Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 4

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Borgar 45 milljónir  Eigandi Lækjargötu 8 fær 45 milljónir frá Reykjavíkurborg  Borgin samdi um að hann mætti byggja 4-5 hæða hús en skipti um skoðun og vill friða húsið Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær að greiða eiganda Lækjargötu 8 skaðabætur að fjár- hæð 45 milljónir króna. Ástæðan er sú að sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi frá árinu 1987 hafði maðurinn leyfi til að rífa húsið og reisa þriggja hæða hús í staðinn. Borgin hefur hins vegar skipt um skoðun og vill nú láta friða Lækjargötu 8 en húsið er reist árið 1870. Málið er útskýrt fyrir borgarráði í bréfi Krist- bjargar Stephensen borgarlögmanns. Þar kemur fram að árið 1981 hafi borgin og félagið Lækur ehf. átt fasteignina Lækjargötu 8 í sameiningu en ákveðið að slíta sameigninni. Í hlut Lækjar kom húsið sem nú stendur á lóðinni. Þá var eiganda þess heimilað að reisa nýbyggingu á lóðinni allt að 770 m² að stærð. Slíkt hús hefði getað orðið fjórar til fimm hæðir. Með deiliskipulagi frá 1987 var byggingarrétt- urinn endurskilgreindur og nú var gert ráð fyrir að húsið sem nú stendur mætti rífa en í staðinn reisa þriggja hæða nýbyggingu, 693 m² að stærð. Frá árinu 2004 hafði eigandi hússins ítrekað samband við skipulagsyfirvöld og lýsti áhuga á að nýta sér heimild í deiliskipulagi og byggja nýtt hús á lóðinni. Á þá ósk féllst borgin ekki og í nýju deili- skipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði friðað. Maðurinn krafðist bóta og starfshópur lögfræð- inga borgarinnar taldi ljóst að með háttalagi sínu hefði borgin bakað sér skaðabótaskyldu. Segir niðurstöðuna ekki skapa fordæmi Kristbjörg Stephensen segir að þetta mál sé svo sérstakt að niðurstaðan skapi ekki fordæmi í öðr- um málum þar sem reynir á bótaskyldu vegna breytinga á skipulagi. Almennt gildi sú regla að ákveði borgin að breyta skipulagi þannig að verð- mæti fasteignar minnki verulega geti hún skapað sér bótaskyldu. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-grænna í borgarráði studdu ekki samninginn þar sem upp- hæðin væri of há. Þeir sögðu borgina í erfiðri stöðu í málinu vegna fordæmis sem hefði skapast með kaupum á byggingarrétti við Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bentu á móti á að samþykktin fæli ekki í sér mat á verðmæti óbyggðra fermetra heldur væri um að ræða samkomulag vegna lög- bundinnar bótaskyldu. Eigandinn hefði átt rétt á að rífa húsið og byggja nýtt frá og með árinu 1987. Morgunblaðið/Árni Sæberg FORVAL Vinstri grænna í Reykja- vík fyrir borgar- stjórnarkosning- arnar í vor hefur verið mikið í um- ræðunni. Nú síð- ast er það jafn- réttisstefna flokksins sem er á milli tannanna á fólki. Niðurstaða forvalsins var sú að í 1. sæti hafnaði Sóley Tómasdóttir, 2. sæti Þorleifur Gunnlaugsson, í 3. og 4. sæti Líf Magneudóttir og Elín Sigurðardóttir og í 5. og 6. sæti Dav- íð Stefánsson og Hermann Valsson. Hefði niðurstaða forvalsins verið með öðrum hætti, s.s. ef karlmenn og konur skiptu sætum, hefði „í anda kvenfrelsisstefnu VG“, líkt og segir í forvalsreglum, fléttulistaákvæði for- valsins tekið gildi. Þá hefði konan í 5. sæti listans færst upp í 4. sætið. En þar sem ekki hallar á konur helst uppröðunin á listanum sér. Stefán Pálsson, formaður kjör- stjórnar, segir að í fullkomnum heimi myndu karlmenn einnig njóta fléttulista. „En menn hafa bent á, og ég beygt mig fyrir þeim rökum, að það er djöfull hart með þann kynja- halla sem er í pólitíkinni að sá flokk- ur sem er með hörðustu kynjajöfn- unarreglurnar myndi svo beita þeim til að skekkja myndina enn frekar. Þannig að það er okkar karla að bíta í það súra epli.