Morgunblaðið - 12.02.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.02.2010, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nú standayfir til-raunir til þess að ná stjórn- málalegri sam- stöðu um nýja nálgun á Icesave- málinu. Stjórnarandstaðan hefur teygt sig mjög langt til þess að sú tilraun mætti takast og sýnt mikið umburðarlyndi. Ýmsir hafa vissulega efast um að stjórnarandstaðan sé á réttri leið með því að taka þátt í slíku ferli undir forystu manna, sem svo illa hafa hald- ið á hlut Íslands í málinu. Þau sjónarmið hafa sést á þessum vettvangi. Slíkum varnaðar- orðum er áfram haldið til haga. En um leið er ekki annað hægt en að meta þá ábyrgð- arfullu afstöðu, sem for- ystumenn stjórnarandstöð- unnar leitast við að sýna, þrátt fyrir áhættuna sem óhjá- kvæmilega fylgir. Í ljósi þessa er með ólíkindum að sjá það útspil sem kemur úr ráðuneyti fjármála á þessu viðkvæma augnabliki. Rauðum dulum er veifað framan í stjórnarand- stöðu og mönnum þar á bæ ögrað. Steingrímur Sigfússon lætur skyndilega dreifa plögg- um sem hann segir samnings- drög um Icesave frá miðjum desember 2008. Hann segir í hneykslunartón að þessi „drög“ hafi ekki verið sýnd í utanríkismálanefnd. Þetta er sami maðurinn og sýndi aldrei slík drög neins staðar, hafði ekkert samráð við alþing- ismenn og kom með fullklár- aðan undirritaðan samning og krafð- ist þess að þing- menn samþykktu hann. Helst áttu alþingmenn að hafa sama hátt á og forsætisráðherrann og samþykkja samninginn án þess að sjá hann eða lesa. Það eru stórkostlegir hags- munir í húfi fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir það hika menn ekki við að tefla breiðu samstarfi í tvísýnu og slá póli- tískar keilur til að ná stund- arávinningi í hrepparíg á heimavígstöðvum. Þess háttar framgöngu hljóta menn að for- dæma, hvar í flokki sem þeir standa. Og þetta er því miður ekki fyrsta eða eina dæmið. Þetta er frekar reglan en und- antekningin. Fjármálaráð- herra hefur sífellt haldið því fram að fyrri samninganefnd hafi verið undir forystu Bald- urs Guðlaugssonar sem Stein- grímur flæmdi úr ráðuneyt- inu. Nú hefur komið á daginn að þessi ráðherra sem frábiður sér „mannaveiðar“ fór einnig í þeim efnum með ósannindi. Forystumenn ríkisstjórn- arinnar hafa mánuðum saman reynt að fá samþykkta hér nauðungarsamninga, sem nú er orðin allrík samstaða um að þjóðin getur alls ekki upprétt undir risið. Og þá er reynt að búa til spuna, sem nær rúmt ár aftur í tímann, til þess eins að draga athygli frá ömurlegri varðstöðu þessa fólks um þýð- ingarmikla hagsmuni Íslands. Þrátt fyrir mikla þjóðarhagsmuni reyna menn að slá pólitískar keilur} Samstöðu teflt í tvísýnu Það brotnaðimargt í bankahruninu. Sumum brotum má raða saman á ný og nýta. Annað verður að fara á byrjunarreit og þróast án tengsla við fortíð. Þegar menn breyttu nafninu á bankanum sínum úr Nýja Kaupþingi yfir í Arion var það vísbending um að til stæði að feta nýja slóð. Þess vegna bregður mönnum að sjá menn detta beint í gömlu hjólförin og spóla þar í eðjunni. Um þetta segir Jón Magnússon, hrl. og fyrrverandi alþing- ismaður: „Það hefur verið merkilegt að fylgjast með orð- ræðum Finns Sveinbjörns- sonar undanfarið vegna ráð- stafana Arion banka, ríkisins og fleiri. Ekki verður annað skilið af Finni en eina viðmið- unin sé að hámarka virði bank- ans og þá skipti annað ekki máli. Raunar er það sérstakt að hann skuli helst sjá þá leið til þeirr- ar hámörkunar að fela helstu hrun- barónum þjóð- arinnar að halda fyrirtækjunum og afskrifa tugi millj- arða til að það megi verða. Samkvæmt siðfræði Finns skiptir ekki máli hvaða sögu menn hafa. Þeir Soprano og Don Corleone væru því gildari rekstrarmenn en Móðir Ter- esa. Skyldu þau Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sig- fússon vita af þessu og hvað skyldi stjórnarandstaðan segja um málið? Eru þing- menn virkilega sammála sið- fræði Finns Sveinbjörns- sonar? Ætlar fólk að láta þessa siðfræði yfir sig ganga og vera ráðandi í þjóðfélaginu?