Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
✝ Sigsteinn Páls-son fæddist í
Tungu í Fáskrúðs-
firði 16. febrúar
1905. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 4. febrúar
sl. og vantaði þá 12
daga til að ná 105
ára aldri. Um skeið
var Sigsteinn elsti
karlmaður á Ís-
landi.
Sigsteinn var
sonur hjónanna El-
ínborgar Stef-
ánsdóttur og Páls Þorsteinssonar
bónda og hreppstjóra í Tungu,
einn af tólf systkinum sem upp
komust en eru nú öll látin. El-
ínborg Stefánsdóttir var fædd að
Þóreyjarnúpi í Húnaþingi vestra
18. desember 1867, d. 2. júní
1951. Páll Þorsteinsson var fædd-
ur 22. október 1863 í Víðivalla-
gerði í Fljótsdal, d. 9. desember
1959, 96 ára að aldri.
Sigsteinn ólst upp í föð-
urhúsum, gekk í unglingaskóla
og stundaði búfræðinám einn vet-
ur við bændaskólann á Hólum í
Hjaltadal. Árið 1936 réðst hann
sem bústjóri að Reykjum í Mos-
fellssveit til þeirra mága Guð-
mundar Jónssonar og Bjarna Ás-
geirssonar sem þar ráku
Hermannsdóttir; fyrri maki Elín
Kristín Guðmundsdóttir, börn
Sigsteins og Elínar eru Jónína
Ósk og Magnús Yngvi, c) Magnús
Þór, f. 15.6. 1978, kvæntur Guð-
línu Steinsdóttur, þeirra börn eru
Þorlákur og Marta Guðrún, d)
Helga Krístín, f. 8.12. 1981, maki
Brynjólfur Bjarki Jensson, sonur
þeirra er Jens Ólafur. 2) Kristín,
f. 26.8. 1945, gift Grétari Hans-
syni, f. 14.4. 1944. Börn þeirra: a)
Sigsteinn Páll, f. 8.11. 1966,
kvæntur Stellu Stefánsdóttur,
þeirra dætur eru Sara Líf, Kristín
Sif, Sonja Lind og Eva Sóley, b)
Ólafur Hans, f. 10.8. 1968, kvænt-
ur Signýju Ingadóttur, börn
þeirra eru Dagur Ingi, Alma
Kristín, Katrín María og Helga
Hrund, c) Grétar Ingi, f. 24.2.
1974, kvæntur Erlu Björk Atla-
dóttur.
Sigsteinn var alla tíð sjálfstæð-
ismaður. Hann tók virkan þátt í
félagsmálum, bæði félagsmálum
bænda og í Mosfellssveit. Hann
var hreppstjóri Mosfellshrepps í
tvo áratugi og um skeið formaður
sóknarnefndar Lágafellssóknar.
Formaður Veiðifélags Úlfarsár í
mörg ár. Hann var einn af stofn-
félögum Lionsklúbbs Mosfells-
bæjar 1965 og talinn elsti starf-
andi Lionsfélagi í heimi síðustu
árin. Hann var heiðursfélagi
karlakórsins Stefnis.
Útför Sigsteins fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 12. febr-
úar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
myndarlegt bú.
18. nóvember
1939 kvæntist Sig-
steinn Helgu, f.
18.9. 1906, dóttur
Magnúsar Þorláks-
sonar, bónda á
Blikastöðum í Mos-
fellssveit og árið
1940 hófu þau bú-
skap að Melavöllum
í Reykjavík. Tveim-
ur árum síðar tóku
þau við búskap á
stórbýlinu Blika-
stöðum þegar
Magnús faðir Helgu lést. Þar
ráku þau eitt stærsta og glæsileg-
asta kúabú landsins í þrjá ára-
tugi. Árið 1973 hættu þau kúabú-
skap en bjuggu áfram á
Blikastöðum til ársins 1992 er
þau fluttu á dvalarheimili aldr-
aðra í Mosfellsbæ. Helga lést 24.
febrúar 1999. Síðustu 6 mánuði
ævinnar dvaldi Sigsteinn á hjúkr-
unarheimilinu Eir í Grafarvogi.
Afkomendur Sigsteins og
Helgu eru: 1) Magnús, f. 16.4.
