Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
www.gvendur.is
Gvendur dúllari hefur opnað
fornbókabúð á vefnum.
Gott úrval bóka.
Gvendur dúllari
Alltaf góður
Ferðalög
Útþrá 2010
Í Útþrá býðst ungu fólki að kynna sér
þau fjölbreyttu tækifæri sem í boði
eru varðandi leik, nám og störf
erlendis. Kynningin fer fram þriðju-
daginn 9. febrúar á milli kl. 16-18 í
Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5.
www.hitthusid.is
Atvinnuhúsnæði
Ártúnshöfði
Til leigu 76m² á götuhæð við um-
ferðargötu.Stórir gluggar, snyrtilegt
húsnæði, flísalagt.Leigist með hita,
rafmagni og hússjóði.
Uppl. í síma 892-2030.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Öflugir fjarstýrðir rafmagns- og
bensínbílar í úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
ÚTSALA
ÚTSALA
ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Vönduð og öguð vinnu-
brögð. Sanngjarnt verð.
Upplýsingar í síma 897 2318.
Ýmislegt
Fóðruð leðurstígvél fyrir dömur.
Hlý og góð í vetur.
Teg.K 4643. Litur: svart lakk
Stærðir. 37-40. Verð: 26.850.-
Gerð: K 36940, litur: antíkbrúnt.
Stærðir: 37-41. Verð: 26.850.-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílar
Bón & þvottur
Vatnagörðum 16, sími 445-9090
Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum
að innan alla bíla, eins sendibíla,
húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum
við matt lakk svo það verði sem nýtt.
Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott.
Öll vinna er handunnin. Opnum kl.
9.00 virka daga og 10.00 laugardaga.
Bonogtvottur.is - GSM 615-9090.
Toyota Land Cruiser 120 VX,
3/2006 ekinn 79 þús. km. Leður.
Loftpúðafjöðrun. Dráttarkrókur.
Aukadekk á álfelgum.
Verð: 5.990 þús.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Húsviðhald
Skipti um rennur og bárujárn
á þökum, einnig smávægilegar
múrviðgerðir og ýmislegt fl.
Þjónum landsbyggðinni einnig.
Upplýsingar í síma 659-3598.
Bílar aukahlutir
Skráðu þinn bíl með mynd á
söluskrá okkar núna.
Ef það gerist þá gerist það hjá okkur.
Bílfang.is. Malarhöfði 2.
www.bilfang.is
Raðauglýsingar
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
In Hungary 2009
Interviews will be held in Reykjavik
in May, July and July. For further details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 324 031
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum fimmtudaginn 11. febrúar nk. sem hér segir:
Fjarðargata 40, fnr. 212-5526, Þingeyri, þingl. eig. Berglind Hrönn
Hlynsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og NBI hf., kl. 13:30.
Holtagata 5, fnr. 222-5085, Súðavík, þingl. eig. Elísabet Margrét
Jónasdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 11:00.
Valur ÍS-18, skipaskrnr. 1324, þingl. eig. FiskAri ehf., gerðarbeiðendur
Avant hf. og Sparisjóðurinn í Keflavík, kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
5. febrúar 2010.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi.
Félagslíf
MÍMIR 6010020819 III°
HEKLA 6010020819 VI
GIMLI 6010020819 I°
Vantar þig
starfskraft? atvinna
✝ Hjálmar Breið-fjörð Jóhannsson
fæddist á Hofs-
stöðum í Helgafells-
sveit 22.7. 1922.
Hann lést á dval-
arheimilinu Seljahlíð
27. janúar síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Guðfinna Árna-
dóttir, f. 18.5. 1898,
d. 25.5. 1991, og Jó-
hann Benediktsson,
f. 6.1. 1885, d. 4.7.
1962. Systkini
Hjálmars voru Emil Rafn, f. 12.1.
1925, d. 12.3. 1966, Hilmar Rún-
ar, f. 21.3. 1928, Olga, f. 13.3.
Þorvaldi Jóhannessyni og eiga
þau 10 barnabörn. Guðfinna á 2
börn af fyrra hjónabandi og Þor-
valdur á 2 börn af fyrra hjóna-
bandi. Hörður Þór, f. 6.2.1952,
giftur Ásdísi Baldvinsdóttur.
Hörður á 2 börn af fyrra hjóna-
bandi. Hjálmar átti 2 syni fyrir
hjónaband, Gunnar Rúnar og
Benedikt Rúnar, þeir eru báðir
látnir.
Hjálmar byrjaði ungur að
starfa við pípulagnir og varð
pípulagningameistari 1962. Um
sextugt hætti hann störfum sem
pípulagningameistari og sneri sér
alfarið að myndlist og inn-
römmun. Einnig smíðaði hann
mikið af bóndabæjum og litlum
kirkjum í garða og hafði af því
mikið yndi. Þessu sinnti hann allt
fram á síðasta aldursár.
Útför fer fram frá Langholts-
kirkju 8. febrúar og hefst athöfn-
in klukkan 13.
1931 og Hafsteinn, f.
4.7. 1933, d.
1.8.1990.
