Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 51
Menning 51FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
SÍ©
ASTA
S∞N
IN
GARH
ELGI !
Leiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10
Sjá nánar fræðsludagskrá á www.listasafn.is
Ókeypis aðgangur | Opið daglega kl. 11-17 | Lokað mánudaga
Fríkirkjuvegi 7 | 101 Reykjavík
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Listmunauppboð á næstunni
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 896-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Erum að taka á móti verkum núna í
Galleríi Fold við Rauðarárstíg
Sérkennileg umræða hefurskapast í kringum fatahönn-un Birtu Björnsdóttur undir
merkinu Júníform. Fáum stuttu út-
gáfuna af málavöxtum, eða eins
stutta og hægt er: Linda Björg
Árnadóttir, fagstjóri fatahönn-
unarbrautar Listaháskóla Íslands
og fatahönnuður sendir Evu Maríu
Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á
RÚV, bréf eftir úrslitakvöld
Söngvakeppni Sjónvarpsins þar
sem hún segir að kjólarnir sem
hún, Eva María, og Ragnhildur
Steinunn klæddust (eftir Birtu sem
sagt) hafi verið ljótir og Sjón-
varpið, „sem beri skylda til að sýna
ávallt það sem er best í menningu,
hönnun og listum,“ hafi brugðist.
Birta svaraði fyrir sig í Frétta-
blaðinu þar sem hún segir m.a.
„Það kemur mér spánskt fyrir
sjónir að aðjúnkt og fagstjóri við
Listaháskóla Íslands komi fram í
fjölmiðlum, með sterka sleggju-
dóma sem þessa á íslenskan fata-
hönnuð, faglærðan eða ekki.“
Birta sendi síðan rektor LHÍbréf þar sem hún fer fram á
formlega afsökunarbeiðni. Hjálmar
Ragnarsson, rektor Listaháskól-
ans, varð ekki við því og styður
Lindu 100%. Linda svarar síðan í
Fréttablaðinu í gær þar sem hún
áréttar að fatahönnun sé fag sem
krefst sérþekkingar og nær á ein-
hvern ótrúlegan hátt að gera dóna-
skap að dyggð. Gunnar Hilm-
arsson, formaður Félags
fatahönnuða, segir hins vegar í
Fréttablaðinu að bréfið hafi verið
óþarft, og það sé „vísindalega
ómögulegt að sanna hvort kjóll sé
ljótur eða flottur.“
Ja hérna hér. Sérkennileg um-
ræða, sagði ég í upphafi, en hér er
verið að togast á um aldagamalt
bitbein. Hvenær er eitthvað flott
og hvenær ekki? Er hægt að þykja
Buffalo-skór flottir eða eru þeir í
eðli sínu ljótir? Þetta eru grund-
vallarspurningar um fagurfræði og
í raun um ákveðið viðhorf til hlut-
anna. Er Britney Spears jafn
merkileg og Mozart. Já, segja sum-
ir, nei, segja aðrir og svo verður
allt vitlaust.
Mesta athygli vekur þó hversu
heiftúðug rimman á milli Birtu og
Lindu er, líkt og stungið hafi verið
á einhverju kýli.
Ég verð að segja að þetta bréfLindu er sérstakt. Ekki er
hægt að segja að álit hennar hafi
verið sett faglega fram, það er
meira eins og hún sé að skyrpa því
út úr sér í bræði. Linda segir að
gagnrýni hennar beinist gegn
framsetningu RÚV í heildina (leik-
mynd, umgjörð, förðun o.s.frv.)
sem er gott og vel en manni blöskr-
ar framsetningin. „Ykkur tókst í
kvöld að upphefja eitthvað það
versta sem er að gerast í fatahönn-
un á Íslandi,“ segir hún í bréfinu til
Evu og beinir orðunum gegn ein-
um hönnuði. Eðlilegra hefði mér
þótt að tala um ákveðna strauma,
ákveðna þróun í heild yfir fremur
en einn hönnuð, ef það þarf að lýsa
áliti sínu á fatahönnun á Íslandi, og
þá sérstaklega ef það kemur frá
manneskju í þessari stöðu. Svo seg-
ir í bréfi Lindu „þetta myndi ekki
gerast hjá BBC“.??? Undarlegt.
