Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 43

Morgunblaðið - 12.02.2010, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 HEIMSFRUMSÝNING! Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó The Wolfman kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára Skýjað með kjötbollum... 3D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ The Wolfman kl. 8 - 10:40 LÚXUS Skýjað með kjötbollum... 2D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára Alvin og Íkornarnir kl. 3:30 LEYFÐ Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 5:30 LÚXUS Avatar 3D kl. 4:40 - 8 B.i.10 ára Edge of the Darkness kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Fráskilin... með fríðindum Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 Sýnd kl. 3:50Sýnd kl. 8 og 10:20 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -V.J.V., FBL HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is HHHH -Á.J., DV 109.000 MANNS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÓSKARSTILNEFNINGAR M.A. BESTA MYND OG BESTI LEIKSTJÓRI9 HHH H.S.S. - MBL HHH „Gibson hefur engu gleymt” Þ.Þ. - FBL HHH „Gibson hefur engu gleymt” Þ.Þ. - FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHHH -Hulda G. Geirsdóttir, Poppland/Rás 2 HHHH - Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið SÝND HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHHH -H.S., MBL ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 3:50 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Sýnd kl. 5:40 PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÝMINGU GUÐANNA! HEIMSFRUMSÝNING! HHH H.S.S. - MBL HHH „Flottur stíll, góðar brellur, afbragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.” T.V. -Kvikmyndir.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Jú, það getur verið svo ósköpnotalegt á dimmum vetr-arkvöldum að kúra fyrir framan gamla túbusjónvarpið og hreinsa hugann af hversdagsins amstri með því að detta inn í ein- hverja kvikmynd. Að njóta lista í stofunni heima. Sunnudagskvöld Ríkissjónvarps- ins hafa verið ágætisvettvangur fyr- ir slíkar gæðastundir því þá eru sýndar (oftast) áhugaverðar kvik- myndir sem kallast sunnudagsbíó.    Oftar en ekki eru þetta það semhér á landi er kallað jað- armyndir, af þeirri ástæðu einni að því er virðist að þær koma frá öðr- um svæðum heimsins en henni stóru Ameríku. Valið á þessum myndum er upp og ofan, stundum eru þær til dæmis svo svakalega þunglyndislegar að þær gera lítið annað fyrir áhorfand- ann en að draga hann niður í dimma og djúpa dali. En vert er að taka fram að einnig eru sýndar mjög léttar og skemmtilegar myndir í sunnudagsbíóinu. En skemmtun er ekki það eina sem við leitum eftir og því er fjölbreytni þessara mynda kostur. En fyrir vikið henta þær ekki alltaf fyrir mig og son minn þegar við ætlum að eiga góða sjónvarpsstund saman á sunnudagskvöldi.    En við duttum heldur betur ílukkupottinn síðastliðið sunnudagskvöld þegar danska myndin Innheimta var í boði sunnudagsbíósins. Ekki einasta var þessi mynd al- veg drepfyndin þó að hún segði frá fólki sem var í mjög sorglegum aðstæðum í lífi sínu, heldur skart- aði hún líka uppáhaldsleikkonunni okkar í aðalhlutverki, okkar ást- kæru Iben Hjejle, sem margir kannast við sem konu Kaspers í dönsku þáttunum um Trúðinn (og sem vinkonu Önnu Phil í sam- nefndum þáttum, sem og fjölmörg- um frábærum dönskum myndum og svo er hún líka Íslandsvinur). Iben lék hana Láru sem var for- fallin spilafíkill og komin af- skaplega langt niður á botninn þess vegna. Eiginlega búin að klúðra öllu sem hægt var að klúðra. Til að flækja líf hennar enn frekar varð handrukkarinn sem sendur var á hana, ástfanginn af henni. Það er ekkert að orðlengja það að þau tvö voru dásamlegt dúó. Bæði stórkostlegir leikarar.    Danir eru ótrúlega lunknir viðað búa til sárgrætilegar bíó- myndir um breyskt fólk sem við trúum að sé til í raunveruleikanum, finnum til með og hlæjum að.    Hún Lára var svolítið ofvirk ogátti það til að veðja um hvað sem henni datt í hug þá stundina, til dæmis þar sem hún stóð við upp- vaskið: „Ég veðja þúsundkalli að ég geti haldið hausnum á mér ofan í sápuvatninu í þrjár mínútur,“ og svo skellti hún bara hausnum á kaf. Sennilega telst Lára ekki góð fyr- irmynd en hún hefur gert það að verkum að ég og sonur minn veðj- um nú daglega um ólíklegustu hluti. khk@mbl.is Dönsk dásemd »Hún Lára var svolítið ofvirk og átti það til að veðja um hvað sem henni datt í hug þá stundina, til dæmis þar sem hún stóð við uppvaskið. Leikkona af Guðs náð Hér er hin íðilfagra Iben ásamt meðleikara sínum John Cusack í rómantísku gamanmyndinni High Fidelity. AF SUNNUDAGSBÍÓI Kristín Heiða Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.