Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 18

Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is KATRÍN Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra fjallaði um fjárfestingar í tengslum við orkuframkvæmdir í er- indi á aðalfundi Samorku í gær og sagði að óvissa og erfiðar aðstæður til fjármögnunar hefðu tafið ákvarðanir um framkvæmdir. Það hefði gert að verkum „að við verðum að horfa til nýrra leiða varðandi fjár- mögnun slíkra verkefna. Þetta kann að þýða aðkomu og jafnvel tíma- bundið eignarhald annarra aðila að orkuverkefnum, t.d. með verkefna- fjármögnun,“ sagði hún. Katrín minnti í samtali við Morg- unblaðið á að orkuauðlindirnar og dreifiveiturnar væru nú aðskildar. ,,Orkuframleiðslan er áhættusam- asti og kostnaðarsamasti þátturinn. Staðan er einfaldlega sú að lánakjör- in sem okkur bjóðast eru ekki ásætt- anleg. Þessi opinberu fyrirtæki eiga að verja almannahagsmuni og geta því ekki tekið lán á þessum kjörum vegna þess að þá fer arðsemin beina leið úr landi í formi vaxtagreiðslna,“ segir hún. Þess vegna séu nú uppi hugmyndir um verkefnafjármögnun. Ef sú leið yrði farin yrði t.d. Lands- virkjun meðeigandi að nýju félagi með öðrum, sem gætu verið önnur orkufyrirtæki, lífeyrissjóðir og hugs- anlega bæði innlendir og erlendir einkaaðilar. ,,Mér finnst þetta mjög ákjósanlegt. Þarna væri hægt að búa til sérstök félög um einstök verkefni t.d. um virkjun jarðvarmans, sem yrði síðan að ákveðnum tíma liðnum aftur í eigu hins opinbera, eftir t.d. 20 eða 30 ár. Við erum að hugleiða þetta í þeim tilgangi að freista þess að fá inn meðfjárfesta sem koma með eig- ið fé inn í verkefnið,“ segir hún. Katrín segist hafa fundið fyrir áhuga mögulegra fjárfesta á þessu og minnir á að viðræður eru í gangi við lífeyrissjóði um að koma að fjár- mögnun verkefna á orkusviðinu. Nú sé það stjórnvalda að kynna þetta fyrirkomulag og sækja á fjárfesta sem áhuga hafa. Nefnir hún jarð- varmaverkefni á Norðausturlandi sem dæmi. „Ég er þeirrar skoðunar að menn hefðu átt að byrja á verk- efnafjármögnun fyrr og að það hefði verið skynsamlegt fyrirkomulag við byggingu Kárahnjúkavirkjunar,“ segir Katrín. Í erindinu á fundi Samorku sagði hún að til stæði að leggja fram frum- varp um ívilnanir vegna fjárfestinga á Íslandi í ríkisstjórninni á næstu dögum. Með rammalöggjöf yrði horfið frá því fyrirkomulagi að gera sértæka fjárfestingarsamninga vegna einstakra verkefna, á grund- velli sérstakra heimildarlaga þings- ins. Skoða tímabundið eignar- hald annarra að virkjunum  Stofna mætti sérfélög um virkjanir og fá að þeim innlenda og erlenda fjárfesta Morgunblaðið/RAX Háhiti Fjárfestingar sem tengjast orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu eru áætlaðar 400 ma. kr. til 2017, þar af um 265 ma. kr. á næstu fjórum árum. Katrín Júlíusdóttir FRANZ Árnason, formaður Sam- orku, sagði á aðalfundi félagsins í gær nauðsynlegt að fá erlenda fjár- festa að framkvæmdum á orku- sviði. „Slíkir fjárfestar eru til en ég óttast að þeim fari fækkandi vegna þess að þær móttökur sem þeir fá á æðstu stöðum eru oftar en ekki til þess fallnar að fæla fjárfesta frá landinu. Sama má segja um ráðstaf- anir eins og þá að skattleggja raf- orkunotkun með beinum hætti og að úrskurða á æðstu stöðum um aukið eða samþætt umhverfismat og fleira því tengt án þess að til þess standi lagaleg skylda,“ sagði hann. Þá sagði Franz fullkomlega óá- byrgt að halda ekki áfram virkjun jarðhita og fallvatna, til raf- orkuframleiðslu fyrir orkufrek iðjuver. Morgunblaðið/Ómar Orka Óábyrgt er að virkja ekki meira að mati formanns Samorku. Móttök- urnar fæla fjárfesta Óábyrgt að halda ekki áfram virkjunum HÚSHITUN er sex til níu sinnum dýrari á hinum Norðurlöndunum en hér á landi. Það kostar rúmlega 60 þúsund krónur að kynda með- alíbúð í Reykjavík, en í höf- uðborgum hinna Norðurlandanna myndi sama kynding kosta á bilinu 390 til 550 þúsund krónur á ári, eða sex til níu sinnum meira. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Friðleifs- sonar, framkvæmdastjóra Orkuset- urs, á aðalfundi Samorku í gær. Sigurður Ingi gerði m.a. sérstöðu Íslands að umtalsefni vegna hinnar grænu orkuframleiðslu hér á landi með vatnsafli og jarðhita. Hann benti á að jarðhitinn sparaði í raun Íslendingum 50 til 60 milljarða kr. í erlendum gjaldeyri þegar borið er saman við kostnað við olíu- kyndingu. Ætla megi að sögn hans að um 800 þúsund tonn af olíu þyrfti til að kynda híbýli Íslendinga. Þess í stað höfum við jarðhitann og spörum á því 50 milljarða króna á ári í olíu- innflutningi. Þetta spari Íslend- ingum jafnframt brennslu 2,5 millj- óna tonna af CO2 á ári. Kom fram í máli hans að ætla mætti að innan skamms gæti losunarkvóti þess magns kostað um 9 milljarða króna á heimsmarkaði. Benti hann einnig á að raforka til heimila er 3-4 sinn- um dýrari í t.d. Danmörku og Sví- þjóð en hér. Þá sagði hann mikil tækifæri til nýtingar á raforku í samgöngum. Mikil tækifæri grænnar orku Jarðhitinn sparar okkur 50-60 milljarða Afrakstur almennings Reykjavík Helsinki Stokkhólmur Osló Kaupmanna- höfn 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Ve rð (k r. m .v sk .) Miðað viðmeðalorkuþörf fyrir upphitun og neysluvatn í 135m2 húsi í Reykjavík og hversumikið jafnmikil orkamundi kosta í höfuðborgum hinna Norðurlandanna, samkvæmt þeim gjaldskrám sem þar gilda. Heimild: Pétur Kristjánsson 27. okt. 2009 VINNA við rammaáætlun um vernd- un og nýtingu vatnsafls og jarð- varma er á lokasprettinum. Ætlunin er að niðurstöður faghópa verði kynntar á næstu vikum í almennu kynningarferli. Í kjölfarið mun verk- efnisstjórnin ljúka við tillögu um for- gangsröðun virkjunarkosta. Þetta kom fram í máli iðnaðarráðherra á aðalfundi Samorku. Þingsályktun- artillaga um verndar- og nýting- aráætlun komi svo fram um mán- aðamótin apríl-maí. Styttist í rammaáætlun Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVÆR þingsályktunartillögur sem varða aðdraganda stuðningsyfirlýs- ingar Íslendinga við innrásina í Írak árið 2003 voru til umræðu á Alþingi fyrir helgi. Önnur þeirra lýtur að birtingu skjala og annarra upplýsinga vegna ákvörðunarinnar og hin að skipan rannsókn- arnefndar sem falið verður að fara yfir aðdragandann. Tuttugu og sex þingmenn standa að baki síðari til- lögunni. Þingmenn virtust almennt sam- mála um að allt sem málið varðaði ætti að vera uppi á borðum. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist styðja það fullkomlega að öll gögn yrðu birt, enda vildi hún ekki neinn feluleik. Jafnframt mundi Sjálfstæðisflokkurinn skipa fulltrúa í rannsóknarnefndina yrði tillagan samþykkt. Þorgerður setti hins vegar spurningarmerki við forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, og að þetta mál skyldi tekið fram fyrir önnur þarf- ari sem vörðuðu heimili og fyr- irtæki í landinu. Hún benti jafn- framt á að fyrir liggur lögfræðiálit Eiríks Tómassonar þar sem skorið er úr um að ákvörðunin hafi verið lögmæt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og flutningsmaður tillögunnar um rannsóknarnefndina, sagði álit Ei- ríks ekkert merkilegra en hvert annað lögfræðilegt álit og það breytti ekki þörfinni á rannsókn. Steinunn sagðist oft vera spurð að því hvort það þyrfti að rannsaka málið, því þegar lægi fyrir hverjir tóku ákvörðunina. Hún sagði málið hins vegar ekki snúa að því, heldur hvernig stóð á því að aðeins tveir menn, Halldór Ásgrímsson og Dav- íð Oddsson, gátu tekið slíka ákvörðun, hvers vegna ákveðið var að hafa ekki samráð við Alþingi samkvæmt landslögum, 24. gr. þingskapalaga, og hvaða ráðherra bar ábyrgð á því að það var ekki gert. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nefndin verði skipuð sex þingmönn- um, fulltrúum allra flokka. Nefnd- arstarfið verði ólaunað og ljúki með skýrslu sem lögð verði fyrir Alþingi eigi síðar en 1. október 2010. Þverpólitísk sátt um birtingu allra skjala  Fjölmargir þingmenn að baki þingsályktunartillögu um rannsóknarnefnd vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak Morgunblaðið/Eggert Þingið Steinunn Valdís fer fyrir tillögunni um rannsóknarnefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.