“ andri@mbl.is „Karla að bíta í það súra epli“ Stefán Pálsson Fléttulista ekki beitt TVEIR piltar voru gripnir glóðvolg- ir við neyslu fíkniefna í bíl á bíla- stæði í austurborginni á miðvikudag. Á sama tíma stóð yfir æfing með fíkniefnaleitarhunda á svæðinu og því voru óvenju margir lögreglu- menn og tollverðir nærstaddir. Því voru hæg heimatökin að handtaka piltana en annar þeirra á jafnframt yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru teknir fyrir ölvunar- akstur á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag; kona á áttræðisaldri og karl um þrítugt í Reykjavík. Sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá var kona stöðvuð við akstur í Kópavogi en hún hefur aldrei öðlast ökurétt- indi. Konan reyndi að villa um fyrir lögreglu með fölsuðu ökuskírteini. Piltar gripnir glóðvolgir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „AÐ hafa bjargað lífi föður míns er góð tilfinning,“ segir Magnea Tóm- asdóttir sem Rauði kross Íslands og fleiri útnefndu í gær skyndihjálp- armann ársins 2009. Magnea var með tveimur ungum börnum og föð- ur sínum, Tómasi Grétari Ólasyni, þegar hann fór í hjartastopp í sum- arhúsi fjölskyldunnar á Hvalsnesi á Suðurnesjum í júlí sl. sumar. Tómas Grétar hafði lagt sig eftir kvöldmat og fljótlega áttaði Magnea sig á því að ekki var allt með felldu. Þegar að var gáð hafði hann misst meðvitund. „Ég tók farsíma og hringdi í neyð- arlínuna, tók alla púða undan höfði pabba og lét hann liggja á hörðum bekk. Byrjaði hjartahnoð og blástur með símann á öxlinni og fékk þaðan leiðbeiningar. Ég hélt hnoðinu áfram allt þar til aðstoð barst frá Keflavík eftir sextán mínútur.“ Sjúkraflutningamennirnir gáfu Tómasi Grétari tvisvar rafstuð og hjartað fór að slá aftur. „Ég satt að segja hugsaði ekki um neitt annað meðan á þessu stóð, ég hef aldrei lif- að jafnmikið í núinu og þessar mín- útur.“ Það kom í ljós næsta dag að hjartaáfallið hafði ekki haft alvarleg eftirköst. Við hjarta Tómasar var tengdur svokallaður „bjargráður“ sem grípur inn í fari eitthvað úr- skeiðis. „Það hve vel fór tel ég að megi þakka því að ég hef sjálf aflað mér þekkingar í skyndihjálp. Ég byrjaði ung í skátunum og að þekkja til skyndihjálpar var hluti af þjálfun minni,“ segir Magnea, sem í gær- kvöldi var með fjölskyldu sinni sem þá fagnaði 75 ára afmælisdegi Tóm- asar Grétars Ólasonar. Góð tilfinn- ing að bjarga lífi Morgunblaðið/Ómar Magnea Tómasdóttir útnefnd skyndihjálparmaður ársins Sigursæl Tómas Grétar Ólason, Magnea dóttir hans skyndihjálparmaður ársins og afastelpan Erna Diljá. © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur lau. 10-18 sun. 12-18 mán. - fös. 11-18:30 ILVA kaffi: lau. 10-17 sun. 12-17 mán.-fös. 11-18 s: 522 4500 www.ILVA.is BOLLUVEISLA FÖSTUDAG TIL SUNNUDAGS Bolla og kaffi/djús kr. 195,- HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að fyrirtækið Istorrent og forsvarsmaður þess séu bótaskyld gagnvart Sambandi íslenskra tón- skálda og eigenda flutningsréttar (STEF). Hæstiréttur staðfesti einnig lögbann sem STEF fékk sett á vefsíðuna torrent.is í nóvember 2007. Þá var Istorrent og Svavari Lútherssyni, forsvarsmanni fyrirtækisins, gert að greiða STEF 700.000 kr. í málskostnað. Istorrent veitti netnotendum aðgang að höfundarréttar- vörðu hljóð- og myndefni. Í dómi Hæstaréttar segir að Istorrent og Svavar hafi með starfrækslu vefsvæðisins og tækniuppbyggingu komið því til leiðar með markvissari hætti að fram gætu farið greið og umfangsmikil skráar- skipti með efni sem háð væri höfundarrétti. Þannig væri beinlínis stuðlað að brotum notenda vefsvæðisins. Istor- rent og Svavar hefðu því brotið gegn lögvörðum rétti STEFS og því hefðu lagaskilyrði verið uppfyllt til að leggja lögbannið á. Hæstiréttur taldi einnig að Istorrent og Svav- ari hefði mátt vera ljóst að háttsemin var ólögmæt og til þess fallin að valda umbjóðendum STEFS tjóni. Mátti vera ljóst að starf- semin var ólögmæt Istorrent bótaskylt gegn STEF „VIÐ erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og teljum hana vera rétta,“ segir Eiríkur Tóm- asson prófessor, fram- kvæmdastjóri Sambands tón- skálda og eigenda flutningsréttar (STEF). „Aðalatriðið er að lögbannið var staðfest og viðurkennd bóta- skyldan, að þetta var ólögmætt atferli sem menn höfðu þarna í frammi,“ segir Eiríkur og tekur fram að búast megi við að niðurstaða Hæstaréttar veki ekki aðeins athygli og sé fordæmisgefandi hér á landi heldur einnig á Norðurlöndunum og víðar. Skoðað verður í framhaldinu hvort STEF höfði skaðabótamál á hendur Istorrent og forsvars- mönnum þess. Ánægður með dóminn Eiríkur Tómasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.