Morgunblaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
127,83
199,49
120,78
23,608
21,682
17,656
119,85
1,422
196,97
175,79
Gengisskráning 11. febrúar 2010
128,14
199,97
121,13
23,677
21,746
17,708
120,18
1,4262
197,56
176,28
231,6568
MiðKaup Sala
128,45
200,45
121,48
23,746
21,81
17,76
120,51
1,4304
198,15
176,77
Heitast 7°C | Kaldast 2°C
Hæg suðlæg átt og
stöku skúrir, en geng-
ur í suðaustan 8-13
m/s með rigningu
S- og V-lands í kvöld » 10
Jakob Frímann seg-
ir sérstaka þriggja
manna matsnefnd
hjá STEFi meta
hvort lag sé stolið
eða ekki. »44
TÓNLIST»
Stolið eða
ekki stolið
AF LISTUM»
Iben Hjejle var góð í
sunnudagsbíóinu. »43
Sigurður Flosason
leikur lög við ljóð
Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar úr
ljóða- og myndabók-
inni Eyðibýli. »39
TÓNLIST»
Ljóð um
eyðibýli
ÍSLENSKUR AÐALL»
Oddvar Örn Hjartarson
óttast dónalegt fólk. »42
KVIKMYNDIR»
Úlfar, ástir og hálfguðir í
bíó um helgina. »45
Menning
VEÐUR»
1. A. Karlsson gjaldþrota
2. Fíkniefnaleit í Tækniskóla
3. „Makalaust innlegg“
4.„Þetta var ekkert smá sárt“
Íslenska krónan hélst óbreytt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Á sunnudaginn
var söng Hrólfur
Sæmundsson tit-
ilhlutverkið á
frumsýningu óp-
erunnar Evgení
Onegin eftir Tjaí-
kovskí í óperunni í
Aachen í Þýskalandi. Nú þegar hafa
nokkrir dómar birst og eiga þeir það
sammerkt að lofa hinn íslenska
söngvara og segir þýska rík-
isútvarpið m.a. að Hrólfur hafi sung-
ið „með hinu fegursta legato“. Nú
þegar er næsta ár fullbókað hjá hon-
um en hann mun m.a. syngja í Ma-
dame Butterfly og Töfraflautunni.
TÓNLIST
Hrólfur Sæmundsson fær
góða dóma í Þýskalandi
Íslensku þekk-
ingarverðlaunin
voru afhent á hótel
Nordica í gær. Var
Fjarðarkaup valið
fyrirtæki ársins og
Magnús Geir
Þórðarson
borgarleikhússtjóri viðskiptafræð-
ingur ársins. Það er Félag viðskipta-
og hagfræðinga er stendur að valinu,
og er það mat dómnefndar að Magn-
ús Geir hafi á eftirtektarverðan
máta náð að tengja saman viðskipti,
menningu og listir. Hann sé frum-
kvöðull á sínu sviði og hafi náð bæði
faglegum og rekstrarlegum árangri
með leikhúsin sem hann hefur stýrt.
VIÐSKIPTI
Magnús Þór valinn við-
skiptafræðingur ársins
Sjálfur Björg-
vin Halldórsson
ætlar að æra lýðinn
á skemmtistaðnum
SPOT í Kópavogi,
nú á laugardaginn.
Um undirleik sér
sauðkrækska
hljómsveitin VON en einnig koma
þau Einar Ágúst og Ína Valgerður
fram. „Við erum að tala um VON
með eitt breiðasta og mesta stuð-
ball-prógramm norðan Alpafjalla og
sjálfan meistara BÓ! Þarf að segja
eitthvað meira?“ segir m.a. í kerskn-
islegri fréttatilkynningunni.
TÓNLIST
Það er „gó“ á helgina þegar
meistari Bó segir „gó“
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
NÆR engin úrkoma hefur verið á
Akureyri frá áramótum önnur en
framleidda mjöllin úr snjóbyssunum
á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Við lög-
reglustöðina, þar sem laganna verðir
skoða mælitæki á þriggja tíma fresti
allan sólarhringinn, mældist aðeins
0,8 millimetra úrkoma.
Úrkoma hefur aldrei verið jafn lít-
il í janúarmánuði á Akureyri frá því
samfelldar úrkomumælingar hófust
árið 1927, skv. upplýsingum Trausta
Jónssonar veðurfræðings. Þurrasti
janúar í höfuðstað Norðurlands þar
til nú var 1963, þegar úrkoman
mældist 4,3 mm.
