Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ALLS sátu 85 fulltrúar frá 53 aðild-
arfélögum ASÍ tveggja daga fund
um málefni lífeyrissjóðanna sem
lauk á Selfossi í gær. Umræðan fór
fram í framhaldi af ályktun seinasta
ársfundar ASÍ um heildarendur-
skoðun á stefnu í málefnum lífeyr-
issjóðanna.
Stjórnkerfi lífeyrissjóðanna hefur
verið gagnrýnt og var til umræðu á
fundinum. „Það er kallað eftir breyt-
ingum, auknu gegnsæi og lýðræði
við val á stjórnum sjóðanna,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Hann bendir á að verkalýðshreyfing-
in kýs í stjórnir sjóðanna á vettvangi
fulltrúaráða „en þetta þarf að vera
gegnsærra“.
Skýra og sterka
siðferðiskennd
Fram kom meðal fundarmanna
mikill stuðningur við að halda teng-
ingunni á milli kjarasamninga og líf-
eyrissjóðanna. Gylfi segir vilja til að
auka gagnsæi og lýðræði við val á
stjórnum sjóðanna. „Það þarf að
vinna áfram í að finna leiðir til þess
að ná þessu fram og viðhalda því að
verkalýðshreyfingin og atvinnurek-
endur séu bakhjarlar þessa kerfis en
að sama skapi finna leiðir til að koma
til móts við kröfur um aukið lýð-
ræði.“
Miklar umræður fóru einnig fram
um fjárfestingarstefnu sjóðanna og
einstakar fjárfestingar þeirra. Gylfi
segir að fram hafi komið mjög skýr
og sterk krafa um siðferði í fjárfest-
ingum og við ákvarðanir sjóðanna
um fjárfestingar. Þess verði að gæta
að lífeyrissjóðirnir séu ekki til
frjálsra afnota annarra, heldur komi
fram sem virkur þátttakandi á fjár-
málmarkaði með skýra og sterka sið-
ferðiskennd og af samfélagslegri
ábyrgð. „Menn leggja mikla áherslu
á að hlutverki verkalýðshreyfingar-
innar í uppbyggingu lífeyriskerfisins
er ekki lokið,“ segir Gylfi. „Það kom
fram mjög sterk áhersla á jöfnun líf-
eyrisréttinda á milli almenna mark-
aðarins og þess opinbera,“ segir
hann.
„Nú bíður okkar það verkefni að
vinna úr þessu.“ Næstu vikur verði
notaðar til þess og svo boðað til for-
mannafundar í lok apríl þegar
stefnumörkun liggi fyrir. Þá vill ASÍ
setjast til viðræðna með atvinnurek-
endum um endurskoðun á kjara-
samningi um lífeyrismál.
Auka lýðræði í sjóðunum
Skýr og sterk krafa um siðferði við fjárfestingarákvarðanir lífeyrissjóðanna
ASÍ-fulltrúarnir leggja þunga áherslu á jöfnun lífeyrisréttinda á vinnumarkaði
Þjóðfundarbragur Verkalýðsforingjarnir sátu í hnapp við nokkur hringborð og skiptust á skoðunum á tveggja daga fundi á Hótel Selfossi. Þau mál sem
bar hæst á fundinum voru jöfnun lífeyrisréttinda, aukið lýðræði við val í stjórnir lífeyrissjóða og fjárfestingar lífeyrissjóðanna.
Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur
ingibjorgrosa@mbl.is
„HUGMYNDIN er að hafa sýningarsvæði með tjöldum
þar sem handverksfólk í búningum sé við hefðbundin
störf víkinga og sýni og kenni gestum handbrögðin. Svo
geti fólk æft sig í bogfimi, lært skylmingar og kastað öx-
um á mark,“ segir Hermann Valsson sem stofnaði fyr-
irtækið Viking Travel í fyrra. Hermann var fimmtugur
kerfisfræðingur þegar hann missti vinnuna 2008. „Á
þeim aldri getur maður gleymt því að komast í þann
bransa aftur,“ segir Hermann sem skellti sér á land-
varðanámskeið, starfaði eitt sumar í Vatnajökuls-
þjóðgarði og hóf svo nám í ferðamálafræði við HÍ.
Ferðamenn vilja fræðast
Í fyrrasumar bauð hann ferðamönnum upp á við-
burðaríkar ferðir um Mývatnssveit. Þá klæddist Her-
mann víkingabúningi og kenndi þeim vopnaburð víkinga.
Í framhaldinu fékk hann þá hugmynd að bjóða upp á vík-
ingavöll þar sem saga og menning íslenskra víkinga væri
kynnt og endursköpuð. „Ég gekk í
víkingafélagið Rimmugýgi til að læra
og þjálfa mig og get núna klofið nafn-
spjaldið mitt með öxi á 10 metra færi,"
segir Hermann nokkuð hróðugur en
hann smíðar sjálfur boga og skildi í
víkingastíl.
