Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
✝ Stefanía Sig-urjónsdótttir
fæddist 11.5. 1918 í
Geirshlíð í Miðdölum.
Foreldrar hennar
voru Kristín Ásgeirs-
dóttir, f. 1878, og Sig-
urjón Jónsson, f.
1875. Þau bjuggu
fyrst á Glæsisvöllum
síðar í Kirkjuskógi í
Miðdölum.
Börn Kristínar og
Sigurjóns í aldursröð:
Guðrún, f. 1901,
Ágúst, f. 1902, Ásgeir,
f. 1904, Jóhanna, f. 1911, Þuríður, f.
1912, Margrét, f. 1916, Stefanía, f.
1918, og Víglundur, f. 1920, en
hann er einn eftirlifandi af þeim
systkinum.
Stefanía giftist hinn 4.11. 1950
Jóni Guðnasyni, múrara og mæling-
arfulltrúa, f. 31.10. 1920, frá Jaðri í
Hrunamannahreppi. Hann er sonur
Guðna Jónssonar, f. 1895, og Krist-
ínar Jónsdóttur konu hans, f. 1892.
Börn Stefaníu og Jóns eru: 1)
Guðni viðskiptafræðingur, f. 1950,
maki Guðbjörg Gylfadóttir, tækni-
teiknari og leikskólakennari, f.
Kristinssyni íslenskufræðingi og
kennara, f. 1916, d. 1994, Kolbrúnu
þjónustufulltrúa, f. 1944, börn
hennar eru: a) Óskar, f. 1964, faðir
Haraldur Þorsteinsson flugvirki, f.
1944. Dóttir Óskars og Elfu Báru
Bjarnadóttur, f. 1966, er Þórunn
Sylvía, f. 1988. Kolbrún ólst upp hjá
Guðrúnu systur Stefaníu b) Kol-
brún eignaðist með fyrrv. eig-
inmanni Bjarna Þorsteinssyni
verslunarmanni, f. 1942, d. 2001,
Guðrúnu, f. 1967, maki Karl Helgi
Jónsson, f. 1965. Börn þeirra: 1)
Diljá Tara, f. 1989, dóttir hennar og
Sigurðar Þórs Jónssonar, f. 1986, er
Anita Mjöll, f. 2009. 2) Aldís Mjöll, f.
1990, unnusti hennar er Jökull Júl-
íusson, f. 1990. c) Þorsteinn, f. 1971,
maki Fjóla Aronsdóttir, f . 1977,
börn þeirra: 1) Bjarni, f. 2001, 2)
Helga Björg, f. 2002, 3) Guðrún
María, f. 2008. 5) Kristinn versl-
unarmaður, f. 1946, d. 1991.
Stefanía lauk sveinsprófi í klæð-
skerasaumi hinn 8.2. 1945 hjá Guð-
mundi Guðmundssyni klæðskera
þar sem hún vann í nokkur ár. Eftir
að hún giftist Jóni helgaði hún
heimilinu krafta sína að mestu
leyti. Hún var húsmóðir af lífi og sál
og hélt fyrirmyndarheimili. Lengst
af bjuggu þau hjónin í Goðheimum
11 og síðar í Árskógum 8 í Reykja-
vík.
Útför Stefaníu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 12. febrúar 2010,
og hefst athöfnin kl. 15.
1954. Börn Guðna
með fyrrv. eiginkonu,
Guðrúnu Antonsdótt-
ur leikskólastjóra, f.
1950, eru a) Jar-
þrúður, f. 1970, maki
Einar Sigurðsson, f.
1971. Börn þeirra eru
Hugrún Líf, f. 2000,
Kjartan Pétur, f .
2006, og Anton Guðni,
f. 2006. b) Jón Líndal,
f. 1976. C) Barn
Guðna með Sigrúnu
E. Sveinsdóttur, f.
1963, er Hekla Brá,
fædd 2000. 2) Kristín, bókari og
einkaþjálfari, f. 1955, maki Gísli
Vilhjálmsson tannréttingasérfræð-
ingur, f. 1954. Þeirra börn: a) Vil-
hjálmur, f. 1983, d. 1999. b) Anna
Ýr, f. 1986, sambýlismaður Bene-
dikt Arason, f. 1979. c) Sindri
Freyr, f. 1993. 3) Gunnar bifvéla-
virki, f. 1965. Börn hans með fyrrv.
eiginkonu, Guðfinnu Kristjáns-
dóttur stjórnmálafræðingi, f. 1968:
a) Kristinn, f. 1992, d. sama ár. b)
Kristján Andri, f. 1994, c) Stefán, f .