Snjó kyngdi niður í gríðarlegum
mæli á Akureyri um jólin en síðan
skipaðist veður í lofti. Lögreglu-
menn sem Morgunblaðið ræddi við í
gær muna eðlilega ekki annað eins
og höfðu raunar ekki velt veður-
farinu mikið fyrir sér. Sögðu þó bæj-
arbraginn allan annan þegar enginn
væri snjórinn og starf sitt auðveld-
ara á margan hátt.
Jóhann Olsen og Geir Baldursson
voru á meðal lögreglumanna á vakt í
gær. „Það verður hluti af rútínunni
að fylgjast með veðrinu og ég hugsa
óneitanlega öðruvísi um veðrið eftir
að ég byrjaði að vinna hér,“ sagði Jó-
hann. „Maður horfir öðruvísi á skýin
og hlustar með meiri athygli á veð-
urfréttirnar en áður.“
Lögreglumenn fylgjast ekki bara
með hita og úrkomu heldur skýja-
fari, skrá loftþrýsting og ýmislegt
fleira sem kemur veðurfræðingum
til góða. Daglega skipta þeir til
dæmis um spjald í sólarmæli í bæn-
um; í desember jafnt sem öðrum
mánuðum, þó svo sólar njóti þá ekki
á Akureyri nema rétt neðst á Odd-
eyrinni, víðs fjarri sólarmælinum.
Jóhann og Geir segja líklega ekki
algengt að venjulegt fólk líti til him-
ins á þriggja klukkustunda fresti til
þess að skoða skýjafarið eins og þeir
geri á vaktinni. „Þetta eru til dæmis
maríutása og skúraleg netjuský!“
segir Geir og bendir út um glugga
lögreglustöðvarinnar.
Smávægilegri úrkomu er spáð á
Norðurlandi og Vestfjörðum á
morgun. Einar Sveinbjörnsson segir
að búast megi við einhverri snjó-
komu en bendir þó á að oft hafi sýnt
sig að loft þeirrar gerðar sem von er
á sé ansi þurrt.
Úrkoma innan við millimetra
Skothríðin í Hlíð-
arfjalli eina úr-
koman í janúar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hugarfar og veðurfar Hugsa öðruvísi um veðrið eftir að ég byrjaði í lögreglunni, segir Jóhann Olsen á Akureyri.
SVERRE Jakobsson, landsliðsmaður
í handknattleik og leikmaður þýska
liðsins Grosswallstadt, slasaðist á
auga á æfingu liðsins í vikunni.
Sverre fékk fast skot í andlitið og
lenti boltinn í vinstra auganu. Það
blæddi inn á augað og eftir skoðun
hjá lækni var honum bannað að æfa
þar til afleiðingarnar kæmu í ljós.
Sverre fer í aðra rannsókn í dag og
verður að að fylgjast með félögum
sínum utan vallar en liðið á leik í
kvöld. | Íþróttir
Morgunblaðið/Kristinn
Sverre Varnarjaxlinn meiddist
á auga og fer í rannsókn í dag.
Sverre má
ekki æfa
SAFNANÓTT er haldin í dag í
fimmta sinn. Undanfarin ár hefur
Safnanótt verið hluti af Vetrarhátíð,
en þar sem Vetrarhátíð er aflögð í
bili fær Safnanótt að njóta sín enn
betur. Að sögn Guðríðar Ingu Ing-
ólfsdóttur, verkefnisstjóra viðburða
hjá Höfuðborgarstofu, spannar
Safnanótt nú allt höfuðborg-
arsvæðið; Reykjavík, Seltjarnarnes,
Kópavogur, Hafnarfjörður og Mos-
fellsbær taka þátt í henni og söfnin
verða þrjátíu og fimm talsins. | 38
Safnanótt í
fimmta sinn
Morgunblaðið/hag
KK Tónlistarmaðurinn Kristján
Kristjánsson leikur á Gljúfrasteini.
Hver er úrkoman að meðaltali?
Að vetrinum er hún 1-3 millimetrar á
dag að jafnaði á Íslandi, að sögn Ein-
ars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Skiptir hún miklu máli?
Já, fyrir vatnsbúskap landsins skiptir
vetrarúrkoman mjög miklu, skv. upp-
lýsingum Einars, sérstaklega snjór-
inn og fyrningar sem haldast fram á
vorið og viðhalda rekju í jarðvegi á
árstíma sem oft getur verið þurr.
Hver eru áhrifin?
Grunnvatnsstaðan lækkar, en ekki
fyrr en meðalúrkoma er minni í
nokkra mánuði hið skemmsta, líkt og
veturinn 1976-77 sem var annálaður
fyrir úrkomuþurrð, segir Einar: Í
Reykjavík var þá samanlögð úrkoma
110 mm frá desember til mars, innan
við 1 mm á dag. Þrátt fyrir þurrðina
nú er úrkoma í borginni þegar orðin
150 mm frá áramótum.
S&S