Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
✝ Hinrik Hinrikssonfæddist 25. júní
1940 á Spágilsstöðum
í Laxárdal, Dalasýslu,
hann andaðist 2. febr-
úar 2010. Foreldrar
hans voru Ólafía
Katrín Hjartardóttir,
f. 19.2. 1915, dvelur
hún á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli, og Hinrik
Guðbrandsson, f.
23.5. 1905, d. 17.6.
1940. Hinrik ólst upp í
Knarrarhöfn í
Hvamssveit í Dala-
sýslu hjá afa sínum og ömmu þeim
G. Hirti Egilssyni, f. 21.8. 1884, d.
11.9. 1958, og Ingunni Ólafsdóttur,
f. 23.8. 1888, d. 11.9. 1971. Ólafía,
móðir hans, giftist Magnúsi S. Jós-
efsyni, f. 8.4. 1908, d. 24.5. 2006.
Magnús og Ólafía bjuggu á Fremri
Hrafnabjörgum í Hörðudal í Dala-
sýslu. Hinrik kvæntist Ólafíu H.
Bjargmundsdóttur, f. 4.12. 1945,
hinn 31.12. 1968. Foreldrar Ólafíu
vinnuskólann á Bifröst og lauk það-
an námi 1963. Hann vann í fyrstu
ýmis skrifstöfustörf hjá Loftleiðum
fram til 1970 en þá hóf hann störf
hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga, fyrst í hagdeild og síðar í
skipadeild þar sem hann var um
tíma skrifstofustjóri ásamt því að
sitja í stjórn SÍS sem fulltrúi starfs-
manna. Síðustu árin var hann bók-
ari hjá Samskipum.
Hinrik hafði alla tíð mikið dálæti
á söng. Á árunum 1967 og 1968
söng hann með Þröstum í Haf-
arfirði. Hann hóf svo að syngja með
Karlakór Reykjavíkur 1971 og söng
með þeim í um það bil þrjátíu ár.
Síðustu árin með eldri félögum
kórsins. Hann sat í stjórn kórsins í
nokkur ár og tók fullan þátt í starfi
kórsins. Árið 1999 tók Hinrik þátt í
að endurvekja Breiðfirðingakórinn
og söng með honum fram á síðasta
haust.
Hinrik tók auk þess virkan þátt í
ýmsum félagsstörfum og sat meðal
annars í stjórn Aðstandendafélags
Skjóls.
Útför Hinriks fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 12. febrúar 2010,
kl. 13.
voru Bjargmundur
Jónsson, f. 10.7. 1915,
d. 10. 12. 1989, og
Una Kristjánsdóttir,
f. 11.1. 1920, d. 14.4.
1981. Börn Hinriks og
Ólafiu eru Ólafía
Magnea, f. 5.6. 1970,
Halldóra Guðrún, f.
4.3. 1973, Bjargey
Una, f. 25.6. 1974, og
Hinrik Ingi, f. 28.12.
1981. Halldóra Guð-
rún er gift Páli L. Sig-
urðssyni, f. 28.12.
1968, og dætur þeirra
eru Þóra Lóa, f. 23.9. 1997, og Auð-
ur Rán, f. 3.12. 2002. Bjargey Una
er gift Róberti Einari Jenssyni, f.
25.5. 1975, dóttir þeirra er Matt-
hildur, f. 29.10. 2009.
Hinrik bjó með fjölskyldu sinni
lengst af í Kópavogi í Lund-
arbrekku 16 og síðar í Bæjartúni
10, en síðustu árin í Mánatúni 6 í
Reykjavík.
Hinrik stundaði nám við Sam-
Það var eins og barið þungt högg
aðfaranótt 2. febrúar sl. Ég glaðvakn-
aði en heyrði ekkert frekar. Um
morgunin hringdi Ólafía og sagði mér
að Hinrik hefði látist um nóttina. Bar-
áttu við sjúkdóminn illvíga var lokið
eftir hetjulega vörn. Enn einn Dala-
maðurinn var fallinn úr röðum söng-
manna í Karlakór Reykjavíkur og
eldri félaga kórsins.