Einnig vill Hermann fræða ferða-
menn um sögu Íslands, frá því fyrir ís-
öld, fram að landnámi og til ársins
1262. „Samkvæmt könnunum sem
Ferðamálaráð hefur gert vilja 30-40%
ferðamanna læra um menningu og sögu landsins. Svo
hefur fólk mjög gaman af þessari víkingafortíð svo það er
tilvalið að sameina fræðslu og skemmtun.“ Hermann hef-
ur sótt um leyfi til Faxaflóahafna að fá að setja vík-
ingavöllinn upp á auðu svæði við Skarfabakka. „Þetta
yrði starfrækt í allt sumar og ég myndi þurfa að ráða og
þjálfa 10-15 manns. Mér skilst að atvinnuleysi sé mest í
aldurshópnum 18-25 ára svo ég sé fyrir mér að þetta
gæti verið nokkurs konar vinnuskóli fyrir ungmenni,“
Skylmingar, bogfimi og
axarkast fyrir ferðamenn
Viking Travel vill setja upp víkingavöll við Skarfabakka
Vígalegur Hermann
í fullum skrúða.
ÁGÚST Ein-
arsson lætur af
embætti rektors
háskólans á Bif-
röst í júní eftir
þriggja ára starf
og verður eft-
irmaðurinn ráð-
inn án auglýs-
ingar, að sögn
formanns stjórn-
ar skólans, Andr-
ésar Magnússonar. Hann bendir á
að ekki séu nein ákvæði í lögum
skólans um að auglýsa skuli stöðuna
og rifjar upp að nýr rektor Háskól-
ans í Reykjavík hafi einnig verið ráð-
inn án auglýsingar.
„Búið er að skipa valnefnd með
þremur stjórnarmönnum, Finni
Árnasyni, Ástráði Haraldssyni og
mér,“ segir Andrés. „Við erum núna
að skoða vænlega kandídata, kanna
markaðinn. Þetta er mjög skemmti-
legt verkefni, skólinn stendur afar
vel, hann er búinn að ganga í gegn-
um mikla fjárhagslega end-
urskipulagningu. Hagnaður er af
rekstrinum og eiginfjárstaðan er nú
góð. Við erum með öflugan skóla í
höndunum og viljum fá öflugan
mann eða konu til að leiða hann
áfram inn í framtíðina.“ kjon@mbl.is
Ráða rekt-
or án aug-
lýsingar
Andrés Magnússon
Ágúst Einarsson
hættir á Bifröst í júní
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið
út aukinn loðnukvóta. Aukningin fel-
ur í sér að kvóti Íslands verður auk-
inn um tæplega 20 þúsund tonn.
Þetta þýðir að heildarkvóti Íslands
verður tæplega 110 þúsund tonn.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að þótt
þessi aukning skipti vissulega máli
sé þetta lítið magn. Hann vonast eft-
ir að frekari mælingar leiði til þess
að kvótinn verði enn aukinn. Menn
horfi þá ekki síst til vestangöngu
sem komi vestur með landinu.
Loðnuvinnslur leggja núna
áherslu á hrognavinnslu. Hrogna-
vinnsla hófst t.d. á Akranesi í gær
þegar Ingunn kom með 600 tonn af
loðnu. Faxi kom í kjölfarið með svip-
að magn til vinnslu. egol@mbl.is
Kvótinn
aukinn
Vonast eftir meiru
„Ég tók eftir því eftir fyrri daginn
að það var töluvert mikið um að
fulltrúar sem voru á fundinum
kölluðu eftir auknu lýðræði við val
í stjórnir lífeyrissjóðanna. Því mið-
ur fannst mér niðurstaðan seinni
daginn ekki alveg í samræmi við
það en það á svo eftir að vinna úr
þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness. Einnig voru áhættufjárfest-
ingar lífeyrissjóða gagnrýndar. Að
sögn Vilhjálms kom fram í erindi
Bjarna Þórðarsonar trygg-
ingastærðfræðings að meðalraun-
ávöxtun sjóðanna síðustu 10 ár var
um 2%. Á móti hefði verið sýnt
fram á að áhættulaus rík-
isskuldabréf bæru hærri raun-
ávöxtun eða 3,7-4% að meðaltali.
„Það kom líka fram hjá Bjarna að
ávöxtun lífeyrissjóðanna und-
anfarin ár hefði verið sýnd-
arávöxtun,“ segir Vilhjálmur.
Ávöxtunin hefur sveiflast mikið.
Hún var 6,7% árið 2007, hrundi
niður í 3,1% 2008 og var neikvæð í
fyrra. „Er ástæða fyrir lífeyrissjóð-
ina að taka svona mikla áhættu?
Ég efast um það.“
Meðalraunávöxtun síðustu tíu ár aðeins 2%
VR krefst þess að rekstur
fyrirtækja sé reistur á ábyrgð
og siðferði.