Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 ✝ Sigurlína Jak-obína Sigurð- ardóttir fæddist í Nolli, Laufássókn, S-Þingeyjarsýslu 15. janúar 1919. Hún lést á dval- arheimilinu Horn- brekku á Ólafsfirði 11. febrúar 2010. Kjörforeldrar hennar voru hjónin Sigurður Jóhann- esson, skósmiður á Ólafsfirði, f. 4. maí 1892, d. 30. sept- ember 1981, og Elín Björg Guð- bjartsdóttir, f. 24. desember 1891, d. 28. febrúar 1995. Uppeld- isbróðir Sigurlínu var Þorsteinn Mikael Einarsson, f. 23. ágúst 1924, d. 31. des. 2006. Foreldrar hennar voru Jón Þorgeir Gunn- laugsson, f. 1869, d. 1933, og Bjarney Guðbjartsdóttir, f. 1895, d. 1972. Alsystkini hennar eru Geir Jónsson, f. 1915, d. 1938, janúar 2003, maki Birna Svein- björnsdóttir, f. 29. september 1942. Börn þeirra eru Vigdís Kristbjörg, f. 1962, Sigurður, f. 1963, Kristmundur, f. 1965, og Sylvía, f. 1978. Þau eiga 12 barna- börn. 2) Hannes, f. 29. september 1945, maki Sigurbjörg Gísladótt- ir, f. 19. september 1945. Börn þeirra eru Gísli Jón, f. 1968, d. 1986, Kristmundur Stefán, f. 1971, og Sigurður Elí, f. 1973. Þau eiga fimm barnabörn. 3) Elley Steinunn, f. 28. febrúar 1949, maki Sigurjón Kristjánsson, f. 17. september 1949. Börn þeirra eru Sigurlína Klara, f. 1968, og Sandra, f. 1974. Þau eiga fjögur barnabörn. 4) Guðlaug Jónína, f. 6. janúar 1951, maki Ulf H. Berg- mann, f. 27. ágúst 1953. Börn þeirra eru Jóhann, f. 1968, El- ísabet Elín, f. 1975, Edda, f. 1982, og Björn, f. 1990. Þau eiga tvö barnabörn. Sigurlína helgaði líf sitt fjöl- skyldu sinni og bjó henni fallegt heimili á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði. Hún hafði mikið yndi af allri handavinnu og nutu margir muna hennar. Útför Sigurlínu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 20. febr- úar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Guðlaug Jónína Jónsdóttir, f. 1921, d. 1966, Héðinn Einar Gunnar Jóns- son, f. 1928, d. 1991, Páll Sigurlaugur Jónsson, f. 1930, og Sigurbjört Sigríður Jónsdóttir, f. 1932. Bróðir hennar sam- mæðra er Jóngeir Eyfjörð Guð- laugsson, f. 1935, og systir hennar samfeðra er Sig- urhanna Jónsdóttir, f. 1895, d. 1931. Sumardaginn fyrsta árið 1938 giftist Sigurlína Kristmundi Stef- ánssyni, sjómanni á Ólafsfirði, f. 20. janúar 1912, d. 22. nóvember 1993. Foreldrar hans voru Stein- unn Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 1888, d. 1958, og Stefán Kristinn Baldvinsson, f. 1880, d. 1960. Börn Sigurlínu og Kristmundar eru: 1) Sigurður Jón, f. 7. maí 1940, d. 20. Það verður tómlegt að koma í Ólafsfjörð núna, engin Lína sem tekur á móti okkur með breiðu brosi og faðmlagi. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst í Ólafsfjörð, auðvitað mjög feimin að hitta tengdafólkið í fyrsta skipti, en þau Lína og Kristmundur tóku svo hlý- lega á móti mér að öll feimni gleymdist fljótt. Í íbúðinni við hlið- ina á þeim eða „fyrir handan“ eins og alltaf var sagt bjuggu foreldrar Línu, þau Elín og Sigurður, hann þá enn starfandi skósmiður í Ólafsfirði. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og var Lína mjög hug- ulsöm og góð foreldrum sínum alla tíð, en Elín lést háöldruð á 104. ald- ursári. Heimili Línu og Kristmundar á Kirkjuveginum var eitt það snyrti- legasta sem ég hef komið inn á. Lína hafði mikið yndi af að fegra heimili sitt með ýmsu móti og hver hlutur átti sinn stað þó að íbúðin væri ekki stór. En það var sérstak- lega eitt sem vakti athygli mína og ég hafði aldrei séð áður, hún setti blúndu framan á allar hillur í eld- húsinu sínu. Það kom mjög fallega út og þannig er það enn í dag. Við