Hjálmar kvæntist
9. október 1949 Guð-
mundu Dagmar Sig-
urðardóttur frá
Vestmannaeyjum, f.
23.12. 1919 og lifir
hún mann sinn. Börn
þeirra eru: Sigríður,
f. 30.11. 1945, gift
Jóhanni Kristjáns-
syni og eiga þau 5
börn og 5 barna-
börn. Guðrún, f.
15.1. 1949, gift Sigurði Ketilssyni
og eiga þau 6 börn og 11 barna-
börn. Guðfinna, f. 10.4. 1950, gift
Elsku pabbi minn.
Margs er að minnast og margs
er að sakna. Ævin var orðin löng
og þrekið dvínaði hratt síðasta ár-
ið. En er við glöddumst öll með
mömmu á níræðisafmæli hennar á
Þorláksmessu datt engum í hug að
þú yrðir farinn mánuði seinna. Ég
fékk alltaf að fara með þér í bæinn
að kaupa afmælisgjöf mömmu á
Þorláksmessu þegar ég var barn
og unglingur og var mér ljúft að
fara með þig að kaupa síðustu gjöf-
ina. Þú varst mér svo góður að fara
í göngutúra þegar ég var krakki,
stikaðir stórum og hef ég það frá
þér að strunsa hratt. Ég flutti ung
að heiman og hafið þið Jói minn átt
góðar stundir saman í 47 ár og ber
að þakka þér alla þína góðu aðstoð
þegar við bjuggum fyrir vestan.
Það var ekki amalegt að fá þig í
smíðar, flísalagningar eða pípu-
lagnir, allt frábærlega gert eins og
þín var von og vísa. Krökkunum
okkar varstu besti afi í heimi. Þið
mamma voruð miklir ferðagarpar
og nutum við fjölskyldan ómældra
ferðalaga á sumrin og krakkarnir
voru teknir með í veiðiferðir. Þú
áttir ómældar stundir í vinnu þeg-
ar við vorum að byggja bústaðinn
og var kappið svo mikið að oft varð
að stoppa gamla manninn. Mikið
varstu glaður þegar tappi var tek-
inn úr flöskunni þegar smíði var
lokið, því þú varst gleðimaður mik-
ill og hrókur alls fagnaðar. Þið
mamma eruð órjúfandi hlekkur í
okkar lífi og bæði í huga okkar.
Sitjandi úti í móa að hlúa að smá-
trjánum sem þið gróðursettuð og
eru nú orðin há tré, eða á haustin
úti í brekku að tína ber fyrir okk-
ur. Stoltastur varstu þegar Jói af-
henti þér lykil að bústaðnum til
eignar. Síðast komstu á þitt kæra
Snæfellsnes á afmælisdaginn þinn í
júlí. Að keyra í tæpa 2 tíma hvora
leið til að stoppa í tvo tíma veitti
þér mikla gleði á einum fallegasta
degi sumarsins. Minningarnar eru
óteljandi, pabbi minn, sem geymd-
ar eru og verða í fjölskyldunni um
ókomin ár. Vertu góðum guði fal-
inn, pabbi minn, og tengdapabbi.
Saknaðarkveðjur,
Sigríður og Jóhann
(Bassý og Jói).
Pabbi var góður maður sem þótti
vænt um sína. Þær voru margar
samverustundirnar í leik og starfi
sem ylja okkur nú þegar hans nýt-
ur ekki lengur við, minningarnar
margar og góðar. Hann var fé-
lagslyndur og naut sín best í
miðjum hóp að segja skemmtilegar
sögur af sjálfum sér og samferða-
mönnum sínum sem voru ótrúlega
margir; vinnufélagar, listamenn og
aðrir með sömu áhugamál og hann
sjálfur. Að ferðast var hans yndi og
margar sögur urðu til við þjóðveg-
inn og við árbakkann eða bara utan
við tjaldið á kvöldin. Rörtöngin,
hamarinn og pensillinn léku í hönd-
um hans. Vinnuna við pípulagn-
irnar sem var hans ævistarf,
kenndi hann mér en að munda
hamarinn kom síðar þegar hann
fór að fást við innrömmun. Hann
átti margar góðar stundir síðari ár
við að smíða fallega hluti eins og
kistla og litlar kirkjur. Og pens-
ilinn mundaði hann á striga með
ánægjulegum árangri.
Eftir að við hjón fluttum norður
í land komu mamma og pabbi í
heimsókn flest sumur á meðan þau
gátu með góðu móti ferðast á eigin
vegum. Pabba var einum treyst
fyrir að koma þeim á leiðarenda.
Síðustu árin hittumst við eingöngu
fyrir sunnan og því miður allt of
sjaldan.
Nú hefur hann fengið verðskuld-
aða hvíld eftir langa og stranga
lífsbaráttu og erfið veikindi síðustu
vikurnar. Við færum mömmu okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi.
Hörður Þór Hjálmarsson og
Ásdís Eva Baldvinsdóttir.
Hjálmar Breiðfjörð
Jóhannsson
Fleiri minningargreinar
um Hjálmar Breiðfjörð Jóhanns-
son bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.