Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 49
Dagbók 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Enn um kvótakerfið – nú verður að nota skynsemina MIKIÐ hefur verið skrafað og skrifað um kvótakerfið að und- anförnu og því miður flest á neikvæðum nót- um. Ég sjálfur er þar ekki undanskilinn en það er kannski ekki óeðlilegt þegar um er að ræða deilur milli andstæðra fylgjenda mismunandi sjón- armiða. Það var því ánægjulegt að lesa grein Guðmundar Ragnarssonar í Mbl. 29. janúar sl. þar sem fjallað er um deilumálið á jákvæð- an og skynsamlegan hátt. Ég get tekið undir flest sem fram kemur í grein Guðmundar en mér finnst þó vanta nokkuð upp á að öllu séu gerð grein- argóð skil. Ég er t.d. sammála Guð- mundi um að fyrningarleiðin svoköll- uð er ekki vænleg aðferð til að leysa vandamálið eins og hún er sett fram í dag, enda óraunsæ og tekur ekki á vandamálinu að fullu. Þetta getur ein- faldlega ekki gengið upp óbreytt fyrir hvern sem er. Það er því nauðsynlegt að leggja hana til hliðar á meðan nefnd sem fjalla á um málið hefur ekki lokið störfum. Þegar kerfið var sett á laggirnar upphaflega átti það fyrst og fremst að stuðla að betra skipulagi á veiðunum og verndun fiskstofnanna. Mér finnst að hvorugt hafi gengið eftir. Þar er fyrst og fremst um að kenna stækkun flotans og öflugri veiðarfærum sem hafa skapað vanda á uppeldisstöðvum íslensku fiskstofnanna. Mér finnst því að á þessu máli verði að taka með því að vernda hrygningarstöðvarnar með því að friða ákveðin svæði og takmarka veiðiheimildir innan ákveðinna marka svo sem t.d. innan 12 mílna. Það mætti gera á marg- an hátt sem ég mun ekki fjalla um ítarlega í þessari grein. Eitt væri t.d. að leyfa aðeins krókaveiðar innan þess- ara marka sem væru öllum heimilaðar eftir ákveðnum reglum en aflamark ákveðið af stjórnvöldum. Eitt er víst að kerfið hefur gengið sér til húðar og aldrei mun verða nein sátt um það í núverandi mynd. Þessu verða kvótahafar að gera sér grein fyrir og sætta sig við. Hitt er annað mál að ekki er nauðsynlegt að ganga fram af slíkri hörku að það leiði til gjaldþrots fjölda fyrirtækja ef hægt er að komast hjá því þótt vissulega megi segja að sumir a.m.k eigi ekkert betra skilið. En um þetta mál verður aldrei nein sátt nema allir aðilar komi að málinu og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ég vona að sjávarútvegs- ráðherra vilji leysa málið á sem hag- kvæmastan hátt fyrir greinina og þjóðarbúið í heild sinni og láti skyn- semina ráða en ekki að pólitísk sjón- armið ráði ferðinni einhliða. Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Ást er… … þegar hjarta þitt hefur gert upp hug sinn. Velvakandi Hörður Björgvinsson er eins ogfleiri hagyrðingar sem stigið hafa fram upp á síðkastið – hann á sér uppáhaldsfjall: Fegurð heillar hvar sem er heims á ferðaleiðum, Vék þó vart úr huga mér Vörðufell á Skeiðum. Hreinn Þorkelsson á sér líka eft- irlæti: Frelsi og tign í fasi ber fannahvítur hökull hjartans djásn og augna er Eyjafjallajökull Ármann Þorgrímsson hefur ástæðu til að fagna – vitaskuld í bundnu máli: Ennþá getur af sér fætt ástin blóm sem vaxa hratt Hefur stækkað Hraunkotsætt hér við bættist ein í nótt Björn Ingólfsson óskaði honum til hamingju: Úti á lífsins ólgusjó Ármann hefur vöxtinn rétta. Orðinn langi-afi þó ekki sé hann lengri en þetta. Þá Friðrik Steingrímsson: Hér er lítil frænka fædd, frændi þú ert ríkur. Fegurð bæði og gáfum gædd, genið engan svíkur. Þegar Jón Arnljótsson kom inn úr fjósinu var Veðurstofan að kveðja og segja hvenær næsta spá kæmi – af því fékk hann þessa flugu: Baldur var bóndi á Fréttá, blesótta gripi hann sett’á. Veðrið oft las, wiský með glas. Honum er lífið svo létt hjá. Vísnahorn pebl@mbl.is Af fjöllum og frænku Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ VEIST AÐ ÞAÐ ER LANGLÍFI Í ÆTTINNI MINNI FRÆNKA MÍN, EDDA, ER ORÐIN 102 ÁRA GÖMUL EN ER ENNÞÁ ÓTRÚLEGA SKÝR Í KOLLINUM ÞESSI SEM SAUMAR BUXUR Á HÆNURNAR SÍNAR? JÁ, OG HÚN KEYRIR LÍKA! NÚ ER LÍFIÐ BÚIÐ! LÁTUM OKKUR SJÁ... ÞIÐ PÖNTUÐUÐ FIMM STÓRA HUMRA... ÉG GERI EKKI RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ ÞIÐ ÞURFIÐ HJÁLP VIÐ AÐ BRJÓTA SKELJARNAR... OG ÉG SLEPPI LITLU GÖFFLUNUM ERTU ENNÞÁ AÐ HORFA Á ÓLYMPÍU- LEIKANA Í KÍNA? JÁ. ÉG ER AÐ HORFA Á FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR SVAKALEGA HLEYPUR ÞESSI KÍNVERJI HRATT! HVAÐA GREIN ER ÞETTA EIGINLEGA? HLAUP, HOPP OG LANDFLÓTTI SÆLL, RAJIV ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ HEFÐIR SÉÐ FLJÚGANDI FURÐUHLUT HVERNIGVISSIR ÞÚ ÞAÐ EIGINLEGA? ÉG SÁ MYNDBANDIÐ SEM ÞÚ SETTIR Á „YOUTUBE“ HVER SETTI ÞAÐ Á NETIÐ? VEIT ÞAÐ EKKI, EN 200.000 MANNS HAFA HORFT Á ÞAÐ SÍÐUSTU ÁTTA TÍMANA KOMIÐ SÆL ÞIÐ MEGIÐ FAGNA EF ÞIÐ VILJIÐ FYRST VULTURE ER EKKI Í HÆTTU LENGUR GET ÉG FARIÐ OG NÁÐ Í JAMESON ÞÚ HEFÐIR FREKAR ÁTT AÐ PASSA UPP Á SJÁLFAN ÞIG! UNNNHHH! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.