Við hittumst fyrst á haustdegi fyrir
nærri 50 árum, þegar leiðirnar lágu
saman í Samvinnuskólanum á Bif-
röst. Við vorum báðir sveitastrákar,
sem höfðu orðið síðbúnir á skólaveg-
inum og ætluðum okkur að bæta upp
stopular námsstundir. Þegar við
kvöddum skólann beið okkar Hinriks
starfsnám Samvinnuhreyfingarinn-
ar, sem færði okkur vítt og breitt um
landið næstu 2 ár. Það átti víst að
gera okkur að fyrirmyndar kaup-
félagsstjórum, en það tókst nú ekki
og við enduðum á mölinni í henni
Reykjavík.
Á þessum sokkabandsárum
hringdi Hinrik í mig að mig minnir á
gamlársdag og stakk upp á að við
færum út um kvöldið að líta á lífið.
Líklega var það þá í Þórskaffi, sem ég
sá Ólafíu fyrst, þann ljúfa lífsförunaut
Hinriks og ég fór einn heim. Kannski
fór hann ekki í aðra betri ferð?
Litlu seinna þegar Hinrik var orð-
inn ráðsettur fjölskyldufaðir og íbú-
areigandi á Rauðarárstígnum, nefndi
hann við mig að hann langaði í kór.
Ég var þá kominn í raðir Karlakórs
Reykjavíkur og við fórum saman í
prufu til Páls Pampichler Pálssonar,
þáverandi söngstjóra. Þetta var víst
haustið 1971. Allar götur síðan lágu
leiðir Hinriks og Karlakórsins og
eldri félaga hans, saman. Það var far-
sæl samferð og Hinrik gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir kórinn
m.a. var hann gjaldkeri hans, þegar
söngferðin fræga til Kína var farin
haustið 1979. Þá þurfti að hafa allar
klær úti til að fjármagna ferðina og
Hinrik bjargaði nokkrum milljónum
við mótarif úti á Seltjarnarnesi. Ekki
má svo gleyma rófnaræktinni í Mos-
fellssveitinni.
Þá kom sér líka vel að vera liðtæk-
ur penni og ferðasaga kórsins frá
Kína sem Hinrik skráði, fór víða m.a.
í útvarpi allra landsmanna. Eins og
Dalamönnum er lagið átti Hinrik létt
með yrkingar og á Bifrastarárunum
var hann eitt af höfuðskáldunum.
Kannski má rekja listaþráðinn allt
aftur til Kelta, sem sagðir eru for-
feður marga Dalamanna.
Það er hlutskipti okkar sem nú fyll-
um hóp eldri félaga Karlakórs
Reykjavíkur að sjá félagana, einn af
öðrum, hverfa úr hópnum. Að baki
eru þá oft mörg ár sönggleði, vináttu
og ljúfra stunda, ekki síst í söngferð-
um á erlendri grundu. Einn af þeim
sem fór alltof fljótt er félagi okkar –
Hinrik. Ljúfmennska, samviskusemi
og hógværð voru meðal hans góðu
kosta og sannarlega var hann dreng-
ur góður.
Það er við hæfi að kveðja Dala-
manninn Hinrik Hinriksson með ljóði
sýslunga hans og sveitunga, Jóhann-
esar úr Kötlum; Kvöld:
Sit ég einn í þönkum
og sólarlagsins bíð.
– Fagrir voru dagarnir
í fyrri tíð.
Húma tekur óðum
í hugar míns sal.
– Ljósar voru næturnar
í Laxárdal.
Við gömlu félagarnir vottum öllum
aðstandendum okkar innilegustu
samúð.
Reynir Ingibjartsson.
Fundum stofnenda Aðstandenda-
félags heimilisfólks á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli bar fyrst saman í maí
2006. Í þeim hópi var Hinrik, en for-
eldrar hans voru þá báðir á heimilinu.
