Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 MEÐ UM- RÆDDRI breytingu var þjóðgarðurinn að öllu leyti undanþeg- inn nýsamþykktum lögum um frí- stundabyggð og leigu lóða undir frístunda- hús, nr. 75/2008. Allt frá stofnun Lands- sambands sumar- húsaeigenda hefur það verið baráttumál þess að fá lagaumhverfi um frístundabyggð og um samskipti landeigenda og leigutaka frístundalóða. Á vorþingi 2008 varð það mál loksins í höfn með samþykkt Alþingis á lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Lögin tryggja leigjendum og eigendum frí- stundahúsa ákveðinn samningsrétt gagnvart leigusala. Lögin eru mik- il réttarbót fyrir báða samningsað- ila. Með þeim er komið á fót skýr- um reglum um uppsögn leigusamninga, endurleigu eða sölu og úrskurðarnefnd frístunda- húsamála ef ekki takast samn- ingar milli leigusala og leigutaka. Tekið er á innbyrðis samskipum lóðarhafa innan sama skipulagða svæðisins, stofnun félagsskapar til að taka fjárhagslegar ákvarðanir vegna sameiginlegs kostnaðar og samskipti félagsins við viðkomandi sveitarfélag. Þau gæta enn fremur hagsmuna landeigenda án tillits hvort um er að ræða einstaklinga, félög eða sveitarfélög og ríkið og þar með þjóðgarða. Lands- sambandið lagðist eindregið á móti frumvarpinu. Með lagabreyt- ingunni er horfið aftur til fyrri tíma þar sem réttarstaða leigu- taka var slík að þeir gátu átt von á að standa uppi með frístundahús sitt á lóð sem þeir áttu ekki leng- ur nokkurt tilkall til og með mjög veika samningsstöðu þegar kemur að því að endurnýja leigusamning- inn eða fá mannvirkin innleyst á sanngjarnan hátt. Frumvarpið var samið og lagt fram á Alþingi af nefndarmönnum mjög svo virðulegrar nefndar, Þingvallanefndar, sem eingöngu þingmenn og ráðherrar sitja í, og er því eins konar lávarðanefnd í þinginu. Frumvarpið hafði áður verið lagt fram undir lok vorþings 2009 en náði þá ekki fram að ganga. Allsherjarnefnd sendi ekki neinum hagsmunaaðilum í þjóð- félaginu málið til umsagnar en fékk á sinn fund skrifstofustjóra félagsmálaráðuneytisins og starfs- mann Þingvallanefndar. Aftur var frumvarpið lagt fram á haustþingi. Þegar ekki bólaði á að allsherj- arnefnd sendi það til umsagnar hagsmunaaðila sendi Lands- sambandið erindi til nefndarinnar og lagðist eindregið á móti sam- þykkt þess. Lesa má erindið undir 93. máli á Alþingisvefnum, inn- send erindi. Eftir það sendi nefnd- in frumvarpið til umsagnar, þó ekki til félaga lóðarhafa í þjóð- garðinum. Þegar í ljós kom að gestir höfðu verið boðaðir á nefnd- arfund óskaði Landssambandið eftir að koma einnig á fund nefnd- arinnar til að gera grein fyrir af- stöðu sinni. Það var ekki óskað nærveru fulltrúa þess en au- fúsugestir nefnd- arinnar voru ráðherra heilbrigðismála sem jafnframt er formaður Þingavallanefndar ásamt starfsmanni Þingvallanefndar. Það hefur verið hugguleg stund fyrir nefnd- armenn að hafa ráð- herra til að ræða við nefndina um að svipta um 80 eigendur frístundahúsa á leigulóðum í þjóðgarðinum á Þing- völlum samningsrétti um end- urnýjun leigusamninga að fulltrú- um þeirra víðsfjarri. Það eina sem kom út úr þeim fundi var tillaga um lagabreytingu sem snerti á engan hátt efni frumvarpsins. Í umræðum á þingi spurði þingmað- urinn, Sigurður Ingi Jóhannsson, af hverju réttindi frístundahúsa- eigenda í þjóðgarðinum ættu að vera með öðrum hætti en á öðrum frístundasvæðum í eigu ein- staklinga eða sveitarfélaga. Taldi þingmaðurinn að frumvarpið gengi of langt í réttindamissi leigulóð- arhafa og sagði það miður að ekki væri tekið tillit til framkominna sjónarmiða hans og umsagn- araðila. Hann sagðist ekki treysta sér til að standa á móti frumvarp- inu enda nýkjörinn í þessa virðu- legu lávarðanefnd eftir framlagn- ingu frumvarpsins. Þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir setti fram svipaðar efasemdir; af hverju allir ættu ekki að sitja við sama borð hvort sem ríkið eða aðrir væru landeigendur? Í máli Álf- heiðar Ingadóttur, ráðherra og formanns Þingvallanefndar, kom fram misskilningur um heimild leigulóðarhafa til að selja leigu- samning sinn og veðsetja hann og ákvæði laga um Þjóðgarðinn um að landið mætti aldrei selja eða veðsetja. Þetta tvennt er óskylt. Kom fram í máli hennar að það sé markmið lagabreytingarinnar að Þingvallanefnd geti samið um lengd leigutíma óháð ákvæðum frí- stundabyggðalaga, til að tryggja að markmið Þingvallanefndar ná- ist með því að öll frístundahús skuli hverfa smám saman allt til ársins 2024. Það er erfitt að sjá fyrir sér að í náinni framtíð verði sagt upp yfir 80 leigusamningum bótalaust og mannvirkin fjarlægð sem mörg hver hafa verið byggð úr varanlegu efni á undanförnum árum. Við endurnýjun eða upp- sögn leigusamnings einhliða af hendi Þingvallanefndar verða leigutakar réttlausir varðandi heimild til að vísa ágreiningi um leigufjárhæð eða innlausnarverð við uppsögn samnings til úrskurð- arnefndar frístundahúsamála. Í máli formanns allsherj- arnefndar kom fram að nefndin myndi taka upp málið í þingbyrjun þessa árs og halda áfram að færa málefni frístundabyggða í þjóð- görðum undan lögunum. Er því illt í efni að Alþingi skuli ganga á undan að brjóta niður lög um frí- stundabyggð með þessum hætti. Frístundahúsa- eigendur í þjóðgörðum Eftir Sveinn Guðmundsson, » Á næstsíðasta starfs- degi Alþingis fyrir jólin samþykkti þing- heimur breytingu á lög- um um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Breytingin reynist mjög afdrifarík fyrir marga Sveinn Guðmundsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri LS. Í OPNU bréfi Írisar Erlingsdóttur fjöl- miðlafræðings til þriggja ráðherra hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag er und- irritaður nafngreindur og beinlínis sakaður um að hafa átt „aðild að aðstæðum og ákvörðunum sem stefnt hafa fullveldi Íslands í hættu“. Að auki er ýjað að því að ég hafi hvorki reynslu né hæfni til að gegna starfi mínu. Þrátt fyrir að opinberar ásakanir og árásir á nafngreinda ein- staklinga gerist vart alvarlegri fylgja engar skýringar eða rök- semdir aðrar en þær að ég starfaði hjá Landsbankanum. Jafnvel þótt einhverjir telji eðli- legt að ætla mér það hlutskipti að teljast sekur þar til ég sanna sjálf- ur sakleysi mitt er erfitt að „verj- ast“ því hvorki eru tilgreind dæmi né heimildir um þær ákvarðanir sem ég á að hafa átt aðild að. Þar sem starf mitt við umsjón útgáfu- mála greiningardeildar og síðar hagfræðideildar fól ekkert slíkt í sér hef ég ekki hugmynd um í hverju meint brot mitt gegn full- veldi landsins gæti fal- ist. Það er skemmtileg tilviljun að forveri minn í útgáfumálum hjá greiningardeild- inni, sem setti mig inn í starfið síðsumars 2007, er annar af rit- stjórum þessa dag- blaðs. Ég gæti gert ýmsar efnislegar at- hugasemdir við rit- stjórnarstefnu hans og innihald greina sem hér fást birtar en það væri bæði ómaklegt og ómerkilegt af mér að ráðast á persónu hans með fullyrð- ingum um aðild að ákvörðunum sem stefndu fullveldi Íslands í hættu. Enda voru útgáfur deild- arinnar byggðar á opinberum gögnum og skýrslum frá fyrir- tækjum og stofnunum. Í ljósi þess hve fráleitar þessar ásakanir og dylgjur eru mun ég ekki eyða tíma í að útskýra hvort eða hvernig störf mín fyrir Aflvaka hf,. atvinnuþróunarfélag Reykjavík- ur, Fjárfestingarstofuna og Út- flutningsráð eða verkefni með ný- sköpunar- og ferðaþjónustufyrirtækjum um land allt nýtist mér í núverandi starfi. Þeir sem vilja grafa í fortíð mína og starfsreynslu geta gert það sjálfir og sótt þann vitnisburð sem þeir kjósa því þar eru engin leynd- armál. Að þessu skrifuðu læt ég minni þátttöku í þessari furðulegu um- ræðu lokið. Finni einhverjir hjá sér þörf til að ræða frekar á opinber- um vettvangi um persónu mína, starfsheiður eða hæfni til starfa bið ég ekki um annað en að fólk haldi sig við staðreyndir og neiti sér um að ljúga upp á mig sökum eða dylgja. Að lokum vil ég segja við Írisi Erlingsdóttur að ég hlakka til að fá afsökunarbeiðni hennar vegna staðlausra ásakana og árásar á mannorð mitt og starfsheiður. Hún má senda mér hana persónulega ef henni þykir erfitt að gera það op- inberlega. Ærumeiðingu hafnað, afsökunarbeiðni æskileg Eftir Arnar Guð- mundsson » Opinberar ásakanir og árásir á nafn- greinda einstaklinga gerast vart alvarlegri en samt fylgja engar rök- semdir aðrar en að ég vann hjá Landsbank- anum. Arnar Guðmundsson Höfundur er aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. ROTARÝ er al- heimshreyfing, stofnuð í Chicago 23. febrúar 1905 og heldur því upp á 105 ára afmæli sitt í febrúar. Nú eru fé- lagar í Rótarýhreyf- ingunni rúmlega 1,2 milljónir í 33.000 rót- arýklúbbum í 200 lönd- um. Markmið Rót- arýhreyfingarinnar eru að vinna að vináttu manna á meðal og aðstoða þar sem þörf kref- ur. Einkunnarorð hennar eru Þjón- usta ofar eigin hag en þau lýsa starf- semi og hugsunarhætti hreyfingarinnar vel. Meðal verkefna rótaryklúbba og hreyfingarinnar í heild er að útrýma barnalömunarveiki, stuðla að því að allir læri að lesa, hafi aðgang að hreinu vatni og að fátækt og hungur sé ekki hlutskipti fólks. Stærsta verkefni hreyfingarinnar til þessa hefur verið útrýming barnalöm- unarveiki. Í það verkefni hefur verið varið nærri 850 milljónum banda- ríkjadala auk óteljandi vinnustunda. Þegar verkefnið – Polio-plus – hófst urðu um 1.000 börn, um það bil fjór- ar fullar farþegavélar, lömuð á hverjum einasta degi vegna barna- lömunarveiki. Nú hafa rúmlega tveir milljarðar barna í 122 löndum verið bólusettir fyrir þessum skelfilega sjúkdómi. Nýlega bárust af því fregnir að Bill og Melinda Gates hefðu gefið mikið fé til verkefnisins og hafa þau lagt fram 355 milljónir dala í mótframlag við 200 milljóna dollara framlag hreyfingarinnar. Samtakamáttur og sjálfboðaliðar Rótarýhjólið, tákn samtakanna, er sláandi líkt kóngulóarvef. Í miðjunni er einstaklingurinn og klúbburinn. Klúbbarnir tengjast saman í um- dæmi og umdæmin tengjast um all- an heim. Það finnast rótarýklúbbar í öllum heimshornum, ystu myrkrum Afríku, víðáttum Ástralíu, þétt- setnum borgum Evr- ópu og Ameríku, vel- höldnum Norðurlöndum, fá- mennu Íslandi og mannmörgu Indlandi. Samtökin ráða yfir gíf- urlegum fjármunum, óhemju mannafla og, það sem er best af öllu, beinum tengslum milli einstaklinga í hinum ólíkustu þjóðlöndum. Rótarý hefur það fram- yfir flest önnur samtök að hafa oftast beinan aðgang að ein- hverjum sem er á staðnum, er þar sem hjálpin fer og þessi einhver get- ur séð til þess að ekkert fer til spillis. Ekkert fer í kostnaðarsamt „over- head“ eða spillta stjórnmálamenn. Og rótarýhjólið, þetta snilldarhjól, hefur líka tennur sem gera það að verkum að þegar hjólið leggur af stað, þegar samtökin beita sínum gífurlega samtakamætti, er ná- kvæmlega ekkert sem getur stoppað það. Slíkur er styrkur Rótarý á heimsvísu. Alþjóðlegt hjálparstarf Sjálfboðaliðar á vegum Rótarý fara oft um langan veg til að hjálpa. Nærtækt dæmi er Haítí en þangað fóru rótaryfélagar til aðstoðar með hjálpargögn. Félagar úr rótarý- klúbbum fara ekki bara heimshorna á milli, þeir vinna líka sjálfboða- liðastörf í nærumhverfi sínu. Sem dæmi má nefna að félagar úr rót- arýklúbbi Grafarvogs lesa vikulega fyrir fólk sem býr á Eir. Íslenskir rótarýklúbbar hafa styrkt hjálpar- starf víða um heim t.d. með kaupum á bátum á Sri Lanka eftir flóðbylgj- una miklu, byggingu vatnsbrunna á Indlandi og sambýlis í Suður-Afríku fyrir börn sem annað tveggja eru smituð af alnæmi eða eiga foreldra með alnæmi. Einnig leggja rótarý- klúbbar á Íslandi Rótarýsjóðnum til myndarlegar upphæðir á ári hverju í baráttunni gegn lömunarveikinni. Menntun Menntun er ofarlega í huga rót- arýfélaga og árlega styrkir hreyf- ingin fjölda ungmenna til framhalds- náms í virtum háskólum. Einnig má nefna skiptinemaverkefnið sem ger- ir þúsundum ungra manna og kvenna kleift að fara til annarra landa og kynnast þar menningu og öðlast menntun án þess að þurfa að kosta miklu til. Vinátta og virðing Rótarýfélagar trúa því að sá sem kynnist annars konar menningu og lærir að bera virðingu fyrir skoð- unum ólíkra þjóða verði um leið frið- arboði þar sem hann hefur öðlast skilning umfram þann sem heima situr. Um leið hefur þessi sami ein- staklingur eignast vini fyrir lífstíð en vinátta er mikils metin í hreyfing- unni og einn af hornsteinum hennar. Sá sem gengur í Rótarý eignast ekki bara vini í klúbbnum heldur er hann velkominn til félaga og klúbba hvar sem er í heiminum. Innan hreyfing- arinnar eru áhugafélög og hópar s.s. vélhjólahópur, skíðahópur, frí- merkjasafnarar, söguskrifarar og meira að segja handavinnuhópur. Allir eru þessir hópar alþjóðlegir og hefur myndast sú hefð í mörgum þeirra að fara í heimsóknir til félaga í öðrum löndum. Skemmst er að minnast hópferðar skandinavískra vélhjólamanna til Íslands fyrir tveimur árum en þeir hjóluðu hring- inn í kringum landið. Á Íslandi eru nú 30 rótarýklúbbar sem opnir eru bæði körlum og konum. Öll starf- semi hreyfingarinnar er kynnt á rot- ary.is og rotary.org. Alþjóðastarf Rótarý- hreyfingarinnar Eftir Vigdísi Stefánsdóttur » Íslenskir rótarý- klúbbar hafa styrkt hjálparstarf víða með t.d. kaupum á bátum á Sri Lanka, byggingu vatnsbrunna á Indlandi og sambýli í Suður- Afríku Vigdís Stefánsdóttir Höfundur er erfðaráðgjafi og félagi í rótarýklúbbi Grafarvogs. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.