Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 20

Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 20
20 UmræðanKOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Á ÖRLAGATÍM- UM í sögu þjóðar skiptir það sköpum að hafa þor til þess að taka réttar ákvarðanir þó að þær séu um- deildar. Sem betur fer eru sjaldan örlaga- stundir. Nú nálgast ein. Árið 1949 var tíma- mótaár í sögu Íslands. Þá ákvað Alþingi að hverfa frá hlut- leysisstefnu til frambúðar. Á ár- unum 1945 til 1949 féll hvert ríki Austur-Evrópu eftir annað undir ok kommúnisma. Þjóðir sem sumar áttu mikla samleið með lýðræð- isþjóðunum í vestri urðu fyrir hrammi Sovétríkjanna. For- ystumenn vestrænna ríkja ákváðu þá að bindast samtökum um að verjast ágangi Stalíns og kóna hans. Þjóðirnar höfðu stuðning hver af annarri. Ísland hafði nýlega fengið sjálf- stæði og það var stór ákvörðun að ganga í NATO. Forystumenn þjóð- arinnar voru sakaðir um landsölu, svik við fósturjörðina og fullveld- isafsal. Þegar varnir voru styrktar árið 1951 voru stjórnvöld sökuð um að vilja innlima Ísland í Bandaríkin. Sem betur fer stóðust forystumenn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árásir sem voru svæsnari en menn áttu að venjast og kölluðu þó ekki allt ömmu sína á þeim árum. Á Íslandi og í öllum NATO-löndum tókst að varðveita frið og frelsi. Kynslóðirnar sem á eftir komu eru þó ekki sérstaklega þakklátar þeim Bjarna Benediktssyni, Ólafi Thors og öðrum leiðtogum þjóð- arinnar á þessum tímum. Vegna þess að markmiðið náðist teljum við frelsi, lýðræði og efnahagslega vel- sæld sjálfsagðan hluta af lífinu. Hins vegar þarf ekki að efast um að þeim hefði verið álasað fyrir það síðar að grípa ekki tækifærið þegar NATO var stofnað. Smáríkin í austri þurftu að búa við kúgun í nær hálfa öld og kunna að meta frelsið. Vegna þess að við höfðum leiðtoga sem þorðu þurftum við aldrei að kynnast af- leiðingum þess að þora ekki. Árið 2008 varð Ís- land fyrir meira efna- hagsáfalli en nokkur önnur vestræn þjóð. Vegna þess að okkur hafði í áratugi vegnað vel var lítil umræða um efnahagslegan stöð- ugleika þjóðarinnar. Þó að umheim- urinn hefði miklar áhyggjur af Ís- landi kepptust Íslendingar sjálfir við að sannfæra sig um að ekkert kæmi fyrir þá. Okkur vantaði líka öryggisnet og bandamenn þegar á reyndi. Síðastliðið sumar var samþykkt á Alþingi að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðunin var umdeild og sam- þykkt með naumum meirihluta. Þó var ljóst að margir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn umsókninni hefðu stutt hana ef öðruvísi hefði verið að henni staðið. Nú styttist í það að Evrópusam- bandið ákveði að hefja viðræður við Íslendinga. Enginn þarf að efast um að innan sambandsins fengjum við sem bandamenn þær þjóðir sem standa næstar okkur að menningu, stjórnkerfi og sögu. Í nærri tvo ára- tugi höfum við viljað vera í banda- lagi með þeim um fjölmörg málefni. Þegar þjóðin gekk í Evrópska efna- hagssvæðið á sínum tíma töldu margir það landsölu og svik við fósturjörðina. Sem betur fer höfðu forystumenn þjóðarinnar þá hug- rekki til þess að velja leið frelsis og opinna markaða. Flestir átta sig þó á því að það er útilokað að ná stöð- ugleika með íslensku krónunni. Hún getur gefið falska velsæld eða mikla örbirgð. En hún veitir aldrei stöð- ugleika eða skjól. Viðræður um aðild að Evrópu- sambandinu taka vafalítið langan tíma. Afar mikilvægt er að allir leggist á eitt um að Ísland nái eins góðum samningi og mögulegt er. Aldrei mega menn standa upp frá borðinu nema sannfærðir um að besta samningi hafi verið náð. Þeg- ar þar að kemur mun þjóðin kjósa. Það er allra hagur að taka saman höndum meðan á samningum stend- ur. Vonandi sýna forystumenn á þeirri stundu sömu framsýni og for- ingjarnir um miðja síðustu öld. Þeim verður eflaust ekki þakkað frekar en fyrri daginn þegar vel tekst til, en þeir sem bregðast þeg- ar þjóðin hefur tækifæri til þess að tryggja efnahagslegan og pólitískan stöðugleika gleymast aldrei. Í dag klukkan 16.30 verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverf- isgötu stofnað félag Sjálfstæðra