Morgunblaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
Eftir Árnýju E. Ásgeirsdóttur
HÚSIÐ Bankastræti 4 stendur nú autt en það
hýsti áður verslun Hans Petersen frá árinu 1907
eða í meira en 100 ár. Versluninni var lokað um
síðastu jól. „Það eru breyttir tímar,“ segir Reg-
ína Inga Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, en hún segir ákvörðunina ekki
tengjast beint hruninu.
„Það fylgdi því mikill tregi að loka en hægt og
rólega hefur dregið úr framköllun og þróunin
verið í átt að stafrænni ljósmyndun. Í framtíð-
inni ætlum við helst að leggja áherslu á net-
lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Þar sem leigu-
verð er hátt í Bankastræti ákváðum við að
einbeita okkur frekar að versluninni í Ármúl-
anum. Við munum auðvitað ennþá starfrækja
móttökustöðvar á helstu pósthúsum borgar-
innar.“
Hans Petersen í Bankastræti hefur verið stór
þáttur í lífi Reykvíkinga frá stofnun. Hans P.
Petersen heitinn opnaði verslunina með sölu á
nýlenduvörum og veiðarfærum en strax frá
árinu 1920 breyttist starfsemin þegar hann hóf
að framkalla og selja ljósmyndavörur. Í kjölfar-
ið fékk hann síðan umboð fyrir Kodak-vörur.
Þegar hann lést árið 1938 tók Guðrún M. Pet-
ersen eiginkona hans við rekstrinum með að-
stoð sona sinna í fjölmörg ár. Fram til ársins
1997 voru hluthafar eingöngu tengdir Petersen-
fjölskyldunni en þá var fyrirtækið að stórum
hluta selt. Á tímabili störfuðu allt að 100 manns
hjá fyrirtækinu en nú eru stöðugildin undir 10.
Með nýjum leigjanda breytist húsið verulega en
verslunin Aurum sem staðsett er við hliðina
hyggst nýta rýmið til stækkunar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lokað Merkri sögu verslunar í
Bankastræti er nú lokið.
Þjónusta í rúma öld er á enda
Hans Petersen hættir starfsemi í Bankastræti Ákvörðunin tengist ekki
hruninu beint Dregið hefur úr framköllun vegna stafrænnar tækni
BORGARRÁÐ samþykkti einróma
á fundi sínum í gær að stofna skóla
í Úlfarsárdal sem sameinar undir
einu þaki leikskóla og grunnskóla
ásamt frístundastarfi fyrir börn
frá eins árs aldri til tólf ára. Einn
faglegur og rekstrarlegur stjórn-
andi verði ráðinn að skólanum,
sem skipuleggur innra starf sam-
kvæmt lögum, reglugerðum og
námskrám fyrir leik- og grunn-
skóla og samþykktum um rekstur
frístundaheimila, í samstarfi for-
eldra.
Nýi skólinn mun mæta þörfum
margra barna en í dag eru 65 börn
úr hverfinu í leik- og grunnskólum
í öðrum hverfum, segir í tilkynn-
ingu frá borginni. Áhersla verður
lögð á að íbúar, fullorðnir jafnt
sem börn, hafi aðkomu að und-
irbúningi nýja skólans.
Skólinn mun taka til starfa
haustið 2010 í húsnæði leikskólans
í Úlfarsárdal. Þegar grunnskóla-
húsnæðið verður tilbúið verður það
nýtt fyrir sameinaðan skóla ásamt
leikskólahúsnæðinu. Frá hausti
2010 verða í skólanum nemendur
frá eins árs til tíu ára og síðan bæt-
ist við einn árgangur árlega.
Skóli tekur til
starfa í Úlfars-
árdal í haust
Morgunblaðið/hag
Úlfarsárdalur Skólastarf mun hefj-
ast í þessu nýja hverfi í haust.
TVÖ prófkjör
verða haldin um
næstu helgi fyr-
ir komandi
sveitarstjórn-
arkosningar,
bæði hjá
Sjálfstæðis-
flokknum.
Á Ísafirði má
búast við mikl-
um slag um
fyrsta sætið, þar sem Eiríkur Finn-
ur Greipsson, Gísli H. Halldórsson
og Guðfinna Hreiðarsdóttir sækjast
öll eftir fyrsta sætinu í prófkjöri
sem fram fer á laugardag. Alls eru
þar tíu í framboði.
Einnig verður kosið á Akureyri á
laugardag, en þar sækist Sigrún
Björk Jakobsdóttir eftir fyrsta sæt-
inu og Sigurður Guðmundsson eftir
fyrsta til öðru sæti. Þrettán gefa
kost á sér í prófkjörinu.
hlynurorri@mbl.is
Prófkjör hjá Sjálf-
stæðisflokknum á
Akureyri og Ísafirði
Tvö prófkjör verða
haldin um helgina.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÁRSÞING Knattspyrnusambands Ís-
lands verður á morgun og að því loknu
eða klukkan 18.30 verður afhjúpað
listaverk framan við höfuðstöðvar
sambandsins í Laugardal. Það er til
minningar um Albert Guðmundsson,
fyrsta íslenska atvinnumanninn í
knattspyrnu, og er eftir Helga Gísla-
son myndhöggvara.
