Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 30

Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Með örfáum orðum langar mig að minnast og þakka samstarfskonu minni og vinkonu fyrir samfylgdina síðastliðin fimm ár. Halldóra hafði einstaklega góða nærveru og gott hjartalag, hún laðaði til sín fólk með umhyggju sinni og ég var engin undantekning þar. Það var alltaf svo gott að leita til hennar með alla hluti, hvort sem það varðaði per- sónuleg mál eða vinnuna. Elsku Halldóra; Takk fyrir vin- skapinn, takk fyrir þolinmæðina, takk fyrir að hlusta, takk fyrir hlát- urinn, takk fyrir handáburð og nudd, takk fyrir mig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra fjölskylda, Kristján, Bene- dikt, Kristín Edda, Gunnar og aðrir fjölskyldumeðlimir ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður Guð veita ykkur styrk og trú á þess- um erfiðu tímum. Aðalheiður Davíðsdóttir (Heiða). „Lítillátur ljúfur og kátur …“ Þessi fræga hending úr heilræða- vísum Hallgríms Péturssonar kem- ur upp í hugann þegar við hugsum um vinkonu okkar Halldóru, auk lýsingarorðanna góð, traust, heil- steypt, jákvæð og umhyggjusöm. Við fjölskyldan kynntumst Halldóru og Kristjáni, Benna og Kristínu Eddu fljótlega eftir að þau fluttu í götuna okkar, Brekkubyggð, og nokkru seinna kom Gunnar litli til skjalanna. Með okkur tókust góð kynni sem haldist hafa síðan, ekki síst vegna sameiginlegs áhuga á ferðalögum og útiveru. Fjölskyldan var ávallt í fyrsta sæti hjá Halldóru og móðurhlut- verkinu sinnti hún af einstakri alúð sem börnin hennar munu búa að um ókomna tíð. Gestrisni, hjálpsemi og hlýja voru henni í blóð borin og þeir voru ófáir gestirnir sem lögðu leið sína til þeirra hjóna. Okkur eru minnisstæðar þær stundir sem við sátum ýmist á pallinum hjá þeim eða okkur og vorum svo hjartanlega sammála um að hvergi nokkurs staðar væri betra að vera eða betra veður en akkúrat í þessum botn- langa í Brekkubyggðinni. Þegar við síðan fluttum úr Brekkubyggðinni töluðum við oft um að verst væri að geta ekki flutt nágrannana með. Þótt við, eins og allir aðrir sem þekktu Halldóru, séum harmi slegin á þessari stundu getum við þakkað fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Eftir sitja minningar um ljúfa og hamingjusama konu sem þó var hrifin á brott alltof fljótt. Við vottum Kristjáni, Benna, Kristínu Eddu og Gunnari, foreldr- um þeirra, systkinum og öðrum ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu sam- úð á þessari sorgarstundu. Guðborg, Hermann, Auður Brá og Annalísa. „Til er fólk sem geislar frá sér þvílíkri hlýju, þvílíkri góðvild, sem fylgir svo mikil hóglát gleði, að ekki fer hjá því að þú finnir í návist þess hvað það gerir þér gott. Þegar þetta fólk kemur inn í herbergið er eins og borinn sé inn lampi.“ (H.W. Beecher.) Þessi orð lýsa vel henni Dóru, sem tekin var frá okkur svo snögg- lega, langt um aldur fram. Hún var fyrirmynd okkar í mörgu, mikill fagurkeri, listunnandi og gædd mik- illi sköpunargáfu. Hún sýndi öllu lífi mikla virðingu og umhyggju og allt lék í höndum hennar. Hennar er sárt saknað. Dóra var gædd miklu jafnaðar- geði, hlýju og nærgætni. Hún var blíðlynd og með ást og hlýju hélt hún utan um fjölskyldu og vini. Samferð okkar var mislöng, allt frá 5. bekk í Verzló og minningar um ferðalög innanlands og utan eru ótæmandi. Má þar nefna útskrift- arferð, sólarlandaferðir, fjallaferðir, gönguferðir og berjaferðir þar sem afraksturinn var ómótstæðilegar sultur og hlaup sem hún töfraði fram. Það var einkennandi fyrir Dóru að hún hafði einstaka tilfinn- ingu fyrir öllu sem hún gerði. Ferð- in til Prag á sérstakan stað í hjört- um okkar þar sem borgin hafði mikil