Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 23
Menning 23FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Í KVÖLD verður Bebop-
félag Reykjavíkur með sitt
vikulega bebopkvöld á
Café Kultura. Markmið fé-
lagsins er að halda viku-
lega tónleika þar sem ís-
lenskir jazzleikarar leika
bebop, en einnig að virkja
þá sem áhuga hafa til að
taka þátt í samspili. Stutt-
ir tónleikar hefjast kl.
21.30, en að þessu sinni
koma fram Leifur Gunnarsson á kontrabassa,
Hjörtur Steinarsson á gítar, Hjörtur Ingvi Jó-
hannsson á píanó og Scott McLemore á
trommur. Kl. 22.30 hefst síðan jamsession og
er öllum sem hafa áhuga boðið að spila með.
Tónlist
Bebop kvöld á
Café Kultura
Leifur
Gunnarsson
ÞRIÐJUDAGINN 9.
febrúar mun Þóra Krist-
jánsdóttir listfræðingur
veita leiðsögn um sýn-
inguna Ævispor – út-
saumsverk Guðrúnar
Guðmundsdóttur á Þjóð-
minjasafninu. Leiðsögnin
er hluti af hádegisfyr-
irlestraröð safnsins, en
þema vorsins er íslensk
hannyrðahefð. Ævispor
er yfirlitssýning yfir verk Guðrúnar, en hún
hefur unnið með gömul handrit og forn út-
saumuð klæði að fyrirmynd. Segir í tilkynning-
unni að verk hennar séu dæmi um hvernig ís-
lenskar konur nýta sér menningararfinn.
Handverk
Ævispor –
útsaumsverk
Verk eftir Guðrúnu
Guðmundsdóttur.
Í DAG kl. 20 heldur Eyþór
Ingi Jónsson, organisti við
Akureyrarkirkju, sína ár-
legu óskalagatónleika. Tón-
leikarnir hafa jafnan notið
mikilla vinsælda og verið vel
sóttir. Eins og áður hefur
fólki staðið til boða að biðja
um óskalög með því að
senda Eyþóri tölvupóst og
hefur hann sett saman fjöl-
breytta dagskrá í samræmi
við þessar óskir. Mun hann meðal annars spila
verk eftir Sibelius, Mancini, Hjaltalín, Klaufa-
bárðana, smávegis Júróvisjón og verk eftir
Birki Blæ sem er aðeins níu ára gamall. Tón-
leikarnir verða haldnir í Akureyrarkirkju.
Tónlist
Óskalög í Akur-
eyrarkirkju
Akureyrarkirkja
INGUNN Hildur Hauks-
dóttir píanóleikari og Greta
Guðnadóttir fiðluleikari,
verða með útgáfutónleika
þriðjudaginn 9. febrúar í
Salnum í Kópavogi. Til-
efnið er nýútkominn geisla-
diskur þar sem þær spila
fiðlu- og píanóverk eftir
Helga Pálsson (1899-1964).
Verk Helga eru lítið þekkt
og er þetta í fyrsta sinn
sem þau eru gefin út á hljómdiski. Sum verka
hans verða flutt í fyrsta sinn á tónleikunum, en
ásamt verkum eftir Helga munu þær einnig
spila verk eftir Beethoven. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.
Tónlist
Útgáfutónleikar
í Salnum
Spilað á fiðlu og
píanó.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Auður Jónsdóttir rithöfundur er að leggja
síðustu hönd á leikrit sem sett verður upp í
Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Auður var
valinn leikskáld Borgarleikhússins á síðasta
ári og hefur nýlokið árssamningi sínum. Jón
Gnarr tók við sem leikskáld hússins fyrir
skömmu.
Harður heimur leikhússins
„Það að hafa verið leikskáld Borgarleik-
hússins skiptir mig máli, miklu meira máli
en ég gerði mér grein fyrir þegar ég tók við
starfinu,“ segir Auður. „Þetta var skemmti-
legt tækifæri fyrir mig persónulega og
starfslega séð fór ég að fást við nýtt form,
leikritagerð. Ég hef verið áhugasöm um
leikhúsformið en ekki sinnt því þar til ég
fékk þetta tækifæri. Þessi tími hefur verið
mikill skóli.“
Sem leikskáld Borgarleikhússins varð
Auður hluti af starfsliði hússins og fékk að-
gang að allri starfsemi þess. Hún nýtti sér
það rækilega. „Ég var eins og grár köttur í
leikhúsinu. Mér fannst svo gaman að vera
innan um starfsfólkið og hlusta á það tala
um vinnu sína og mæta á æfingar. Leik-
húsfólk leggur mjög hart að sér, er gríð-
arlega vinnusamt. og vinnur þétt saman,
sem er nýtt fyrir rithöfund sem situr einn
við tölvuna. Leikhúsheimurinn er afskaplega
skemmtilegur. Þetta er samt miklu harðari
heimur en ég hafði gert mér grein fyrir.
Leikarar fara jafnvel fárveikir upp á svið
eða leika eftir að hafa misst náinn ættingja.“
Leikrit um leikhóp
Leikrit Auður ber titilinn Hótel Reykjavík
og fjallar um leikhóp sem kemur saman í
jarðarför. „Sérvitur leikhússtjóri hefur skil-
ið eftir sig erfðarskrá með alls kyns skrýtn-
um leikjum þar sem hann er að prófa mann-
legt gildismat,“ segir Auður um efni
leikritsins. „Leikritið er stúdía á afneitun
einstaklingsins og mannlegu eðli. Þetta er
drama en ég reyni að krydda það með smáh-
úmor.
Núna er ég að fínpússa leikritið því maður
getur endalaust klippt leikrit. Að því leytinu
er leikrit líkara ljóði en skáldsögu. Svo verð-
ur leiklestur með leikurum nú í febrúar og
þá fer ég kannski yfir verkið enn einu sinni.