Birta gengur sköruglega fram í
sínu bréfi. Hönnun Júníform nýtur
mikilla vinsælda hérlendis, fötin
eru í tísku, en auðvitað liggur á
milli hluta hvort þau „eru“ flott eð-
ur ei. Smekkur er persónubund-
inn? Eða hvað?
Birta segir fáránlegt að Linda sé
með persónulega sleggjudóma í
skjóli stöðu sinnar í LHÍ en Linda
segir álit sitt faglegt, ekki persónu-
legt.
Merkilegast er þó að lesa bréfsem Linda sendir Frétta-
blaðinu í gær. Þar segir hún fata-
hönnun fag sem hafi ekkert með
persónulegan smekk að gera. Gott
og vel. Hún tiltekur „efnistök,
tækni, innsæi, þekking á faginu,
heilindi og einlægni,“ sem eitthvað
sem einkenni góða fatahönnun. En
bíðum aðeins hæg. Sprenglært tón-
skáld getur búið til hundleiðinlega
tónlist. Amatör getur búið til und-
urfagra tónlist sem tosar í hjarta-
strengi, fyllir fólk andagift og feg-
urð. Vivienne Westwood er
ófaglærð. Það þýðir væntanlega að
fötin hennar eru sjálfvirkt ljót.
Það sem stingur þó mest er að
dónaskapur sé tiltekinn sem kost-
ur. Linda tiltekur frægar fígúrur,
yfirmenn í virtum skólum og menn
eins og Simon Cowell sem dæmi
um þetta, að harðneskjuleg fram-
ganga og dónaskapur sé málið.
„Það er komin tími til á Íslandi
að fólk megi opna munninn og
segja sína skoðun,“ segir hún.
Takk fyrir.
En er kennari í Listaháskóla á
litla Íslandi kominn á sama stall og
þetta fólk? Og er framkoma þeirra
og hegðun til eftirbreytni? Skoðun
og gagnrýni er hægt að orða á
mun faglegri og nærgætnislegri
hátt og þannig kemst hún betur og
dýpra til skila. Að láta fólk skjálfa
á beinum hefur ekkert að segja. Ég
fullyrði að engum finnst þetta snið-
ugt nema því fólki sem valdi sínu
beitir á þennan ógeðfellda hátt.
Lindu fannst kjólarnir ljótir.Gott og vel. Það er ekki
vandamálið. Vandamálið er hvern-
ig þeirri skoðun var komið á fram-
færi.
arnart@mbl.is
Pilsaþyturinn mikli
»Ég verð að segja aðþetta bréf Lindu er
sérstakt. Ekki er hægt
að segja að álit hennar
hafi verið sett faglega
fram, það er meira eins
og hún sé að skyrpa því
út úr sér í bræði.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Ver sig Birta Björnsdóttir.
AF FATAHÖNNUN
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Valdís Thor
Júníform Hönnun eftir Birtu.
Morgunblaðið/Eyþór
Hörð Linda Björg Árnadóttir.
TÓNLISTARMAÐURINN Elton
John lét þau ummæli falla í viðtali
við bandaríska tímaritið US að Jesús
hefði verið samkynhneigður. Elton
sagði Jesú hafa verið „sam-
úðarfullan, ofurgreindan, samkyn-
hneigðan mann sem hefði haft fullan
skilning á vandamálum manna“.
Þessi ummæli Eltons hafa farið
heldur illa í marga af æðstu kirkj-
unnar mönnum í Bandaríkjunum.
Elton ræddi einnig við blaðamann
um eiturlyf, frægð og kristna trú.
Hann benti á að Jesús hefði fyr-
irgefið þeim sem krossfestu hann og
viljað að menn sýndu hver öðrum ást
og hlýju. „Ég skil ekki af hverju fólk
er svona grimmt. Prófaðu bara að
vera samkynhneigð kona í Miðaust-
urlöndum – það jafngildir dauða-
dómi,“ sagði Elton.
Meðal þeirra sem brugðist hafa
illa við ummælunum er Stephen
Green sem fer fyrir hægrisinnuðum
kristnum hópi, Christian Voice.
Hann segir ummæli Eltons kjaftæði.
„Biblían segir að Jesús hafi verið
syndlaus maður og því getur hann
ekki hafa verið samkynhneigður,“
segir Green.
Reuters
Elton Var Jesús samkynhneigður?
Jesús sam-
kynhneigð-
ur, að sögn
Elton John