áhrif á okkur allar og þar átt- um við ógleymanlegar stundir. Samband Dóru við Jakobínu Þor- móðsdóttur, sem var daufblind, var einstakt. Lýsir það vel þeim eig- inleikum sem Dóra var gædd. Okk- ur langar að minnast hennar með ljóði Jakobínu „Stúlkan“. Þannig viljum við muna hana; svo ljúf, svo einlæg, svo falleg, svo góð, þar sem hún situr hjá hinum englunum. Situr undir trénu stóra, fagur svanni hún Dóra. Hún leikur á hörpuna sína og hlýðir einnig á þrastarsöng. Hvítu blómin fer hún að tína, unir hún sér úti dægrin löng. Elsku Kristján, Benedikt, Kristín Edda, Gunnar og fjölskylda.Guð gefi ykkur styrk. Hugur okkar er hjá ykkur. Auður, Elín, Guðrún, Haf- dís, Hólmfríður, Ína, Svava og fjölskyldur. Allt er í heiminum hverfult. Ég fékk hringingu í miðjum handbolta- leik og mér tilkynnt að það hefði orðið slys uppi á Langjökli. Dóra og Gunnar litli höfðu fallið í sprungu. Næstu tímar liðu í angist. Loks komu staðfestar fréttir. Dóra var látin en Gunnar litli hafði bjargast. Skelfilegt. Hvernig gat þetta gerst? Við Hóffý höfum ferðast með Dóru og Kristjáni bæði að sumar- og vetr- arlagi og varkárara fólk er ekki hægt að hafa fyrir ferðafélaga. Kristján alvanur og traustur. En svona verða slysin. Þegar síst skyldi. Ég sá Dóru fyrst í 21 árs afmæli hennar, fyrir rúmum 24 árum. Þá var ég kynntur fyrir vinkvenn- ahópnum. Þær höfðu kynnst í Versló og stofnað saumaklúbb. Mér var vel tekið og ég var stoltur að fá að kynnast þessum fríða og skemmtilega hópi. Vinkonurnar hafa síðan komið saman reglulega, alveg fram á þennan dag. Nú er höggvið skarð í hópinn, stórt skarð, skarð sem aldrei verður fyllt. Dóra var sannur vinur vina sinna. Hún var allra hugljúfi og alltaf svo jákvæð. Ég sá Dóru aldrei nema brosandi og gera gott úr öllu, hvað sem á dundi. Í gegnum tíðina hafa fjölskyldur okkar átt margar góðar samverustundir. Þó að það hafi liðið lengra á milli þess að við hittumst nú seinni árin var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Alltaf sama hlýj- an á þeim bænum. Afmæli og ferm- ingarveislur hjá Dóru eru ógleym- anlegar, terturnar hennar voru svo góðar. Ég á eftir að sakna alls þessa. En minningarnar lifa. Minn- ing um yndislega manneskju mun fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku Kristján, Benni, Kristín Edda, Gunnar, Þórey, Benedikt og fjölskylda. Við fjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sveinn Ásgeirsson. Laugardagurinn 30. janúar var einstaklega fallegur dagur. Dagur til að fara á fjöll til að næra sál og líkama en skjótt skipast veður í lofti. Slysin gera ekki boð á undan sér. Heldur ekki gagnvart þeim sem eru varkárir og meðvitaðir um hætt- urnar allt í kring, svo mikið er víst. Dóra og Kristján voru meðlimir í hópi fólks með sama brennandi áhugann á fjallaferðum og útivist. Ófáar ferðirnar höfðu verið farnar svona í gegnum tíðina. Þegar fréttir spurðust út um slysið á Langjökli hvarflaði alveg að okkur að vinkona okkar gæti hugsanlega verið í þess- um hópi en svona eins og gengur þá náði hugsunin ekkert lengra en það. Áfallið var mikið þegar okkur bár- ust fréttirnar um kvöldmatarleytið. Ómetanlegar eru núna allar stund- irnar sem við höfum átt saman með- al annars í okkar mánaðarlegu saumaklúbbum, við aðventukransa- gerð og í okkar árlegu matarboðum með fjölskyldum á þrettándanum. Skarð Dóru verður ekki fyllt og við eigum eftir að sakna hennar mikið en minningin um góða vinkonu lifir. Vinkonu sem var traust og hlý, sem ávallt var tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda, einfaldlega vinkona sem ómetanlegt er að hafa kynnst. Elsku Kristján, Benedikt, Kristín Edda og Gunnar, Þórey, Benedikt, Silla og Steindór, við