Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 8

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 8
FÉLAGS- og tryggingamálaráðuneytið hefur leitað samstarfs við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um móttöku flótta- fólks frá Haítí í kjölfar jarðskjálftans hinn 12. janúar sl., og hefur velferð- arráð samþykkt einhljóma ósk ráðu- neytisins. Gert er ráð fyrir að um tíu til tuttugu manns frá Haítí komi á næstu vikum og mánuðum til Íslands á grund- velli fjölskyldusameiningar. Stjórn verkefnisins verður í höndum verkefn- isstjóra hjá Velferðarsviði Reykjavík- urborgar og starfar hann á Þjónustu- miðstöð miðborgar og Hlíða en þar er þekkingarmiðstöð borgarinnar í mót- töku innflytjenda og flóttafólks. Flóttafólk frá Haítí Á fullu Hrönn hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoni eins og hún ætlaði sér. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SAMTÖKIN Bætum brjóst og Ein- stök brjóst afhentu nýlega Land- spítalanum 14 milljóna króna rönt- gentæki sem samtökin söfnuðu fyr- ir á rúmlega einu ári. Svo vel gekk söfnunin að þrjár milljónir gengu af og var þeim ráðstafað í minning- arsjóð Margrétar Oddsdóttur lækn- is, sem lést úr brjóstakrabbameini fyrir rúmlega ári. Ein af forvígismönnum Bætum brjóst er Hrönn Guðmundsdóttir. Hún greindist með brjósta- krabbamein í október 2008, þá 43 ára og gekkst undir tvær skurð- aðgerðir og erfiða lyfjameðferð en er búin að ná góðri heilsu aftur. Á sínum yngri árum var Hrönn frjálsíþróttakona og hefur ávallt stundað hlaup af miklum móð. Þeg- ar hún greindist setti hún sér það markmið að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst 2009. „Það hjálpaði mér að hafa eitthvert takmark, eitthvað að stefna að,“ segir Hrönn. Það hafi sömuleiðis hjálpað henni mikið að vera í góðu líkamlegu formi þegar hún þurfti að takast á við veik- indin. Sameinuðust í söfnuninni Eftir greininguna komst hún í samband við konur sem höfðu áhuga á að safna fyrir tækjabúnaði vegna brjóstaaðgerða og saman stofnuðu þær félagið Bætum brjóst. Þær fengu framlög frá ýmsum fé- lagasamtökum og einstaklingum, m.a. hlupu 89 manns til styrktar fé- laginu í Reykjavíkurmaraþoninu. Þær hófu síðan samstarf við félagið Ein-stök brjóst og saman tókst þeim að safna 17 milljónum. Það sem gerði útslagið var rausnarleg gjöf frá félagasamtökum sem vilja ekki að nafn þeirra komi fram. Hrönn segir að söfnunin hafi gengið ótrúlega vel og þakkar öll- um þeim sem studdu félögin. Söfnuðu 17 milljónum sem dugðu fyrir röntgentæki og meira til Auðveldar skurð- aðgerðir vegna brjóstakrabba- meins og gerir þær öruggari Munur Fulltrúar samtakanna afhenda tækið við formlega athöfn á Landspítalanum í janúar. Hrönn er þriðja f.v. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Í DAG, föstudag, kl. 13- 17 stendur lagadeild Há- skólans í Reykjavík fyrir málþingi um unga kyn- ferðisbrotamenn, í stofu 231a í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Málþingið er haldið í samstarfi við Blátt áfram – forvarnarverk- efni gegn kynferðisof- beldi gegn börnum. Helgi Gunnlaugsson af- brotafræðingur er með- al frummælenda. Ungir kyn- ferðisbrota- menn UM HELGINA verður skíðanámskeið fyrir hreyfihamlaða haldið í Hlíðarfjalli. Að námskeiðinu standa Íþróttasamband fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Ís- lands og NSCD (National Sport Center for disabled) í Winter Park Colorado. Leiðbeinendur eru Beth Fox, for- stöðumaður NSCD Winter Park, og John Florkiewicz, forstöðumaður heilsuræktarstöðvar NSCD. Megináherslan á þessu námskeiði er meðferð og notkun skíðasleða og „món- óski“ fyrir hreyfihamlaða. Þátttak- endur eru m.a. ungt fólk sem hefur ver- ið í endurhæfingu á Grensásdeild eftir slys. Skíðanámskeið TÆPLEGA 60 grunnskólanem- endur á aldrinum 13-16 ára eru nú skráðir í atvinnu- tengt nám hjá Vinnuskóla Reykja- víkur. Þau eiga það sameiginlegt að hafa ekki fundið sig í skólakerfinu og hafa átt við námserf- iðleika, hegðunarvandamál eða skóla- leiða að stríða. Nemendurnir eru við vinnu með skóla bæði í fyrirtækjum og einnig í heimaskólum. Nemendurnir starfa m.a. við að aðstoða í leikskólum, bakaríum, veitingastöðum, verslunum, bensínstöðvum, bílaverkstæðum eða við ýmiskonar lagerstörf. Vinnuátak gegn skólaleiða LÚTERSKA kirkjan í Amsterdam hefur sent þjóðkirkjunni 5.000 evrur sem Hjálparstarf kirkj- unnar mun sjá um að koma til fólks er þarf á aðstoð að halda hérlendis. Í