“ Það er lítill vafi á að þessar hugsanir leita á margan annan en Jón Magnússon hæstarétt- arlögmann. Sá sem eingöngu spólar í eðju gömlu hjólfaranna getur ekki verið á réttri leið} Vaxandi efasemdir B andaríkin eru að mörgu leyti aðdáunarvert ríki og hafa um langa tíð verið ljósberi ein- staklingsfrelsis í heiminum, þótt lampinn hafi vissulega orðið kámugri með árunum. Eitt er það þó í bandarísku stjórnkerfi sem mér þykir lítt til eftirbreytni og það eru að- ferðirnar sem notaðar eru í hinu svokallaða stríði gegn eiturlyfjum. Ég man eftir því að fyrir nokkrum árum sá ég myndband af því þegar hópur lögreglu- manna gerði fjöldaleit á nemendum í banda- rískum menntaskóla. Hafði skólastjórinn ósk- að eftir heimsókn lögreglumannanna þar sem hann taldi líkur á að fíkniefni væri að finna á einhverjum skjólstæðinga sinna. Í myndbandinu má meðal annars má sjá lögreglumenn beina skammbyssum að skelfdum nem- endum, í ofsafenginni leit að eiturlyfjunum, sem þó aldrei fundust. Ég horfði á þetta og hugsaði með mér að það væri vissulega stundum gott að búa á litla saklausa Íslandi þar sem skólabörn þyrftu ekki að búa við slíkar ofsóknir. Eða hvað? Í gær fóru þrír lögregluhundar, átta lög- reglumenn og nokkrir tollverðir í heimsókn í Tækniskól- ann á Skólavörðuholti í leit að fíkniefnum. Var öllum út- gönguleiðum úr skólanum lokað fyrir utan eina, en þar beið lögreglumaður ásamt fíkniefnahundi. Í skólanum voru þá hátt í þúsund nemendur og miðað við fréttir má gera ráð fyrir því að leitað hafi verið, með einum eða öðrum hætti, á langflestum þeirra. Vafalaust hefur íslenska lögreglan lagaheim- ild til að leita á hverjum sem er án rökstudds gruns. Þar stöndum við Íslendingar Banda- ríkjamönnum að baki, en þar eru þó einhver mörk sett fyrir því hve hart lögreglan má ganga fram í áðurnefndum stríðsrekstri. Talsmaður skólans sagði í samtali við Mbl.is að leitin væri hluti af hefðbundinni leit og hefði mikið forvarnargildi. Er þetta virkilega besta leiðin sem skólayfirvöld sjá til þess að vinna að minni fíkniefnaneyslu nemenda sinna? Að siga á þá lögregluhundum og loka þá inni í skólanum á meðan leitað er á þeim? Ég get ekki ímyndað mér að aðfarir sem þessar hafi nokkur önnur áhrif en að búa til andrúmsloft ótta og tortryggni í skólasamfélag- inu. Því miður virðist sem ekki sé um afmarkað tilvik að ræða heldur hefur vísir.is eftir samskiptastjóra skólans að fjölmargir framhaldsskólar hafi gert slíkt hið sama og gefið góða raun. Í Bandaríkjunum hefur hernaðurinn gegn almennum borgurum harðnað með hverju árinu sem líður. Ástæðan er einföld: stríðið gegn fíkniefnum er óvinnanlegt og skilar engum öðrum árangri en að fylla fangelsin vestra af ungu fólki. Í stað þess að viðurkenna að aðferðirnar séu vitlaus- ar er hert enn á í þeirri von að meira ofbeldi og meiri harka muni skila árangri. Það er skelfilegt til þess að hugsa ef þróunin verður svipuð hér á landi. Og árangurinn af leitinni í gær? Engin efni fundust. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Leitað á saklausu fólki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is M arkaður fyrir loð- skinn er mjög góður um þessar mundir. Eftirspurn hefur aukist í Kína og fleiri Asíulöndum en þar hafa nor- rænir loðskinnabændur eignast góð- an markað. Þá hefur það aukið söl- una að veturinn hefur verið kaldur á mikilvægum markaðssvæðum, í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Asíu, og fólk vill klæða hann af sér. Þá má segja að skinn séu í tísku um þessar mundir. Jafnframt hefur framleiðsla loð- skinna í Kína ekki náð sér á flug og sífellt þrengir meira að möguleikum til aukningar framleiðslu í þéttbýlum löndum, eins og Danmörku og Hol- landi. 