Einstaklingurinn í heildinni
„Það er eitthvað við fótboltann sem
lokkar milljónir á völlinn og ég hafði
það í huga við gerð verksins,“ segir
Helgi. Hann byrjaði á verkinu 2007,
mótaði styttuna í leir og steypti hana
síðan í brons. Styttan í fullri stærð
stendur á boga sem Helgi hugsar sem
hluta leikvangsins og á honum er fót-
bolti sem jafnframt vísar til jarð-
arkringlunnar. „Ég stóð frammi fyrir
tveimur möguleikum,“ segir hann.
„Annars vegar að gera portrett af
manninum, mannlýsingu, en samtím-
inn gerir það alltaf best og því valdi ég
að fara í íþróttina sem slíka, ein-
staklinginn í keppninni með vísan til
alheimsins. Höfuðið vísar til Alberts
en annars er þetta anatómísk skír-
skotun til íþróttamannsins, ein-
staklingsframtakið í heildinni. Með
öðrum orðum set ég Albert í stærra
samhengi. Myndin er tileinkuð honum
en er um leið óður til fótboltans í
heiminum.“
Myndgerðin mikilvæg
Helgi segir mikilvægt að þessi
myndgerð sitji ekki eftir, að samtím-
inn sinni henni enda sé þörf fyrir
hana. Hefðbundna túlkunin sé að gerð
sé stytta af viðkomandi einstaklingi, í
þessu tilfelli af Alberti Guðmundssyni.
Verkið sé enda tileinkað honum en
það sé líka víkkað út frá honum. „Ég
vildi staðsetja þennan tiltekna ein-
stakling í þessu samhengi, í þessari
íþrótt sem dregur að sér milljónir. Er
það einstaklingurinn, hans full-
komnun, sem hefur þetta aðdrátt-
arafl? Allt þetta hafði ég í huga við
gerð verksins.“
Íþróttafataframleiðandinn Halldór
Einarsson í Henson Sports hf. átti
hugmyndina að gerð styttunnar.
Hann hefur unnið að málinu í meira
en áratug og sér nú árangur erfiðisins.
Albert og
styttan óður
til fótboltans
ÓSKAÐ hefur ver-
ið eftir því að
stytta af Jóni Páli
Sigmarssyni kraft-
lyftingamanni
verði reist nálægt
gömlu þvottalaug-
unum í Laugardal.
Í umsögn safn-
stjóra Listasafns Reykjavíkur 21.
janúar sl. segir að engar upplýs-
ingar um verkið fylgi beiðninni og
því sé ekki hægt að meta formleg
tengsl þess við umhverfið auk þess
sem æskilegt sé að fá umsögn ÍSÍ um
beiðnina. Bent er á að listræn sköp-
un hafi þróast í átt að nánari
tengslum listaverka við umhverfið
og mikilvægt sé að tekið sé mið af
þeirri þróun í sambandi við ný lista-
verk í almenningsrými borgarinnar.
Málinu var frestað á fundi menning-
ar- og ferðamálaráðs.
Vill styttu af
Jóni Páli
Listaverkið afhjúpað annað kvöld
Morgunblaðið/RAX
Listamaðurinn og verkið
Helgi Gíslason myndhöggvari hefur haft í nógu að snúast undanfarin ár en
féll strax fyrir hugmyndinni um að gera styttu af Alberti Guðmundssyni.
Hann útfærði hugmyndina á sinn hátt og er ánægður með hvernig til hefur
tekist. „Höfuðið vísar til Alberts en annars er þetta anatómísk skírskotun til
íþróttamannsins, einstaklingsframtakið í heildinni. Með öðrum orðum set
ég Albert í stærra samhengi. Myndin er tileinkuð honum en er um leið óður
til fótboltans í heiminum,“ segir hann.
Hver var Albert Guðmundsson?
Hann fæddist 5. október 1923 og
ruddi brautina fyrir íslenska atvinnu-
mennsku í íþróttum, en fyrsti samn-
ingur hans var við FC Nancy í Frakk-
landi, undirritaður 29. júlí 1947.
Hann var stórkaupmaður í Reykjavík
frá 1965, borgarfulltrúi 1970 til 1986
og lengst af í borgarráði. Forseti
borgarstjórnar 1982 og 1983. Hann
var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík 1974 til 1987 og Borg-
araflokksins 1987 til 1989. Hann var
fjármálaráðherra 1983 til 1985, iðn-
aðarráðherra 1985 til 1987 og sendi-
herra í Frakklandi 1989 til 1993, en
hann var ræðismaður Frakka 1962 til
1989. Albert féll frá 7. apríl 1994.
Með hvaða erlendum
liðum lék Albert?
Eftir að hafa verið fjórfaldur Íslands-
meistari með Val í Reykjavík hélt Al-
bert til náms í Skotlandi 1945. Hann
lék með Glasgow Rangers og Arsenal
áður en hann gerðist atvinnumaður
hjá Nancy. Þaðan lá leið hans til AC
Milan á Ítalíu, síðan var hann liðs-
maður Racing Club Paris og lauk
ferlinum hjá Nice 1955. Hann var for-
maður KSÍ 1968 til 1973.
S&S