Ég hef unnið mikið í þessu leikriti. Þetta
ferli hefur verið dálítið eins og að búa til
spagettísósu, leikritið hefur mallað lengi.“
Auður sem er meðal þekktustu skáld-
sagnahöfunda þjóðarinnar er svo að leggja
línurnar fyrir nýja skáldsögu. „Það er gam-
an að koma aftur að skáldsögunni eftir að
hafa skrifað leikrit. Nú er ég öðruvísi þenkj-
andi en áður af því ég er búin að fá ársæf-
ingu í að skrifa eins knappan texta og mögu-
legt er. Áhrifin frá þessu ári munu mjög
líklega skila sér í skáldsagnaverkin.“
Eins og spagettísósa
Hótel Reykjavík er nýtt leikrit eftir Auði Jónsdóttur Skáldkonan vann það á þeim tíma sem hún
var hirðskáld Borgarleikhússins Leikrit um leikhóp sem kemur saman í jarðarför
Morgunblaðið/ÞÖK
Auður Jónsdóttir „Þessi tími hefur verið mikill skóli.“
Auður Jónsdóttir er fædd 30. mars 1973. Hún
starfar sem rithöfundur og sjálfstæður blaða-
maður og hefur skrifað greinar, pistla og við-
töl fyrir ýmis tímarit og dagblöð.
Fyrsta skáldsaga Auðar, Stjórnlaus lukka
(1998), var tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Hún hefur síðan sent frá sér
fleiri skáldsögur, auk bóka fyrir börn og ung-
linga, meðal annars bókina Skrýtnastur er mað-
ur sjálfur (2002) þar sem hún dregur upp mynd
af afa sínum, Halldóri Laxness. Skáldsaga Auð-
ar, Fólkið í kjallaranum, hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2004 og Tryggðarpantur var
tilnefnd til sömu verðlauna 2006.
Verðlaunahöfundur
Febrúarsýning Íslenskadansflokksins í ár erverkið Endalaus eftir Al-an Lucien Øyen við tón-
list eftir Ólaf Arnalds.
Umfjöllunarefni verksins er ást-
in og endalok hennar. Þegar sam-
band rofnar og tveir einstaklingar
eru ekki lengur „við“.
Það sem skín einna helst í gegn-
um verkið frá upphafi til enda er
einlægni þeirra listamanna sem
standa að því. Umfjöllunarefnið er
ekki klætt í einhvern búning eða
sett fram á klisjukenndan hátt.
Hér er allt berstrípað, hvort sem
um ræðir sviðið sjálft, umfjöllunar-
efnið eða sviðsnærveru dans-
aranna.
Birtar eru örsögur þar sem mis-
munandi birtingarmyndir ástar og
endaloka hennar eru sýndar. Øyen
nýtir sér talað mál, dansformið,
lýsingu, teikningar og tónlist til að
skapa andrúmsloft og tengingar og
tekst það oft á tíðum listavel. Sem
dæmi má nefna samtalssenu Katr-
ínar Johnson og Steves Lorenz,
sem leiddi út í fallegan og ljóð-
rænan dúett Katrínar og Came-
rons Corbetts við tónlist Ólafs
Arnalds. Þar myndaðist falleg og
tilfinningarík stemning sem skilaði
sér beint í hjartastað undirrit-
aðrar. Einnig má minnast á loka-
senuna sem gerði slíkt hið sama.
Þó voru á nokkrum stöðum teng-
ingar á milli atriða ekki alveg jafn
vel unnar sem gerði það að verkum
að stundum virtist verkið byggt
upp á atriðum sem sett voru sam-
an. Sem dæmi má nefna áður en
dúett Steves Lorenz og Hannesar
Þórs Egilssonar hófst. Þegar verk-
ið hins vegar náði að flæða sem
heild framkallaði það orku og ljúf-
sára tilfinningu sem auðvelt var að
gleyma sér í. Segja má að Øyen
vinni á áhugaverðan hátt í verkinu
með sambland texta og tals þar
sem báðir eiginleikarnir fá að vera
sjálfstæðir, en á sama tíma styðja
þeir hvor undir annan og skapa
merkingu og andrúmsloft á sviðinu
sem auðvelt var að tengja við,
hvort sem áhorfandinn er vanur
dansverkum eða ekki.
Hreyfiform og stíll Øyens hentar
dönsurum Íslenska dansflokksins
mjög vel og þeir skila sínu með
mikilli prýði. Einnig er danssmíði
hans falleg á að horfa og vel sam-
sett.
Hér er á ferðinni heilsteypt og
einlægt dansverk sem talar til
áhorfandans. Óhætt er því að mæla
með Endalaus við hvern þann sem
hefur einhvern tímann upplifað
ástina – og einhvern tímann misst.
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið
Endalaus
bbbbn
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið 4. febrúar
Dans- og textahöfundur: Alan Lucien
Øyen
Frumsamin tónlist: Ólafur Arnalds
Ljósahönnun og teikningar: Aðalsteinn
Stefánsson
Búningar: Elín Edda Árnadóttir
Hljóðhönnun: Sigurvald Ívar Helgason
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir,
Cameron Corbett, Guðmundur Elías
Knudsen, Hannes Þór Egilsson, Hjördís
Lilja Örnólfsdóttir, Katrín Á. Johnson,
Katrín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunn-
arsdóttir, Steve Lorenz.
ÁSGERÐUR GUÐRÚN
GUNNARSDÓTTIR
LEIKLIST
Ástríðufull og endalaus einlægni
Dans Bæði verkið og tónlistin eru
eftir unga listamenn.