7.600 krónur fyrir skinnið Íslenskir minkabænur selja vörur sínar í uppboðshúsi danskra loð- dýrabænda, „Kopenhagen Fur“. Fyrsta stóra uppboði sölutímabilsins lauk síðastliðinn þriðjudag. Verð á minkaskinnum hækkaði um 13% og kemur til viðbótar 36% hækkun sem varð á minna uppboði í desember. Öll skinnin seldust. Um 19 þúsund íslensk skinn voru seld og fengust 325 danskar krónur að meðaltali fyrir hvert. Það er einni krónu yfir meðaltali á uppboðinu. Miðað við gengi dagsins skilar þetta verð bóndanum 7.600 íslensk- um krónum fyrir skinnið. Þótt fram- leiðslukostnaður hafi aukist verulega hér á landi var hann enn undir 4.000 krónum á skinn að meðaltali á síð- asta ári, samkvæmt útreikningum Einars Eðvalds Einarssonar, lands- ráðunautar í loðdýrarækt. Sam- kvæmt því ætti bóndinn að geta not- að 3-4 þúsund krónur af hverju skinni til að greiða niður skuldir eða byggja upp. Einar tekur fram að yf- irleitt séu bestu skinnin boðin á fyrstu uppboðunum og því ekki lík- legt að meðalverðið haldist svona hátt á sölutímabilinu í heild, nema þá eftirspurnin verði jafngóð áfram og verðið haldi áfram að hækka. „Þótt afkoman sé góð núna verð- um við alltaf að hafa það í huga að það hafa komið mögur ár og við verð- um að lifa á meðaltalinu,“ segir Ein- ar. Hann segir að markaður fyrir minkaskinn hafi verið góður í nokkur ár en verðið hafi ekki skilað sér að fullu til framleiðenda fyrr en eftir að gengi krónunnar leiðréttist. Enga ævintýramennsku Heldur bjart er framundan í þess- ari atvinnugrein sem hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika frá því hún átti að verða helsta bjargráð sveit- anna í samdrætti í hefðbundnum bú- greinum. Einar hefur orðið var við að einstaklingar séu að huga að því að hefja rekstur. Þá er unnið að kynn- ingu erlendis á möguleikum minka- ræktarinnar hér á landi. Loðdýrabændur taka nýliðum fagnandi en Einar segir að uppbygg- ingin verði að vera á starfsvettvangi stóru fóðurstöðvanna á Sauðárkróki og Selfossi. Þá verði menn að fara í þetta á forsendum greinarinnar og gera raunhæfar áætlanir. „Menn verða að geta tekið sveiflum. Það þýðir ekki að fara út í neina ævin- týramennsku, við erum búnir með þann kafla,“ segir Einar. Minkabændur verða að lifa á meðaltalinu Morgunblaðið/Ómar Á uppboð Íslenskir minkabændur framleiða góð skinn. Aðeins Danir og Norðmenn fá hærra verð á uppboðinu í Kaupmannahöfn og bilið minnkar. Þótt skinnaverð sé ekki í sögu- legu hámarki á heimsmarkaði hefur gengi íslensku krónunnar þau áhrif að aldrei fyrr hafa ís- lenskir minkabændur fengið jafn- hátt verð fyrir afurðir búa sinna. Í LANDINU eru nú 22 minkabú. Það er aðeins tíundi hluti þess fjölda sem var þegar loð- dýraræktarbylgjan náði há- marki og fór mest í 240 bú, bæði með refi og minka. Á minkabúunum eru um 34 þúsund læður og er reiknað með að á markaðinn fari lið- lega 160 þúsund skinn. Var- færið mat sem gert var fyrir síðustu hækkanir á markaði gerir ráð fyrir að útflutnings- verð skinna geti numið 750 til 800 milljónum. Haldist það meðalverð sem fékkst á upp- boði í vikunni fara tekjurnar nokkuð yfir milljarðinn. Minkabændur hafa verið að stækka búin, þótt ekkert hafi verið byggt á síðasta ári. Bjarni Stefánsson, minka- bóndi í Túni í Flóanum, segir að bændur hafi einnig end- urnýjað innréttingar og kyn- bætt dýrin með góðum ár- angri. „Það er mikilvægt, þegar herðir að, að vera fyrir ofan meðaltalið í skinnaverði. Þegar verðið fellur hætta frek- ar þeir sem eru með lakari skinnin og það er því ákveðin afkomutrygging að vera fyrir ofan meðaltalið.“ Milljarður í kassann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.