Hannes eyddum fyrsta sumrinu okkar saman í Ólafsfirði. Fengum við þar leigt í Árnahúsinu stórt her- bergi og lítið eldhús, en eldhúsið var ekki mikið notað það sumarið, held- ur farið á „hótel mömmu“ sem var auðvitað mjög þægilegt og gott. Þótti tengdaforeldrum mínum það sjálfsagður hlutur. Seinna bjuggum við Hannes á Akureyri í nokkur ár, á þeim tíma hittumst við oft. Alltaf þótti þeim sjálfsagt að hjálpa okkur með strákana ef á þurfti að halda. Þegar ég átti Sigurð Elí kom hún inneftir og passaði Gísla Jón, Krist- mund og stóra strákinn sinn á með- an ég var á fæðingardeildinni, sem í þá daga var heil vika. Þeir höfðu það aldeilis fínt með ömmu Línu. Síð- ustu árin hefur Lína búið á Dval- arheimilinu Hornbrekku og leið henni mjög vel. Oft sagði hún „það fá allir hérna 10 hjá mér“. Við kveðjum hana með söknuði en huggum okkur við það að það verð- ur vel tekið á móti henni. Með kveðju og þökk, Sigurbjörg (Sibba). Elskuleg amma og langamma okkar Lína var alveg stórkostleg kona. Í dag er mjög erfiður dagur þar sem við þurfum að kveðja þessa yndislegu konu sem á svo stórt pláss í hjarta okkar. Hugur okkar fer til baka til Ólafsfjarðar þar sem við bjuggum öll. Alltaf voru dyrnar opnar og við gátum komið hvenær sem var til þín og afa í litla dúkku- húsið á Kirkjuveginum. Margar góðar minningar eigum við þaðan. Árið 1986 fluttum við til Noregs og reyndist okkur erfitt að kveðja ykkur. Ekki leið langur tími þar til þið skötuhjúin ákváðuð að kom í heimsókn til okkar. Afa var ekki sama um að fljúga svona langt, hann sem aldrei hafði farið til út- landa. En þú, amma, fékkst ekki nóg og varst ótrúlega dugleg að koma til okkar. Þú náðir aðeins einu sinni að plata afa með þér til Nor- egs. Það fannst honum nóg vegna þess að hann var búinn að sjá heim- ilið okkar og að allt gengi vel og við hefðum það gott. Þú varst eins og unglingur í fyrsta skiptið sem þú komst án hans, en hafðir samt áhyggjur af karlinum einum heima og hringdir reglulega til að gá hvort hann hefði búið sér til mat. Eftir að afi hvarf á braut hélst þú áfram að koma og vera hjá okkur. Spenningurinn var alltaf jafn mikill þegar við mættum á flugvöll- inn með blóm úr garðinum og ís- lenska fánann. Einu sinni vorum við spurð hvort einhver af kóngafólk- inu væri að koma og við svöruðum: „Já, prinsessan hún amma okkar frá Íslandi er að koma.“ Noregur var eitt af þínum heimilum, þú varst farin að þekkja marga og áttir stórt pláss í hjörtum þeirra. Alltaf var gaman þegar við fórum á rúntinn með þér, þú tókst eftir öllum smá- breytingum sem við höfðum ekki séð. Barnabörnin þín í Noregi urðu fjögur, Kristján, Magne, Gísli og Ingrid Sofie. Að sjálfsögðu varst þú alltaf mætt á svæðið fljótlega eftir fæðingu þeirra og varst viðstödd skírn þeirra allra. Fyrstu skiptin sem þau komu til þín varst þú búin að taka alla brot- hætta hluti sem þér þótti vænt um og setja upp á loft. Þú vildir ekki að neinn hefði áhyggjur af því að eitt- hvað mundi brotna, börnin áttu að geta hlaupið um í litla dúkkuhúsinu. Eins og vanalega var allt í röð og reglu hjá þér og alltaf mátti finna eitthvert góðgæti í ofninum hjá þér. Þegar Kristján var fermdur var mikil óvissa um hvort þú kæmist. Gleðin var mikil þegar við fengum að vita að þú kæmir, elsku amma/ langamma. Hátt í nírætt komst þú til Noregs til að taka þátt í ferm- ingu Kristjáns. Með árunum voru bréfin orðin mörg og þú kallaðir alltaf bréfin fjársjóðinn þinn. Þér þótti svo gam- an að fá bréfin frá okkur og hvað þá þegar við sendum með myndir eða teikningar sem börnin höfðu búið til. Þegar þú fluttir upp á Horn- brekku urðu hringingarnar margar og minna af bréfum. En þú minntir okkur alltaf á að nú væri langt síðan þú hefðir fengið bréf, þó að þú vær- ir nýbúin að opna bréf frá okkur. Við vorum alltaf rosalega stolt af reisn þinni og glæsileika. Guð blessi minningu þína og friður veri með þér og kysstu afa frá okkur. Við elskum ykkur. Lína Klara, Magne og Gísli, Sandra, Kristján og Ingrid Sofie. Elsku Lína mín, ég vil þakka þér allar okkar góðu og skemmtilegu stundir. Við strákarnir mínir, Hannes, Pálmi og Hrafn, minnumst þín með ást, söknuði og þakklæti fyrir það sem þú varst okkur öllum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við biðjum Guð og alla hans góðu engla að vefja þig örmum elsku Lína, þín er sárt saknað. Sólveig Pálmadóttir og synir. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt – dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edensblundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnígin. (Jakob Jóhannesson Smári.) Það var hlýtt og þétt faðmlag sem ég fékk frá Línu frænku þegar ég kvaddi hana í síðasta sinn sem ég sá hana, í október á síðasta ári. Og eins og alltaf signdi hún mig, bað guð að vera með mér og sagði að við vær- um líkar, sömu skrautkerlingarnar. Og ég hugsaði að það væri ekki leið- um að líkjast og vonaði að ég líktist henni á fleiri vegu. Um Línu á ég yndislegar minningar alveg frá því að ég var barn. Þegar hún og Krist- mundur heimsóttu mig þegar ég var veik og færðu mér eitthvað gott, þegar þau buðu mér í bíltúr fram í sveit, þegar ég fór í verslunarferðir til Akureyrar með Línu og þegar hún sagði mér sögur frá því að hún og pabbi minn voru börn. Og fag- urkerinn Lína frænka, alltaf svo vel til höfð og hafði unun af því að gera fallegt í kringum sig, sannkölluð hefðarkona. Í litla húsinu sínu, með alla fallegu hlutina sína, svo hjartahlý, skemmtileg og góð heim að sækja, það er myndin sem ég á í huga mér af frænku minni. Slíkar minningar skapa óendanlegt ríki- dæmi þess sem þær eignast. Það er með virðingu og þökk sem ég kveð frænku mína á sama hátt og hún kvaddi mig ávallt: Guð gefi þér góða nótt frænka mín. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. (Sigurbj. Þorkelsson.) Þórhildur Þorsteinsdóttir (Tóta). Hún Lína vinkona mín er dáin í hárri elli eða amma Lína eins og strákarnir mínir kölluðu hana. Hún var ekki hin eiginlega amma þeirra, en síðan Lauga dóttir hennar pass- aði hjá okkur þegar þeir voru litlir og ég var að kenna hefur hún alltaf verið kölluð amma Lína. Amma Lína var falleg, lágvaxin kona og átti heima í litlu fallegu húsi við Kirkjuveginn. Hún var með stórt hjarta, alltaf brosandi og hafði svo einstaklega góða nærveru. Þegar við komum í heimsókn til hennar var alltaf til kaffi á könnunni og moli í skál handa strákunum og hlýju í orðum átti hún nóg af. Hún mátti aldrei heyra styggðaryrði um nokkurn mann og hún trúði alltaf á hið góða í hverjum manni. Hún var vinum sínum trygg og trú og mátti ekkert aumt sjá. Það var vegna þess að hún amma Lína gat gefið svo mikið af sjálfri sér og allir sem henni kynntust fundu fyrir þessari hlýju og væntumþykju, ekki bara strákarnir okkar heldur allir sem kynntust henni. Brosið hennar, heillandi hlátur og uppörvandi hvatning til að halda áfram að lifa lífinu lifandi, þótt á móti blási. Og árin liðu. Eftir að hún missti Kristmund, mann sinn, bjó hún áfram ein á Kirkjuveginum í sinni litlu fallegu íbúð, þar sem hver hlut- ur hafði sína merkingu og allt var á sínum stað. Þar leið henni vel og naut hún efri áranna við góða heilsu og nærveru vina og ættingja, þar sem var oft gestkvæmt og allir vel- komnir. Síðustu árin dvaldi amma Lína á Dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði og þar leið henni vel enda var vel um hana hugsað af starfs- fólkinu og var hún þakklát fyrir góða umönnun. Elsku amma Lína, mikill er miss- irinn nú þegar þú ert dáin og verður þín sárt saknað. Þakka þér fyrir trygglyndið öll þessi ár. Guð blessi minningu þína og styrki ástvini þína í sorginni. Sigrún vinkona. Elsku besta amma mín er dáin, farin til afa Munda, pabba og fleiri ættingja og vina og eflaust hefur hún fengið mörg knúsin og kossana. Amma var hjartahlý, ástkær og góð amma sem ég á eftir að sakna mjög mikið, það var alltaf gott að koma til hennar og sjá fallega brosið hennar og fá að heyra hlýju orðin hennar. Það var alltaf gott að hringja í hana ef manni leið illa því manni hætti að líða illa um leið og hún svaraði. Við höfðum gaman af því að hlæja og grínast og alltaf var stutt í hlátur- inn. Ég hef átt góðar stundir með henni alveg frá því ég man eftir mér og marga páskana fékk ég að fara til Ólafsfjarðar og dvelja þar hjá ömmu og afa í litla fallega húsinu þeirra á Kirkjuveginum. Margir rúntarnir sem ég fór með ömmu og afa á litla bílnum þeirra og skart- gripaskrínið hennar var í miklu uppáhaldi hjá mér, skoðaði það aft- ur og aftur. Yndislegar stundir sem núna eru mínar dýrmætustu minn- ingar. Amma hafði mjög gaman af því þegar ég var að segja henni sögur af litlu gullmolunum mínum og ekki fannst henni leiðinlegt að heyra sögur af vini sínum honum Davíð. Þegar ég kynnti ömmu fyrir Davíð þá smullu þau alveg saman og voru góðir vinir sem mér þótti mjög vænt um. Amma var mikil handavinnukona og þótti mjög gaman að lauma að manni ýmsu föndri sem hún var bú- in að búa til og það verður varðveitt í minningu um hana. Ég er svo þakklát og ánægð fyrir að hafa átt ömmu Línu sem kenndi mér margt um lífið og tilveruna og á ég eftir að minnast hennar í svo mörgu. Amma var stolt af fjölskyldunni sinni og spurði ætíð hvernig allir hefðu það og hvort það gengi ekki allt vel, hún var vinmörg og öllum þótti vænt um hana því hún gaf svo mikið af sér og var öllum góð og blíð. Mér fannst yndislegt að heyra frá starfsfólki Hornbrekku þegar ég hitti það hvað því þótti vænt um hana og var gott við hana. Og gott að heyra hvað henni leið alltaf vel á Hornbrekku þessi þrjú ár sem hún var þar. Amma var dugleg, reglusöm og rösk kona. Eldhúsið í Kirkjuvegin- um var hennar staður þar sem hún bakaði og eldaði dýrindis kökur og mat, þegar maður kom til hennar var alltaf nóg brauð á borðum. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með henni þessa síðustu daga og eru það mér mjög dýrmæt- ar stundir að hafa fengið að halda í höndina hennar, kyssa hana og knúsa. Það var svo gott þegar hún strauk á mér vangann og yfir hárið á mér og dáðist að hjarta-hálsmen- inu mínu og alltaf fékk ég fallega brosið hennar. Elsku amma, ég veit að góður guð tekur vel á móti þér og signir yfir þig eins og þú varst vön að gera við okkur öll þegar við fórum frá þér. Hvíldu í friði amma Lína. Hjartans þökk fær starfsfólk og vistmenn Hornbrekku fyrir hlýhug og góðmennsku, guð blessi ykkur öll. Þín sonardóttir, Sylvía Sigurðardóttir. Sigurlína Jakobína Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Lína. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þínir langömmustrákar, Hermann Ingi og Snævar Bjarki. • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand erfidrykkjur Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is grand.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.