Evrópumanna. Fundurinn er opinn öllum sem vilja styðja markmið fé- lagsins. Það vill standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu Íslands við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efna- hagslegum og pólitískum stöð- ugleika, trausti, einstaklings- og at- vinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið að Ísland sýni reisn og styrk í viðræðum við Evrópusam- bandið og forðist einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra við- ræðna hlýtur þjóðin að ganga sann- færð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg. Sjálfstæði er að velja sér félaga Eftir Benedikt Jóhannesson » Afar mikilvægt er að allir leggist á eitt um að Ísland nái eins góð- um samningi og mögu- legt er. Aldrei mega menn standa upp frá borðinu nema sann- færðir um að besta samningi hafi verið náð. Benedikt Jóhannesson Höfundur er ritstjóri Vísbendingar. ÉG ER búinn að vera viðloðandi ís- lenska kvikmynda- og sjónvarpsgerð í mörg ár. Og man eft- ir kvikmyndasumrinu góða þegar myndir eins og Land og syn- ir, Óðal feðranna og Börn náttúrunnar, sem kom síðar, voru gerðar. Ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í þessum myndum, þá þurftu menn að veðsetja eignir sínar og fjölskyldur til að gera eina kvikmynd. Sumir eða flestir fóru illa á þessu og misstu allt sitt og meira en það. Núna virðist að ný vinstri ríkisstjórn Íslands undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Páll Magnússon hjá RÚV ætli að fara aftur til fortíðar og setja menn í þennan klafa enn á ný. Af þessum þremur myndum náði Börn náttúrunnar í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar lengst og var útnefnd ein af fimm bestu erlendu kvikmyndum til Ósk- arsverðlauna. Þvílík landkynning sem þetta var fyrir litla Ísland. Við erum alltaf að hæla okkar frábæra handboltalandsliði fyrir að hafa unnið silfur á Ólympíu- leikunum og erum stolt af þeim árangri. En þessi árangur hjá Friðrik Þór og hans samstarfsfólki er ekki minni og sýnir hvers íslenskir kvikmynda- gerðarmenn eru megnugir í þessum harða heimi kvik- myndanna, við erum á heimsmælikvarða. Einnig hefur heimild- armynd Friðriks Þórs, Sólskinsdrengurinn, um einhverfan dreng, vakið mikla athygli er- lendis og á mikla möguleika á að fá Óskarsverðlaun. Handboltalandsliðið var verð- launað á dögunum fyrir brons- verðlaun um 10 milljónir (sem er dropi í hafið), en ef stjórnvöld væru samkvæm sjálfum sér ættu verðlaunin að vera niðurskurður eins og á að gera við kvikmynda- og sjónvarpsgerðarfólk. Því það virðist eiga að drepa niður alla góða landkynningu og ein- staklingsframtak í þessu landi. Ég hélt að okkur Íslendingum veitti ekki af góðri landkynningu og störfum á þessum erfiðu tímum. Þráinn Bertelsson (nú þingmað- ur) gerði sjónvarpsþætti sem hétu Sigla himinfley og vöktu þeir mikla ahygli í Þýskalandi og komu margir Þjóðverjar sérstaklega til Vestmannaeyja að sjá þessa nátt- úruperlu sem þar er. Og nú síðast hafa Ragnar Bragason og félagar vakið mikla athygli erlendis með Vaktar-seríunum. Finnar eru bún- ir að kaupa þættina. Meira að segja stórveldið í kvikmynda- og sjónvarpsheiminum, Bandaríkin, vill kaupa hugmyndina um Vakt- irnar. Og ekki má gleyma árangri Baltasars Kormáks sem hefur vakið mikla athygli erlendis með sínum kvikmyndum. Hvað vilja menn meiri sannanir fyrir því að íslensk kvikmynda- og sjónvarps- gerð er besta landkynningin? Ég veit að það þarf að skera niður allsstaðar vegna hrunsins, en það verður að ganga jafnt yfir alla. Að skera niður framlög til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar um 35% mun ganga af greininni dauðri. Ég skora á Katrínu Jak- obsdóttur menntamálaráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og breyta þessari prósentutölu í 5%. Magnús Ólafsson Magnús Ólafsson » ... að skera niður framlög til kvik- mynda- og sjónvarps- gerðar um 35% mun ganga af greininni dauðri. Höfundur er leikari og kvikmyndaáhugamaður. Íslensk kvikmynda- og sjónvarps- gerð er besta landkynningin SÚ UPPBYGGING sem átt hefur sér stað á undanförnum árum hefur skilað Kópa- vogsbúum traustum