Morgunblaðið - 20.02.2010, Page 24
24 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
HANN nostrar við krítartöflu Bethlehem-kvikmyndahússins ungi pilturinn
í Kibera, fátækrahverfi í Nairobi, höfuðborg Keníu.
Eins og sjá má er Scorpion King, bandarísk ævintýramynd með hasar-
hetjunni The Rock, fyrst á efnisskránni. Tilhlökkunin leynir sér ekki.
Reuters
BÍÓDAGAR Í KIBERA
Eftir Baldur Arnarson
og Guðna Einarsson
RÓTTÆKIR íslamistar njóta vax-
andi hljómgrunns í Noregi á meðan
fylgi við öfgastefnur til hægri og
vinstri er nánast óbreytt, þrátt fyrir
efnahagssamdrátt í kjölfar fjármála-
kreppunnar haustið 2008.
Þetta er mat öryggisdeildar
norsku lögreglunnar (PST) en Trond
Hugubakken, upplýsingafulltrúi
hennar, segir aðspurður í samtali við
Morgunblaðið að ekki sé hægt að
veita upplýsingar um hvernig fylgst
sé með slíkum hópum og umsvifum
þeirra.
Hugubakken er einnig þögull sem
gröfin þegar hann er inntur eftir því
hversu margir einstaklingar séu
taldir aðhyllast íslamska öfgastefnu í
Noregi en hann leggur áherslu á að
hér beri að greina sundur venjulega
múslíma sem setjist að í landinu og
öfgamenn í röðum íslamista.
Hryðjuverkaógnin óbreytt
Þrátt fyrir þessa ógn hefur matið á
hryðjuverkaógninni sem talin er
steðja að Noregi ekki verið hækkað
en það hefur verið í lægsta þrepi frá
árinu 2006, eftir að hafa verið í þrep-
inu þar fyrir ofan í um ár eða svo.
Hugubakken verst einnig svara
þegar hann er beðinn að skýra hvað
ýti undir málstað öfgamanna og
kemst svo að orði að það sé á verk-
sviði stjórnmálamanna að tjá sig um
það. Né heldur vill hann svara því á
hvaða svæðum öryggisdeildin telji að
öfgamenn séu að skjóta rótum ef frá
er talin höfuðborgin, Ósló. Slíkar
upplýsingar séu trúnaðarmál.
Eins og greint hefur verið frá á vef
Morgunblaðsins telur öryggisdeildin
að ógnin frá öfgatrúuðum múslimum
í Noregi geti aukist ef erlendir tengi-
liðir þeirra ákveði að beita sér gegn
skotmörkum í Evrópu. Þá óttast
deildin að fleiri einstaklingar fari í
þjálfunarbúðir á átakasvæðum en
hún telur að þeir geti orðið bein ógn
við öryggi landsins, enda hafi þeir
þar fengið reynslu í bardögum og
hugmyndafræðilega hvatningu til að
vinna hryðjuverk.
Ennfremur gerir deildin ráð fyrir
að einstaklingar með tengsl við
átakasvæði og íslamskar öfgahreyf-
ingar flytjist til Noregs en hún hefur
einnig áhyggjur af því að ungt fólk
gangi til liðs við slíkar hreyfingar.
Yfirmaður öryggisdeildarinnar,
Janne Kristiansen, staðfesti í samtali
við Aftenposten að margir ein-
staklingar hefðu farið frá Noregi til
náms við róttæka skóla múslima í
öðrum löndum, svo sem við íslamska
háskólann í Medina í Sádi-Arabíu.
Viðbrögð hófsamra múslíma
Fyrr í mánuðinum mótmælti fjöldi
múslíma birtingu Dagbladet á skop-
teikningum af Múhameð. Íslamistinn
Mohyeldeen Mohammad gaf við það
tilefni í skyn að birtingin kynni að
hafa alvarlegar afleiðingar í för með
sér en hann hefur opinberlega stutt
dauðarefsingu við samkynhneigð.
Abid Raja, pakistanskur stjórn-
málamaður í Frjálslynda flokknum í
Noregi, hefur fordæmt ummælin og
sagt að hófsamir múslímar í Noregi
verði að svara slíku ofstæki.
Ógn af öfgastefnu
Norðmenn óttast vaxandi fylgi við róttækar jaðarstefnur
Öryggisyfirvöld eru treg til að veita upplýsingar um málið
Reuters
Til Mekka Frá mótmælunum í miðborg Ósló fyrr í mánuðinum.
BANDARÍSKIR vísindamenn við
Cornell-háskóla í New York hafa
gert þá merku
uppgötvun að
afurðir
draumaverk-
smiðjunnar í
Hollywood
fylgi formúlu,
nánar tiltekið
stærðfræði-
formúlu þar
sem lengd at-
riða tekur mið
af athyglisgáfu
áhorfenda.
Myndirnar sem rannsakaðar
voru nutu allar velgengni í miða-
sölu en þær voru um 150 talsins og
frumsýndar á tímabilinu frá 1935
til 2005.
Fjallað er um málið í vísinda-
ritinu New Scientist en þar segir að
Star Wars-myndirnar Revenge of
the Sith, frá 2005, og The Empire
Strikes Back, frá 1980, hamfara-
myndin The Perfect Storm, frá
2000, gamanmyndin Pretty Woman
frá 1990, og hin klassíska mynd
James Dean, Rebel Without a
Cause, frá 1955, séu allar dæmi-
gerðar fyrir þau stílbrögð að miðla
mátulega miklum upplýsingum í
hverjum myndramma.
Reyni mátulega
á áhorfandann
Niðurstaðan er rökrétt enda má
ætla að myndir með löngum senum
reyni meira á áhorfendur en stuttar
senur, auk þess sem rannsóknin
rennir stoðum undir þá tilgátu að of
mikið upplýsingaflæði geti dregið
úr skemmtanagildinu.
Á móti kemur að þessi ágæta
formúla kann að skýra hvers vegna
svo margar afurðir draumaverk-
smiðjunnar svokölluðu skilja svo lít-
ið eftir sig.
Hollywood-
formúlan
afhjúpuð