Hann var meðal þeirra sem tóku til
máls og var öllum ljóst að þarna fór
réttsýnn maður og traustur. Í máli
sínu gagnrýndi hann pláss- og að-
stöðuleysið en hrósaði jafnframt
starfsfólki sem annaðist heimilisfólk-
ið og sýndi því umhyggju. Á fyrsta
aðalfundi félagsins fjórum mánuðum
seinna gaf Hinrik kost á sér í stjórn
og sat þar fram á síðasta ár. Sam-
starfið við hann var afar ánægjulegt
og hann var ein af kjölfestunum í
samhentum hópi Aðstandendafélags-
ins. Hann var rólegur og yfirvegaður,
sumpart ólíkt ærsla- og hamagang-
inum í okkur hinum, og þegar hann
talaði voru hlustirnar lagðar við. Hin-
rik leysti öll verkefni vel og tímanlega
sem hann tók að sér. Því mátti
treysta. Hann var rökfastur og minn-
umst við enn þátttöku hans í um-
ræðum í Morgunþætti Rásar 1 síðla
árs 2007 um málefni aldraðra.
Það var ánægjulegt að vinna að
þeim metnaðarfullu og mikilvægu
markmiðum sem félagið setti sér.
Það æviskeið þegar við erum orðin
öldruð, lasburða, sum gleymin, jafn-
vel hætt að heyra og sjá eins og áður,
er ekki ómerkilegra en önnur tímabil
ævinnar. Hinrik leit líka svo á að við
værum að búa í haginn fyrir kynslóð-
ir framtíðarinnar. Það var gott að
vera með honum á fundum. Á fundi
fulltrúa félagsins með heilbrigðis-
nefnd Alþingis í októberlok 2007 var
slegið úr og í með lausnir og greini-
lega ekkert áþreifanlegt í sjónmáli.
Þegar fundurinn var að leysast upp
ræskti Hinrik sig og spurði nefndar-
menn hvort þeir hefðu íhugað að
bráðum kæmi röðin að þeim sjálfum;
það væri ráð að hugsa um það því
vonandi ættum við flest eftir að eld-
ast. Það var dauðaþögn í fundarher-
berginu um stund og síðan hélt fund-
urinn áfram, en nú á einlægari
nótum.
Seint síðastliðið haust héldum við í
gömlu stjórninni árlegt fiskisúpu-
kvöld. Þegar hringt var í Hinrik sagð-
ist hann því miður ekki komast og
flutti okkur í leiðinni váleg tíðindi af
eigin heilsufari. Það gerði hann af
æðruleysi og á þann rólega máta sem
við könnumst svo vel við.
Við sem tókum þátt í að ýta Að-
standendafélaginu úr vör viljum
votta Hinriki virðingu okkar og
þakka á ný fyrir samstarfið, hlýlegt
viðmót og góða viðkynningu. Við
minnumst þess að dætur Hinriks
slógust stundum í för með honum og
þökkum fyrir þeirra góða þátt í þessu
samstarfi. Eiginkonu og fjölskyldu
hans vottum við samúð okkar.
F.h. fyrrverandi stjórnarmanna í
Aðstandendafélagi heimilisfólks á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Gylfi Páll Hersir,
Þórdís Einarsdóttir.
Við söknum þín, afi, þú fórst allt of
fljótt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við minnumst þess hversu góður
þú varst alltaf við okkur og hvað þú
varst alltaf hlýr. Við munnum minn-
ast þín og elska.
Þóra Lóa og Auður
Rán Pálsdætur.
Sælir þeir, sem hógvært hjarta
hafa’ í líking frelsarans.
Þeir sem helst með hógværð skarta,
hlutdeild fá í arfleifð hans.
(Vald. Briem.)
Þetta brot úr sálmi Valdimars
Briem lýsir vel helstu lyndiseinkunn
vinar okkar Hinriks Hinrikssonar.
Kynni okkar hófust þegar hann
gekk til liðs við Karlakór Reykjavík-
ur haustið 1971. Við bjuggum í nábýli
og skiptumst á að keyra á æfingar
tvisvar í viku, vetrarlangt um langt
árabil og voru þá mörg málin reifuð.
