða „Fréttir“ var hinsvegar vettvangur
æðsta ráðsins og þess vegna hafði fólk gjarnan á orði í
Sovétríkjunum: „Í Sannleikanum eru engar fréttir og í
Fréttum er enginn sannleikur.“
Ef fjölmiðlaumræða verður of einhliða eða
lituð af hagsmunum valdaaflanna í þjóðfélag-
inu, þá grefur það undan frelsi og lýðræði. Ef
einhliða áróðri í fjölmiðlum fylgir ógn af ein-
hverju tagi, þá veigrar fólk sér við að mót-
mæla. Þá verður hættulegt að stíga fram og
benda á að keisarinn sé ekki í neinum fötum.
Um þetta eru ótal dæmi í mannkynssögunni.
Það er kaldhæðnislegt að þinghúsið í Aust-
ur-Þýskalandi hafi heitið „Palast der Repu-
blik“, því almenningur hafði enga raunveru-
lega aðkomu að ákvörðunum stjórnvalda. Það
var lýsandi fyrir stjórnskipulagið, sem var
rotið að innan, að rífa varð þinghúsið við
„Marx-Engels“-torgið, vegna þess að asbest
var í hólfum og gólfum. Ef til vill hefur Þór-
arinn Eldjárn staðið við styttu þeirra kumpána á torginu
er hann orti:
Það er forystusauðarsvipur
á leiðtogum vinaþjóðanna
á þessum kossamyndum.
Asbestrykið þyrlast
um minningarnar
alla leið aftan úr
grárri forneskju 1976
þegar allt var hér nýtt.
Honecker fyrsti
stígur ljóðlausan dans
við vofu kommúnismans
á þykkri gólfskán
úr friðardúfnaskít.
Pétur Blöndal
Pistill
Í Fréttum er enginn sannleikur
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
Á
BYRGÐ ráðgjafa og sér-
fræðinga á því hvernig
fyrir fjárhag margra
heimila er komið er
vissulega mikil. Nób-
elsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz
benti t.d. á það í fyrirlestri í Háskóla
Íslands sl. haust, að þótt einstaklingar
beri vissulega ábyrgð á slæmum
ákvörðunum sínum, sé ekki hægt að
líta framhjá því að á undanförnum ár-
um tóku margir rangar ákvarðanir um
fjármál sín á grundvelli ráðgjafar frá
einstaklingum sem í ljósi sér-
fræðiþekkingar sinnar hefði átt að
vera hægt að treysta.
Lúta ekki opinberu eftirliti
Eins og reglum er háttað hér á landi
getur í raun hver sem vill boðið vissar
tegundir fjármálaráðgjafar, án leyfis
frá opinberum aðilum og án þess að
lúta opinberu eftirliti.
Samkvæmt upplýsingum frá Árnýju
Guðmundsdóttur, lögfræðingi hjá
Fjármálaeftirlitinu (FME), þurfa þeir,
sem veita ráðgjöf bæði um lántökur og
innlán, ekki sérstakt leyfi. Né eru þeir
undir eftirliti FME ef þeir starfa sjálf-
stætt en ekki innan fjármálafyr-
irtækja. Hið sama gildi um þá sem
veita fyrirtækjaráðgjöf.
Á hinn bóginn þurfa þeir starfsleyfi
og lúta eftirliti FME sem veita ráðgjöf
um fjárfestingar í fjármálagerningum
á borð við hlutabréf og skuldabréf.
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, segir það hafa verið til
„lauslegrar skoðunar“ hjá ráðuneytinu
hvort eðlilegt sé að herða eftirlit með
fjármálaráðgjöfum og auka formlegar
kröfur til þeirra. Meðal þess sem hafi
verið rætt sé hvort koma eigi á fót op-
inberu vottunarkerfi, þannig að hver
sem vildi veita fjármálarágjöf, hvort
sem er innan fjármálafyrirtækis eða
sjálfstætt, þyrfti t.d. að sýna fram á
að hafa staðist tiltekið próf.
Þó segir Gylfi að einnig geti verið
heppilegt að hvetja til kerfis þar sem
einkaaðilar bjóði vottun sem þeir sem
vilja bjóða umrædda þjónustu geti
sóst eftir. Slíkt kerfi sé til að mynda
við lýði í Bandaríkjunum.
Hann segir engar ákvarðanir hafi
verið teknar í þessum efnum. Í ljósi
sögunnar sé þó vissulega ástæða til
að skoða hvort herða þurfi reglur og
eftirlit með umræddum aðilum.
Ekki víst að reglur hefðu dugað
Þær raddir hafa verið háværar að
undanförnu sem kvarta undan ráð-
gjöfum, bæði sjálfstæðum og innan
banka, sem þegar gengi krónunnar
var sem hæst mæltu eindregið með
lánum í erlendri mynt. Þá er vel
þekkt að starfsfólk bankanna ráð-
lagði margt einstaklingum alveg
fram að hruni að leggja fé inn í pen-
ingamarkaðssjóði og það reyndust
mörgum vægast sagt slæm ráð.
Óttar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfé-
laga, bendir þó á að ekki sé víst að
meira eftirlit og strangari reglur
hefðu komið í veg fyrir að ráðgjafar
veittu ráð sem eftir á að hyggja
reyndust óheppileg. Enginn hafi t.d.
séð fyrir það mikla hrun sem varð á
gengi krónunnar. Breytt regluverk
hefði væntanlega ekki komið í veg
fyrir að ráð, sem á sínum tíma virtust
skynsamleg, væru gefin.
Hver sem vill má
veita fjármálaráðgjöf
Morgunblaðið/Heiddi
Dýrkeypt Bæjarstjórn Álftaness byggði ákvörðun um samning um leigu á
íþróttahúsi og sundlaug m.a. á skýrslu frá ráðgjafarfyrirtækinu ParX.
Sumar tegundir fjármálaráð-
gjafar eru ekki leyfisskyldar og
lúta ekki eftirliti FME. Í við-
skiptaráðuneytinu hefur verið til
skoðunar hvort gera þurfi auknar
kröfur til fjármálaráðgjafa.
Sveitarfélög hafa ekki farið var-
hluta af tilboðum ýmissa sér-
fræðinga um fjármálaráðgjöf. „Í
uppsveiflunni reyndu alls konar
ráðgjafar að selja manni þjón-
ustu sína,“ segir Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar.
Þótt Ísafjarðarbær hafi ekki
keypt slíka þjónustu er vitað að
fjölmörg sveitarfélög gerðu
það. Þannig vísaði t.d. bæj-
arstjórn Álftaness í skýrslu frá
ParX þegar gerður var samn-
ingur við eignarhaldsfélagið
Fasteign um leigu á sundlaug
og íþróttahúsi. Í skýrslunni seg-
ir að sveitarfélagið geti, sam-
kvæmt útreikningum á skulda-
þoli, staðið undir
leigugreiðslunum. Eins og
kunnugt er var umræddur
samningur meðal þess sem
kom sveitarfélaginu í vanda.
Hjá FME fengust þær upplýs-
ingar að ParX sé ekki á lista yfir
leyfisskylda aðila.
Framkvæmdastjóri ParX seg-
ist ekki geta tjáð sig um skýrsl-
una. Hafa verður í huga að
skýrslan var byggð á forsendum
frá bæjarstjórn, sem ekki er
víst að hafi verið raunhæfar.
Sveitarfélag í vanda
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon