Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 30
30 UmræðanKOSNINGAR 2010
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Í DAG, 20. febrúar,
fer fram prófkjör Nes-
listans, framboðs Bæj-
armálafélags Seltjarn-
arness í komandi
sveitarstjórnarkosn-
ingum 29. maí. Þá gefst
íbúum Seltjarnarness
tækifæri til að taka þátt í
opnu prófkjöri og velja á
lýðræðislegan hátt full-
trúa Neslistans, þar sem
tvö efstu sætin eru bindandi. Seltirn-
ingar sem aðhyllast grunnhug-
myndir félagshyggju ættu ekki að
láta þetta tækifæri framhjá sér fara.
Tækifæri til að hafa áhrif á vinnu-
brögð og áherslur stjórnsýslunnar
hér í bæ á komandi kjörtímabili.
Neslistinn býður nú fram í sjötta
sinn en Bæjarmálafélagið hefur stað-
ið að framboði listans frá stofnun
þess árið 1990. Ég býð mig
fram í 2.-4. sæti Neslistans.
Ég er fæddur og uppalinn í
Borgarnesi. Ég lærði mat-
reiðslu á árunum 1992-
1996 og lauk síðan meist-
araprófi í þeirri iðn árið
2006. Í dag starfa ég hjá
Orkuveitu Reykjavíkur en
hef áður starfað á virtum
veitingahúsum bæði hér á
landi sem og erlendis. Ég
og eiginkona mín, Vigdís
Hallgrímsdóttir, fluttum á
Nesið árið 2003 og dætur
okkar tvær hafa lokið leikskólagöngu
sinni og una sér nú vel í Mýrarhúsa-
skóla. Ég kann mjög vel við sam-
félagið hér á Nesinu, smæðina og
auðsótt návígi við náttúruna og árs-
tíðabundnar birtingarmyndir henn-
ar.
Allt hefur sinn tíma í þessu lífi, nú
er tími breytinga. Brýn þörf er á að
forgangsraða rétt á næstu misserum.
Málaflokkar sveitarfélagsins þurfa
faglega og málefnalega meðferð á
tímum þrenginga og aðhalds. Eitt
eru tímabundnar auknar álögur, ann-
að er að tryggja óskerta grunnþjón-
ustu. Gæta ber jafnræðis og jafn-
réttis. Skýr krafa er uppi um virkt
íbúalýðræði og opna stjórnsýslu,
ekki síst í skipulagsmálum. Á líðandi
kjörtímabili hef ég verið aðalmaður
Neslistans í umhverfisnefnd sem og
varabæjarfulltrúi. Einnig hef ég
gegnt formennsku bæjarmálafélags-
ins síðastliðin tvö ár.
Ósk mín er sú að á Seltjarnarnesi
ríki búsetuskilyrði sem höfða til allra
aldurshópa og geri Nesið að spenn-
andi kost til framtíðar. Þátttaka þín í
þessu prófkjöri skiptir máli, góð
kjörsókn á laugardaginn styrkir
framgöngu bæjarfulltrúa Neslistans.
Seltirningum býðst opið
prófkjör Neslistans
Brynjúlfur
Halldórsson
Brynjúlfur
Halldórsson
Höfundur er matreiðslumeistari og
er formaður Bæjarmálafélags
Seltjarnarness.
ÞRÓUN Kópavogs
síðustu tvo áratugina
hefur einkennst af stór-
hug og áræði sem hefur
skilað sér í 30.000
manna bæ í fremstu röð
á öllum sviðum. Þessi
uppbygging á að halda
áfram. Þótt á henni
hægist nú um nokkurt
skeið má ætla að næstu
þrjú til fjögur kjör-
tímabil fjölgi íbúum Kópavogs um
10-15 þúsund. Uppbygging á ekki að
vera eingöngu uppbyggingarinnar
vegna en hins vegar þarf tiltekinn
fjöldi íbúa að vera fyrir hendi á
hverju svæði til að standa undir
góðri þjónustu innan hverfa. Skipu-
leggja þarf bæinn í góðri sátt við
íbúa með nýtingu fjárfestinga og
þjónustuaðgengi bæjarbúa fyrir
augum.
Miðsvæði Kópavogs
Eftir því sem Kópavogur stækkar
og eflist gerir miðbærinn það líka.
Gamli miðbærinn, menningarholtið,
Kópavogstúnið og Kópavogsdal-
urinn og Smáralindarsvæðið er í
raun hinn nýi miðbær Kópavogs. Á
næstu árum ætti að skipuleggja
þetta svæði með það í huga að laða
að fólk og ferðamenn. Þetta mun
styrkja alla atvinnustarfsemi á
svæðinu, auka nýtingu stofnana
bæjarins og auðga mannlífið. Í
Kópavogsdal gæti komið
veitinga- og afþreying-
araðstaða umkringd t.d.
grasagarði Kópavogs.
Margar góðar hugmyndir
hafa verið á lofti um nýt-
ingu Kópavogstúnsins fyr-
ir safn þar sem sagan yrði
í fyrirrúmi og svona má
lengi telja.
Heilsubær
allra aldurshópa
Heilsa og vellíðan á að
vera ofarlega á forgangslista okkar.
Veraldleg gæði eru lítils virði ef við
höfum ekki heilsu til að njóta þeirra.
Til að bæta heilsufar almennings
þarf langtímahugsun og þar geta
bæjaryfirvöld leikið stórt hlutverk.
Margir njóta góðs af starfsemi öfl-
ugra íþróttafélaga bæjarins en það
eru þeir sem eru óvirkir sem ná þarf
til. Með því að gera Kópavog að
heilsubæ fyrir alla aldurshópa, ekki
síst eldri borgara og börn, má ná
fram miklum sparnaði í heilbrigð-
iskerfinu og auka lífshamingju fólks.
Við eigum í dag börn sem vonandi
munu una sér vel í Kópavogi fram-
tíðarinnar og skulum því hugsa til
lengri tíma, jafnvel þótt það sé ekki
alltaf stysta leiðin til persónulegra
vinsælda.
Framtíðin er
björt í Kópavogi
Eftir Jóhann Ísberg
Jóhann Ísberg
Höfundur er formaður Sjálfstæðis-
félags Kópavogs og býður sig fram í
3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi.
Í DAG fer fram
prófkjör okkar sjálf-
stæðismanna í Kópa-
vogi. Niðurstaða þess
er mikilvæg fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í
bænum sem og á
landsvísu. Það er mik-
ilvægt að sjálfstæð-
ismenn í Kópavogi sýni
að þeir séu tilbúnir til
að horfa fram á veginn
og ganga til móts við nýja tíma.
Það er mikið undir því komið að
við sýnum að við séum óhrædd við
að endurnýja flokkinn og endur-
skilgreina vinnubrögð okkar eftir
því sem nauðsyn krefur. Slíkt er
eðlilegt viðhorf í kreddulausu
samfélagi þar sem ætíð er reynt
að ná sem bestum árangri. And-
stæða þess er stöðnun.
Ný forysta og nýjar áherslur
Það er undir okkur sjálfstæðis-
mönnum í Kópavogi komið að
stilla upp sterkum lista sem mun
skila góðum árangri í vor. Allt
mælir með því að það takist. Við
höfum úr breiðum og hæfum hópi
frambjóðenda að velja. Þar fer
saman þekking og reynsla úr
sveitarstjórnar- og félagsmálum
sem og atvinnulífi. Í hópi fram-
bjóðenda eru einstaklingar sem
eru fullir af krafti og hugmyndum
og reiðubúnir að leiða Kópavog
inn í nýja tíma. Við skul-
um nýta okkur þetta og
kjósa nýja forystu og
nýjar áherslur.
Veljum traust,
gagnsæi
og ný vinnubrögð
Til að ná árangri í vor
verðum við sjálfstæð-
ismenn að tala með skýr-
um hætti til kjósenda.
Það á ekki að vera nein-
um vafa undirorpið hvað
við stöndum fyrir. Við
viljum ábyrga fjármálastjórn á
krefjandi tímum, við viljum dreifa
byrðunum með sanngjörnum
hætti, við viljum að það sé gott að
eldast í Kópavogi, við viljum halda
hjólum atvinnulífsins gangandi,
við vitum að aukið gagnsæi er
hagsmunamál okkar allra og við
viljum standa vörð um þann góða
árangur sem við höfum náð
Til að þessi markmið náist þurfa
ákveðin grundvallargildi að vera í
hávegum höfð. Við skulum velja
traust, gagnsæi og ný vinnubrögð
í prófkjörinu í dag.
Ég hvet sjálfstæðismenn í
Kópavogi til að fjölmenna og taka
þátt í prófkjörinu og gefa skýr
skilaboð um hvernig Sjálfstæð-
isflokkurinn á að vinna.
Prófkjörið í Kópavogi
fer fram í dag
Eftir Ármann Kr.
Ólafsson
Ármann Kr.
Ólafsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Kópavogs og býður sig fram í 1. sæti í
prófkjöri sjálfstæðismanna.
Í DAG ganga Kópa-
vogsbúar til kosninga í
prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í skugga efna-
hagslegra hamfara og
þeirrar spillingar sem á
mesta sök á óförum
þjóðarinnar. Uppgjör
við fortíðina er jafnóum-
flýjanlegt og það að
sækja fram og byggja
upp á ný. Fólkið sem
velst til starfa í þessum
kosningum skiptir sköpum fyrir
framtíðina. Við þurfum nýtt og öfl-
ugt fólk en fyrst og fremst
heiðarlegt. Til að svo megi
verða þarf þátttakan að
verða mikil annars er hætt
við að lýðræðisleg sjón-
armið nái ekki að tryggja
Kópavogsbúum bestu nið-
urstöðuna. Spunameist-
arar flokkseigendafélags
mega ekki í skjóli lítillar
þátttöku einoka heilbrigða
stjórnmálaumræðu.
Tómas Guðmundsson
orti:
Því meðan til er böl sem bætt þú gast
og barist var á meðan hjá þú sast
er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins sem ekki taka þátt í
lýðræðislegum kosningum hans eiga
það á hættu að bera ábyrgð á nið-
urstöðu sem þeir eiga engan þátt í.
Það má kalla að sofa á verðinum. Ég
skora á Kópavogsbúa að taka þátt í
prófkjörinu þannig að við getum
gengið inn í framtíðina bjartsýn og
sterk.
Nýtum kosningaréttinn
Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón
Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri og
formaður HK. Hann býður sig fram í
3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogi.
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
.
Föstudaginn 5.mars kemur út hið
árlega Fermingarblað Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin-
sælustu sérblöðum Morgunblaðsins í
gegnum árin og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
Fermingarblaðið verður borið frítt inn
á heimili allra fermingarbarna á öllu
landinu.
Látið þetta glæsilega Fermingarblað
ekki framhjá ykkur fara.
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Skreytingar í veisluna.
Veisluföng og tertur.
Fermingartíska.
Hárgreiðsla fermingarbarna.
Fermingarmyndatakan.
Fermingargjöfin í ár.
Hvað þýðir fermingin.
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Fermingarskeytin
Og fullt af öðru
spennandi efni.
FERMINGAR
PANTAÐU AU LÝSINGAPLÁSS FYRIR 1. MARS
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars.
Ferm
ing
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefnum
mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og fremst til
að kynna starfsemi einstakra stofn-
ana, fyrirtækja eða samtaka eða til
að kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Móttaka aðsendra greina