innviðum, ekki hvað síst á vettvangi eldri borgara. Það hefur gert bænum kleift að laga nærþjónustu við aldraða að nýjum áherslum á tiltölulega stuttum tíma, eins og sú mikla upp- bygging sem átt hefur sér stað í Boðaþingi er til marks um. Það á ekki aðeins að vera gott að búa í Kópavogi. Það á einnig að vera gott að eldast í Kópavogi. Mikilvægt skref í þá átt er að sameina heima- þjónustu og heimahjúkrun aldr- aðra og ljúka fyrirhugaðri stækkun á Sunnuhlíð. Fleira þarf þó að koma til. Breyttir tímar með nýjum áherslum Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur fólks og skera sig að því leyti ekki úr öðrum aldurshópum sam- félagsins. Það skipulag sem Boða- þing styðst við endurspeglar þessa einföldu staðreynd. Umhverfis miðlæga þjónustumiðstöð liggja kjarnar sem hýsa ýmist sérbýli, þjónustuíbúðir eða hjúkrunarrými og verður miðstöðin ásamt 44 hjúkrunarrýmum tekin í notkun núna vor. Kjarn- ann með þjónustuíbúðum á enn eftir að reisa, en að því verki loknu verður Boðaþing það sjálfstæða samfélag sem að er stefnt, með fjölbreytta kosti í boði, allt eftir þörf- um hvers og eins. Standa þarf vörð um lífsgæðin Með Boðaþingi hefur ný hugmyndafræði verið kynnt til sögunnar hjá Kópa- vogsbæ, sem tekur mið af lífs- gæðum fólks, en ekki aðeins „stríp- uðum“ grunnþörfum. Persónulegt umhverfi og aðgengileg þjónusta eru mikilvægar forsendur þess að eldast með reisn. Sem dæmi um það má nefna að hjúkrunarrýmin í Boðaþingi eru um 35 m2 og hafa því einnig nokkurt rúm fyrir persónu- legar eigur íbúans. Mikilvægast er þó það persónufrelsi sem felst í því að geta valið tiltölu fyrirhafn- arlaust á milli mismunandi þjón- ustustiga í takt við aldursþrep og atorku. Það er því afar brýnt að lokið verði við síðustu áfanga Boða- þings á næstu misserum og unnið að því búnu að frekari uppbygg- ingu á þessum fjölþætta grunni. Það á að vera gott að eldast í Kópavogi Eftir Ármann Kr. Ólafsson Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. ÞAÐ ER vel búið að fjölskyldum í Kópa- vogi. Á þriðja tug leik- skóla er starfandi í sveitarfélaginu, þar af fjórir einkareknir. Öll börn tveggja ára og eldri komast í leik- skólavist í Kópavogi og talsvert er af börn- um milli eins og tveggja ára á leikskól- unum, sérstaklega þar sem eru ungbarnadeildir. Þá er innra starf á leikskólunum mjög gott og við höfum mjög hæft og áhugasamt starfsfólk sem stýrir leikskólunum okkar í Kópavogi. Það má benda á að Kópavogs- bær greiðir foreldrum fyrir umsjá barna sinna heima frá því að fæð- ingarorlofi lýkur til 24 mánaða aldurs. Alls hafa um 400 foreldrar nýtt sér þessa þjónustu en greidd upphæð er sú sama og greidd er með hverju barni til dag- mæðra. Byggingu allra grunn- skóla í Kópavogi er nán- ast lokið. Einnig eru skólalóðir í góðu ásig- komulagi og gervigras- vellir við alla grunn- skólana. Árangur nemenda í grunnskólum Kópavogs hefur verið með því besta sem gerist, og því ber að þakka góðri umgjörð, stjórnendum og starfs- fólki. Kópavogsbær var fyrstur sveitarfélaga að gera grunn- skólana sjálfstæða, bæði faglega og fjárhagslega, og bættur árang- ur nemenda fylgdi strax í kjölfar- ið. Við þurfum áfram að hlúa að starfi grunn- og leikskóla, þar er lagður góður grunnur að lífs- hlaupi barna og unglinga í Kópa- vogi. Ef það starf er vel unnið er framtíðin björt og í fullu gildi er þá máltækið „Lengi býr að fyrstu gerð“. Á undanförnum tuttugu árum hefur Kópavogsbær staðið að gíf- urlegri uppbyggingu mannvirkja fyrir íþróttir og tómstundir. Við í bæjarstjórn höfum talið að þess- um fjármunum sé vel varið. Rann- sóknir hafa sýnt að „vandamál“ meðal unglinga í Kópavogi eru minni heldur en í sambærilegum sveitarfélögum hér í kring. Það er svo merkilegt að þegar nýtt mannvirki í þessum geira hefur verið tekið í notkun hefur það fyllst af ungu fólki á svipstundu. Það skiptir ekki máli hvort það er ný sundlaug, íþróttahús, knatt- spyrnuvellir, siglingaaðstaða, skátaheimili, menningaraðstaða fyrir ungt fólk, knatthús, mann- virkin eru strax komin í notkun. Fjölskyldumál í Kópavogi Gunnar I. Birgisson Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.