Bæði þjóðfélagsmál og þau mál sem
lutu að okkar sameiginlega áhuga-
máli; framgangi kórsins okkar. Hin-
rik var einstaklega vel gerður maður.
Pottþéttur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Nálgaðist öll mál af ein-
stakri samviskusemi og alúð. Þessara
mannkosta naut kórinn um langt ára-
bil með stjórnarsetu Hinriks, lengst
af sem gjaldkera. Hann nálgaðist öll
mál af mikilli háttvísi og með góðri yf-
irsýn. Hinrik bjó yfir græskulausri
gamansemi og forðaðist alla sleggju-
dóma. Karlakór Reykjavíkur gerði
víðreist á þeim áratugum sem Hinrik
starfaði með honum. Eftirminnileg-
ust þessara kórferða er ferð kórsins
til Kína haustið 1979. Gríðarmikil
vinna var við undirbúning þeirrar
ferðar og ekki lá Hinrik á liði sínu.
Flutti hann meðal annars ferðasög-
una í útvarpi allra landsmanna og
eins og hans var von og vísa var það
gert af tærri snilld.
Að leiðarlokum þökkum við Hin-
riki árlanga vináttu sem aldrei bar
minnsta skugga á.
Elskulegri vinkonu okkar, Ólafíu,
börnum og fjölskyldum þeirra, send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Kristín og Tómas.
Nú ertu farinn, miklu fyrr en við
áttum von á. Þú varst okkur allt það
sem feður eiga að vera og miklu
meira.
Minningarnar flæða þegar litið er
til baka yfir farinn veg og erum við
þakklát fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman og það sem þú
kenndir okkur. Þú varst alltaf mikill
fjölskyldumaður og leið best þegar
við komum öll saman. Þú sýndir okk-
ur alltaf mikinn áhuga, varst ávallt
traustur, áreiðanlegur, fróður, glað-
vær og hlýr við okkur.
Við munum geyma minningu þína
með okkur alla ævi.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guð veri með þér.
Ólafía (Lóa Magga), Hall-
dóra, Bjargey Una og Hinrik
Ingi (Hinni Ingi).
Hinrik Hinriksson
Una Herdís Grön-
dal hét hún fullu
nafni, en meðal tón-
listarmanna hét hún
bara Herdís. Einhverjir voru þó,
sem nefndu hana Unu og sumir
kölluðu hana Stellu. Nöfnin voru
fjölbreytt og litskrúðug eins og per-
sónuleiki hennar sjálfrar. Hún lék í
Sinfóníuhljómsveit Íslands frá
stofnun hennar árið 1950. Stöku
sinnum var leitað til nemenda Tón-
listarskólans til að spila með á tón-
leikum. Þannig hófust kynni okkar
Herdísar á sjöunda áratugnum. Þau
þróuðust smám saman í mikla og
gagnkvæma vináttu.
Una Herdís Gröndal
✝ Una Herdís Grön-dal fæddist í
Reykjavík 15. janúar
1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 29. janúar síðast-
liðinn.
Útför Herdísar fór
fram frá Kópavogs-
kirkju 8. febrúar
2010.
Allir löðuðust að
Herdísi. Hún var
skemmtileg og
óhrædd við að segja
hluti upphátt, sem
aðrir aðeins hugsuðu.
Kaffisamsæti meðal
hljómsveitarkvenna,
sem báru heitið „kell-
ingaboð“ voru haldin
reglulega og verða
öllum ógleymanleg.
Þar var Herdís mið-
punkturinn. Hún
tranaði sér ekki fram
heldur var einfaldlega
svo skemmtileg að enginn vildi
missa af neinu, sem hún sagði. Her-
dís hafði djúpt listrænt innsæi og
var glöggskyggn á öll listform. Að
hún skyldi verða fiðluleikari fremur
en t.d. myndlistarmaður eða ljóð-
skáld, verður best skýrt með eft-
irfarandi frásögn:
Átján ára að aldri dreymdi hana
að hún kynni að spila á fiðlu. Þessi
draumur varð svo sterkur í vitund
hennar að hún fylgdi honum eftir.