1996. 4) Stefanía eignaðist tvö börn
með fyrrv. sambýlismanni Eiríki
Mamma – ég vild’ að ég gæti
ort um þig ódauðleg ljóð,
boðið þér tignustu sæti,
gefið þér dýrastan sjóð …
Þú gafst mér lífið – og ævi þín
fór í að vera mér góð.
Mamma
þú varst mér verndarengill æsku
minnar.
Mamma,
hvern dag ég hugsa enn til gæsku
þinnar.
Þú hafðir á mér gætur
hvern dag – og andvökunætur.
Sérhverjum vanda þú komst í lag;
það er mín hamingj’ í dag.
Mamma
þú átt það best’ í því sem núna ég er.
Ég er alltaf barnið þitt
og enn í dag minn hugur dvelur með
þér.
Mamma
– með þér
(Þorsteinn Eggertsson.)
Hinsta kveðja frá börnum þínum
Kolbrúnu, Guðna, Kristínu
og Gunnari.
Í dag fer fram útför Stefaníu Sig-
urjónsdóttur, tengdamóður minnar.
Það væri hægt að skrifa langt mál um
þá frábæru, yndislegu og jákvæðu
konu en ég læt nægja að minnast
hennar í fáum orðum.
Hún var ekta tengdamóðir sem tók
mér opnum örmum þegar Guðni,
sonur hennar, kynnti mig fyrir henni.
Frá þeim degi átti hún mig alla, þessi
frábæra vel gefna og víðlesna bónda-
dóttir úr Dölunum. Sorgin er ekki
minni þótt aldurinn hafi verið hár,
minningarnar koma hver af annarri
og allar eru þær góðar og skemmti-
legar. Ég var heppin að fá að kynnast
þessari yndislegu konu á þessum
stutta tíma sem við áttum saman.
Það var hlegið og spjallað og sagði
hún mér margar skemmtilegar sögur
frá liðinni tíð og um börnin sín, sem
hún dáði af einlægni. Hún vildi gera
allt fyrir alla og mátti ekkert aumt
sjá.
Er ég hugsa til Stebbu koma upp í
hugann mannkostir hennar svo sem
vandvirkni, rík kímnigáfa, trú-
mennska og heiðarleiki. Aldrei
heyrði ég hana tala illa um nokkra
manneskju.
Mikið erum við Guðni glöð að hafa
eytt síðustu jólum með ykkur Nonna,
en þau verða okkur ógleymanleg.
Hvað við hlógum og skemmtum okk-
ur. Þegar leiðir skilur er mér efst í
huga ómælt þakklæti fyrir vináttu og
fyrir að hafa fengið að kynnast þess-
ari stórbrotnu góðu konu og þakka
fyrir allar ljúfu minningarnar. Guð
blessi minningu Stefaníu Sigurjóns-
dóttur.
Guðbjörg Gylfadóttir.
Elsku amma.
Það er komið að kveðjustund. Þeg-
ar ég hugsa til þín dettur mér fyrst í
hug dugnaður. Þú varst duglegasta
manneskja sem ég hef þekkt. Heim-
ilið alltaf óaðfinnanlegt, góður matur
og þú kunnir bókstaflega allt. Prjón-
aðir betur en nokkur prjónavél, hekl-
aðir, saumaðir flottustu flíkurnar og
ég er svo heppin að eiga nokkrar eftir
þig sem ég varðveiti vel. Alltaf var
slátur tekið, farið í berjamó, sultað,
bakað o.fl. Það var aðdáunarvert að
horfa á þig sinna þessum verkefnum
og þú ert flott fyrirmynd. Það var
ómetanlegt að eiga ömmu sem vakn-
aði kl. fjögur að nóttu til að taka á
móti Verzlunarskólamey og klæða í
upphlut í tilefni peysufatadagsins. Þú
kræktir öllu á réttan stað og settir
höfuðfatið á. Ég var örugglega sú
eina sem var rétt klædd í þetta allt
saman.