1944, kvæntur Mörtu G. Sigurð-
ardóttur, f. 18.4. 1948. Börn
þeirra: a) Sigurður, f. 18.4. 1970,
kvæntur Bjarnheiði Jónsdóttur,
synir þeirra eru Heiðar Snær og
Fannar Þór, b) Sigsteinn Helgi, f.
15.4. 1973, maki Sigríður Lára
Afi var einstakur maður. Hann
var stór þáttur í uppvexti mínum
þar sem þau amma áttu heima í þar-
næsta húsi við okkur á Blikastöðum.
Ég var oft tekinn með í að smala, í
girðingarvinnu eða annað sem til féll
við búskapinn. Á unglingsárunum
var ég nú ekki alltaf til í þetta –
hafði nóg annað að gera. Í dag kann
ég vel að meta þessi störf og þessar
samverustundir sem í raun voru
góður undirbúningur fyrir lífið.
Afi fylgdist alltaf vel með okkur
barnabörnunum. Hann vildi vita
hvernig gengi í skólanum og hvert
við stefndum í lífinu. Hann vildi að
ég lærði til prests, fannst ég svo
„góður“. Ég fór reyndar ekki alveg
þá leið en er stundum í hálfgerðri
sálgæslu, starfandi sem tannlæknir.
Að loknu námi fluttum við fjöl-
skyldan austur á Egilsstaði. Afi var
býsna ánægður með það – nú ætti
hann nátengda ættingja á Austur-
landinu, en þaðan var hann ættaður.
Hann var stoltur af uppruna sínum
og Tunguættinni og kunni næstum
því utanbókar a.m.k. 3 ættliði. Afi
var í heimsókn hjá okkur í nokkra
daga sumarið 1997. Þá var farið um
sveitir og fjöll og sagðar sögur frá
bernsku hans og uppvexti.
Seinustu árin var afi orðinn svolít-
ið latur eins og hann orðaði það.
Honum var því mikils virði þegar
einhver leit inn hjá honum og spjall-
aði svolítið. Mánudagskvöld voru
kvöldin okkar afa. Ég kíkti alltaf til
hans áður en ég fór í fótbolta. Þessi
tími var mér ekki síður mikils virði.
Við spjölluðum um þjóðfélagsmálin,
um langafabörnin sem hann var svo
stoltur af, um bernskuna í Tungu og
fleira skemmtilegt. Þetta voru góðar
stundir.
Við fjölskyldan minnumst afa með
söknuði og vonum að honum líði vel
á nýjum stað með ömmu Helgu sér
við hlið.
Ólafur Hans Grétarsson.
Það voru mikil forréttindi fyrir
ungan dreng að alast upp með afa
sinn í næsta húsi heima á Blikastöð-
um. Dagarnir byrjuðu oftast þannig
að ég kom til afa og spurði: „Hvað
eigum við að gera í dag?“ Nóg var af
verkefnum, það þurfti að fylgjast
með æðarkollunni í Blikastaðarnesi,
dytta að heima á Gömlu, mála og
halda öllu hreinu og snyrtilegu. Já,
afi vildi hafa snyrtilegt í kringum
sig, svo voru það uppgræðsluverk-
efnin, það voru ófáar ferðirnar sem
við fórum saman upp í Börð til að
sinna landbótum. Heyskapurinn var
nú samt það sem var skemmtilegast.
Þegar pabbi og eldri bræður mínir
voru að raka saman og binda bagg-
ana komum við afi á Subaru með
hrífuna á toppnum og tókum til við
að veiða upp úr skurðunum þær
heytuggur sem höfðu lent í þeim,
pabba til lítillar ánægju að fá blaut-
ar tuggur í þurran flekkinn. Svona
var afi, það mátti ekkert fara til
spillis og það skyldi ná ÖLLU
heyinu inn í hús.
Þegar kom að því að raka dreif þá
var nú gaman, afi á hrífunni og ég á
Ferguson með rakstrarvélina. Þenn-
an mikla áhuga á dreifarrakstri
ásamt slóðadrætti og völtun túna má
útskýra þannig að afi taldi það ekk-
ert tiltökumál þótt maður væri nú
ekkert sérstaklega gamall en ef
maður náði niður á kúplinguna og
hafði stjórn á handolíugjöfinni fékk
maður akstursleyfi. Þeir sem til
þekkja vita það að ég þótti mjög stór
eftir aldri og Ferguson 135 er eins
og sniðinn fyrir smávaxna. Afi
gleymdi því stundum að hann var
með hrífuna á toppnum á Subaru,
það mátti nefnilega finna för eftir
hrífutinda bæði á vélarhlífinni og
toppnum. Undir það síðasta, þá á ég
við ökumannsferilinn, en honum
lauk fyrir 14 árum, var hann farinn
að stinga hrífunni inn í bílinn.