biðjum guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Við verðum til taks, alltaf. Guðrún, Karen, María, Þór- dís (Tollý) og fjölskyldur. Slysin gera ekki boð á undan sér. Það má sannarlega segja. Í einu vet- fangi er frænka mín hún Dóra horf- in frá fjölskyldu sinni og vinum. Hennar verður sárt saknað af öllum. Ég vil minnast hennar þegar hún kom heim og passaði mig og systk- ini mín þegar við vorum lítil. Það var alltaf gleðidagur þegar við frétt- um að Dóra ætti að passa okkur því ég vildi ekkert frekar. Hún var allt- af svo þolinmóð og ljúf alveg sama hvað við krakkarnir gerðum. Ég man ekki til þess að hún hafi nokk- urn tímann skipt skapi við okkur. Fyrir vikið var ég reyndar kannski pínulítið óþekkari við hana þó að hún kannaðist ekkert við það þegar ég minntist á það við hana í seinni tíð. Einhverju sinni þegar hún var að passa okkur mundi ég eftir skemmtilegri mynd sem ég hafði séð í sjónvarpinu þar sem rjóma- köku var klínt framan í einhvern og ákvað ég að prófa þetta á henni systur minni. Dóra hafði haft rjóma- bollur með kvöldkaffinu og ákvað ég að smella einni á andlitið á litlu syst- ur. Dóra kippti sér að sjálfsögðu ekkert upp við það frekar en við hin uppátækin, þurrkaði bara rjómann af systur minni og sagði að svona gerði maður ekki. Já, betri barnapíu er ekki að fá. Ef ég á að minnast Dóru í nokkrum orðum koma upp í hugann orð eins og ljúf og elskuleg kona. Hjá mér var hún mikil uppá- haldsfrænka. Elsku Kristján, Benedikt, Kristín Edda, Gunnar, Þórey, Benedikt, Silla, Steindór og börn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Eyjólfur Sigurðsson. Hún Dóra, bróðurdóttir mín, er látin eftir hörmulegt slys. Dóra var einstaklega gætin kona sem brýndi sífellt fyrir sínu fólki að fara var- lega. Því verður enn erfiðara að sætta sig við að hún sjálf hafi hlotið þessi örlög. Dóra var mikil útivist- arkona og höfðu þau hjón í áraraðir stundað fjallaferðir, sér til ánægju. Samskipti okkar Dóru höfðu í seinni tíð aðallega verið í sveitinni fyrir norðan, þar sem við bræður erum með sumaraðstöðu. Hún og fjöl- skylda hennar höfðu eytt sífellt meira af frítíma sínum um helgar þar og undu hag sínum vel. Þegar ég leit inn í Brekkubyggðinni, nokkrum dögum fyrir slysið voru hjónin ásamt eldri börnunum að koma úr bíói en afinn og amman voru að passa Gunnar litla. Lífið virtist leika við þau en síðan kom áfallið sem verður ekki umflúið að takast á við. Mér fannst Dóra alltaf vera bros- andi og hún var mjög heilsteypt persóna sem lét sér annt um fjöl- skyldu sína og skyldmenni. Þessi fátæklegu orð hafa lítið að segja í þeim harmi, sem fjölskylda Dóru tekst nú á við en er meira mín þörf að kveðja hana hinstu kveðju. Ég votta Kristjáni, börnunum, for- eldrunum og systkinunum mína dýpstu samúð. Ingólfur A. Steindórsson. Það er erfitt að skilja að þú skulir vera farin, Dóra mín, en slysin gera ekki boð á undan sér. Ljósið í myrkrinu er að Gunnar þinn hafi bjargast við svo erfiðar aðstæður, það er kraftaverk. Hugur okkar leit- ar til þess tíma þegar þú varst hjá okkur á sumrin í Galtanesi að passa dóttur okkar meðan þú varst ung stúlka, frá þeim tíma eigum við bara góðar minningar um þig og síðan hefur þú alltaf verið okkur kær. Þær samverustundir sem við höfum átt saman þökkum við og geymum í huga okkar. Blessuð sé minning þín. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Kæri Kristján, Benedikt, Kristín, Gunnar, foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Þórður og Valdís. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Allir þeir sem áttu með þér sam- leið munu sakna þín og eiga þér margt að þakka því að allir verða betri menn við að umgangast mann- eskju líka þér. Þú varst einstök. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Kristján, Benedikt, Kristín Edda, Gunnar og fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykkur. Eydís og Hafþór. „Torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð.“ Þessi orð Biblíunnar koma í hugann nú þegar við kveðj- um hana Dóru frænku í hinsta sinn og langt um aldur fram. Glæsileg ung kona, eiginkona og móðir, sem átti yndislega fjölskyldu. Nú hefur hún yfirgefið þennan heim, svo skyndilega að við eigum erfitt með að skilja og trúa. Á stundum sem þessum birtist lífið okkur sem ósanngjarnt og dimmt. Atburðarásin á Langjökli, á fal- legum og sólríkum vetrardegi, hefur fært okkur nær hvert öðru í sorg- inni en jafnframt sigrinum. Sorgin og söknuðurinn stingur í hjartastað. Máttvana sitjum við hjá, þögul. Sig- urinn upplifum við í frækilegri björgun Gunnars, 7 ára sonar Dóru og Kristjáns. „Hún var einstök perla hún Dóra mín.“ Þessi fallegu orð Benedikts föður Dóru viljum við gera að okk- ar. Þau lýsa henni betur en nokkuð annað. Elsku Kristján og börn, Benedikt, Þórey og fjölskylda. Megi Guð styrkja ykkur öll og styðja í dimm- um dal sorgarinnar. Megi Guð gefa ykkur æðruleysi til þess að horfa fram á veginn, halda lífinu áfram og sjá ljósið í minningunni og þakklæt- inu, fyrir allt það sem Dóra var og það sem hún gaf, okkur öllum. „Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn – að veita yður vonarríka framtíð.“ Anna Rut og Birgir, Minna-Knarrarnesi. Halldóra Benediktsdóttir ✝ Fjóla GuðrúnAradóttir fæddist á Norðurkoti í Vogum hinn 10. maí 1924. Fjóla Guðrún and- aðist á dvalarheim- ilinu Garðvangi hinn 3. febrúar síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Guðjónsdóttur frá Ljótarstöðum í Aust- ur-Landeyjarhreppi og Guðfinns Ara Snjólfssonar frá Gröf í Garði. Alsystkini hennar voru Jón, Ástdís og Theódóra Jóna. Hálf- ssystkini hennar sammæðra voru Sigríður Kjartansdóttir og Þor- steinn og Hreindís Eyjólfsbörn. Hún átti enn nokkur ár í tvítugt þegar hún kynntist fyrri barnsföður sín- um, Guðjóni Kristni Einarssyni. Þau eign- uðust dæturnar Pál- ínu Ester og Ingu Dóru. Þau Fjóla og Guðjón slitu sam- vistir. Seinni eig- inmaður hennar var Sigurður Zophonías- son. Eignuðust þau börnin Sigfríði Ingi- björgu og Kjartan Reyni Sigurðsson. Þau slitu einnig sam- vistir. Þeir Guðjón og Sigurður hafa báðir kvatt þennan heim. Blessuð sé minning þeirra. Fjóla Guðrún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. febr- úar 2010, kl. 13. Elskulega amma er dáin, angrið sára vekur tár, amma, sem var alla daga okkur bezt um liðin ár, amma sem að kunni að kenna kvæðin fögru og bænaljóð, amma, sem að ævinlega okkur var svo mild og góð. Ef við brek í bernskuleikjum brotin lágu gullin fín, þá var gott að eiga ömmu, er alltaf skildi börnin sín. Hún var fljót að fyrirgefa og finna á öllum meinum bót, okkur veittist ekkert betra en ömmu mildi og kærleiksbót. Vertu blessuð, elsku amma, okkur verður minning þín á vegi lífsins, ævi alla, eins og fagurt ljós, er skín. Vertu blessuð, kristna kona, kærleikanum gafstu mál, vertu blessuð, guð þig geymi, góða amma, hreina sál. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Takk fyrir allt, elsku amma okkar, við hefðum ekki getað þetta án þín, þú varst best í einu og öllu. Við söknum þín á hverjum degi. Elskum þig. Þín langömmubörn, Sigfríður Agnes Friðfinnsdóttir,Gestur Krist- inn Friðfinnsson. Elsku amma okkar. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við söknum þín og hláturs þíns, Guð geymi þig, elsku amma okkar. Þínar, Gunnheiður og Bryndís. Fjóla Guðrún Aradóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.