Minningarnar eru margar á svona
löngum tíma og flestar úr Goðheim-
unum. Þú eldaðir alltaf uppáhalds-
matinn minn þegar ég kom, kjötboll-
ur í brúnni sósu eða brauðsúpu. Ég
vona að Stína frænka sé með upp-
skriftina að bestu brauðsúpu í heim-
inum. Þegar við löbbuðum niður í Álf-
heima fórum við oft í Sigga sjoppu að
kaupa súkkulaðikalla. Á mennta-
skólaárunum bjó ég einmitt í Álf-
heimunum hjá pabba. Þá var nú ekki
slæmt að hafa ömmu í næstu götu.
Alltaf opið hús ef maður þurfti aðstoð
eða næringu í kroppinn. Ég á líka
margar góðar minningar úr bústaðn-
um fyrir austan.
Þið afi hélduð oft ykkar síðustu jól
og fóruð í margar síðustu utanlands-
ferðirnar. Ein af þeim var siglingin
um Karíbahafið árið 1999. Við ókum
þér um eins og drottningu og þú
vaktir athygli hvert sem við fórum,
ég var hrædd um að þessi á Jamaica
ætlaði með þig heim, hann var alveg
dolfallinn. Þú hafðir ekki mikið út-
hald í að labba, enda „rúmlega“ tví-
tug, nema þegar kom að því að skella
sér í spilakassana. Þá var eins og þú
fengir aukaorku, æddir af stað og afi
átti fullt í fangi með að fylgja þér. Svo
komstu með fulla fötu af klinki til
baka, alsæl, enda varstu alltaf hag-
sýn. Hagsýnin fólst einmitt líka í
sauma- og prjónaskapnum. Það eru
líklega ekki margir sem hafa átt
ömmu og afa sem sátu fyrir framan
sjónvarpið, bæði prjónandi, þegar
maður kom í heimsókn. Þið voruð
fyrirmyndarhjón. Þó að maður kom-
ist ekki með tærnar þar sem þið höfð-
uð hælana, þá er það hellingur að ná
ykkur bara hálfa leið.
Við Hugrún komum til þín á spít-
alann fyrir stuttu og það gladdi þig
mjög. Varst að dást að henni eins og
þú gerðir alltaf. Þú fylgdist alltaf vel
með öllum gullmolunum þínum. Þú
sagðir við okkur á spítalanum að þú
ætlaðir heim í vikunni, „ég get ekki
orðið eins og mosi á steini hér“, sagð-
irðu. En nú var komið að því að halda
í aðra heima. Mér dettur í hug setn-
ing Sindra frænda: „Þegar mamma
mín og pabbi eru dáin flyt ég til
ömmu og afa.“ Þá væri lífið einfalt, ef
maður gæti flutt til þín og afa sem
yrðuð „alltaf“ til staðar.
Ég kveð þig með söknuði og vona
að ég geti fetað í flest þín fótspor. Þú
verður fallegasti mosinn, ekki bara á
steininum heldur í öllum dalnum.
Elsku afi, megi Guð gefa þér styrk
í sorginni.
Þín sonardóttir,
Jarþrúður Guðnadóttir (Jara).
Að hún amma mín sé dáin og eigi
ekki eftir að vera með okkur lengur,
er erfitt að sætta sig við.
Það eina sem hægt er að gera er að
ylja sér við allar minningar sem ég á
um hana.
Það sem er efst í huga mér núna,
er ég hugsa um ömmu er:
Hvað var alltaf gott að koma til
ömmu og afa, maður gleymdi erli
hversdagsleikans og leið svo vel hjá
þeim. Að þú máttir sko ekki vera
svangur hjá ömmu og afa … nei, það
var bannað! og þó að þú værir orðinn
saddur … nei, nei, borða meir og
hana nú!
Ameríkuferðin sem við mamma
fórum með þeim og Gunnari að heim-
sækja Stínu frænku og Gísla.
Í St. Louis.
Veiðiferðirnar með þeim.
Ferðirnar í bústaðinn þeirra.
Jólaboðin hjá ömmu og afa í Goð-
heimunum þegar ég var lítil.
Sláturgerðin með þeim.
Jólahreingerningar með ömmu,
það voru sko teknir allir veggir og
loft.
Allt sem amma saumaði og prjón-
aði á mig og mína.
„Rauður“ bíllinn þeirra, sem þau
gáfu mér er afi hætti að keyra fyrir
tveimur árum, það er góð tilfinning
að keyra um á Rauð og hugsa um
þau.
