Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Næsta námskeið byrjar 10. febrúar 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ALDREI hefur gengið betur að selja í ferðir Ferðafélags Íslands og Útivistar en nú. Þá mættu samtals um 300 manns á kynningarfundi Ís- lenskra fjallaleiðsögumanna og Fjallafélagsins, en þessi félög bjóða upp á erfiða fjallgönguáætlun sem lýkur með göngu á Hvannadalshnúk. Í haust varð sömuleiðis metaðsókn í nýliðaþjálfun björgunarsveitanna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þann mikla áhuga sem nú er á alls kyns útivist hér á landi. Hlaup, hjól- reiðar og hvers kyns hreyfing njóta líka mjög vaxandi vinsælda og líklega er óhætt að líkja ástandinu við far- aldur. Stóraukinn áhugi á útivist er að sjálfsögðu af hinu góða en útivist á Ís- landi getur þó verið varasöm. Verður vályndari en víðast Þeir forkólfar í útivistarfélögum og -fyrirtækjum sem rætt var við telja að íslenskt ferðafólk geri sér í lang- flestum tilfellum grein fyrir þeim hættum sem geta leynst á fjöllum. Í ferðalögum með útivistarfélögum og -fyrirtækjum öðlist fólk reynslu af gönguferðum og fjallgöngum. Smátt og smátt aukist kunnáttan og getan þar til fólk verður sjálfbjarga í venju- legum fjallaferðum. Það tekur lengri tíma að verða sjálfbjarga í erfiðari og tæknilegri fjallgöngum og ferðum um jökla. Fyr- ir slíkar ferðir þarf sérstaka þekkingu og kunnáttu. Og jafnvel þó menn séu reyndir geta þeir lent í slysum en þá ríður á að kunna að bregðast rétt við. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, kveðst hafa meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum en þeim innlendu. Jafnvel útlendingar sem hafi töluverða reynslu af fjallaferðum geri sér oft ekki grein fyrir að hér eru sérstakar aðstæður. „Þeir klikka á því hvað veður eru hér vond og skip- ast hratt,“ segir Kristinn. Þeir sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á öryggismálum geta sótt ýmis námskeið, s.s. í skyndihjálp og rötun. Þá má nefna að Ferðafélag Íslands í samvinnu við Jökul Berg- mann, Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Fjallafélagið bjóða upp á ýmis námskeið fyrir útivistarfólk. Hægt er að fara á almenn fjallamennskunám- skeið, vaðnámskeið, Ferðafélagið býður t.d. upp á vaðnámskeið en þar er kennt hvernig á að ákveða hvar á að vaða yfir straumþungar ár og hve- nær er rétt að hætta við. Margir búa líka að þekkingu úr starfi með björgunarsveit. Þeir úti- vistarmenn sem rætt var við lögðu áherslu á að menn yrðu að viðhalda þekkingu sinni, með æfingum, ferð- um eða námskeiðum. Græjufíkn kemur sér vel Einn liður í öryggismálum á fjöll- um er að fólk klæði sig rétt og í því til- felli hefur græjufíkn sem margir þjást af komið sér vel. Ekki þarf að kvarta undan úrvalinu á útivistarfatn- aði þó margir súpi reyndar hveljur þegar þeir sjá verðmiðann. Útivistarfólk viti af hættunum  Öðlast reynslu með þátttöku í skipulögðum ferðum  Telja Íslendinga gera sér góða grein fyrir hættum sem geta falist í fjallaferðum  Námskeið í boði um snjóflóðahættu og öryggismál á fjöllum Fjallavals Sífellt fleiri fara í hópferðir á Hvannadalshnúk. Þar smitast margir af fjallabakteríunni. Morgunblaðið/RAX Áhugi á útivist og fjallamennsku hefur aukist gríðarmikið á und- anförnum árum. Íslensk náttúra getur verið varasöm en flestir sækja sér reynslu og þekkingu áður en haldið er á fjöll. Hið hörmulega slys á Langjökli fyr- ir rúmlega viku var mikið áfall fyrir félaga í Ferðaklúbbnum 4x4 enda höfðu konan sem fórst, eiginmaður hennar og ferðafélagar lengi verið félagsmenn í klúbbnum. Þetta var reynt ferðafólk. Sveinbjörn Halldórsson, formað- ur 4x4, segir að slysið á Langjökli og fleiri slys á