Hann varð hennar örlagavaldur.
Hún vissi af syni nágrannans, átta
ára gömlum, sem stundaði fiðlunám
og fékk hann til að kenna sér.
Drengurinn var svo lítill að hann
þurfti að standa uppi á stól við
kennsluna.
Tvítug þreytti Herdís inntöku-
próf í Tónlistarskólann í Reykjavík
og lauk fullnaðarprófi níu árum síð-
ar. Það segir sig sjálft að tækni-
legri færni eru takmörk sett þegar
svo seint er byrjað að læra á fiðlu.
Það er kraftaverki líkast hve langt
Herdís náði í leik sínum. Hún sigr-
aði hið ómögulega. Hinn mikli list-
ræni þroski hennar, óbilandi vilja-
styrkur og ást hennar á tónlistinni
fleyttu henni yfir allar torfærur.
Hún naut frábærrar kennslu og
hvatningar Björns Ólafssonar kons-
ertmeistara. Hér er vitnað í um-
sögn hans á fullnaðarprófinu:
„Fiðluleikur hennar ber góðri tón-
listargreind og öru geði vitni.“
Ég kveð mína kæru vinkonu með
miklum söknuði.Við Gunnar sendi-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Guðný Guðmundsdóttir.
Kær vinkona hefur loksins fengið
hvíldina eftir löng og ströng veik-
indi. Ég kynntist Herdísi þegar hún
giftist Inga Baldri uppáhaldsföður-
bróður mínum. Það eru nú meira en
fimmtíu ár síðan. Þau störfuðu bæði
sem fiðluleikarar í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Herdís og Ingi voru
ákaflega ólík, hann rólegur og hafði
sig lítt í frammi en Herdís alltaf á
þönum og félagslynd. Hún leit oft
inn til mín og var eins og hvítur
stormsveipur, alltaf hress og kát og
hafði alltaf eitthvað skemmtilegt að
segja. Þegar hún svo þaut út aftur
var eins og allt þagnaði um stund.
Herdís hafði mikla listræna hæfi-
leika. Þó svo að tónlistin hafi skipað
stóran sess í lífi hennar og verið
hennar ævistarf var málaralistin
ekki fjarri, svo og glerlist. Einnig
var hún stórgóð í svokölluðu
punktanuddi. En auðvitað átti fjöl-
skyldan stærstan sess í lífi hennar.
Hún vildi veg barna sinna sem
bestan.
Ingi og Herdís eignuðust tvö
börn, Guðrúnu Guðmundu og
Sveinbjörn Össur.
Bæði hafa þau erft listræna hæfi-
leika frá foreldrum sínum. Guðrún
er menntuð bæði sem sálfræðingur
með BA-próf og var í nokkur ár í
Þýskalandi og lauk þar meistara-
námi í myndlist og er í dag fram-
haldsskólakennari í Fjölbraut í
Breiðholti. Sveinbjörn er smiður og
hefur lagt áherslu á viðgerðir á
gömlum húsum.
Einn vetur passaði ég krakkana
þegar Herdís fór aftur að leika með
hljómsveitinni eftir stutt hlé. Minn-
ingar þeirra frá því fóstri eru helst-
ar allir göngutúrarnir sem ég fór
með þau í og það að Bjössi lærði að
fitja upp á prjóna. Seinna þegar
Guðrún var orðin unglingur passaði
hún börnin mín tvö, þau yngstu.
Betri barnapíu hefi ég aldrei haft,
enda er Guðrún ótrúlega skemmti-
lega lík báðum foreldrum sínum.
Herdís var vinamörg og verður
sárt saknað. Megi minningin um
yndislega konu ylja ástvinum henn-
ar og okkur um ókomna tíð.
Nú legg ég augun aftur,
Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbj. Egilsson.)
Guðfinna Lilja Gröndal.
Fleiri minningargreinar um Unu
Herdísi Gröndal bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.