Já, það er margt sem kemur upp í
hugann, ég á svo margar dýrmætar
minningar sem ég mun geyma um
ókomna tíð.
Amma var svo spennt að fá 5. ætt-
liðinn í kvenlegg og fékk hún þá ósk
uppfyllta í nóvember sl. er Diljá
Tara, dóttir mín, eignaðist Anítu
Mjöll. Þær eru ómetanlegar mynd-
irnar sem voru teknar af okkur fimm
ættliðunum í skírn Anítu.
Það er mjög erfitt að hugsa sér lífið
án ömmu, það er eitthvað svo tóm-
legt.
Hún var einhvern veginn mið-
punkturinn í fjölskyldunni. Amma
var glæsileg kona, dugleg, hress og
yndisleg og vildi allt fyrir alla gera.
Hún var að verða 92 ára, en það
var ekki hægt að sjá það, hún var fal-
leg og hress fram á síðasta dag.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa get-
ið verið hjá henni síðustu stundirnar
og haldið í höndina á henni.
Ég veit að hún fann það.
Elsku afi! hugur minn er hjá þér.
Þið amma voruð svo samrýnd og
hefðuð átt 60 ára brúðkaupsafmæli á
þessu ári.
Amma mín, ég kveð þig með sökn-
uði og virðingu og vil þakka þér fyrir
allar stundirnar og allt sem þú hefur
gert fyrir mig.
Ég mun aldrei gleyma þér, elsku
amma mín.
Kveðja frá Óskari, Dinna og fjölsk.
okkar.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð …
(Davíð Stefánsson.)
Guð geymi þig.
Þín,
Guðrún.
Stefanía
Sigurjónsdóttir
✝ Gunnþórunn Ein-arsdóttur, kaup-
maður og húsmóðir,
fæddist 24. febrúar
1920 í Vík í Mýrdal, V-
Skaftafellssýslu.
Gunnþórunn lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli hinn 31. janúar
2010.
Foreldrar hennar
voru Einar Einarsson,
búfræðingur, formað-
ur og verslunarmaður
hjá Kaupfélagi Vest-
ur-Skaftfellinga, f. 18.
janúar 1892 að Reyni í Mýrdal, d. 25.
ágúst 1927, og Kristín Ingileifs-
dóttir, ljósmóðir í Vík og rjómabús-
stýra og síðar starfsmaður Alþingis,
f. 2. apríl 1889, d. 27. desember 1988.
stöðvarstjóri Pósts og síma, búsett í
Reykjavík, f. 20. nóvember 1939.
Hennar sonur er Matthías Birgisson,
starfsmaður rafverktaka, f. 15.
ágúst 1974. Börn hans eru Victor
Máni og Hlynur Andri. 2) Guð-
mundur hagfræðingur, búsettur í
Uppsölum í Svíþjóð, f. 15. maí 1944,
kona hans er Ingrid Matthíasson
uppeldisfræðingur, f. 13. ágúst 1948.
Börn þeirra eru: a) Björn, veit-
ingamaður, f. 30. júlí 1967, sambýlis-
kona hans er Ullrika Pernler, kenn-
ari. Börn þeirra eru Max og Rasmus.
b) Markus, atvinnumaður í íshokkíi,
f. 16. nóvember 1975, maki Helen
Matthíasson. Börn þeirra eru Ella og
Leon. 3) Einar, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, f. 27. ágúst 1950, kona
hans er Guðbjörg Guðbergsdóttir yf-
irhjúkrunarfræðingur, f. 17. júlí
1951. Börn þeirra eru: a) Gunnþór-
unn matvælafræðingur, f. 16. nóv-
ember 1974, maki Guðjón Gunn-
arsson matvælafræðingur. Börn
þeirra eru Einar Gunnar og Ísey
Björg. b) Karl iðnaðartæknifræð-
ingur, f. 18. febrúar 1977, sambýlis-
kona hans er Brynja Magnúsdóttir
mannfræðingur.
Gunnþórunn ólst upp í Vík í Mýr-
dal, hjá móður sinni, en hún missti
föður sinn þegar hún var 7 ára göm-
ul. Gunnþórunn fluttist til Reykja-
víkur árið 1935 og fór þá að vinna á
elliheimilinu Grund en síðar vann
hún við verksmiðjustörf hjá máln-
ingarverksmiðjunni Litur og lökk.
