Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 15

Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 15
Nelson Mandela 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 1944 Mandela stofnar ungliða- hreyfingu Afríska þjóðar- ráðsins ANC ásamt Oliver Tambo og Walter Sisulu. 1961 Suður-Afríka lýst lýðveldi; gengur úr Breska samveldinu. 1989 Allir kynþættir fá aðgang að opin- berum mann- virkjum. 2. feb. 1990 F.W. de Klerk, síðasti hvíti forseti Suður- Afríku, afléttir banni við starfi ANC og annarra frelsishreyfinga. Mandela er látinn laus 11. febrúar. Okt. 1993 Mandela deilir friðarverð- launum Nóbels með de Klerk, fyrrv. forseta S-Afríku. 15. maí 2004 Tilkynnt að HM í knattspyrnu fari fram í Suður-Afríku. 16. júní 1999 Mandela sest í helgan stein, felur völdin í hendur Thabo Mbeki. 9. maí, 2009 Þingið kýs Jacob Zuma sem forseta eftir afsögn Mbekis forseta árið áður. 11. júní 2010 19. Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hefst í Suður-Afríku. 1962 Mandela er tekinn höndum eftir heimkomu til Suður-Afríku eftir leynilega för til Alsírs í herþjálfun. Merki Afríska þjóðar- ráðsins 2010 FIFA Merki keppninnar 18. júlí 1918 Nelson Mandela fæðist nærri bænum Mthatha, yngsti sonur ráðgjafa valdafólks í ættflokknum Thembu. Sjöundi áratugurinn Alþjóðasamfélagið byrjar að þrýsta á stjórnvöld í S-Afríku. 1991 Mandela kjörinn forseti ANC. Leifar aðskilnaðar- laga numdar brott og alþjóðlegar viðskipta- þvinganir felldar úr gildi. 14. júní 2005 Mbeki forseti sviptir Jacob Zuma varaforseta embætti vegna spillingarmáls. 1994 Mandela sver embættis- eið sem fyrsti blökku- maðurinn til að verða forseti S-Afríku. Landið fær aftur aðild að sam- veldinu. Viðskipta- þvinganir úr sögunni. 12. júní 1964 Mandela og sjö aðrir eru dæmdir í lífstíðar- fangelsi á Robben-eyju undan ströndum Höfðaborgar. Tími Mandela í fangelsi Forseti MANDELA OG BROT ÚR SÖGU SUÐUR-AFRÍKU NELSON MANDELA, Í ÞÁTÍÐ OG NÚTÍÐFANGELSISVISTIN SUÐUR- AFRÍKA Höfðaborg Paarl Jóhannesarborg Pretoría Mthatha BOTSWANA SIMB. MÓS. Pollsmoor-fangelsið Staðsett í Höfðaborg. Mandela var fluttur þangað ásamt öðrum leiðtogum Afríska þjóðarráðsins (ANC) árið 1982. Victor Verstor-fangelsið Fangelsi með lágmarksöryggisgæslu nærri bænum Paarl. Mandela var fluttur þangað 1988 en var svo látinn laus 1990. Robben-eyja Mandela var 18 af fyrstu 27 árum sínum í fangelsi á Robben-eyju, sjö kílómetra undan strönd Höfðaborgar. 1 2 3 2 3 1 Nelson Mandela heldur upp á það í þessari viku að 20 ár eru liðin frá því hann var látinn laus úr fanglesi TÍMAMÓT Í LÍFI MANDELA Heimildir: Nelsonmandela.org, blaðagreinar. Í GÆR voru 20 ár liðin frá því Nel- son Mandela, fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti Suður-Afríku, var látinn laus úr fangelsi eftir að hafa setið 27 ár á bak við lás og slá. Mandela hefur orðið mörgum að innblæstri, ekki síst vegna áhersl- unnar á að fyrirgefa óvinum sínum. Þessi boðskapur kom skýrt fram í ræðu sem hann flutti í suður-afríska þinginu í janúarmánuði 1991. Þar rifjaði hann upp að þúsundir hefðu fallið í innbyrðisátökum í land- inu og að skella mætti skuldinni á aðskilnaðarstefnuna sem leitt hefði örbirgð og smán yfir þjóðina. Afnám stefnunnar hefði verið forsenda þess að binda endi á ofbeldið. Slíkar al- hæfingar dygðu þó skammt: „Við gætum bent fingrinum og út- deilt sökinni í allar áttir. Ef til vill myndi það svala eigingjörnum hvöt- um. En með því að beina gagnrýni annað, hversu réttmæt sem hún kann að vera, hjálpum við ekki við lausn vandans. Þess vegna, hver svo sem áþreifanleg útkoma fundarins verður, verðum við að halda sam- skiptunum áfram, einmitt svo hlúa megi að málum sem sátt þarf að nást um og svo leita megi varanlegrar lausnar á ágreiningsefnum.