Það er mér mjög minnisstætt
þegar ég var 10 ára og við afi vorum
að líta eftir æðarkollunni fram á
Blikastaðanesi, sagði afi: „Heyrðu
frændi, vilt þú ekki keyra heim?“
Það þurfti nú ekki að segja þetta
tvisvar enda ég „hokinn“ af reynslu
við akstur dráttarvéla. Við afi höfð-
um þetta svona fyrir okkur til að
byrja með, sögðum bara ef amma
spurði að afi hefði keyrt, það þurfti
enginn að vita um sætaskipan í Sub-
aru.
Að lokum vil ég þakka þér, afi,
fyrir alla þolinmæðina sem þú sýnd-
ir mér og öll verkefnin sem þú hafðir
fyrir mig, þú gafst þér alltaf nægan
tíma til útskýringa. Lífsgildin sem
þú lagðir mér til hafa nýst mér vel í
lífinu og munu áfram vera mér gott
veganesti.
Hvíldu í friði.
Magnús Þór Magnússon.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast afa míns og nafna Sigsteins Páls-
sonar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera elsta barnabarn og
nafni Sigsteins frá Blikastöðum.
Þegar ég var að alast upp var enn
rekið stórbýli á Blikastöðum með
um 100 gripi í fjósi. Afi var því sann-
arlega stórbóndi þó að hann vildi á
efri árum ekki gera mikið úr því.
Hann talaði alltaf um að það væri
ekki síst ömmu Helgu að þakka
hversu vel tókst til með búskapinn á
Blikastöðum. Þegar við ræddum
saman um búskapinn á Blikastöðum
lauk hann alltaf samræðunum á því
að segja að amma Helga hefði verið
svo fjölhæf. „Það var sama á hverju
hún snerti, það lék allt í höndunum á
henni,“ sagði hann. Amma Helga
lést árið 1999 þá 92 ára gömul. Það
sama átti svo sannarlega við afa og
lék allt í höndunum á honum. Það
voru forréttindi að alast upp í sömu
sveit og afi. Ég naut þess að vera
með afa og læra til verka hjá honum.
Á meðan við sinntum skepnunum
eða ræktun á Blikastöðum spjölluð-
um við um allt milli himins og jarð-
ar. Afi kenndi mér vinnusemi og
mörg þau góðu gildi sem reynst hafa
mér vel í lífinu. Það eru forréttindi
að hafa átt afa sem var fæddur árið
1905 sem samferðamann í öll þessi
ár. Þær voru ófáar stundirnar á síð-
ust árum sem við ræddum um mál-
efni samtímans, tækni, pólitík og
auðvitað hlutabréfamarkaðinn sem
hann fylgdist náið með. Allt fram á
síðasta dag hélt hann tiltölulega
góðri heilsu þrátt fyrir háan aldur
og ótrúlegt hversu vel hann mundi
nöfn, ártöl og atburði, líkt og þeir
hefðu gerst í gær.
Dætrum mínum fjórum sem eru
12, 10, 6 og 3 ára þótti alltaf jafn
gaman að fara með í heimsókn til afa
gamla Sigsteins eins og þær kölluðu
hann.
Að eiga afa sem var jafn gamall
og fyrsti bílinn á Ísland var ansi
merkilegt í þeirra augum. Þær
hlustuðu dolfallnar á sögur frá upp-
vaxtarárum hans í Tungu í Fá-
skrúðsfirði. En þar ólst hann upp
með þrettán systkinum en tólf náðu
fullorðinsaldri. Fyrir nokkrum mán-
uðum spurði yngsta dóttir mín afa
Sigstein hvernig dót hann hefði leik-
ið sér með. Dætur mínar hlustuðu
síðan með athygli á langafa sinn út-
skýra hvernig kindabein hefðu verið
eina dótið þar sem kjálkabein tákn-
uðu kýr, leggir voru hestar og horn
voru kindur. Þeim þótti þó merki-
legast að afi hefði fyrir 100 árum
líka leikið sér með bolta í leiknum
„yfir“ alveg eins og þær gera í dag.