Eftir að hún og Matthías hófu bú-
skap 1939 og börnin voru að alast
upp sinnti hún húsmóðurstarfinu en
jafnframt eggjabúi sem þau starf-
ræktu um nokkurra ára skeið sam-
hliða starfi og síðar saumaskap á
kvenfatnaði. Þegar börnin voru
komin á legg hóf hún að starfa utan
heimilis í kvenfataverslun Ásbjarnar
Ólafssonar og eignaðist síðan Hatta-
búð Reykjavíkur og Kvenfatabúðina
sem hún rak um árabil allt þar til
hún varð 79 ára gömul. Lengst af bjó
Gunnþórunn með fjölskyldu sinni í
Sólheimum 1 í Reykjavík.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 12. febrúar 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
Gunnþórunn giftist
20. maí 1939 Matthíasi
Guðmundssyni, póst-
meistara í Reykjavík,
f. 15. júlí 1913 í
Reykjavík, d. 15. jan-
úar 1998. Foreldrar
hans voru Guðmundur
Kristmundsson sjó-
maður, f. 9. september
1875, d. 30. desember
1935 og Guðríður
Davíðsdóttir, f. 15.
febrúar 1867, d. 18.
apríl 1954. Systkini
Gunnþórunnar: Brynj-
ólfur Einarsson, Sigríður Ein-
arsdóttir, Einar Jón Einarsson og
Leifur Einarsson. Á lífi er Sigríður.
Gunnþórunn og Matthías eignuðust
þrjú börn. Þau eru: 1) Kristín, fv.
Elsku amma, nú ertu farin frá okk-
ur og eftir stendur minning um tign-
arlega og litríka konu sem jafnframt
var ljúf og elskuleg.
Við systkinin fæddumst í Svíþjóð
og voru ferðir okkar til Íslands ávallt
mikið tilhlökkunarefni, þó einkum
yfir jólahátíðirnar þar sem við gist-
um hjá ömmu og afa í Sólheimum.
Húsið þeirra breyttist þá í mikinn
leikvöll. Fyrir stelpu var fataskápur-
inn hennar ömmu algjör drauma-
heimur. Það var varla tími til að
heilsa ömmu og afa því mikið lá á að
stökkva inn í fataskápinn og máta
alla fínu skóna, hattana og auðvitað
pelsinn. Fyrir stráka var það að
laumast niður í kjallara og smakka á
jólabakstrinum. Á aðfangadags-
kvöld, eftir að pakkarnir höfðu verið
teknir upp, komu allir saman við ar-
ininn og allur umbúðarpappír var
brenndur ásamt fleiru lauslegu sem
mátti missa sín.
Amma hafði mikla unun af því að
spila og var bridge í miklu uppáhaldi
hjá henni. Sinnti hún þessu áhuga-
máli sínu fram á sín síðustu ár. Við
vorum svo lánsöm að hún var iðin við
að spila við okkur og kenndi hún okk-
ur ófá spilin og þýddi ekkert fyrir
okkur að vera tapsár þar sem hún
gaf ekki þumlung eftir. Spila-
mennskan fór oft fram í sumarbú-
staðnum sem amma og afi áttu á
Laugarvatni en þaðan eigum við
margar góðar minningar.
Okkur systkinunum þótti ákaflega
gaman að aðstoða og fylgjast með
ömmu í Hattabúð Reykjavíkur og
Kvenfatabúðinni sem hún rak til
margra ára. Búðin var nokkurs kon-
ar stoppistöð fyrir ættingja og vini
og naut hún þess að spjalla yfir ein-
um kaffibolla. Amma var mjög fróð
kona enda las hún alla tíð mjög mikið
og sjaldan eins mikið og á efri árum.
Hún amma var kát og ræðin kona og
hafði gaman af því að vera innan um
fólk og nú á seinni árum naut hún
þess að eyða tíma með langömmu-
börnunum.
Elsku amma, takk fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Þær munu lifa með okkur um
ókomna tíð. Blessuð sé minning þín.
Þín
Gunnþórunn og Karl.
Hún var ung, ljóshærð, glaðleg og
falleg hún Gunnþórunn er hún giftist
Matthíasi, föðurbróður mínum. Og
hún bar aldurinn með reisn þó að að-
Gunnþórunn
Einarsdóttir