Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 ✝ Orri Ómarssonfæddist á Land- spítalanum 3. júní 1993. Hann lést 30. janúar 2010. Orri var sonur hjónanna Guðrúnar Jónu Guð- laugsdóttur, f. 25.1. 1970, og Ómars Inga Bragasonar, f. 14.2. 1967. Bróðir Orra er Bragi Ómarsson, f. 15.8. 1999. Móðurforeldrar Orra eru Guðrún Árnadóttir, f. 28.3. 1952, og Guðlaugur Friðþjófsson, f. 9.1. 1946, d. 2.1. 1999. Stjúpafi Orra er Einar Guðmundsson, f. aðist frá Víðistaðaskóla vorið 2009. Síðasta haust hóf Orri nám við Menntaskólann í Reykjavík á Náttúrufræðibraut. Þegar Orri fluttist í Fjörðinn varð hann harð- ur FH-ingur og spilaði bæði hand- bolta og fótbolta með Fimleika- félaginu. Hann valdi að leggja alla krafta sína í fótboltann síð- astliðin tvö ár. Árgangur Orra var samheldinn og sigursæll á knattspyrnuvellinum. Á sumrin starfaði Orri við Knattspyrnu- skóla FH hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann vann við knattspyrnuþjálfun ungra FH-inga ásamt því að vinna á vallarsvæði Meistaranna í Kaplakrika. Útför Orra fer fram frá Víði- staðakirkju í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 19.10. 1942. Föð- urforeldrar Orra eru Aðalheiður Að- alsteinsdóttir, f. 5.10. 1945 og Bragi Friðrik Bjarnason, f. 15.11. 1939. Fyrstu átta ár ævi sinnar bjó Orri í Kópavogi. Hann var í leikskólanum Furu- grund, gekk í Snæ- landsskóla og spilaði fótbolta með HK. Í ágúst 2001 fluttist Orri með fjölskyldu sinni í Breiðvang 46 í Hafnarfirði. Hann fór í Engidalsskóla og það- an í Víðistaðaskóla. Hann útskrif- Elsku Orri minn. Þar sem ég sit í rúminu þínu með koddann þinn í fanginu og ilminn af þér í loftinu læt ég hugann reika aftur í tímann. Þú varst fyrstur til að gera mig að móð- ursystur og færðir mér von um frá- bæra tíma. Þú varst mikið fyrir að vera fyrstur og í flestu þurftir þú lít- ið að hafa fyrir því að fyrstur og fremstur meðal jafningja. Ástæðan fyrir því að ég dáðist jafn mikið að þér og raun er gæti einmitt tengst þessu. Þú varst allt sem ég er ekki. Metnaðarfullur námsmaður, mikill íþróttamaður og vöðvastæltur feg- urðarprins. Ég hef alltaf getað talað um þig endalaust og allar vinkonur mínar vita hver þú ert því engin hef- ur komist undan því að heyra mig segja montsögur af þér. Orri minn, þú varst nú samt stundum svolítið erfiður við mig þegar þú varst lítill. Ég man eftir því þegar ég tók að mér að passa ykkur bræður á meðan foreldrar ykkar fóru til útlanda. Þú hlýddir engu, virtir hvorki útivistarreglur né neinar aðrar reglur og ég varð skíthrædd um þig. Enduðu uppeld- isaðferðir móðursystur þinnar með því að við vorum bæði grenjandi uppi rúminu þínu í faðmlögum. Ým- islegt gat nú gengið á í kringum þig en yfirleitt varst þú nú ótrúlega skemmtilegur. Með árunum breyttist þú í ungan, kurteisan mann sem eftir var tekið. Húmorinn þinn var mér að skapi, beittur og kaldhæðinn. Núna ertu farin frá mér, elsku vinur, en minn- ingarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Brosið þitt, prakkarastrikin og einlægu tilsvörin þín um lífið og tilveruna munu ylja mér um ókomna tíð. Ég veit að þín bíða mörg verk- efni á nýjum stað og er sannfærð um að þú haldir áfram að gera okkur stolt. Mín voru forréttindin að fá að kynnast þér, elsku Orri minn, og gangi þér vel að spila fótbolta með FH Angels. Þangað til við hittumst næst, ástarkveðja, Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir. Fyrsta minning mín um Orra er frá því að ég var tæplega fimm ára gamall. Ég var búinn að lifa sem kóngur, elsta barn, dekraður og fékk allt upp í hendurnar. Þá kemur þessi drengur 3. júní á fjögurra og hálfs árs afmæli mínu og hrifsar af mér athyglina. Í fyrstu var ég ekki sáttur við að deila athyglinni en Orri vann mig á sitt band. Hann var í raun litli bróðirinn sem ég hafði ekki eignast og sem sönnum stóra bróður sæmir kenndi ég honum með hvaða liðum hann átti að halda, hvað var skemmtilegt að gera og