Ég kveð í dag góða fyrirmynd, vin
og afa.
Sigsteinn Páll Grétarsson.
Okkur þótti alltaf vænt um að
heimsækja afa gamla Sigstein, eins
og við systurnar fjórar kölluðum
alltaf langafa okkar. Hann bauð
okkur alltaf upp á sælgæti þegar við
komum í heimsókn.
Oft bauð hann okkur niður í
íþróttasalinn á Hlaðhömrum, en
hann bjó í íbúð á Hlaðhömrum í
Mosfellsbæ þangað til í fyrra. Hann
lék við okkur í boltaleik og sýndi
okkur hvernig á að hanga í riml-
unum. Oftast töluðum við um það
sem við höfðum gert síðan við hitt-
um hann síðast. Hann spurði okkur
um skólann og tómstundirnar. Hon-
um þótti gaman að fylgjast með öllu
og öllum.
Okkur þótti gaman að heyra hann
segja frá því þegar hann var lítill.
Það hefur margt breyst mikið síðan
þá, enda um 100 ár liðin. Við munum
sakna heimsóknanna til afa gamla
Sigsteins, en erum þakklátar fyrir
allar ljúfu samverustundirnar með
honum.
Sara Líf Sigsteinsdóttir,
Kristín Sif Sigsteinsdóttir.
Í örfáum orðum ætla ég að minn-
ast hans Sigsteins, afa míns, hér. Ég
var ekki há í loftinu þegar ég fór að
hlaupa á milli húsa á Blikastöðum,
mínum heimaslóðum, og yfirleitt
varð fyrir valinu hús ömmu og afa.
Amma var yfirleitt að stússast eitt-
hvað í eldhúsinu og afi annaðhvort
að leggja sig eftir matinn eða inni á
kontór. Og það er sko herbergi sem
er mér minnisstætt. Að vera kall-
aður inn á kontór gat nefnilega þýtt
tvennt. Annaðhvort fékk maður ör-
lítinn aur í vasann eða, og það sem
mér þótti öllu verra, þurfti maður að
fara með margföldunartöfluna. Það
var honum afa mínum hjartans mál
að okkur krökkunum gengi vel í
skóla. Eftir hver einustu próf bað
hann um að fá að sjá einkunna-
spjaldið og það kom fyrir að maður
var ekki alveg tilbúinn til þess, en
það gerðist sem betur fer sjaldan.
Eftir að hún mamma fór að vinna
var ég hjá ömmu og afa fram til há-
degis en þá hófst minn skóladagur.
Afi keyrði mig upp í rútuskýli og
eins og kunnugir vita var það um
kílómetri í þá daga. Afi keyrði svo
sem ekkert óskaplega hratt þessa
leið og sá til þess að öll heimadæmin
væru rétt og stærðfræðin upp á 10.
Þann góða hæfileika að baka
pönnukökur fékk ég ekki í vöggu-
gjöf. Og það er nefnilega þannig að
þegar ég og sambýlismaðurinn
minn, Bjarki, hófum okkar búskap
buðum við afa í kaffi. Og nú voru góð
ráð dýr. Hvað ætti að hafa með
kaffinu? Allir sem þekktu afa vita að
honum fundust pönnukökur mjög
svo góðar, en þar sem ég get alls
ekki bakað þær ákvað Bjarki að
spreyta sig í því. Og viti menn. Afi
fékk góðar pönnukökur og Bjarki
var lofaður í bak og fyrir. Þarna
voru tvær flugur slegnar í einu
höggi.
Afi minn, núna ertu loksins kom-
inn til hennar ömmu Helgu eins og
þú hefur þráð svo lengi. Ég bið að
heilsa.
Helga Kristín Magnúsdóttir.
Sigsteinn frændi hefur kvatt,
nærri 105 ára. Hann var síðastur í
12 systkina hópi 6 systra og 6
bræðra sem ólust upp í Tungu. Það
var samheldinn hópur og fengum við
bróðurbörn þeirra að njóta þess að
eiga svo frábæran frændgarð. Afi og
amma – Páll og Elínborg fluttu að
Tungu árið 1898 ofan úr Skriðdal.
Þá var pabbi okkar tveggja ára.
Hann gerðist síðar bóndi í Tungu.
