Morgunblaðið - 20.02.2010, Page 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Hjartamiðstöðin
T
ilkynning
–
Lung
nalæ
knar
Hef opnað læknastofu í Hjartamiðstöðinni,
Holtasmára 1, 6. hæð í Kópavogi.
Tímapantanir eru í síma 550 3030 eða á
www.hjartamidstodin.is
Holtasmára 1 • 6. hæð • 201 Kópavogi • Sími 550 3030 • www.hjartamidstodin.is
Hans Jakob Beck
lungnalæknir
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hinn árlegi bókamarkaður í Perl-unni hófst í gærmorgun. Nokkriráhugasamir viðskiptavinir biðu ínæðingnum fyrir utan inngang-
inn áður en opnað var og áður en klukku-
tími var liðinn var orðið margt um manninn
innandyra.
Kristján Karl Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri bókamarkaðarins, segir að í
boði séu um 10.000 titlar frá rúmlega 100
bókaútgefendum, allt frá þessum stóru, sem
séu með flesta titlana, niður í einyrkja, sem
gefi kannski út eina ljóðabók og eigi örfá
eintök eftir.
Finnur alltaf eitthvað
„Ég finn alltaf eitthvað forvitnilegt
hérna,“ segir Jón Thoroddsen sem var einna
fyrstur á vettvang. Hann bætir við að verð
bókanna sé ekki síður aðdráttarafl en úrval-
ið og því hafi hann aldrei láta sig vanta á
bókamarkað enda sé þetta kjörið tækifæri
til þess að kaupa afmælis- og jólagjafir.
„Ég er svo sem ekki að leita að neinu sér-
stöku,“ segir Jón og vísar til þess að hann
eigi þegar gott safn. Hann segist oft hafa
gert góð kaup og bendir sérstaklega á lösk-
uð eintök Bókmenntafélagsins í því efni.
„Það er alltaf spennandi að sjá hvað leynist
í hillunum, en ég skima fyrst til þess að
hemja í mér græðgina.“
Herdís Steindórsdóttir segist hafa verið
að sinna erindum í bænum, séð opnun bóka-
markaðarins auglýsta og ákveðið að skella
sér. „Ég kom til að kíkja á bók sem heitir
Saga daganna en ég sé hana ekki,“ segir
hún. Í ljós kom að bókin var ekki til en Her-
dís lét það ekki á sig fá og fann aðrar bæk-
ur í staðinn. „Ég get ekki sagt að ég sé
bókasafnari en mér finnst gaman að líta í
þjóðlegan fróðleik og annað slíkt,“ segir
hún.
Jón Gunnar Baldursson segir að hann
reyni að mæta á alla bókamarkaði og sé auk
þess tíður gestur í fornbókaverslunum.
Hann segir að verðið sé allt annað og betra
á þessum stöðum en almennt gerist á nýút-
gefnum bókum og hann mæti snemma á
fyrsta degi til þess að missa ekki af neinu.
„Ég er aðallega að leita að fræði- og skáld-
verkum,“ segir hann. Hann segist oftast
finna það sem hann leiti að og fyrir vikið sé
safnið orðið stórt. „Ætli það megi ekki segja
það,“ segir hann spurður hvort hann sé
bókasafnari. „Ég á sennilega orðið fullmikið
af bókum, en ég er af þessari kynslóð sem
las og las og las og get ekki hætt. Mér
finnst óskaplega gaman að lestri og fróð-
leik.“
Yndisauki og ánægja
Fornleifafræðingarnir Sigríður Þorgeirs-
dóttir og Lilja Björk Pálsdóttir voru á hött-
unum eftir bókum sem tengjast faginu,
mættu því snemma og brostu út úr eyrum á
leiðinni út. „Það var bara til eitt eintak af
þessari,“ segir Lilja Björk og bendir á bók-
ina Skálholt, skrúður og áhöld, í nær fullri
innkaupakörfunni. „Hún er líka á rosalega
fínu verði,“ bætir Sigríður við, en bókin
kostaði 1.000 krónur.
Stöllurnar komu snemma og voru ekki
lengi að fylla körfuna. „Þetta eru allt bækur
okkur til yndisauka og ánægju,“ segir Sig-
ríður. Lilja Björk segir að vissulega hefðu
þær getað keypt fleiri bækur en það væri
alltaf hægt að koma aftur. „Það er alltaf
hægt að bæta við,“ segir Sigríður og gerir
ráð fyrir að þær kíki áður en pakkað verði
niður á ný. „Listinn er endalaus,“ segir Lilja
Björk.
Kræktu í eina eintakið
Hinn árlegi bókamarkaður í Perlunni vekur athygli og er fastur liður hjá mörgum Íslendingum
Mikið úrval bóka gerir það að verkum að margir koma oft og flestir finna eitthvað við sitt hæfi
Lestur Jón Gunnar Baldursson segist hafa óskaplega gaman af lestri og fróðleik.
Morgunblaðið/Ernir
Úrval Herdís Steindórsdóttir fékk ekki bókina sem hún vildi en fann aðrar í staðinn.
Varkár Jón Thoroddsen segist skima fyrst til
þess að hemja í sér græðgina.
Fornleifafræðingar Sigríður Þorgeirsdóttir
og Lilja Björk Pálsdóttir fylltu körfuna.
„Í SJÁLFU sér var ég ekki að leita
að einhverju sérstöku en ég fann
áhugaverðar bækur,“ segir Halldór
Árnason, sem var í fríi í gær og not-
aði tækifærið til þess að kíkja á
bókamarkaðinn.
Halldór er fæddur og uppalinn í
Stykkishólmi og keypti meðal ann-
ars bókina Eitt stykki Hólmur.
„Hérna er verið að segja frá kyn-
slóðinni í Hólminum áður en ég
fæddist,“ segir hann. Landneminn
mikli, ævisaga Stephans G. Steph-
anssonar, heillaði hann líka. „Ég
hef alltaf ætlað mér að fara í gegn-
um þessa sögu og þetta er byrjunin
en ég sá ekki seinna bindið. Svo er
hérna lokabindið af sögu Einars
Benediktssonar eftir Guðjón Frið-
riksson. Auk þess tryggði ég mér
Bót í máli, leiðsögn um gott málfar
og gildi þess. Hún kemur sér
örugglega alltaf vel, en ég gæti
þess að kaupa ekki of margar bæk-
ur í einu.“
Stillir kaupunum í hóf
Ánægður Halldór Árnason keypti fjórar áhugaverðar bækur.