fleira. Snemma kom í ljós hve mikill íþróttamaður litli frændi minn var. Ógleymanleg eru fyrir mér sumrin sem við dvöldum saman á Horna- firði. Hvert sem ég fór fylgdi Orri mér og var enginn dragbítur því hann var alltaf miklu harðari en ég í fótbolta; Orri var tæklandi úti um allt og elti hvern einasta bolta. Minnisstæður er leikur sem hann spilaði fyrir austan. Hann var rekinn tvisvar út af í sama leiknum í 7. flokki. Þess má geta að hann skoraði einnig mark í leiknum. Við Orri vorum alltaf velkomnir til Sindra en milli þess sem við iðk- uðum fótboltann lékum við okkur í Lego. Ég og Orri áttum alla litlu Legokassana sem fengust í Kaup- félaginu á Höfn við lok hvers sumars sem við dvöldum þar og þó að ég hafi viljað horfa á Lego-byggingarn- ar meðan Orri vildi leika sér með þær komumst við yfirleitt að mála- miðlun. Sama hvað Orri tók sér fyrir hendur hafði hann einhvern óþrjót- andi vilja til að vera betri en aðrir, einhvern drifkraft sem ég hef alltaf öfundað hann af. Þó að Orri hafi litið upp til mín þegar við vorum yngri voru hlutirnir byrjaðir að snúast við. Ég leit upp til hans fyrir hvað hann var agaður, lifði heilsusamlega og var trúr sínum markmiðum. Allir hafa þó sína veikleika og því miður reynist sumum erfitt að glíma við svartar hugsanir sem herja á. Sama hvað gert er skríða þær inn í hugann við minnsta misstig. Þær eitra sýn manna á sjálfa sig uns þær snúa ásjón heimsins í gráa þoku. Fólk sér ekki þá sem elska og sýna væntumþykju, bara það sem illa fer, sama hvort það eru væntingar sem bregðast eða skoðanir sem fara á mis. Hugurinn brýtur sálina niður hægt og bítandi, að lokum eru sprungurnar búnar að hríslast um líkamann þannig að minnsta snert- ing hendir hinum veika fram af brúninni. Við Orri vorum góðir vinir og var ég farinn að hlakka til að verða gam- all með honum, eiga traustan frænda sem ég gæti treyst á. Orri hafði afburðargáfur og dugnaðinn til nýta þær í námi sem og leik. Fannar Freyr Magnússon. Á sorgarstundum sem þessum veltum við fyrir okkur lífinu og dauðanum. Við sem skrifum þessi fátæklegu orð höfum því miður eng- in svör við gátu lífs og dauða. Við vorum stolt af Orra frænda okkar. Minningar streyma fram og við er- um þakklát fyrir hverja samveru- stund sem okkur var gefin með hon- um. Í okkar huga nýtti hann sinn tíma vel, hann var duglegur og lagði sig fram í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Orri var metnaðarfullur, skemmtilegur, góður námsmaður, afburða íþróttamaður, fallegur og dagfarsprúður. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku Ómar, Guðrún og Bragi, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ykkar styrkur á þessar stundu er fólginn í öllu því góða fólki sem þið eigið að og stendur þétt við hlið ykk- ar. Guð veri með ykkur. Ingunn (Inga Rósa), Bjarni Friðrik og fjölskyldur. Elsku hjartans Orri minn. Ef ég hefði orð til að lýsa því hvernig mér líður núna myndi ég nota þau, en aldrei þessu vant, karl- inn minn, er ég orðlaus. Ég sit hljóð og hugsa um allar þær frábæru stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Ég er svo stolt af þér, svo stolt af því hversu vel þú stund- aðir það sem þú tókst þér fyrir hendur, það var svo gaman að koma og horfa á þig spila fótbolta því þú lagðir þig allan fram. Ég er svo stolt af að geta sagt öllum að þú sért frændi minn. En þú ert nú meira en frændi, ég hef alla tíð átt stóran part í þér. Ég man svo vel þegar þú varst nýfæddur og ég lét þig liggja á bumbunni á mér og þið Guðlaugur minn sem enn var þar inni lögðuð grunn að vinskap ykkar, vinskap sem var djúpur og fallegur, þó að hann hafi oft á tíðum markast af hnoði, slagsmálum og hrokafullum húmor þegar þið eltust. Elsku Orri, ég vildi bara að ég hefði sagt þér oft- ar hversu frábær þú ert, hvað þú ert fallegur og hvað hjartað á mér er fullt af stolti. Mér hefur alla tíð fundist þú geta allt. Elsku kæra systir mín, Guðrún Jóna, Ómar og Bragi, harmur