Afi og amma voru þar lengst af og
nutum við þess systkinin að alast
upp undir áhrifum þeirra og leið-
sögn. En auk þess höfðum við okkar
besta frænda Sigstein, hjá okkur.
Hann fór ekki alfarinn að heiman
fyrr en við vorum flest orðin nokk-
urra ára. Hann var nærri því að vera
okkar annar pabbi, umhyggjusamur
og sífellt að hjálpa. Sunnudags-
morgnar uppi á kvisti, þegar hann
spilaði fyrir okkur á „grammófón-
inn“ gleymast ekki. Hjálpsemi þessa
stóra frændgarðs var látin í té af
hinum systkinum pabba. Þegar við
fórum að heiman í skóla voru heimili
föðursystra tilbúin að bæta okkur
við fjölskylduna og hlynna að bróð-
urbörnunum. Þá var sjálfsagt mál að
skreppa í Blikastaði hvenær sem
færi gafst og vera þar í jóla- og
páskafríum. Frændi var alltaf sá
sami og Helga konan hans yndisleg,
hlý og skemmtileg. Það var líka
ánægjulegt að geta heimsótt þau að
Hlaðhömrum, þar sem þau bjuggu í
góðri íbúð meðan þau gátu notið
þess. Síðustu árin hafa heimsóknir
til frænda verið á dagskrá, þegar
farið er suður, hann var alltaf indæll
að hitta. Hann var skýr í hugsun til
hinstu stundar og minni hans frá-
bært. Hann fylgdist einnig vel með
þeim málefnum sem efst voru á
baugi hverju sinni.
Við þökkum elskulegum frænda
okkar allt frá fyrstu stundum með
okkur heima í Tungu til lokadags.
Börnum hans og fjölskyldum þeirra
vottum við samúð og óskum þeim
alls góðs. Guð blessi minningu Sig-
steins, okkar góða frænda.
Ragnhildur, Elínborg og
Friðmar.
Fallinn er frá Sigsteinn Pálsson,
fyrrum bóndi á Blikastöðum í Mos-
fellsbæ og hreppstjóri, 104 ára að
aldri. Sigsteinn var atkvæðamikill í
mosfellsku samfélagi alla tíð og er
með honum horfinn á brott merkur
Mosfellingur.
Sigsteinn fæddist á bænum
Tungu á Fáskrúðsfirði 16. febrúar
1905, foreldrar hans voru Páll Þor-
steinsson bóndi og hreppstjóri þar
og Elínborg Stefánsdóttir. Sigsteinn
flutti í Mosfellssveit árið 1936 er
hann réð sig sem ráðsmann að Suð-
ur-Reykjum þar sem hann starfaði í
fjögur ár.
Árið 1939 kvæntist hann Helgu
Magnúsdóttur frá Blikastöðum og
hófu þau búskap á Blikastöðum árið
1942. Jörðin Blikastaðir bar vitni
stórhug og myndarskap. Sigsteinn
og Helga tóku við jörðinni af föður
Helgu og héldu áfram uppbyggingu.
Það gerðu þau svo eftir var tekið og
nutu þau virðingar innan sveitar
sem utan fyrir myndarskap og
dugnað við búreksturinn. Til marks
um það má nefna að þegar varafor-
seti Bandaríkjanna, Lyndon B.
Johnson og eiginkona hans Lady
Bird, komu í opinbera heimsókn til
Íslands árið 1963, óskaði Lady Bird
eftir að fá að sækja heim íslenskan
bóndabæ. Var leitað til þeirra hjóna,
Sigsteinn Pálsson HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi, okkur finnst
leiðinlegt að við sjáum þig ekki
aftur. Þú varst alltaf svo góður.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja þig og heyra sögur frá
því í gamla daga.
Sonja Lind, 6 ára,
og Eva Sóley, 3 ára.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIGERÐUR ODDSDÓTTIR
frá Hróarslæk,
lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu sunnudaginn
31. janúar.
Útförin fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn
13. febrúar kl. 11.30.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er
vinsamlegast bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Lundar á Hellu
eða líknarfélög.
Helgi Skúlason, Fríða Proppé,
Guðmundur Skúlason, Erna Sigurðardóttir,
Ragnheiður Skúladóttir, Þröstur Jónsson,
Sólveig Jóna Skúladóttir, Bjarni Sveinsson,
Þóroddur Skúlason, Fanney Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.