“ Ræður Nelsons Mandela eru að- gengilegar á vef stofnunar hans, www.nelsonmandela.org. Frelsis- afmæli friðarsinna Mandela fyrirgaf óvinum sínum Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 TAÍVÖNSK kona sýnir skreyttar neglur með mynd af „guði auðæfanna“ í aðdraganda hátíða- halda til að fagna nýárinu í Taipai, höfuðborg Taívans. Ár tígursins gengur í garð á sunnudag. Reuters TILBIÐJA GUÐ AUÐSINS Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LEIÐTOGAR Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um að veita Grikkjum ígildi neyðaraðstoðar í formi lána vegna gífurlegra efnahagsþrenginga í landinu. Grikkir tóku upp evruna árið 2000 og er þetta í fyrsta sinn frá því að gjaldmiðillinn var tekinn upp í 11 Evrópusambandsríkjum á nýársdag 1999 sem evrulandi er komið til hjálpar með svo umfangsmiklum hætti. Van Rompuy, forseti Evrópusambands- ins, José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar sambandsins, Nicolas Sar- kozy Frakklandsforseti, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, og George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fóru fyrir samningagerðinni en haft var eftir spænskum embættismanni að útfærslan myndi skýrast eftir fund fjármálaráðherra aðildarríkjanna næstkomandi þriðjudag. Aðildarríkin ákvarða upphæðina Jafnframt hefur Donald Tusk, forsætis- ráðherra Póllands, greint frá því að aðstoðin verði í formi lánafyrirgreiðslu frá einstökum aðildarríkjum sem ráða muni upphæðinni. Líkt og Spánn og Portúgal glímir Grikk- land við mikinn skuldabagga og er litið á inngrip sambandsins sem lið í að sporna gegn frekari erfiðleikum á evrusvæðinu. Samkvæmt skilyrðum evrópska mynt- bandalagsins, sem liggur evrunni til grund- vallar, má halli á fjárlögum ekki fara yfir 3% af þjóðarframleiðslu. Grikkir hafa löngu sprengt þetta svigrúm og fór hallinn í 12,7% á síðasta fjárlagaári, framúrkeyrsla sem kallar á gífurlegan sam- drátt í útgjöldum ríkisins. Óhjákvæmilegt er að aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar komi niður á ýmsum hópum grísks samfélags og hafa bændur meðal ann- ars krafist þess að niðurgreiðslur þeim til handa verði auknar, þrátt fyrir þungar áhyggjur af því að ríkið stefni í greiðsluþrot. Grikkir verða ekki skildir eftir Merkel kanslari, leiðtogi stærsta hag- kerfis Evrópu, segir ESB ekki munu skilja Grikki eina eftir og Van Rompuy, fyrsti for- seti sambandsins, sagði það búast við afger- andi aðgerðum af hálfu grískra stjórnvalda. Ljóst má vera að mikið verk er fyrir hönd- um enda nema skuldir gríska ríkisins nú um 300 milljörðum evra, eða sem svarar 52.884 milljörðum króna, og þarf ríkið að taka 53 milljarða evra til viðbótar að láni í ár til að stoppa upp í hallann á fjárlögum. Til að bæta gráu ofan á svart hefur lánshæfismat ríkis- ins versnað sem aftur hefur leitt til þess að fjármagnskostnaður hefur aukist. Sá liður vegur þungt í ljósi þess að 11,6% þjóðar- framleiðslunnar renna nú til vaxtagreiðslna. Brýtur blað í sögu evrunnar  ESB kemur Grikklandi til hjálpar með við- reisnarpakka  Landið stefndi í greiðsluþrot Reuters Í Aþenu Niðurskurði mótmælt við þingið. Í HNOTSKURN »Evran er nú gjaldmiðill 16 aðild-arríkja Evrópusambandsins en samanlagt mynda ríkin 27 stærsta hagsvæði í heimi. »Grikkland er mikið ferðamanna-land og veldur evran því að dýrt er fyrir fólk frá öðrum myntsvæðum að ferðast til landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.