ykkar er mikill, ég vona að með ást okkar og styrk getum við hjálpað ykkur að komast í gegnum þessa miklu sorg. Hjartans drengurinn minn ég vona svo innilega að þér líði betur og ég veit að afi þinn hefur tekið á móti þér með opnum örmum og umvafið þig hlýju. Félagar Orra hafa stofnað minn- ingarsíðu um hann á facebook sem heitir Til minningar um Orra Óm- arsson. Þín frænka, Valborg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Heimurinn er ekki alltaf sann- gjarn. Ekki hefði okkur grunað það þegar við sáum hann Orra í fyrsta sinn, þetta litla kraftaverk, nýfædd- an í fanginu á mömmu sinni, að við þyrftum að kveðja hann svona alltof snemma. Enginn trúði öðru en hann ætti langa og góða ævi framundan þar sem kraftar hans og hæfileikar fengju að njóta sín. Orri, þessi dug- legi og kraftmikli pjakkur var orð- inn myndarlegur, kurteis og elsku- legur ungur maður. Frábær námsmaður, frábær íþróttamaður, sonur, bróðir og vinur. Elsku vinir, Guðrún Jóna, Ómar, Bragi og fjölskyldan öll; okkar hug- ur er stöðugt með ykkur. Herdís, Stefán, Rósa, Birgitta og Ingi. Elsku Orri, minning þín lifir með okkur að eilífu. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Send- um innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu, ættingja og vina. Þín er sárt saknað. Guði situr þú við hlið okkar góði vinur. Lokið er þínum sálarbyl lífið enginn skilur. (Árni Davíð, 3. I) Margs er að minnast, margs er að sakna. F.h. bekkjarfélaganna í 3. I., Sandra Björk Benediktsdóttir. Orri Ómarsson  Fleiri minningargreinar um Orri Ómarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Rögnvaldur ElfarFinnbogason fæddist á Eskifirði 13. maí 1925 og lést á Landakotsspítala 1. febrúar sl. Hann var sonur Finnboga Þorleifs- sonar, útgerð- armanns og skipstj. á Eskifirði, f. 19. nóv. 1889, d. 13. ágúst 1961, og Dórótheu Kristjánsdóttur, f. 14. des. 1893, d. 6. mars 1965. Systkini Rögn- valdar voru Helga, f. 26. jan. 1916, d. 5. sept. 1991, Esther, f. 24. jan 1917, d. 23. júní 1986, Dóróthea, f. 3. des. 1918, d. 23. febr. 2004, Alfreð, f. 25. mars 1921, d. 10. des. 1969, og Björg, f. 25. maí 1928. Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingv- arsdóttur, f. 14. júní 1926, dóttur Guðnýjar Jóhannsdóttur, f. 17. júlí 1885, d. 7. júní 1981, og Ingvars J. Guðjónssonar útgerðarm., f. 17. júlí 1889, d. 8. des. 1943. Börn Rögn- valdar og Huldu eru: 1) Ingvar Jón- adab vararíkisskattstjóri, f. 10. júní 1950, kvæntur Auði Hauksdóttur, f. 12. apr. 1950. Börn þeirra eru: a) Kristín, Japansfræðingur, f. 4. sept. 1973, sambýlismaður Sigurður Magni Benediktsson. Barn þeirra er Ingvar, f. 19. júní 2009. b) Haukur, bókmenntafr., f. 12. feb. 1979, sam- býliskona Steinunn Rut Guðmunds- dóttir. 2) Guðný Dóra, verslunareig- andi í Ósló, f. 4. okt. 1951, gift Kjell Gurstad, f. 3. jan. 1948, d. 2. maí 1998. Synir þeirra eru: a) Espen, húsasmíðam., f. 23. júní 1975, kvæntur Juliu Gurstad. Dætur þeirra eru Michell, f. 29. júní 2005, og Soffie, f. 21. okt. 2006. Gøran, nemi f. 3. febr. 2006 3) Finnbogi Jón, húsasmíðam., f. 30. sept. 1952, d. 14. okt. 1995, eftirlifandi eig- inkona hans er Kolbrún Sigfúsdótt- ir, f. 19. apr. 1953. Seinni maður hennar er Guðmundur Árnason. Dætur Finnboga Jóns og Kolbrúnar eru: a) Hulda Guðný, hjúkr- unarfr., f. 14. okt. 1970, gift Helga Hólmari Ófeigssyni. Börn þeirra eru Kol- finna Ósk, f. 11. apríl 1998, og Steinar Helgi, f. 7. júlí 2001. b) Linda Bára, verkefn- isstj., f. 3. okt. 1973, sambýlismaður Jón Kristinn Guðjónsson, sonur þeirra er Guð- jón Elfar, f. 21. ágúst 2005. Fyrir átti Linda Bára soninn Finnboga Sæ, f. 5. sept. 1999. c) Elfa Dögg, náms- og starfsráðgjafi, f. 10. apr. 1981, gift Stefáni Þór Björns- syni, og eiga þau Kolbrúnu Júlíu, f. 13. okt. 2006. Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri lýð- veldisvorið 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945- 46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæj- arsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauð- árkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austur- land á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstof- unni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var for- stjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabóta- félagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar. Útför Rögnvaldar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, mánudaginn 8. febrúar, og hefst athöfnin kl. 15. Fæstir leggja trúnað á frásögn Eyrbyggju af berserkjunum sem ryðja götu milli bæja á Snæfells- nesi – nema kannski þeir sem þekktu Rögnvald Finnbogason. Þegar afi var kominn fast að átt- ræðu réð hann til sín tvo menn til að helluleggja fyrir sig gangstíg. Mennirnir komu með tæki sín og svo liðu dagarnir án þess að mikið gerðist að mati afa. Það sem tafði framkvæmdirnar var u.þ.b. 10 m langur, 2 m breiður og 50 cm djúp- ur skurður sem þurfti að grafa meðfram húsinu með handafli því afi tók ekki í mál að keyrt yrði yfir grasflötina á gröfu. Einn daginn þegar mennirnir komu úr matar- hléi var búið að grafa skurðinn, þeir ráku upp stór augu og leituðu húsráðanda uppi. Hann gerði þeim ljóst í fáum orðum að nú ættu þeir að geta haldið áfram án hans hjálpar. Þessi viðbrögð voru lýs- andi fyrir afa því hann var vægast sagt röskur. En þá er aðeins hálf sagan sögð því hann hafði orðið vitni að því hvernig atvinnuleysi leikur menn og fannst að hver og einn ætti að hrósa happi yfir því að finna kröftum sínum viðnám; sjálf- um sér eða öðrum til velfarnaðar. Sjálfur byrjaði afi snemma að vinna og um fermingu var hann sendur að Skriðuklaustri til að að- stoða við byggingu glæsihýsis Gunnars Gunnarssonar. Hann hrærði steypu og flutti efni en sá út undan sér syni skáldsins spranga um túnin í pokabuxum samkvæmt nýjustu tísku. Verklegum framkvæmdum gat hann lýst í smáatriðum en honum var líka gefið næmi fyrir tíðaranda og málfari samferðamanna sinna. Þetta næmi gerði honum kleift að draga upp ljóslifandi myndir, t.d. af þeirri ljúfsáru en hátíðlegu stund þegar hann, ásamt samstúd- entum sínum frá MA, hossaðist aftan á vörubílspalli í grenjandi rigningu til Þingvalla 17. júní 1944. Þegar afi sagði frá hreif hann fólk með sér þó að stundum þætti mér frásagnatafirnar langar þegar hann ættfærði hvern mann sem kom við sögu en öðruvísi gengu sögur ekki upp fyrir honum – ekki frekar en kapall með gisnum spila- stokk. Afi dró ekki dul á það að ým- islegt hefði brotist innra með hon- um og e.t.v. var hann í sífelldri leit eftir reglu. Þegar maður var sendur í pöss- un var dagurinn röð verkefna sem afi kenndi manni að leysa, hálf- gerður herramannaleikur; greiða sér, bursta skó, kveðja fallega þeg- ar hann fór til vinnu og ef allt gekk að óskum fékk maður að fara í fótabað og síðan leggja sig í sóf- anum meðan fréttatíminn var í há- deginu. Sömu reglu kom hann á nánasta umhverfi sitt sem hann kappkostaði að fegra jafnt innan- dyra sem utan. Þegar fréttatím- anum lauk hafði yfirleitt eitthvað borið á góma sem hann gat tengt eigin lífi eða sögu fjölskyldunnar; þarna hafði hann verið á síld, þarna hafði pabbi minn verið í hafnarvinnu, þangað höfðu þau amma flutt. Maður fékk á tilfinn- inguna að allt landið og miðin hefðu verið könnuð til hlítar áður en maður fæddist. Afi var af þeirri kynslóð sem hafði metnað fyrir hönd þess sam- félags sem hér var byggt upp á 20. öld. Hann fylgdist með fréttum af virkjunarframkvæmdum og fisk- veiðum eins og íþróttakappleik og hann var framfaratrúaður enda þekkti hann af eigin raun hvaða oki vélvæðingin létti af herðum manna. Þeir tímar sem við lifum nú sam- ræmdust ekki þeim vonum sem hann og fleiri báru í brjósti, ætli þessi orð hafi ekki verið honum að skapi: „Trúðu á sjálfs þín hönd, en undur eigi.“ Haukur Ingvarsson. Rögnvaldur Finnbogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.