tilkynningu frá kirkjunni tala for- svarsmenn gjaf- arinnar um þetta sem táknræna upphæð sem fylgi orðum þeirra um samstöðu með þjóðkirkjunni og íslenskri þjóð í þeim efnahagsþrengingum sem hún glímir við. Peningar frá Amst- erdam til Íslands Röntgentækið sem um ræðir er notað til þegar framkvæmdur er fleygskurður á brjóstum í stað þess að nema brjóstin burt. Slík tæki hafa hingað til aðeins verið til hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands og því þurfti að senda sýni þangað frá Landspít- alanum með leigubíl. Skurð- læknir fékk síðan upplýsingar um niðurstöðurnar símleiðis. Þetta jók hættu á mistökum. Notað við fleygskurð Hrönn náði markmiði sínu og hljóp 10 km í Reykjavík- urmaraþoni í ágúst 2009 á tím- anum 43:23. Þá voru um tíu mánuðir frá því hún greindist með brjóstakrabbamein. Í Gamlárshlaupi ÍR 2009 bætti hún um betur og hljóp 10 km á 41:06 sem er persónulegt met. Bætti persónulegt met STUTT KURR er meðal ýmissa forsvars- manna íslenskra fyrirtækja sem smíða innréttingar vegna þess að Ríkiskaup ákváðu að útboðsgögn vegna kaupa á nýjum innréttingum á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands skyldu vera á ensku en ekki ís- lensku. Útboðið er auglýst á Evr- ópska efnahagssvæðinu en í um 90% tilfella eru útboðsgögn sem fylgja slíkum auglýsingum á íslensku þótt auglýsingarnar séu á ensku. Hjá Samtökum iðnaðarins feng- ust þær upplýsingar að forsvars- menn nokkurra fyrirtækja hefðu haft samband vegna þessa og að út- skýringa yrði leitað hjá Ríkis- kaupum. Um er að ræða útboð á innrétt- ingum í rannsóknarstofu verkfræði- og náttúruvísindadeildar HÍ. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkis- kaupa, sagði að í þessu tilfelli hefði verið ákveðið að útboðsgögnin yrðu á ensku þar sem búist var við fleiri tilboðum að utan. Þetta væru mjög sérhæfðar innréttingar. „Um 90% af okkar gögnum eða meira er á ís- lensku,“ sagði hann. Verkið væri út- boðsskylt á EES og Ríkiskaup fögn- uðu góðum tilboðum, sama hvaðan þau kæmu. „Við erum okkur mjög meðvitandi um stöðu íslensks iðn- aðar í dag og höfum ekki unnið gegn þeim hagsmunum. En menn verða einnig að hafa í huga hags- muni kaupandans, ef svo ber undir.“ Ljósmynd/HÍ Rannsaka Á stofunni fara fram rannsóknir og kennsla. Óánægja út af ensku í útboði Langoftast á íslensku TILFINNANLEG vöntun er á markvissri stefnumörkun í nýsköpun á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn Björnsson, stundakennari við jap- önskudeild Háskóla Íslands og fyrrv. framkvæmda- stjóri Össurar á Asíumörkuðum. Kolbeinn stýrir málþingi sem haldið verður í H.Í. á morgun í samvinnu við jap- anska sendiráðið um nýsköpun á Íslandi og í Japan. „Eftir stríðið lá Japan í rúst og þeir þurftu að vinna sig upp úr þeirri stöðu að það var ekkert til í landinu, ekkert fjármagn, bara mannauður- inn,“ segir hann. „Að vissu leyti má líkja þessu við stöðuna hér á landi, endurreisa þarf íslenskt hagkerfi líkt og Japanir gerðu. Þeir ákváðu að beita ríkinu á ákveðinn hátt til að safna saman því fjármagni sem til var og veita því inn í lífvænlegan iðnað. Japanska iðnaðarráðuneytið er mjög duglegt að styðja við nýjan iðnað.“ Aðalfyrirlesari á málþinginu verð- ur doktor Seiichiro Yonekura, pró- fessor við Hitotsubashi háskóla í Tókýó. Hann hefur verið leiðandi í rannsóknum á þekkingarsköpun í Japan og hefur verið virkur ráðgjafi um nýsköpun fyrir fjölmörg japönsk stórfyrirtæki, s.s. Sony. Hann mun tala um reynslu sína af nýsköpun í Japan, en Kolbeinn segir Íslendinga geta lært margt af þeim. Markmiðin óljós „Meginmunurinn á okkur og Jap- önum er að þeir skipuleggja framtíð- ina og framfylgja þeirri stefnu. Hér vantar að samhæfa stofnanir og markmið. Í Japan er mjög markviss iðnaðaruppbygging en hérna eru markmiðin óljós. Það er enginn að hámarka nýsköpun fyrir Ísland í heild sinni, en hér felast ótal tækifæri í nýsköpun sem við gætum nýtt okk- ur en erum ekki að gera af því að við erum svo illa skipulögð.“ Kolbeinn nefnir áliðnaðinn sem dæmi, Ísland sé meðal stærstu ál- framleiðenda í heimi en aðeins sem ódýr staðsetning fyrir álbræðslu. „Fyrst þessi stóra fjárfesting er kom- in til landsins, af hverju erum við ekki að hámarka hagnaðinn, afhverju verðum við þá ekki best í heiminum í áliðnaði? Málstofan er haldin á hátíðarsal HÍ frá 12-13:30. una@mbl.is Getum ýmislegt lært af Japönum Málþing um nýsköpun í Háskóla Íslands Kolbeinn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.