jöklum sem orðið hafa að undanförnu valdi því að klúbburinn hyggist gera átak í að efla öryggismál jeppamanna. Hugsanlega sé þörf á að menn geri róttækar breytingar, m.a. hljóti að koma til skoðunar hvort jeppa- menn þurfi að vera í öryggislínu þegar þeir fara út úr bílum sínum á svæði þar sem sprungur geta hugsanlega leynst. Hingað til hafi slíkt ekki tíðkast. Hann þekki þó menn sem hafa stigið út úr bílum sínum og ofan í sprungu en rétt náð að grípa í aurbretti til að koma í veg fyrir að þeir hröpuðu. Þá sé afar mikilvægt að jeppamenn séu með svokallaðar snjóflóðaleit- arstangir en með þeim geti þeir potað ofan í snjóinn til að kanna hvar hugsanlega leynist sprungur í jöklinum. „Við höfum kannski sofn- að aðeins á verðinum,“ segir Svein- björn um öryggismálin. „Við ætlum að fara að skoða þau mjög gaum- gæfilega.“ Hann segir að mikil þekking sé á jöklum, ástandi þeirra og hvernig eigi að fara um þá, en ýmislegt vanti upp á að henni sé miðlað með fullnægjandi hætti. Banaslys á Hofsjökli 2006 Í febrúar 2006 fórst farþegi í jeppa sem féll niður um sprungu á Hofs- jökli. Það slys vakti að vonum mikla athygli en fjöldi óhappa og slysa verður á fjöllum og jöklum sem engar fréttir berast af, a.m.k. ekki út fyrir tiltölulega þröngan hóp. Dæmi um slíkt er atvik sem varð fyrir nokkru á Langjökli en þá mátti litlu muna að vélsleðamaður félli ofan í svelg. Hann bjargaðist hins vegar giftusamlega. Mun fleiri dæmi eru um slík „næstum því slys“. Það er aldrei of varlega farið. Jeppamenn gera átak í öryggismálum í kjölfar slyss á Langjökli Morgunblaðið/Árni Sæberg TILKOMA GPS-staðsetning- artækja og snjóflóðaýla breyttu gríðarmiklu í öryggismálum úti- vistarfólks og fjallamanna. Einnig er mikið öryggi af svokölluðum SPOT-staðsetningartækjum en þau senda frá sér merki þannig að hægt er að fylgjast með ferðum fólks á landakorti á Netinu. Þau má einnig nota til að senda út neyðarkall. Snjóflóðaýlar hafa oft bjargað mannsslífum, m.a. lífi vélsleða- manns sem lenti í snjóflóði í Hlíð- arfjalli í janúar 2007. Vegna ýlisins gátu félagar hans miðað hann út á 2-3 mínútum en án tækisins hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Notkun tækjanna virðist e.t.v. einföld en svo er þó alls ekki alltaf. Boðið er upp á námskeið í notkun GPS-tækja og snjóflóðaýla. Menn verða þó að varast að treysta um of á tækin, þau geta bil- að, orðið batteríslaus o.s.frv. Tækin verður að nota á réttan hátt BÆÐI Ferðafélag Íslands og Úti- vist hyggjast bæta aðstöðu sína á hálendinu til að bregðast við stór- auknum áhuga á gönguferðum. Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands, segir að í sumar verði mesta áherslan lögð á að bæta aðstöðuna við vinsælustu göngu- leið landsins, Laugaveginn. Sú leið er á mörkum þess að vera sprungin og því ekki vanþörf á betri aðstöðu. Einnig hyggst fé- lagið reisa nýjan skála í grennd við Jarlhettur, á gönguleiðinni frá Skálpanesi við Langjökul og niður að Laugavatni. Þá eru uppi áform um að reisa nýjan skála á Hlöðuvöllum og Skagfjörðskáli í Langadal í Þórsmörk þarfnast endurnýjunar. Útivist er m.a. að gera upp Dalakofann að Fjallabaki. Dala- kofinn er rétt norðan við Lauga- fell, ekki langt frá Rauðufoss- afjöllum. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, seg- ir að skálinn bjóði m.a. upp á skemmtilegar tengingar við gönguleiðir í grennd við Land- mannalaugar og Hungurfit. „Það sem þarf að gera til að bregðast við auknum áhuga á gönguferð- um um landið er að fjölga mögu- leikunum þannig að það verði ekki yfirásetning á vissum leið- um,“ segir Skúli. Bæta aðstöðu til að mæta auknum áhuga Að fyllast Frá Landmannalaugum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.